Morgunblaðið - 12.06.2012, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2012
Ríflega þrjú hundruð krakkar á
aldrinum 12-16 ára settust í gær á
skólabekk í Háskóla unga fólksins
sem starfræktur verður í Háskóla
Íslands í þessari viku.
Þetta er í níunda skipti sem Há-
skóli unga fólksins er starfandi.
Samkvæmt upplýsingum frá HÍ er
nemendahópurinn í ár afar fjöl-
breyttur og kemur alls staðar af
landinu. Þá eru í hópi nemenda
verðlaunahafar í Nýsköp-
unarkeppni grunnskólanna 2011.
Kennsla í Háskóla unga fólksins
er í höndum fræðimanna og fram-
haldsnema við Háskóla Íslands.
Auk námskeiða í einstökum
greinum hafa nemendur valið sér
eina námsgrein á svokölluðum
þemadegi miðvikudaginn 13. júní.
Botninn verður sleginn í Háskóla
unga fólksins á lokahátíð á
Háskólatorgi föstudaginn 15. júní.
Glímt við fréttaskrif Nemendur í blaða-
og fréttamennsku í Háskóla unga fólksins.
Háskóli unga
fólksins settur
Á stofnfundi Samtaka kaupmanna
og fasteignaeigenda við Laugaveg
sem haldinn var í síðustu viku, var
samþykkt ályktun þar sem mót-
mælt er lokun götunnar fyrir
bílaumferð.
Í ályktuninni segir m.a. að mjög
hafi dregið úr verslun þá daga sem
Laugavegur hafi verið lokaður fyr-
ir bílaumferð. Nær væri að lækka
bílastæðagjöld og fjölga bílastæð-
um í götunni. Einnig myndi það
auðvelda aðgengi að verslunum að
fella niður gjaldskyldu á svæðum
nærri Laugavegi.
Mótmæla lokun
Laugavegar
fyrra og 20.957 á þessu ári, en miðað
er við nýársdag.
Það er því enn nokkuð í land með
að hér verði jafnmargir erlendir
ríkisborgarar og á nýársdag 2009.
Með sama áframhaldi munu þeir
hins vegar senn verða jafn margir
og á nýársdag 2010.
Sögulega mikið atvinnuleysi
Þessi þróun er athyglisverð með
hliðsjón af þróun atvinnuleysis á
tímabilinu.
Þensluárið 2007 var 1,3% atvinnu-
leysi í janúar og alls 1.977 manns án
vinnu. Árið eftir var 1% atvinnuleysi
í janúar og 1.545 manns án
vinnu. Í janúar 2009 var 6,6%
atvinnuleysi og 10.456 ein-
staklingar án vinnu. Árið eftir
var 9% atvinnuleysi í janúar
og 14.705 manns án vinnu. Í
janúar 2011 var 8,5% at-
vinnuleysi og 13.458 ein-
staklingar án vinnu, en í
janúar í ár var 7,2% at-
vinnuleysi og 11.452 ein-
staklingar án vinnu. Sú þver-
stæða liggur þó fyrir að í
sumum greinum gengur illa að
finna Íslendinga í störf, líkt og
fjallað er um hér til hliðar.
Vaxandi straumur til landsins
Um 460 fleiri erlendir ríkisborgarar voru skráðir í utangarðsskrá fyrstu mánuði ársins en árið 2010
Verði aukningin frá því í fyrra jafn mikil út árið munu ríflega 4.400 manns fara í skrána á þessu ári
Nýskráning á utangarðsskrá
2010 - 2012
350
300
250
200
150
100
50
0
Jan. Feb. Mars Apr. Maí
2010
(samt.: 758) 2011
(samt.: 899)
2012
(samt.: 1.217)
276
327
272
186
247
217
Heimild: Þjóðskrá Ísland
Nýskráðir á utangarðsskrá
(Þar með talin andvana fædd börn)
16000
14000
12000
10000
8000
6000
4000
2000
0
2006 2007 2008 2009 2010 2011 20121) 20122)
1) Jan. - maí. 2) Spátala fyrir allt árið 2012
13.692
4.4052)
1.2171)
3.254
2.6752.850
9.258
14.888
FRÉTTASKÝRING
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ríflega 300 fleiri erlendir ríkisborg-
arar voru skráðir í svonefnda ut-
angarðsskrá Þjóðskrár Íslands á
fyrstu fimm mánuðum ársins en á
sama tímabili í fyrra og er bilið enn
breiðara ef árið 2010 er haft til við-
miðunar. Þannig fóru 1.217 erlendir
ríkisborgarar í skrána á þessu tíma-
bili í ár en 899 í fyrra og munar þar
318. Árið 2010 komu 758 erlendir
ríkisborgarar til landsins á þessum
mánuðum og fóru í þessa skrá eða
459 færri en í ár. Í prósentum talið
fóru 35% fleiri í skrána í ár en sömu
mánuði í fyrra.
Alls fóru 3.254 í utangarðsskrána
allt árið í fyrra og ef aukningin verð-
ur jafn mikil út þetta ár, eða 35%,
munu 4.405 fara í skrána árið 2012.
Það er mun lægri tala en árið
2008 þegar 9.258 fóru í skrána og
enn lægri en árið 2007 þegar 14.888
fóru í hana. Þá fóru mun fleiri í
skrána 2006 eða 13.692. Hitt er ann-
að mál að ef 4.405 fara í utangarðs-
skrá í ár verður það mesti fjöldi síð-
an 2008.
Lá skipting eftir þjóðerni ekki
fyrir þegar fréttin var í vinnslu.
Frekari vísbending
Fjölgunin í utangarðsskrá, sem er
útskýrð hér til hliðar, er frekari vís-
bending um að erlendum ríkis-
borgurum sé tekið að fjölga á ný.
Samkvæmt tölu Hagstofu Íslands
komu hingað 600 erlendir ríkisborg-
arar á fyrstu þrem mánuðum ársins
en 450 fluttust frá landinu. Um 150
fleiri settust því að á landinu en
fluttust í burtu og skal tekið fram að
hér er um að ræða aðra skrá en títt-
nefnda utangarðsskrá.
Til frekari fróðleiks skráði Hag-
stofa Íslands 18.563 erlenda ríkis-
borgara hér á landi 2007, 23.421 er-
lendan ríkisborgara 2008, 24.379
einstaklinga í sama hópi 2009,
21.701 einstakling 2010, 21.143 í
„Mörg fyrir-
tæki hafa
að undan-
förnu kvart-
að undan
því að erfitt
sé að
manna sum
störf. Þá er
ég að tala
um störf í
tækni- og
hugbúnaðargreinum, málmiðn-
aði og tengdum greinum. Svo
hefur í sumum tilfellum verið
erfitt að fá fólk til starfa í
ferðaþjónustu og þá fyrst og
fremst í þjónustustörfum,“
segir Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins, um þá mótsögn
að hingað streyma erlendir
ríkisborgarar í atvinnuleit á
tímum mikils atvinnuleysis.
„Það er skoðun okkar í
Samtökum atvinnulífsins að
það hafi ekki verið unnið nógu
markvisst að því að koma at-
vinnulausum af skrá og út á
vinnumarkað. Svo er annað
mál að margir þeirra sem eru
án vinnu vilja ekki fara í lág-
launastörf. Það er einhver
hópur sem velur frekar að
vera á bótum. Svo er stór
hópur sem er án vinnu og vill
vinna.
Maður hefur heyrt það úr
ferðaþjónustunni að það hafi
ekki gengið of vel að manna
sumar stöður. Í staðinn kemur
fólk frá útlöndum og þá þarf
ekki alltaf atvinnumiðlanir til,“
segir Vilhjálmur.
Vilja ekki
vinna störfin
FYRIRTÆKIN KVARTA
Vilhjálmur
Egilsson
Þær upplýsingar fengust hjá Þjóð-
skrá Íslands að nýskráningar í
utangarðskrá miðuðust við skrán-
ingardag, þ.e. vinnsludag. Inn í
þessar tölur vantaði upplýsingar
um EES-ríkisborgara sem flytja
lögheimili sitt við fyrstu skrán-
ingu til landsins og færu þar af
leiðandi aldrei í utangarðskrá.
Með skráningu í utangarðsskrá er
viðkomandi kominn með íslenska
kennitölu og skráð aðsetur á Ís-
landi.
Utangarðsskrá er skrá yfir er-
lenda ríkisborgara sem aldrei hafa
haft skráð lögheimili á Íslandi.
Í utangarðsskrá er skráning á
dvalarstað hér á landi ekki jafn
nákvæm og skráning á lögheimili í
þjóðskrá.
EES-ríkisborgarar sem koma
hingað mega dvelja hér á landi í
allt að þrjá mánuði án þess að
skrá lögheimili hér á landi, en sex
mánuði ef þeir eru í atvinnuleit.
Skráning í utangarðsskrá er oft
undanfari lögheimilisskráningar í
þjóðskrá, en sumir EES-ríkisborg-
arar skrá lögheimili strax við
fyrstu komu til landsins.
Meiri kröfur eru gerðar þegar
sótt er um lögheimilisskráningu
en til að komast í utangarðs-
skrána.
Er þar um að ræða skilyrði
sem gerð eru til
EES-ríkisborg-
ara, svo sem
framfærslu-
skilyrði. Utan-
garðsskráin er
því um margt
ágætur mæli-
kvarði á
straum er-
lendra rík-
isborgara til
landsins.
Fá íslenska kennitölu
INNFLYTJENDUR INNAN OG UTAN EES-SVÆÐISINS
Flytja þarf inn
erlent vinnu-
afl þessa dag-
ana.
Michael E. Mann,
prófessor við
Penn State Uni-
versity, flytur á
morgun, miðviku-
dag, fyrirlestur í
Háskóla Íslands
um loftslagsmál.
Mann, sem er
einn þekktasti
loftslagsvísindamaður heims,
fjallar um rannsóknir sínar og það
hvernig línuritið sem kennt er við
„hokkíkylfuna“ varð að þekktustu
táknmynd hins svonefnda loftslags-
stríðs.
Fyrirlesturinn, sem er öllum op-
inn, verður í Odda, stofu 101, og
hefst klukkan 12.
Fyrirlestur um
loftslagsstríðið
Michael E. Mann
Hverafold 1-3 | Grettisgötu 3 | Smáralind | 511 1710 | svanhvit@svanhvit.is | svanhvit.is
LÁTTU OKKUR SJÁ UMHEIMILISÞVOTTINN!
LÍTIL VÉL 7 KG. 1.790 KR.
STÓR VÉL 15 KG. 3.290 KR.
Efnalaug - Þvottahús
SVANHVÍT EFNALAUG
- NÚ Á ÞREMUR STÖÐUM
Hverafold 1-3, 112 Reykjavík
Grettisgötu 3, 101 Reykjavík
Smáralind, 201 Kópavogur
STUTT