Morgunblaðið - 12.06.2012, Side 10

Morgunblaðið - 12.06.2012, Side 10
Fyrir þá sem ekki hafa mikinn tíma til að fara í ræktina er tilvalið að gera æfingar heima. Þá getur verið gott að vafra á netinu og finna góðar leið- beiningar. Á vegsíðu kanadíska tíma- ritsins Divine er til dæmis að finna skemmtilegan tengil þar sem hægt er að smella á þann líkamspart sem við- komanda langar til að þjálfa. Til dæmis ef smellt er á fótlegg þá eru gefnar upp þónokkrar ólíkar æfingar, með skýringarmyndum og góðum leiðbeinandi texta svo allt sé nú rétt gert. Ein er sú heimaæfing fyrir læri og rass sem aldrei klikkar og er köll- uð stóllinn. Hún er mjög einföld: Að fara með bakið upp að vegg, beygja sig niður í níutíu gráður, eins og setið sé á stól. Halda þannig vel og lengi og gera nokkrum sinnum. Ef þessi æfing er gerð daglega, þrisvar sinnum tutt- ugu sinnum í röð, þá skilar hún stinn- um og finum lærum. Vefsíðan www.divine.ca/en/fitness-and-nutrition Magaæfing Hægt er að gera margar æfingar heima til að styrkja líkamann. Hvaða líkamspart viltu þjálfa? 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2012 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is V ið fljúgum á Ísafjörð í dag, tökum bát í fyrra- málið út í Hornvík og þaðan ætlum við að ganga upp á Hornbjarg og hefja gönguna formlega,“ segir Emelía Blöndal en hún er ein af þeim sex konum sem ætla að ganga yfir Ís- land frá vestri til austurs. „Við áætl- um að vera fjórar vikur á leiðinni og við ætlum að klára hinn 14. júlí á Eystrahorni við Höfn í Hornafirði. Þess vegna köllum við okkur Sex- urnar Horn í Horn. Enginn hefur farið þessa leið áður svo við vitum en þetta eru 640 kílómetrar og við ger- um ráð fyrir að ganga vel yfir 20 kíló- metra á dag. Fleiri vinkonur ætla að slást í hópinn hluta af ferðinni, þrjár ganga með okkur um Hornstrandir og vonandi bætast einhverjar við síð- ar í ferðinni og klára kannski með okkur.“ Með allt á bakinu Þær Emilía, Anna Lára, Guð- rún, Kristín Jóna, Margrét og Sigrún ætla að ganga niður Hornstrandir sem leið liggur í Ófeigsfjörð, þá upp á Trékyllisheiðina og koma niður í Hólmavík þar sem hvílt verður í einn dag. „Síðan göngum við Laxárdals- heiðina inn í Hrútafjörð, svo beint upp á hálendið og göngum norðan jökla. Við förum yfir Blöndu á stíflu og svo förum við inn í landið, jafnvel með viðkomu í Öskju og þaðan ofan í Snæfell. Svo göngum við þaðan niður í Lónsöræfi, sem er mjög falleg gönguleið.“ Þær ætla að vera með allt á bak- inu; svefnpoka, dýnur og annað haf- Sexurnar ganga Horn í Horn Á morgun leggja þær upp í mánaðar gönguferð sem þær kalla Horn í Horn. Þær hefja för í Hornvík á Hornströndum nyrst á Vestfjarðakjálkanum og enda á Eystrahorni á Austurlandi, rétt við Höfn í Hornafirði. Þetta eru sex hraustar kon- ur sem eru ýmsu vanar í göngum og víla ekki fyrir sér að sigrast á jökulám. Ísland krossað Hér má sjá leiðina þegar þær gengu þvert yfir landið frá Reykjanestá að Fonti á Langanesi og þá sem þær fara nú Horn í Horn. Garpar Á Þjórsárjökli í Hofsjökli þegar þær þveruðu landið. Sigrún fremst og fyrir aftan Anna Lára, Margrét, Kristín, Emelía og Guðrún. Nú á laugardag 16. júní verður hinn árlegi Gullsprettur, en svo heitir hlaup í kringum Laugarvatn. Hlaupið hefst kl. 11 við gróðurhúsið niður við vatn. Hlaupið verður í kringum Laug- arvatn yfir ár, mýrar og móa með frjálsri aðferð. Vegalengdin er um 8,5 km og drykkjarstöð verður við Útey eftir að Hólárós hefur verið vaðinn. Tímataka er í hlaupinu. Skráning á staðnum frá kl. 9 og þátttökugjald er kr. 2.000 og aðgangur að Fontana innifalinn. Í ljósi metþátttöku í fyrra, 101 hlaupari, má búast við mörgum þetta árið og því æskilegt að mæta tímanlega í skráningu. Endilega... ...farið í Laug- arvatnshlaupið Gullsprettur Hlaupið í kringum Laugarvatn er yfir ár, mýrar og móa. Mikka-maraþon verður haldið í fyrsta skipti næstkomandi sunnudag, 17. júní, kl. 11, þar sem börn og fullorðnir geta tekið þátt í léttu skemmti- skokki. Vegalengdin sem hlaupin verður er 4,2 km og hlaupið er hugs- að bæði fyrir byrjendur og lengra komna, en það er tilvalin fjölskyldu- skemmtun. Hlaupinn verður hring- ur í Laugardalnum og tími tekinn á öllum keppendum og úrslit- in birt á hlaup.is. Skráð verður í hlaupið á hlaup.is. Myndir verða teknar í hlaupinu af hlaupurum og boðið upp á mynda- töku með Mikka mús í bakgrunni. Aldursflokkar: 9 ára og yngri 10-12 ára 13-15 ára 16 ára og eldri Veitt verða aldursflokkaverðlaun fyrir fyrsta sæti stráka og stelpna í öllum aldursflokkum. Einnig verður fjöldi glæsilegra útdráttarverðlauna. Allir þátttakendur fá sérstaka Mikka-verðlaunapeninga. Nánar á hlaup.is. Skemmtiskokk fyrir alla fjölskylduna Mikka-maraþon í fyrsta sinn Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.