Morgunblaðið - 12.06.2012, Síða 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2012
Bíldshöfði 14 » 110 Reykjavík » Sími 567 6744 » gsvarahlutir.is
Triscan gormar, bremsu- og stýrishlutir
Pöntum á fimmtudögum, varan komin á mánudegi
Þann 31. maí 2012
ritar Sigurður Már
Jónsson blaðamaður
grein á mbl.is undir
heitinu „Sjóðurinn sem
ekki má nefna“. Í
greininni er lauslega
fjallað um ýmsa þætti í
starfsemi Íbúðalána-
sjóðs með þeim hætti
að undirritaður telur
rétt að skerpa á nokkr-
um atriðum og varpa ljósi á málin.
Í fyrsta lagi er því haldið fram í
greininni að vanskil viðskiptavina
Íbúðalánasjóðs nemi 160 milljörðum
króna og er þar verið að vísa til heild-
arfjárhæðar lána í vanskilum um-
fram 90 daga, bæði ógjaldfallins
hluta eftirstöðva lánanna og gjald-
fallins hluta lánanna. Hið rétta er að
90 daga vanskil þessara lána nema
alls um 6,2 milljörðum króna í árslok
2011. Ef betur er að gáð í skýringu 5
í ársreikningi 2011 kemur í ljós að
búið er að leggja 21,8 milljarða til
hliðar í afskriftasjóð, m.a. til að
mæta þessum 6,2 milljörðum sem
eru í vanskilum. Réttilega er bent á
að þessi vanskil hafa aukist milli ára
og má að mestum hluta skýra það
með því að lán sem hafa verið í fryst-
ingu fara að hluta yfir í að verða van-
skilalán og einnig er nokkur fjöldi
lögaðila með viðvarandi vanskil á
meðan unnið er að fjárhagslegri end-
urskipulagningu þeirra. Á síðustu
mánuðum hefur hægt nokkuð á
aukningu vanskila.
Sú stefna var tekin af stjórn-
endum sjóðsins árið 2011 að færa í
varúðarreikning afskrifta þann hluta
lána þar sem saman fóru yf-
irveðsetning umfram markaðsverð
og 90 daga vanskil. Með því móti er
búið að leggja til hliðar fyrir því tjóni
sem hlýst af því að sjóðurinn leysi til
sín veðandlag umræddra lána í van-
skilum. Alþjóðlegar reikningsskila-
reglur sem Íbúðalánasjóður fer eftir
heimila ekki að gjaldfæra tjón sem
síðar kann að leiða af innlausn fast-
eigna. Ennfremur hefur verið lagt í
afskriftasjóð vegna lögaðila þar sem
tekjur munu aldrei
geta staðið undir af-
borgunum lána þrátt
fyrir rekstrarhagræð-
ingu, óháð því hvort
umrædd lán eru í van-
skilum. Það er því mat
mitt að stjórnendur
sjóðsins hafi fært eins
mikið í afskriftareikn-
ing og heimilt er eins
og málum er nú háttað.
Haldi vanskil áfram að
aukast mun framlag í
afskriftasjóð þurfa að
aukast.
Í öðru lagi vísar greinarhöfundur
til þess að auka þurfi eigið fé Íbúða-
lánasjóðs sem er vissulega rétt því í
reglugerð 544/2004 um eigið fé sjóðs-
ins er sett markmið um 5% eiginfjár-
hlutfall. Ráðherra velferðarmála var
gerð grein fyrir því þegar eiginfjár-
hlutfall sjóðsins fór undir 4%. Stjórn-
endur sjóðsins hafa átt viðræður við
stjórnvöld um að leggja sjóðnum til
fé þannig að umræddu eiginfjár-
markmiði verði náð. Til þess að það
megi verða þarf um 4 milljarða fyrir
hvert prósentustig í eiginfjárhlut-
falli, eða um 11 milljarða króna. Í við-
tali við fjármálaráðherra í Frétta-
blaðinu þann 16. apríl 2012 birtist
jákvætt viðhorf til þess að leggja
sjóðnum til fé þó óvissa væri um
tímasetningu framlagsins. Nú liggur
fyrir Alþingi frumvarp til breytinga
á lögum um húsnæðismál þar sem
m.a. er lagt til að Íbúðalánasjóður
færist af fullum þunga undir eftirlit
Fjármálaeftirlitsins. Það hlýtur að
skjóta skökku við ef samhliða aukn-
um faglegum kröfum og eftirliti með
rekstri sjóðsins væru stjórnvöld að
skjóta sér undan markmiðum um
eiginfjárstöðu. Það var líka ljóst þeg-
ar Íbúðalánasjóði voru lagðir til 33
milljarðar í árslok 2010 að frekari
stuðnings kynni að verða þörf, þótt
væntingar hefðu verið um að stjórn-
endur hefðu ofmetið afskriftaþörf
sem myndi skilja eftir stærri hluta
eiginfjárframlagsins sem eigið fé.
Í þriðja lagi vísar greinarhöfundur
til þess að Íbúðalánasjóður hafi farið
sér hægt í að afskrifa meint tjón
vegna afleiðuviðskipta við föllnu
bankana. Í heild nemur niðurfærsla
vegna afleiðuviðskipta 11,1 milljarði
króna og er sú fjárhæð ákvörðuð út
frá áliti lögmanna sem fara fyrir
málarekstri gagnvart gömlu bönk-
unum og mati stjórnenda ÍLS á fjár-
hæðum miðað við vænta niðurstöðu
málanna. Ein meginóvissa í málinu
er réttur til skuldajöfnunar sem
sjóðurinn telur sig eiga gagnvart
föllnu bönkunum. Málaferli í hlið-
stæðum málum hafa styrkt málflutn-
ing Íbúðalánasjóðs varðandi skulda-
jöfnun en líklega munu þessi mál
enda fyrir dómstólum. Komi eitthvað
fram í rekstri þessara mála sem ætla
má að leiði til óhagstæðari nið-
urstöðu fyrir sjóðinn er ljóst að slíkt
tjón verður fært til gjalda eins og
reikningsskilareglur gera ráð fyrir.
Reikningsskilaleg meðferð svona
dómsmála verður alltaf háð tölu-
verðri óvissu um málalyktir og á það
hefur engin dul verið dregin.
Ofangreind umfjöllun undirritaðs
sýnir að það er stjórnendum Íbúða-
lánasjóðs mikið kappsmál að leggja
faglegt og raunhæft mat á af-
skriftaframlög og þörf fyrir eig-
infjárframlag til að tryggja sjóðnum
öruggt rekstrarhæfi til frambúðar.
Ekki verður um það deilt að Íbúða-
lánasjóður varð fyrir skakkaföllum
við fall fjármálakerfisins en tjónið er
þó hlutfallslega töluvert minna en í
flestum lánastofnunum. Markmið
stjórnvalda og stjórnenda sjóðsins er
að tryggja áframhaldandi starfsemi
með því að leysa úr þeim vanda sem
við blasir og þeirri vegferð miðar vel.
Ræðum það sem „ekki“
átti að ræða
Eftir Sigurð
Erlingsson » Stjórnendum Íbúða-
lánasjóðs er mikið
kappsmál að leggja fag-
legt og raunhæft mat á
afskriftaframlög og þörf
fyrir eiginfjárframlag til
að tryggja sjóðnum
öruggt rekstrarhæfi til
frambúðar.
Sigurður Erlingsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Íbúðalánasjóðs.
Bréf til blaðsins
Ísland situr í þeirri neyð að berjast
fyrir frelsi sínu og lýðræði vegna
ESB umsóknar sem þjóðin mótmæl-
ir. Þetta umsóknarferli þarf að
stöðva. Það er ljóst að sú ríkisstjórn
sem nú situr sem fastast mun ekki
knýja á um þjóðaratkvæðagreiðslu
um aðildina. Staða Íslands er ekki
síður alvarleg ef farið verður út í
langtímaleigu eða sölu á landinu til
stórveldis Kínverja sem sækja „gráð-
ugt“ eftir tækifærum á Íslandi. Bölv-
uð sé sú ríkisstjórn sem stýrir þessu
máli og landinu öllu. Framtíð Íslands
er björt utan ESB og
stórþjóðadekurs.
Við tölum ekki niður til bænda og
sjávarútvegs. Þeir hafa sannað burði
og getu til matvælaframleiðslu á
heimsmælikvarða. Heilsa, hollusta og
langlífi Íslendinga er vegna bænda og
sjávarútvegs. Bændur rækta undir
bæjarnöfnum frá íslenskri jörð og
vatninu góða. Hver man ekki eftir
Grímsstaða-hangikjötinu? Gott dæmi
um ræktun er uppgræðsla sanda á
Suðurlandi þar sem framleiðsla á
nepju og repju er komin vel á veg.
Sjálfur vel ég íslenskan mat og ís-
lenska framleiðslu framyfir erlenda.
Ég forðast sérmerkta ESB-
framleiðslu. Hverjir framleiða góssið
og undir hvaða heilsustöðlum og frá
hvaða löndum kemur varan? Millj-
ónir tonna fylla gamlar og nýjar vöru-
skemmur Evrópulanda. Verðið er
lægra frá ESB, heyrist stundum sagt.
Jú, hugsanlega, að því tilskyldu að sá
sem flytur inn vöruna hækki ekki inn-
kaupsverðið. Hvað með gæði vör-
unnar og uppruna?
Sérfræðingur fullyrti að Íslend-
ingar verði með ríkustu þjóðum innan
12 ára, að olíuauðurinn einn gæfi okk-
ur auð og fjárhagslegt frelsi til langr-
ar framtíðar. Frændur okkar Norð-
menn hafa yfir að ráða kunnáttu og
reynslu við gas- og olíuborun og gætu
reynst okkur vel í þeim efnum. Bæði
löndin eru utan ESB. Ég trúi því að
Norðmönnum þyki vænt um okkur
Íslendinga og hlakki til samstarfs og
samvinnu á mörgum sviðum í Norð-
urhöfum. Eins hafa Bandaríkin aldrei
brugðist Íslandi.
Ísland hvorki til sölu né leigu
Kastljós tók á taugarnar í síðasta
mánuði þar sem sveitarstjórnarmenn
með glóðvolga farseðla eftir lang-
ferðir til Kína mærðu hugmyndina
um leigu eða sölu á Grímsstöðum á
Fjöllum. Þetta minnti á „saklausan“
landráðahóp sem gerir sér ekki grein
fyrir hervaldi og stórveldum sem
ágirnast landið okkar. Þessi „ham-
faraleikur“ núverandi ríkisstjórnar,
auk ESB „dauðaskrefa“ er að ganga
frá íslenskri þjóð. Ísland er ekki til
sölu. Biðjum um náð og kærleik yfir
Íslandi, forseta vor, lýðveldi og fjár-
hagslegri framtíð. Til hamingju með
þjóðhátíðardaginn 17. júní.
GÍSLI HOLGERSSON,
kaupmaður.
Ísland frá hafsnauð
Frá Gísla Holgerssyni