Morgunblaðið - 12.06.2012, Blaðsíða 8
Menningar- og ferðamálaráð
Reykjavíkurborgar vill að borgin
gefi Rithöfundasambandinu Gunn-
arshús, hús Gunnars Gunnarssonar
skálds og Franziscu konu hans við
Dyngjuveg í Reykjavík. Tilefni gjaf-
arinnar er að Reykjavíkurborg er
bókmenntaborg Unesco í ár.
Húsið var byggt eftir teikningum
Hannesar Kr. Davíðssonar arkitekts
upp úr 1950 og bjuggu hjónin í því
eftir að þau fluttu frá Skriðuklaustri.
Tillögu menningar- og ferða-
málaráðs hefur nú verið vísað til
borgarráðs. Með henni fylgir grein-
argerð og þar kemur fram að við
gerð fjárhagsáætlunar Reykjavík-
urborgar árið 2011 hafi verið sam-
þykkt að húsið yrði afhent Rithöf-
undasambandinu. kjon@mbl.is
Gjöf Gunnarshús, Dyngjuvegi 8.
Rithöfundar
fái Gunn-
arshús
Morgunblaðið/Golli
Þótt misnotkun samfylking-arstarfsmanna „RÚV“ sé löngu
hætt að koma á óvart koma einstök
tilvik í þeim tilþrifum enn á óvart.
Vef-Þjóðviljinn segir: „Rík-isútvarpið, síðar nefnt ríkis-
stjórnarútvarpið, hvatti mjög til
mótmæla á Austurvelli frá hausti
2008 til 1. febrúar 2009. Voru frétta-
tímar óspart nýttir til að minna
menn á „mótmælin“ á Austurvelli.
Hefðbundin dagskrá var ítrekaðrofin til að sýna beint frá hin-
um mikilvægu mótmælum þar sem
lögregla var grýtt og barin og
skemmdarverk unnin á þinghúsinu
og fleiri byggingum og munum í
miðbænum.
Í dag hefur verið boðað til sam-stöðufundar sjávarútvegsins
gegn skattheimtu- og þjóðnýting-
arfrumvörpum ríkisstjórnarinnar.
Reykjavíkurhöfn er að fyllast af
skipum og bátum og áhafnir á leið á
fundinn kl. 16.
En hvar eru hvatningarfréttirríkisstjórnarútvarpsins um
fundinn? Hvar er tilkynningin um
beina útsendingu frá fundinum?“
RÚV varð frægt þegar það sagðiekki fyrr en eftir dúk og disk
frá skaðræðisjarðskjálfta á Suður-
landi vegna fótaboltalýsingar.
Og auðvitað gátu þeir ekki gertmótmælendafundi sjávar-
útvegsfólks skil, því þá hefðu þeir
þurft að rugla dagskrá um Múm-
ínálfana, sem einhverjir innan þing-
hússins hefðu getað tekið til sín.
Múmínálfar
STAKSTEINAR
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2012
Veður víða um heim 11.6., kl. 18.00
Reykjavík 11 skýjað
Bolungarvík 11 léttskýjað
Akureyri 8 heiðskírt
Kirkjubæjarkl. 11 skýjað
Vestmannaeyjar 9 heiðskírt
Nuuk 10 léttskýjað
Þórshöfn 8 alskýjað
Ósló 17 léttskýjað
Kaupmannahöfn 15 skýjað
Stokkhólmur 17 léttskýjað
Helsinki 13 skúrir
Lúxemborg 15 skýjað
Brussel 15 léttskýjað
Dublin 16 skýjað
Glasgow 13 skýjað
London 12 súld
París 17 skýjað
Amsterdam 18 léttskýjað
Hamborg 17 skýjað
Berlín 21 heiðskírt
Vín 20 skýjað
Moskva 22 skýjað
Algarve 26 léttskýjað
Madríd 26 skýjað
Barcelona 22 léttskýjað
Mallorca 26 léttskýjað
Róm 26 léttskýjað
Aþena 30 léttskýjað
Winnipeg 12 alskýjað
Montreal 27 skýjað
New York 23 heiðskírt
Chicago 27 skýjað
Orlando 28 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
12. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2:59 23:57
ÍSAFJÖRÐUR 1:33 25:33
SIGLUFJÖRÐUR 1:16 25:16
DJÚPIVOGUR 2:16 23:40
MJÓLKURÍS
GAMLI ÍSINN
Skalli • Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 - 23
Samningsafstaða Íslands í köflum
númer 9 og 24 var birt á vefsíðunni
vidraedur.is í gær. Um er að ræða
kafla sem varða annars vegar fjár-
málaþjónustu og hins vegar dóms-
og innanríkismál. Samningsafstaða
Íslands í umræddum köflum var
send framkvæmdastjórn ESB og
aðildarríkjum sambandsins eftir að
fjallað hafði verið um hana í við-
komandi samningahópum, utanrík-
ismálanefnd Alþingis, samninga-
nefnd Íslands og hún samþykkt í
ráðherranefnd og ríkisstjórn.
Í tilkynningu frá utanríkisráðu-
neytinu segir m.a. að búist sé við
því að viðræður hefjist í viðkom-
andi málaflokkum síðar á þessu ári.
Einnig kemur fram í tilkynning-
unni að Ísland óski eftir því að Við-
lagatrygging Íslands, sem veitir
tryggingu vegna tjóns af völdum
náttúruhamfara, verði undanþegin
ákvæðum tilskipunar um stofnun
og rekstur fyrirtækja á sviði vá-
trygginga og endurtrygginga.
Þá er í samningsafstöðunni einn-
ig lögð fram viðbót við reglugerð
ESB um fullnustu óumdeildra
krafna sem myndi gera Íslandi
kleift að hafna að viðurkenna meið-
yrðadóm ef um er að ræða svokall-
að meiðyrðamálaflakk sem hafi
mikinn málsvarnarkostnað í för
með sér.
Alls hefur samningsafstaða í 22
af 33 köflum verið birt á vefsíðunni
vidraedur.is.
Birtu samningsafstöðu í tveimur köflum
Enn á eftir að birta samningsafstöðu
Íslands í ellefu mismunandi köflum
ESB Afstaðan birt á vidraedur.is.