Morgunblaðið - 12.06.2012, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2012
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
17 ára
Verkfæralagerinn
Hekkklippur
4.995
Vinnuvettlingar
185
Kantskeri
1.895
Stungugaffal
3.240
Malarhrífa
1.895
Greinaklippur
785
Framlengingasnúra
3.995
Þrýstibrúsi
2 ltr
999
Stöllurnar Marta María Sæberg og Ástrós
Magna Vilmundardóttir hafa verið iðnar það
sem af er sumri við það að planta grænmeti. Vin-
konurnar hafa gróðursett gulrætur og radísur í
skólagarðinn við Hörðuvelli og haft gaman af.
Stúlkurnar svara því aðspurðar að vökvunin
skipti mestu máli en hafa þó ekki myndað sér
skoðun á því hvað af grænmetinu sé ljúffengast.
Þær verða báðar frá að víkja í sumar þar sem
Ástrós Magna mun ferðast til Ítalíu með Stúlkna-
kór Reykjavíkur á meðan Marta María fer til
Vestmannaeyja. Þær kveðast ekki ætla að planta
grænmeti á viðkomustöðum sínum enda alveg
nóg að sinna uppskeru á einum stað.
davidmar@mbl.is
Góðar vinkonur yrkja jörð í skólagörðum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vinkonurnar Marta María og Ástrós Magna segja nauðsynlegt að vökva vel
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Sólarorkuiðnaðurinn er í hægagangi
í augnablikinu og það hefur bein áhrif
á umræðuna um fyrirhugaða kísil-
málmvinnslu á Grundartanga. Það
væri of djúpt í árinni tekið að segja að
kreppan sé að fresta þessum áform-
um en það er alveg ljóst að hún er
ekki að flýta þeim. Spánn er stór
markaður fyrir sólarkísil og þar er
óvissan í efnahagsmálum mikil,“ segir
Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem á
Íslandi, um áhrif evrukreppunnar á
umrædd áform.
Hægagangur í efnahagslífinu
„Þótt ekki hafi verið horft til næstu
tveggja ára var miðað við fram-
kvæmdir í náinni framtíð. Óróinn í
Evrópu er að rugga bátnum. Það er
kyrrstaða í öllum málum. Eins og
staðan er núna hefur kreppan þó ekki
truflað okkur mikið en því er ekki að
leyna að Evrópa er helsti markaður-
inn fyrir kísiljárn frá verksmiðjunni á
Íslandi í dag. Þannig að ef það hægir
frekar á efnahagslífi Evrópu mun það
hafa áhrif á bæði verð og það magn
sem við seljum til álfunnar,“ segir
Einar og víkur að svartsýni um fram-
haldið í Evrópu.
„Hljóðið í mönnum í Evrópu er
þungt. En hvort það byggir á því að
það sé raunverulega að hægja á öllu
eða óttanum við að sú þróun sé að fara
í hönd er síðan spurning. Óttinn ræð-
ur miklu í dag og er því vandamál í
sjálfu sér,“ segir Einar en umrædd
áform komu við sögu í heimsókn Wen
Jiabao, forsætisráðherra Kína, til Ís-
lands í apríl og undirritaði leiðtoginn
við það tilefni viljayfirlýsingu um
framkvæmdina.
129 milljarða verkefni
Í kjölfarið fékk Morgunblaðið þær
upplýsingar að horft væri til fjárfest-
ingar upp á milljarð Bandaríkjadala,
eða sem svarar um 129 milljörðum
króna, eftir nokkur misseri.
Framkvæmdir við stækkun járn-
blendisins voru taldar mundu skapa
500 til 1.000 störf og kísilvinnslan
hundruð nýrra starfa.
Þá var samanlögð raforkuþörf
kísilmálmvinnslunnar áætluð minnst
165 MW en til samanburðar verður
Búðarhálsvirkjun 95 MW.
Kínverska ríkið á 80% hlut í China
Blue Star, móðurfélagi Elkem.
Evrukreppa tefur stækkun
Niðursveiflan á Spáni setur strik í áform um kísilmálmvinnslu á Grundartanga
Rætt var um 130 milljarða króna fjárfestingu Nýtur stuðnings Kínastjórnar
Morgunblaðið/Sverrir
Átti að stækka Verksmiðja Elkem á Grundartanga er í eigu Kínverja.
Lottóvinningshafinn lukkulegi frá því síðasta laugardag
hafði ekki gefið sig fram síðdegis í gær. Stefán Konráðs-
son, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár, segist búast
við að hann geri það fljótlega í vikunni, sagan sé oftast
sú.
Miðinn, sem gaf 73 milljónir, var keyptur í Leirunesti
á Akureyri. Er þetta í annað sinn á árinu sem stór lottó-
vinningur fer á miða sem keyptur er á Akureyri en í apríl
fengu hjón 108 milljónir á víkingalottósmiða sem var
keyptur í Olís á Akureyri. Tvö ár eru síðan ung hjón
fengu stóran vinning í lottóinu á miða keyptan í Hag-
kaupum á Akureyri.
Stefán segir að ekkert bendi til þess að þeir miðar sem
eru keyptir á Akureyri séu líklegri til að færa lukku. „Á
síðasta ári greiddum við 1,2 milljarða í vinninga, þannig
að það er örugglega línuleg dreifing í því.“
Margir hafa þó trú á ákveðnum sölustöðum. „Á upp-
hafsárum lottósins 1986 trúðu menn á ákveðna sölustaði.
Það kom mikið fram af vinningum í Gerplu á Sólvalla-
götu og þá á þjóðin að hafa flykkst þangað. Sú saga gekk
að fólk hefði komið með rútu frá Selfossi til að kaupa
miða í þessari ákveðnu sjoppu. En eðlilega hefur sjoppan
bara fengið meiri sölu og fyrir vikið fengu þeir fleiri vinn-
inga.“
Stefán segir það til að fólk hringi í Íslenska getspá til
að athuga hvort þau mæli með ákveðnum sölustöðum
umfram aðra. ingveldur@mbl.is
Lukkumiðar frá Akureyri?
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Lukka Róbert Már Kristinsson, eigandi Leirunestis við
lottókassann sem færði einhverjum 73 milljónir.
Tveir stórir lottóvinn-
ingar til Akureyrar á árinu
Búið er að opna
fjallveginn upp í
Kverkfjöll og
hægt er að kom-
ast inn í Öskju
með því að fara
veg F910.
Samkvæmt
upplýsingum
Vegagerðarinnar
hafa fjallvegir
opnað í fyrra lagi
miðað við meðal-
tal síðustu ára en þeir fyrstu voru
opnaðir í síðustu viku, þar á meðal
Kjalvegur og vegbútur á leiðinni að
Landamannalaugum.
Enn eru þó vinsælir fjallvegir á
borð við Sprengisandsleið og Fjalla-
baksleið nyrðri, auk styttri leiða sem
liggja af Sprengisandsleið, lokaðir.
Þar er enn töluvert mikið af snjó. Þá
er Skjaldbreiðarvegur einnig ennþá
lokaður. Veður hefur þó verið gott
undanfarið og því eru taldar líkur á
að fleiri fjallvegir eigi eftir að opna á
næstu dögum og vikum.
Fyrstu hálendisleiðir eru venju-
lega opnar síðari hluta maímánaðar
eða í byrjun júní en margar enn síð-
ar. Opnun fjallveganna fer eftir veð-
urfari að vori eða í sumarbyrjun og
ráða þar snjóalög mestu um opn-
unartímann. Bleyta í vegum getur
einnig valdið því að vegir séu opn-
aðir seint enda hætta á að þeir
skemmist ef umferð er hleypt inn á
þá of snemma. kjartan@mbl.is
Opnað í
Kverkfjöll
og Öskju
Ferðamenn á
Fjallabaksleið
nyrðri.
Vinsælir fjallvegir
áfram lokaðir
Málflutningur verður í Hæstarétti
út vikuna og síðan verður gert hlé til
5. september.
Í dag verða tvö mál á dagskrá, eitt
á miðvikudag, tvö á fimmtudag og
eitt á föstudag. Miðvikudaginn 5.
september er síðan eitt mál á dag-
skrá, tvö mál fimmtudaginn 5. sept-
ember og tvö mál föstudaginn 6.
september.
Dómsuppkvaðning verður á
fimmtudag og aftur á þriðjudag í
næstu viku.
Málflutning-
ur út vikuna