Morgunblaðið - 12.06.2012, Side 21

Morgunblaðið - 12.06.2012, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2012 Ég fór niður á Austurvöll á fimmtudaginn til að sýna samstöðu í mótmælunum gegn kvóta- frumvörpum rík- isstjórnarinnar. Að mótmælunum stóðu Farmanna- og fiskimanna- sambandið, félög útvegsmanna um land allt og einstök sjómanna- félög. Stjórn Landssambands smábátaeigenda skoraði á fé- lagsmenn að binda báta sína og taka þátt í mótmælunum. Og þótt formaður Sjómanna- sambandsins vildi ekki sýna samstöðu lýsti hann yfir áhyggj- um sínum vegna kvótafrumvarp- anna. Samstaðan var því mikil og þess að vænta, að rík- isstjórnin legði við hlustir. En það var nú síður en svo, eins og þessi orðaskipti í hádeg- isfréttum ríkisútvarpsins á föstudaginn sýna. Fréttamaður spurði forsætisráðherra um mótmælafundinn á Austurvelli: „Mér finnst þetta vera harkaleg- ar aðgerðir gegn þingræðinu og lýðræðinu í landinu, sem á ekki að viðgangast,“ svaraði hún. Þessi svör forsætisráðherra eru eins og tekin upp úr revíu frá Mússolíni-tímabilinu. Svo fá- ránleg voru þau og þeirrar ætt- ar. Það eru réttar leikreglur í lýðræðisríkjum að þeir sem telja stjórnvöld níðast á sér eigi rétt á að vekja athygli á sjónarmiðum sínum með friðsamlegum hætti. Og sú venja hefur fest í sessi að það sé gert á Austurvelli. Þau sem töluðu fluttu mál sitt drengilega og síðan var ályktun samþykkt með þorra atkvæða, um 90% af tvö þúsund manns sem þar voru staddir. Aðeins ör- lítill hópur reyndi að spilla sam- stöðunni og baulaði fyrir utan Alþingishúsið til að sýna stuðn- ing sinn við ríkisstjórnina. Þar var Mörður Árnason. Engum eggjum var kastað. Forsætisráðherra sagði ástæðlaust að fara yfir ályktanir fundarins. Þó var þar lýst áhyggjum tæplega tvö þúsund einstaklinga, sem sýndu samstöðu á Austurvelli fyrir hönd tíu sinnum fleiri einstaklinga í öllum sjáv- arbyggðum lands- ins. Ekkert tillit yrði tekið til þeirra athugasemda, – „nei, við munum ekki gera það, við munum náttúrlega halda okkar striki,“ sagði forsætisráð- herra. „Við höfum þegar gengið mjög langt til móts við aðila til þess að reyna að ná sáttum, t.d. í veiðigjaldinu, og lengra verður ekki gengið.“ Þessi viðbrögð lýsa ótrúlegri óskammfeilni nema forsætisráðherra trúi orð- um sínum, sem skýrir ýmislegt. Ég sat á þingi fyrir sjáv- arútvegsbyggðirnar á Norð- Austurlandi og síðar á Aust- fjörðum frá 1971 til 2007, fyrst sem varaþingmaður en síðan kjörinn þingmaður. Allan þenn- an tíma lagði ég upp úr því að heimsækja byggðarlögin og hlusta á það sem þar var sagt um atvinnuhorfur og afkomu fyrirtækjanna á staðnum. Og það virtist mér Steingrímur J. Sigfússon gera líka. En nú er ég orðinn gamall og það eru breytt- ir tímar. Afkoma sjávarútvegs- ins er orðin að skiptimynt til að sitja út kjörtímabilið og Stein- grímur J. Sigfússon hefur keypt sér eyrnaskjól. Jóhanna Sigurð- ardóttir þurfti ekki að gera það, – hún hefur alltaf átt þau. Og þeir sem búa í sjáv- arútvegsbyggðunum á Norður- og Austurlandi eiga sér engan þingmann í stjórnarliðinu, sem á þá hlustar. Þá er aðeins að finna í röðum stjórnarandstæðinga, í Sjálfstæðisflokki og Framsókn- arflokki. Eftir Halldór Blöndal » Þessi svör for- sætisráðherra eru eins og tekin upp úr revíu frá Mússolíni- tímabilinu. Halldór Blöndal Höfundur var þingmaður Norð-austurkjördæmis. Lengra verður ekki gengið, forsætisráðherra Hljómskálagarðurinn Veðrið var fagurt á suðvesturhorninu og víðar í gær og notuðu margir foreldrar tækifærið og héldu í göngutúr með barnavagnana. Ómar Frumvarp ríkisstjórn- arinnar um hækkun veiðigjalda á útgerðina er nú til meðferðar á Al- þingi. Undir umræðunni hefur ýmislegt verið sagt sem stenst illa skoð- un. Meðal þess er sú staðhæfing sem heyrst hefur að ríkisstjórnin sem nú situr sé sú fyrsta í 25 ár sem raunverulega vilji tryggja að þjóðin fái sanngjarna hlutdeild í arðinum af nýt- ingu auðlindarinnar. Kvótakerfið og framsal forsenda framfara Lengi vel var hér á Íslandi stunduð útgerð sem var ósjálfbær, byggðist á ofveiði og skilaði í heildina allt of litlum afrakstri. Fyrirkomulag veiða varð þess valdandi að stofnarnir voru í hættu og frelsi til veiða leiddi til offjár- festingar. Of margir voru um hituna og því þurfti að lokum að grípa til harkalegra aðgerða, takmarka veiðar og laga sóknargetu flotans að afrakst- ursgetu stofnanna. Margir virðast hafa gleymt því að frá 1980 til 1990 var að jafnaði tap af reglulegri starfsemi sjávarútvegsfyr- irtækja. Greinin skilaði engum hagn- aði og átti því ekki fyrir fjármagns- gjöldum og afskriftum. Engan skyldi því undra að á umræddu tímabili var lítið rætt um sérstakt gjald, veiðigjald eða auðlindarentu, sem leggja mætti á útgerðina. En með kvótakerfinu og frjálsu framsali aflaheimilda frá 1990 hófst nýr áratugur framfara. Fram til ársins 2000 tókst að snúa rekstrartapi út- gerðar á Íslandi í rekstrarhagnað, sem þó var að meðaltali ekki nema 0-5% af tekjum. Hagkvæmar veiðar skila mestum arði Áherslan á hagkvæmni veiðanna kostaði verulegar fórnir. Margar út- gerðir lögðu upp laupana og skuld- setning jókst vegna fjárfestinga. Afla- heimildir og skip færðust milli byggða, oft með alvarlegum afleiðingum fyrir einstaka byggðir. Ýmiskonar mótvæg- isaðgerðir hafa verið lögfestar til að taka á þeim vanda þótt lítil sátt hafi verið á vettvangi stjórnmálanna um útfærslur og eflaust má endalaust deila um árangurinn. Upp úr stendur hins vegar að breyt- ingar á stjórn fiskveiða á síðustu 25 ár- um hafa skilað þeim árangri að við bú- um nú við eitt hagkvæmasta veiðikerfi sem fyrirfinnst. Sérfræðingar telja að arðsemi í greininni hafi að jafnaði auk- ist um hálft prósent á ári frá 1980. Af þessu er ljóst að þeir sem raunverulega hafa viljað tryggja þjóðinni arð af auðlindinni eru hinir sömu og barist hafa fyrir framangreindum breyt- ingum. Eftir því sem við getum nýtt fiskimiðin við Íslandsstrendur með hag- kvæmari hætti, þeim mun verðmætari verður auð- lindin fyrir þjóðina í heild sinni. Skynsamlegt jafn- vægi milli hagkvæmni veiða og byggðalegra sjónarmiða verður síðan viðvarandi viðfangsefni stjórnmál- anna. Tvískinnungsháttur gagnrýnendanna Gagnrýnendur kerfisins hafa fyrst og fremst lagt áherslu á að önnur sjón- armið en arðsemi og hagkvæmni veiða ættu að vera ofan á. Enginn skortur hefur verið á óvæginni og ómálefna- legri gagnrýni þar sem alið er á óánægju. Samfylkingin hefur verið þar fremst í flokki með þá yfirlýstu stefnu að leggja kvótakerfið niður með inn- köllun allra aflaheimilda og byggja nýtt kerfi á félagshyggjusjónarmiðum. Tvískinnungshátturinn birtist síðan í því að nú er bent á góða afkomu greinarinnar sem sérstaka réttlætingu fyrir því að stórauka veiðigjöldin. Daga langa reikna stjórnvöld út hve hátt gjald útgerðin þoli. Orna sér þannig við elda sem aðrir kveiktu og bíta svo höfuðið af skömminni með því að segja að vinstristjórnin ein hafi vilja til að deila arði veiðanna með þjóðinni. Ef fiskveiðikerfið er ekki hagkvæmt er veiðigjaldið, hversu hátt sem það er ákveðið, marklaust. Ef enginn er arð- urinn er tómt mál að tala um það hvernig honum skuli skipt. Í ESB renna meira en 100 milljarðar króna úr opinberum sjóðum til útgerð- arinnar á ári hverju og lítið fer fyrir umræðunni um auðlindagjöld. Hvað er auðlindarenta? Með auðlindagjöldum er auðlinda- rentu skipt milli stjórnvalda og þess sem nýtir. Það er grundvallaratriði í því sambandi að auðlindarentan er skilgreind sem sá umframhagnaður sem til verður við nýtingu á takmark- aðri auðlind. Með öðrum orðum: Á meðan reksturinn skilar hefðbundinni arðsemi er ekki ástæða til sérstakrar skattlagningur eða gjaldtöku. Frá árinu 2005 til 2010 voru veiði- gjöldin nokkur hundruð milljónir á ári og hæst rúmur milljarður króna. Rík- isstjórnin hefur hækkað þau upp í um 4,5 milljarða á ári. Síðasta rúma hálfa árið hafa tölur um frekari hækkanir verið mjög á reiki. Í október voru kynntar hugmyndir um 10 milljarða árlegt gjald, en í frumvarpinu sem liggur fyrir þinginu var lagt upp með um 25 milljarða gjald. Það er rúmlega 20-földun þess gjalds sem tekið var ár- ið 2010. Samkvæmt umsögnum sérfræðinga mun slíkt gjald kippa rekstrar- grundvellinum undan meirihluta út- gerðarfélaga og augljóst að slík gjald- taka á ekkert skylt við auðlindarentu. Fyrir því má færa gild rök að eftir mörg erfið ár, vegna t.d. gengis krón- unnar og niðurskurðar aflaheimilda, hafi auðlindarentan nú aukist í sjávar- útvegi vegna hagstæðra ytri skilyrða. Hins vegar eru hugmyndir stjórnar- flokkanna fullkomlega óraunhæfar. Þær virðast ekki byggjast á öðru en óskhyggju og þörfinni fyrir að fjár- magna vinsælar aðgerðir í aðdraganda kosninga. Þess má geta að ASÍ hefur vakið sérstaka athygli á að gjaldtaka frumvarpsins byggist á áframhaldandi lágu gengi íslensku krónunnar. Ofurskattur og óvönduð vinnubrögð Af öllu framanrituðu má ljóst vera að stjórnarflokkarnir hafa gengið fram af offorsi með hugmyndum um stór- aukna gjaldtöku af sjávarútveginum. Augljóst er að þegar útgerðir um land allt lenda í rekstrarvanda vegna gjaldsins er um ofurskattlagningu að ræða en ekki auðlindagjald eins og það er almennt skilgreint. Samhliða ofurskattlagningunni eru kynntar til sögunnar hugmyndir til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða sem draga úr hagkvæmni veiðanna. Því má ekki gleyma, fyrir stundar- hagsmuni sitjandi ríkisstjórnar, hverju það hefur skilað okkur að leggja áherslu á hagkvæmni veiða við Íslandsstrendur. Það er sjálf forsenda þess að við getum yfirhöfuð rætt um auðlindagjöld og um leið þess að við eigum stöndug, vel rekin útgerðar- félög. Þau félög skila síðan arði út í þjóðfélagið eftir ýmsum leiðum, t.d. með launagreiðslum, sköttum, fjár- festingum og þjónustukaupum. Vilji menn hverfa frá þessum áherslum þarf að sýna fram á raunverulegan samfélagslegan arð af þeim breyt- ingum – og vanda til verka. Um annað getur engin sátt mynd- ast. Eftir Bjarna Benediktsson » „Ef fiskveiðikerfið er ekki hagkvæmt er veiðigjaldið, hversu hátt sem það er ákveðið, marklaust.“ Bjarni Benediktsson Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Arður þjóðar af veiðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.