Morgunblaðið - 12.06.2012, Page 13

Morgunblaðið - 12.06.2012, Page 13
Útgefandi Reginn hf., kt. 630109-1080, Hagasmára 1, 201 Kópavogi, www.reginn.is. Hlutafé útgefanda Heildarfjöldi útgefinna hluta í Regin er 1.300.000.000 hlutir. Þeir eru allir í einum flokki. Seljandi Eignarhaldsfélag Landsbankans ehf., kt. 471008-0280, Austurstræti 11, 155 Reykjavík. Áskriftartímabil Útboðið hefst kl. 10:00 þann 18. júní og lýkur kl. 16:00 þann 19. júní. Verðbil og útboðsgengi Að áskriftartímabilinu loknu mun seljandi ákveða útboðsgengi sem verður það sama til allra sem taka þátt í útboðinu. Útboðsgengið verður á verðbilinu 8,1-11,9 kr. á hvern hlut í Regin. Seljandi mun byggja ákvörðun sína um útboðsgengi á þeim tilboðum sem berast í útboðinu að teknu tilliti til markmiða sinna með útboðinu. Fyrirkomulag útboðs Útboðið er tvískipt. Í tilboðsbók eru til sölu 633.750.000 hlutir eða sem nemur 48,75% af heildarhlutafé í Regin. Í áskriftarhluta eru til sölu 341.250.000 hlutir eða sem nemur 26,25% af heildarhlutafé í Regin. Ein áskrift er heimil fyrir hverja kennitölu í útboðinu. Þátttaka í útboðinu er skuldbindandi fyrir fjárfesta. 1. Tilboðsbók – áskriftir að lágmarki 50 m.kr. að kaupverði Í tilboðsbók skila fjárfestar áskrift sinni til umsjónar- og/eða söluaðila á sölutímabilinu á sérstöku áskriftareyðublaði sem nálgast má hjá Fyrirtækjaráðgjöf og Markaðsviðskiptum Lands- bankans. 2. Áskriftahluti – áskriftir á bilinu 100.000- 49.999.999 kr. að kaupverði Fjárfestar skrá áskriftir sínar á áskriftarvef Landsbankans, sem opinn verður á áskriftartíma- bilinu: www.landsbankinn.is/reginnutbod. Til að skrá áskriftir sínar verða fjárfestar að hafa að- gang að netbanka, sem getur verið hvaða íslenski viðskiptabanki sem er. Fjárfestar skrá kennitölu sína og panta lykilorð á áskriftarvefnum sem þeir fá sent sem rafrænt skjal í netbanka sinn. Fjárfestar geta skilyrt áskrift sína við það að endanlegt útboðsgengi fari ekki umfram ákveðið hámarksverð á hlut. Ef fjárfestir tilgreinir ekkert hámarksverð í áskrift sinni skoðast áskriftin sem gerð á útboðs- gengi. Úthlutun og skerðing áskrifta Áskriftir undir útboðsgengi verða ekki sam- þykktar og aðilar sem bjóða verð undir útboðs- gengi eða tilgreina hámarksverð sem er undir útboðsgengi fá ekki úthlutað hlutum í útboðinu. Áskriftir í tilboðsbók sem eru á og yfir útboðs- gengi verða samþykktar. Ef umframeftirspurn verður í þessum hluta útboðsins verða áskriftir í tilboðsbók skertar hlutfallslega, með tilliti til heildartilboðsfjárhæðar tilboðsgjafa sem buðu á og yfir útboðsgengi að teknu tilliti til tilboðs- gengis þeirra. Áskriftir í áskriftarhluta sem eru á útboðs- gengi og hámarksgengi yfir útboðsgengi verða samþykktar. Verði umframáskrift í þessum hluta útboðsins verða áskriftir ekki skertar niður fyrir 100.000 kr. að kaupverði. Leitast verður við að skerða ekki áskriftir sem eru allt að 2 m.kr. að kaupverði. Að öðru leyti verður skerðing hlutfallsleg. Seljandi áskilur sér rétt til þess að breyta þeim fjölda hluta sem eru boðnir til sölu í hvorum hluta útboðsins fyrir sig og til þess að hafna áskriftum að heild eða í hluta án frekari rökstuðnings. Gjalddagi og afhending Greiðsluseðlar verða sendir í netbanka áskrifenda. Gjalddagi og eindagi greiðsluseðla er 27. júní 2012. Afhending hluta fer eingöngu fram gegn greiðslu áskriftarloforða og fer fram 29. júní 2012. Fyrsti dagur viðskipta í Kauphöll Kauphöllin mun tilkynna um fyrsta viðskiptadag með hluti í Regin með eins viðskiptadags fyrir- vara. Fyrsti dagur viðskipta getur í fyrsta lagi orðið 2. júlí 2012. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Umsjónar- og söluaðili útboðs og töku hlutabréfanna til viðskipta Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans, Hafnarstræti 5, 3. hæð, 155 Reykjavík, sími 410 7340, fyrirtaekjaradgjof@landsbankinn.is. Söluaðili útboðs í tilboðsbók Markaðsviðskipti Landsbankans, Hafnarstræti 5, 3. hæð, 155 Reykjavík, sími 410 7330, reginnutbod@landsbankinn.is. Ráðgjafar Landsbankans veita upplýsingar um áskriftarhluta útboðsins í síma 410 4040, fjarmalaradgjof@landsbankinn.is, frá kl. 9-20 meðan á útboðinu stendur. Birting lýsingar Regins hf. Hlutafjárútboð 18. og 19. júní 2012 Í tengslum við hlutafjárútboð í Regin hf. og umsókn um töku allra hlutabréfa í Regin til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphöllin), hefur Reginn birt lýsingu sem dagsett er 11. júní 2012. Lýsinguna má nálgast rafrænt á vefsíðu Regins, www.reginn.is, næstu 12 mánuði og útprentuð eintök má nálgast í höfuðstöðvum Regins í Hagasmára 1 í Kópavogi. Áður en fjár- festar taka ákvörðun um fjárfestingu í hlutabréfum í Regin eru þeir hvattir til þess að kynna sér allar upplýsingar í lýsingunni og skilmála útboðsins sem þar koma fram. Hlutafjárútboð í Regin fer fram 18. og 19. júní 2012. Eignarhaldsfélag Landsbankans ehf. mun bjóða til sölu 975.000.000 áður út- gefna hluti í Regin, sem samsvarar 75% af heildarhlutafé í Regin. Allir hlutir í útboðinu verða seldir á sama verði sem liggja mun á verðbilinu 8,1-11,9 kr. á hvern hlut í Regin. Söluandvirði útboðsins getur numið á bilinu 7,9-11,6 ma.kr. Markaðsvirði alls hlutafjár í Regin miðað við fyrrgreint verðbil er 10,5-15,5 ma.kr. Útboðið er markaðssett á Íslandi. Skilyrði fyrir þátttöku í útboðinu eru að þátttakendur hafi íslenska kennitölu og séu fjárráða. Útboðið er tvískipt og skiptist í tilboðsbók og áskriftarhluta. Meginmarkmið seljanda með útboðinu er að Reginn uppfylli skráningarskilyrði Aðalmarkaðar Kauphallarinnar um dreifingu hlutafjár. Seljandi mun falla frá útboðinu ef eftirspurn verður ekki nægjanleg til þess að Reginn uppfylli skráningarskilyrði Aðalmarkaðar Kauphallarinnar um dreifingu hlutafjár eða ef ekki næst að selja yfir 50% af heildarhlutafé í Regin í útboðinu. Seljandi hefur ákveðið að halda eftir 25% eignarhlut í Regin eftir útboðið og hefur skuldbundið sig til þess að selja þann eignarhlut ekki í 10 mánuði eftir töku hlutabréfa í Regin til viðskipta í Kauphöllinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.