Morgunblaðið - 14.05.2012, Síða 37

Morgunblaðið - 14.05.2012, Síða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012 Koss The very best of Kiss er besta plata allra tíma, að mati Braga Valdimars Skúlasonar. Bassi Hinn stimamjúki Leonard Cohen býður af sér góðan þokka. . Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Ég er ekkert sérlega gefinn fyrir að hlusta á tónlist, en ég er þó aðeins að róta í koffortinu hans Cohens þessa dagana. Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Eðli málsins samkvæmt hlýtur það að vera The very best of Kiss. Kjánaleg spurning. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptir þú hana? Sú fyrsta sem ég splæsti í alveg upp á mitt eindæmi var held ég Roxette: Look sharp! Nær örugglega keypt í Skífunni á Laugavegi. Frábær fjárfesting. Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Á bleikum náttkjólum. En það er sennilega ekki gagnkvæmt. Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Ringó. Ég kann svo vel að meta við- kvæmnislega snilligáfu hans. Og skeggrót. Hvað syngur þú í sturtunni? Þar hef ég vit á að þegja og einbeita mér að sápun. Og skolun. Hvað fær að hljóma villt og gal- ið á föstudags- kvöldum? Cream með Prinsi. En hvað yljar þér svo á sunnudags- morgnum? Allt með Wings. Í mínum eyrum Bragi Valdimar Skúlason Ekkert sérlega gefinn fyrir að hlusta á tónlist Rjómi Bragi hlustar á Cream með Prinsi á föstudagskvöldum. Myndlistarmaðurinn Artist Anish Kapoor, höfundur mikils skúlptúrs sem byggður hefur verið í Lund- únum í tilefni af Ólympíuleikunum sem þar verða haldnir í sumar, telur fyrirhugað aðgangsverð að verkinu býsna hátt, eða 15 pund. Verkið ber heitið ArcelorMittal Orbit og er rauður turn úr stáli sem vindur upp á sig, 115 metra hár. Efst er hring- laga bygging. Kostnaður við verkið nam 22,7 milljónum punda. Reuters Tilkomumikið Verk Kapoors. Ósáttur við miðaverð „Ég er ákaflega glöð að vera stödd hér í Bakú,“ sagði Greta Salóme Stefánsdóttir, fulltrúi Íslands í Evróvisjón, á blaðamannafundi í Bakú í Aserbaídsjan í gær. Haft er eftir Gretu Salóme á vef- síðunni en.trend.az að hún telji Bakú afar fallega borg, ekki síst vegna allra nýju og háu bygging- anna sem prýða borgina. Íslenska laginu, Never forget, er spáð góðu gengi, en samkvæmt spám á vefsíðunni Oddschecker, þar sem niðurstöður úr helstu veð- bönkum eru teknar saman, mun Ís- land lenda í sjöunda sæti. Svíar munu hins vegar hreppa fyrsta sæt- ið og á eftir þeim verða Ítalir, Rúss- ar og Bretar. Greta er glöð í Bakú Ljósmynd/Jónatan Garðarsson Æfing Jón Jósep Snæbjörnsson og Greta Salóme Stefánsdóttir í Bakú. Bandarísku gamanþættirnir 30 Rock munu brátt ljúka göngu sinni, ef marka má ummæli tveggja aðal- leikara þáttanna, Alec Baldwin og Tinu Fey. Baldwin hefur ýjað að því að hann ætli að hætta að leika í þátt- unum og Fey segir lok þeirra í sjón- máli. Sjö þáttaraðir hafa verið fram- leiddar, sú fyrsta leit dagsins ljós fyrir sex árum og hafa þættirnir hlotið fjölda Emmy-verðlauna. Tina Fey átti upphaflega hugmyndina að þáttunum en þeir segja af skraut- legum framleiðendum grínþáttar og mun Fey hafa fengið hugmyndina út frá reynslu sinni af því að koma fram í gamanþáttunum Saturday Night Live. Áhorf á þættina hefur dalað þónokkuð hin síðustu ár. Styttist í endalok 30 Rock Kveðja Jack Donaghy og Liz Lemon hverfa brátt af skjánum. EGILSHÖLL 16 ÁLFABAKKA VIP VIP 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 L L 10 10 10 10 10 10 KEFLAVÍK AKUREYRI DARKSHADOWS KL. 5:40 - 8 - 10 - 10:50 2D DARKSHADOWSVIP KL. 5:40 - 8 2D THEAVENGERS KL. 5 - 8 - 10:30 3D THEAVENGERSVIP KL. 10:30 2D THEAVENGERS KL. 7 - 10 2D UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALI KL. 6 2D CABIN IN THEWOODS KL. 8 2D BATTLESHIP KL. 8 - 10:40 2D AMERICANPIE: REUNION KL. 5:50 2D 16 16 KRINGLUNNI 12 L 10 DARKSHADOWSKL. 5:40 - 8 - 10:30 2D THEAVENGERS KL. 6 - 8 - 9 3D UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALI KL. 6 2D CABIN IN THEWOODS KL. 10:50 2D DARKSHADOWS KL. 8 2D THEAVENGERS KL. 10:20 3D GONE KL. 8 2D SVARTURÁLEIK KL. 10 2D DARKSHADOWS KL. 8 2D THEAVENGERS (3D) KL. 5 - 10:20 3D UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 6 2D GONE KL. 8 2D WRATHOF THE TITANS KL. 10:10 2D STÆRSTA FRUMSÝNINGARHELGI ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI ! YFIR 40 ÞÚS. BÍÓGESTIR ! Empire Total film Variety Tommi, Kvikmyndir.is Stærsta ofurhetjumynd allra tíma!Johnny Depp erstórkostlegur í þessari frábæru gamanmynd o.g. entertainment weekly p.h. boxoffice magazine Nýjasta meistaraverk Tim Burtons. SAFE KL. 8 - 10:10 2D DARKSHADOWS KL. 5:30 - 8 - 10:30 2D THEAVENGERS KL. 5 - 8 - 11 3D THEAVENGERS KL. 6 - 9 2D IMPY’SWONDERLAND ÍSLTALKL. 5:30 2D TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á UNDRALAND IBBA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI STÓRSKEMMTILEG TEIKNIMYND Dalvegi 10-14 ▪ 201 Kópavogur ▪ Sími: 595 0570 ▪ parki.is Plankaparket í miklu úrvali Bjóðum einnig upp á sérframleitt parket eftir óskum hvers og eins. Burstað, lakkað, olíuborið, handheflað, reykt, fasað, hvíttað, eða hverning vilt þú hafa þitt parket ? Láttu drauminn rætast hjá okkur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.