Morgunblaðið - 12.06.2012, Page 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2012
haltu þér við efnið
í hárið
fæst á hársnyrtistofum
Útvega allar gerðir húsbíla og hjólhýsa
Stór ísskápur, hjónarúm, 2 kojur, setustofa
og fleira. Nýtt 2012. Verð 3.990.000.-
12. febrúar 2005
skrifaði Sigurður G.
Guðjónsson, þáverandi
stjórnarformaður IP-
Fjarskipta, áhuga-
verða grein í Morg-
unblaðið um sam-
keppni Símans og
Vodafone á íslenskum
fjarskiptamarkaði. Þar
hélt Sigurður því fram
að Vodafone vildi ekk-
ert frekar en að starfa í
þægilegu tvíkeppnisumhverfi með
Símanum. Grein hans verður að telj-
ast rétt miðað við verðlagningu
beggja fyrirtækjanna á þeim tíma.
Þess má geta að Sigurður var einnig
stjórnarformaður fyrirtækis sem hét
HIVE og umbylti íslenska netmark-
aðnum til hins betra.
Síðan Sigurður ritaði grein sína,
hefur þróunin á íslenskum netmark-
aði verið neikvæð fyrir neytendur.
Fyrirtækið HIVE, sem hann var í
forsvari fyrir, rann inn í Tal og ís-
lenski netmarkaðurinn er í dag lit-
aður af fákeppni og brellum stóru að-
ilanna sem hugsa meira um
ímyndarauglýsingar og greiðslu
sekta vegna samkeppnisbrota en um
verðlag og hag neytandans.
Bjórlíki nútímans
Þannig kemur elsta fjarskiptafyr-
irtæki landsins, Síminn, fram með
vöru sína Ljósnetið sem flytur ljós-
leiðarann úr símstöð, þar sem hann
hefur alltaf verið, og út í götukassa
íbúðahverfanna. Það að koma með
ljósleiðarann aðeins nær fólki heitir
víst „Ljósnet“ í dag. Betra væri að
kalla vöruna „Ljóslíki“, vegna þess að
gamli koparinn verður ávallt flösku-
hálsinn þegar kemur að hraða á net-
tengingunni, við uppsetningu af
þessu tagi. Hraði í gegnum Ljósnetið
verður ávallt minni en nú er auglýst
þegar fjarlægð húsa frá götukassa er
lengri en 200 metrar. Þetta er þó
kannski í samræmi við vöruframboð
Símans á nettengingum sem einkenn-
ist af óskýrum gylliboðum um „allt
að“ einhvern hraða á tengingum, sem
svo sjaldnast stenst þegar á hólminn
er komið.
Gagnaveita Reykjavíkur hefur nú
þegar stigið skrefinu lengra, mörgum
árum á undan Símanum, og lagt ljós-
leiðara alla leið inn í stofu til fólks.
Þar með getur Gagnaveitan boðið
upp á 100 Mb/s tengingar strax í dag
– ekkert „allt að“ hjá þeim. Með
þessu tekur Gagnaveita Reykjavíkur
stórt skref í átt að framtíðarsýn Ís-
lendinga í fjarskiptum, enda er það
alþekkt að ljósleiðari er
framtíðarlausn heimila
fyrir veituþjónustu sem
og tryggari kostur með
miklu meiri hraða en
tengingar þar sem gamli
koparinn kemur við
sögu.
Eldsneytisverðlags-
aðferðin?
Verðmunur á net-
tengingum hjá þremur
stóru fjarskiptafyr-
irtækjunum er lítill sem
enginn. Þannig kostar algengasta
nettenging á Íslandi 5.789 kr. á mán-
uði hjá Tali, 5.510 kr. hjá Vodafone og
hjá Símanum 5.590 kr. Munur milli
dýrustu og ódýrstu tengingarinnar er
því einungis rúm 5%. Fjarskiptafyr-
irtækin hækka ennfremur öll
verðskrá sína nánast samtímis og um
svipaðar prósentur. Þetta minnir
óneitanlega á frægt samráð olíu-
fyrirtækjanna. Eina útskýringin önn-
ur en samráð væri sú að þessir aðilar
keyptu þjónustu í heildsölu á sama
tíma hjá sama aðilanum, sem verður
þó að draga stórlega í efa.
Hringdu ehf. kom nýtt inn á fjar-
skiptamarkaðinn 14. júní 2011.
Hringdu er sjálfstætt fyrirtæki rekið
af fjórum einstaklingum, með það að
markmiði að bjóða upp á hagkvæm-
asta fjarskiptakost hverju sinni og til
samanburðar má nefna að verð fyrir
áðurnefnda tengingu hjá Hringdu er
„allt að“ 31% lægri en hjá Tali, Voda-
fone og Símanum. Þetta sýnir svo
ekki verður um villst að svigrúm til að
bjóða betri kjör á fjarskiptum er til
staðar – spurningin er aðallega sú
hvaða fjarskiptafyrirtæki vilja koma
fram við sína viðskiptavini á heið-
arlegan og sanngjarnan hátt.
Stóru fyrirtækjunum verður að
veita heilbrigt aðhald, annars munu
þau halda áfram að okra á landanum
eins og þau hafa lagt í vana sinn.
Ljós… hvað?
Eftir Játvarð Jökul
Ingvarsson
Játvarður Jökull
Ingvarsson
» Íslenski netmark-
aðurinn er í dag lit-
aður af fákeppni og
brellum stóru aðilanna
sem hugsa meira um
ímyndarauglýsingar og
greiðslu sekta vegna
samkeppnisbrota en um
verðlag og hag neytand-
ans.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Hringdu ehf.
Í Morgunblaðinu 5.
júní síðastliðinn svarar
Heiðar Guðjónsson
grein minni um einhliða
upptöku dollars í El
Salvador. Heiðar byrjar
greinaskrif sín á því að
tíunda sérfræði-
þekkingu Manuels
Hinds, fyrrverandi fjár-
málaráðherra El Salva-
dor á efnahagsmálum,
sem er athyglisvert þar
sem ég dró aldrei þekkingu hans í efa.
Hins vegar benti ég á þá staðreynd að
Hinds er stjórnmálamaður, sem beitti
sér fyrir upptöku bandaríkjadals í
heimalandi sínu og því er afar ólíklegt
að hann færi að draga úr réttmæti
gjörða sinna frekar en aðrir stjórn-
málamenn og þess vegna sennilega
ekki besti dómari í málinu.
El Salvador
Eins og ég fjallaði um í grein minni
hefur einhliða upptaka Bandaríkja-
dals reynst El Salvador illa. Til dæm-
is hefur innflutningur umfram út-
flutning landsins verið verulegur
þrátt fyrir fjölbreyttari framleiðslu,
og skuldasöfnun landsins verið gríð-
arleg. Aukin fjölbreytni í framleiðslu
er ekki upptöku Bandaríkjadals að
þakka heldur aðild
landsins að fríversl-
unarsamtökunum
CAFTA og efnahags-
legum þróunnarsamn-
ingi Bandaríkjanna,
CIB, eins og ég benti á í
greininni.
Heiðar fullyrðir að
fjármálakerfi El Salva-
dor sé sterkt. Það kann
vel vera en það hefur
ekki lagað þau gífurlegu
vandamál sem blasa við
í landinu. Þá er ekki
komist hjá því að brott-
flutningur fólks frá El Salvador
mældist aldrei hærri en þegar Hinds
sat í ríkisstjórn og Bandaríkjadalur
var tekinn upp þar í landi sem var
mörgum árum eftir að borgarastríði
landsins lauk, árið 1992.
Ég tek hins vegar fyllilega undir
með Heiðari að stærstur hluti vanda-
mála El Salvador sé vegna óskyn-
samlegra ákvarðana þarlendra
stjórnmálamanna en með því er Heið-
ar að viðurkenna þá staðreynd að það
sé í raun ekki gjaldmiðillinn sem
tryggir betri efnahagsstjórn heldur
stjórnmálamennirnir. Sama hvaða
leið er farin í peningamálum Íslend-
inga verður fyrst að tryggja að efna-
hagsstjórnin sé í lagi og ef það tekst
þá skiptir ekki meginmáli hvaða
gjaldmiðill er notaður.
Sjálfsstjórn og lífskjör
Heiðar segir í grein sinni að al-
menningur eigi „að stýra eignum sín-
um sjálfur, en ekki láta verð þeirra
stjórnast af opinberum embætt-
ismönnum“. Þetta er athyglisvert
orðalag, en hann er að leggja til ein-
hliða upptöku gjaldmiðils erlends rík-
is sem felur í sér að færa valdið frá ís-
lenskum embættismönnum og
stjórnmálamönnum, sem hann greini-
lega tortryggir, og færa það í hend-
urnar á erlendum embættismönnum
og stjórnmálamönnum sem á engan
hátt eru ábyrgir gagnvart íslenskum
kjósendum. Þetta telur Heiðar vera
að færa völd í hendur íslenskum al-
menningi.
Enn fremur segir í greininni að Ís-
lendingar eigi að njóta alþjóðlegra
lífskjara. Á Íslandi eru lífskjör tals-
vert betri en í flestum öðrum ríkjum
þrátt fyrir allt og maður veltir því fyr-
ir sér hvaða lífskjör það eru sem
Heiðar er hér að vísa til. Sérstaklega í
ljósi þess að það er vitað mál að í efna-
hagshremmingum eru bara tvær leið-
ir færar. Annaðhvort lækkar maður
framleiðslukostnað og eykur sam-
keppnisgetu á alþjóðavísu með því að
lækka gengið eða þá að maður lækkar
nafnvirði launa. Heiðar er þá vænt-
anlega að tala fyrir því að lækka nafn-
virði launa sem er nánast ógerlegt þar
sem ólíklegt er að íslenskir launþegar
og kjósendur væru reiðubúnir að
samþykkja slíkt. Þá er bara einn kost-
ur í boði, sem er gríðarlegt atvinnu-
leysi og almennur niðurskurður
einkaaðila og hins opinbera umfram
það sem ella mundi gerast. Enda
sjáum við það víða í Evrópu þessa
dagana.
Staðreyndin er nefnilega sú að upp-
taka annars gjaldmiðils getur vissu-
lega leyst okkur snöggt undan höft-
um, en sú lausn kallar hins vegar um
leið á önnur vandamál sem geta hæg-
lega verið verri. Ef til að mynda hag-
sveiflur eru ekki í takt og við fengjum
háa stýrivexti ofan á efnahagsstöðnun
hér á landi þýddi það gríðarlegt at-
vinnuleysi og aukinn pólítískur þrýst-
ingur á að auka útgjöld ríkisins. Ef við
á hinn bóginn fengjum lága vexti ofan
í þenslu yrði ríkið að skera harkalega
niður og líklega hækka skatta til þess
að reyna að hægja á þenslunni. Stýri-
tækin sem eftir yrðu í landinu væru
atvinnustigið, ríkisútgjöldin og skatt-
kerfið. Gengissveiflan hyrfi ekki, hún
færi einfaldlega bara annað. Líkleg-
ast í atvinnustígið.
Gjaldmiðlar og höft
Það er síðan ekki eins og Heiðar vill
meina að fjármagn leiti ekki úr landi
þar sem engin höft eru á fjármagns-
markaði og alþjóðlegur gjaldmiðill í
notkun. Ef það væri rétt ályktað af
Heiðari, hvernig útskýrir hann þá
peningaflóttann frá Grikklandi og
evruríkjunum? Raunveruleikinn er
einfaldlega eins og áður segir að málið
snýst fyrst og fremst um efnahags-
stjórnina en ekki gjaldmiðilinn.
Það er ekki skoðun mín eða Félags
íhaldsmanna að það beri að halda í
höft ríkisstjórnarinnar, eins og ýjað
er að í grein Heiðars. Kjarni málsins
er sá að íslenska þjóðin þarf fyrst og
fremst að greiða niður opinberar
skuldir, bæði ríkis og sveitarfélaga,
ásamt því að halda á málum varðandi
opinber útgjöld af skynsemi og stuðla
að auknum útflutningi. Fyrst þá er
hægt að tryggja sjálfsákvörðunarrétt
þjóðarinnar og afkomu hennar.
Eftir Gunnlaug Snæ
Ólafsson »Upptaka annars
gjaldmiðils getur
vissulega leyst okkur
snöggt undan höftum,
en sú lausn kallar hins
vegar um leið á önnur
vandamál
Gunnlaugur Snær
Ólafsson
Höfundur er formaður
Félags íhaldsmanna.
Gjaldmiðill, atvinnustig og sjálfsstjórn