Morgunblaðið - 12.06.2012, Qupperneq 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2012
✝ Arndís Jör-undsdóttir
fæddist að Mið-
hrauni í Miklaholts-
hreppi 3. febrúar
1931. Hún lést að
hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ 30. maí
2012.
Foreldrar henn-
ar voru Jörundur
Þórðarson fæddur
að Hömluholtum í
Eyjahreppi 10. ágúst 1901, d. 19.
desember 1988 og María Óla-
dóttir, fædd að Hofstöðum í
Miklaholtshreppi 18. ágúst 1902,
d. 12. desember 1972. Systkini
Arndísar eru Kristján, f. 9. nóv-
ember 1927, d. 17. febrúar 1962,
júlí 2006, Þuríður á þrjú börn og
þrjú barnabörn, 2) Emil Óskar, f.
3. maí 1953, eiginkona hans er
Hólmfríður Hrönn Valgarðs-
dóttir, þau eiga þrjú börn og
þrjú barnabörn, 3) María Stein-
unn, f. 24. maí 1955, eiginmaður
hennar er Þórir Haraldsson, þau
eiga þrjá syni og fimm barna-
börn, 4) Sigfús Kristinn, f. 23.
ágúst 1956, sambýliskona hans
er Hrönn Héðinsdóttir, Sigfús á
tvo syni og þrjú barnabörn, 5)
Hildur Kristín, f. 4. mars 1962,
eiginmaður hennar er Steinþór
Bragason og eiga þau þrjú börn.
Arndís og Þorbjörn slitu sam-
vistum 1967.
Arndís eða Dísa eins og hún
var ávallt kölluð, ólst upp á
heimili foreldra sinni að Elliða í
Staðarsveit til 13 ára aldurs er
fjölskyldan flutti að Vaðstakks-
heiði í Neshreppi. Hún gekk í
skóla að Ölkeldu og Hellissandi
og lærði að matreiða, prjóna og
sauma af móður sinni Maríu. Um
16 ára aldur fór hún til Reykja-
víkur og réðst til starfa á Elli-
heimilinu Grund og var þar um
þriggja ára skeið er hún réð sig
sem ráðskonu að Skálholtsvík í
Hrútafirði þar sem hún kynntist
Þorbirni. Þau bjuggu um tíma í
Ólafsvík en árið 1961 fluttu þau
til Hafnarfjarðar og bjuggu þar
til þau skildu en þá flutti Arndís
með börnin til Reykjavíkur. Arn-
dís vann ávallt utan heimilis,
ýmsa verkakvennavinnu eins og
í fiskvinnslu, húshjálp og við
ræstingar. Síðasti vinnustaður
hennar var Sænska sendiráðið
sem var vinnuveitandi sem
reyndist henni ákaflega vel. Árið
1993 keypti Arndís sér hjólhýsi
að Laugarvatni. Þar undi hún
sér vel og var þar eins og mikið
og hún gat, þar eignaðist hún
góða vini.
Útför Arndísar verður gerð
frá Seljakirkju í dag, 12. júní
2012 og hefst athöfnin klukkan
13.
Jón Hildiberg, f. 21.
mars 1929, d. 17.
febrúar 1962, Óli
Guðmundur, f. 23.
maí 1933, Helga, f.
8. september 1935,
Guðmundur, f. 9.
október 1940 og
Ester, 26. febrúar
1942.
Árið 1957 giftist
Arndís Þorbirni
Sigmundi Sigfús-
syni frá Stóru Hvalsá, Hrúta-
firði, f. 26. janúar 1934, d. 16. júlí
2002. Foreldrar hans voru Sigfús
Sigfússon og Kristín Gróa Guð-
mundsdóttir. Börn Arndísar og
Þorbjörns eru: 1) Þuríður Sig-
rún, f. 28. desember 1951, d. 20.
Það er við hæfi að ég velji móð-
ur minni ljóð eftir Davíð Stefáns-
son sem var hennar skáld, eins og
hún sagði ávallt. Við mæðgur átt-
um oft góðar stundir saman við að
lesa ljóðin hans Davíðs og nú síð-
ast á Skógarbæ nokkrum dögum
fyrir andlát hennar, þannig vil ég
minnast hennar.
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Þú vaktir yfir velferð barna þinna,
þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna landa,
og eykur þeirra afl og trú,
en það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum eins og þú.
Í augum þínum sá ég fegri sýnir
en sólhvít orð og tónar geta lýst, –
svo miklir voru móðurdraumar þínir,
þó marga þeirra hafi frostið níst.
Sem hetja barst þú harmana og sárin,
huggaðir aðra – brostir gegnum tárin,
viðkvæm í lund, en viljasterk.
Þau bregða um þig ljóma, liðnu árin.
Nú lofa þig – þín eigin verk.
Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar,
og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt.
Er Íslands bestu mæður verða taldar,
þá mun þar hljóma fagurt nafnið þitt.
Blessuð sé öll þín barátta og vinna,
blessað sé hús þitt, garður feðra minna,
sem geymir lengi gömul spor.
Haf hjartans þakkir, blessun barna
þinna,
– og bráðum kemur eilíft vor.
(Davíð Stefánsson)
Þín dóttir,
Hildur Kristín.
Minningar mínar um ömmu
Dísu eiga það allar sameiginlegt
að vera fullar af hlýju og kær-
leika. Ég var svo heppin að vera á
leikskóla við hliðina á húsinu
hennar; amma bjó á Njálsgötu 7
og ég var á Njálsborg. Þetta þótti
mér mjög merkilegt og montaði
ég mig mikið af þessu við sam-
nemendur mína á leikskólanum.
Ég vorkenndi þeim að eiga ekki
svona frábæra ömmu og það í
næsta húsi. Uppáhaldssagan
hennar ömmu af þessum árum
var þegar ég fékk að labba í fyrsta
skipti ein úr leikskólanum og
heim til hennar en hún sótti mig
oftast nær. Ekki man ég hvað ég
var gömul en ég var víst óendan-
lega stolt af sjálfri mér, og amma
auðvitað líka, af þessu mikla af-
reki: að labba ein heim, þessa
löngu leið, yfir í næsta hús. Þegar
þangað var komið þykir mér afar
líklegt að amma hafi boðið mér
upp á það sem mér þótti best að fá
hjá henni, brauð með mysing og
mjólk. Svo hef ég væntanlega
klætt mig upp með dyggri aðstoð
ömmu í skósítt pils af henni og há-
hælaða skó. Síðan leyfði hún mér
að spegla mig endalaust í anddyr-
inu á Njálsgötunni, enda vorum
við sammála um að ég væri voða
fín í þessum stóru fötum.
Það var líka alltaf mikið fjör á
Laugarvatni í hjólhýsinu hjá
ömmu Dísu. Þar brölluðum ég og
bróðir minn ýmislegt saman enda
ævintýrin endalaus, fyrir utan
hvað það var nú magnað að amma
okkar skyldi eiga hús á hjólum!
Mér fannst alltaf jafngaman að
koma í hjólhýsið og hitta ömmu
þar enda naut hún sín vel á Laug-
arvatni og hafði það gott.
Líf ömmu Dísu var ekki alltaf
auðvelt og veikindi hennar voru
mjög erfið. Sjálfri fannst mér erf-
itt að sjá hvernig hún tærðist upp
af krabbameininu því hún varð
svo ólík sjálfri sér, sérstaklega í
útliti, ólík þeirri ömmu sem ég
man eftir úr æsku.
Þjáningum ömmu Dísu er nú
lokið. Hún hefur nú hitt fyrir elstu
dóttur sína, Þurý, sem einnig lést
úr krabbameini. Þó að ég felli tár
þá hlýnar mér um hjartarætur við
tilhugsunina um að þær tvær,
amma og Súsí, passi upp á mig og
fjölskylduna mína.
Sunna Kristín.
Arndís
Jörundsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Ég kveð Dísu systur með
þessum orðum. Eitt af því
fyrsta sem mamma kenndi
okkur systkinum var að
fara með bænirnar okkar
og signa okkur.
Bænin má aldrei bresta þig,
búin er freisting ýmislig.
Þá líf og sál er lúð og þjáð,
lykill er hún að Drottins náð.
Vaktu, minn Jesús, vaktu’ í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki, þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf
(H. Pétursson)
Hvíldu í friði.
Helga.
✝ Magnús Jóns-son fæddist í
Bolungarvík 7.
ágúst 1916. Hann
lést í Reykjavík 6.
júní 2012.
Hann var sonur
hjónanna Jóns
Bjarnasonar lög-
regluþjóns, f. 1886
og Margrétar Maríu
Pálsdóttur hús-
móður, f. 1884.
Eiginkona Magnúsar er Sig-
rún Jónsdóttir, f. 12. febrúar
1918. Foreldrar hennar voru Jón
Ívarsson kaupfélagsstjóri á Höfn
í Hornafirði og alþingismaður, f.
1891 og Guðríður Jónsdóttir, f.
1890. Börn þeirra eru: 1) Gyða
Magnúsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur, f. 1942 og 2) Jón Magn-
ússon hæstaréttarlögmaður og
fyrrverandi alþingismaður, f.
1946. Gyða er gift Ársæli Jóns-
syni lækni, f. 1939 og eiga þau
þrjú börn, Þórgunni, Magnús og
Árna. Jón á einnig þrjú börn,
Jónas Friðrik, Magnús og Sig-
rúnu Fanný. Móðir Jónasar Frið-
riks og Magnúsar er Halldóra J.
Rafnar, kennari og blaðamaður,
f. 1947, og móðir Sigrúnar Fann-
ýjar er Fanný Jónmundsdóttir,
kaupmaður og leiðbeinandi, f.
1945. Barnabarnabörnin eru sex.
Systkini Magnúsar voru: Páll, f.
1909, Ragnhildur, f.
1910, kjördóttir
séra Ásgeirs Ás-
geirssonar prófasts
í Hvammi í Dölum
og Ragnhildar föð-
ursystur sinnar,
Bjarni, f. 1911, Ás-
geir, f. 1919. Hálf-
systkini Magnúsar
samfeðra eru Kol-
brún og Ármann.
Magnús missti
móður sína ungur og ólst upp í
Æðey við Ísafjarðardjúp hjá Æð-
eyjarsystkinunum Sigríði,
Bjarna og Ásgeiri. Magnús lauk
kennaranámi við Kennaraskóla
Íslands, var kennari í Vest-
mannaeyjum 1942-1945. Skóla-
stjóri Gagnfræðaskólans á Akra-
nesi 1945 og Iðnskólans á
Akranesi 1946-1951. Magnús
kynnti sér verknám á Norð-
urlöndum og í Bandaríkjunum.
Hann varð skólastjóri Gagn-
fræðaskóla verknáms við stofnun
hans 1951, sem síðar varð Ár-
múlaskóli, og gegndi því starfi til
starfsloka. Magnús var virkur í
ýmsum félagsstörfum, gegndi
m.a. formennsku í félagi kennara
á eftirlaunum og skólastjóra-
félaginu.
Útför Magnúsar fer fram frá
Árbæjarkirkju í dag, 12. júní
2012, og hefst athöfnin kl 15.
Magnús Jónsson tengdafaðir
minn er nýlátinn og er mér ljúft að
minnast hans. Ef dóttir hans er
undanskilin er hann sá maður af
nákomnu fólki, sem ég hef dáðst
hvað mest af um dagana. Hann var
sívakandi yfir velferð okkar allra;
rólyndur, skapandi, hlýr og útsjón-
arsamur. Hann ólst upp hjá vanda-
lausum. Móðir hans dó á Sjúkra-
húsi Ísafjarðar þegar hann var
aðeins fimm ára gamall. Hann var
það lánsamur að flytjast til Æðeyj-
ar þar sem hann ólst upp hjá þeim
heiðurssystkinum, sem þar
bjuggu. Þar naut hann sín vel í ná-
inni snertingu við fólkið, húsdýrin
og sjávarfang.
Þótt skólamenntun hans væri í
alla staði óformleg, þá tókst hon-
um á snjallan hátt að komast í
Kennaraskólann.
Ég heyrði sögur um það þegar
hann kom fjallmyndarlegur, stór-
vaxinn og sterkur til Reykjavíkur.
Stúlkurnar í Landsímahúsinu
gerðu sér sérstaka ferð út á Aust-
urvöll til að skoða hann betur.
Hann kom að mönnum við hús á
Njálsgötunni, sem voru að vand-
ræðast með þungt síldarkvartil,
sem koma þyrfti uppá þriðju hæð
og þeir réðu ekki við. Magnús
gerði sér lítið fyrir og hélt á kvart-
ilinu einn fyrir þá félaga upp stig-
ana og þurfti þó að halda tunnunni
frá sér, til að óhreinka ekki fötin.
Magnús átti gott með að setja
saman vísur. Hann orti til dóttur
sinnar nokkrar vísur, en þessi er í
uppáhaldi hjá mér;
Þú hefur aðeins tennur tvær,
tyggur samt og borðar flest.
Ýsu soðna ástu í gær
og afturfót á gúmmíhest.
Sigrún passaði svo uppá að á
öllum jólakortum og afmæliskort-
um til barna okkar fylgdi vísa.
„Magnús, nú þarf vísu“.
Magnús hafði einstakt lag á
ungum börnum. Hann smíðaði fyr-
ir þau leikföng og fékk þau til að
gera sína eigin leiki sem vakti hjá
þeim áhuga og ánægju. Starfsferill
Magnúsar var frábær. Hann vann
brautryðjendastarf við stofnun
verknáms á gagnfræðastigi. Hann
fór í námsferðir til Bandaríkjanna
og Noregs við undirbúning nám-
skrár verknámsins og réði því að
verknámið var ekki afgangsstærð
heldur valkostur í námsleiðum
gagnfræðaskólastigsins. Hann var
valinn til forystu á mörgum svið-
um. Nemendur hans og samstarfs-
fólk dáðu hann og virtu. Hann fann
oftast lausnir á erfiðum málum og
fylgdi þeim eftir með jákvæðni og
uppörvun. Oft var leitað til hans
með tækifærisræður.
Þau hjónin voru samhent og
nægjusöm en jafnframt rausnar-
leg við aðra. Þau reistu sér parhús
við Tómasarhagann og sá Magnús
að mestu sjálfur um þá húsbygg-
ingu. Þegar hann fór á eftirlaun
nýttist honum sú reynsla þar sem
bæði börnin hans stóðu í húsbygg-
ingum í Selásnum. Hann mætti þar
snemma á morgnana með skrínu-
kost frá Sigrúnu og vann fram á
kvöld við húsasmíðarnar, ég held
hann hafi lést um ein 15 kg það
sumar.
Fjölskyldan fór nokkrum sinn-
um saman í sólarlandaferðir og á
seinni árum eignuðust þau Sigrún
sumarbústað í Svínadal. Þar átti
fjölskyldan margar hamingju-
stundir.
Fyrir þrem árum helltist ellin
yfir hann og hann stóðst „inntöku-
próf“ á hjúkrunarheimili. Þar naut
hann sín vel í samfylgd eiginkonu
sinnar. Hann tjáði sig um það síð-
ustu árin; „Það getur ekki verið
betra“.
Ársæll Jónsson.
Þá er elsku afi minn farinn yfir
móðuna miklu, en allar góðu minn-
ingarnar um hinar fjölmörgu sam-
verustundir sem ég var svo hepp-
inn að eiga með honum lifa með
mér. Þegar ég skrifa þetta sé ég
fyrir mér þegar hann kenndi mér
að hjóla og við hjóluðum heilt sum-
ar um alla Reykjavík saman.
Stundum var amma með í för á
hjólinu með körfuna sem geymdi
nestið okkar.
Afi var alltaf meira en til í að að-
stoða og hjálpa til, enda hálfgert
„Übermensch“ hvað gáfur og
handlagni snerti, hann gat allt.
Hvort sem það var eitthvað sem
þurfti verkkunnáttu til eins og að
byggja hús, stærðfræðikunnáttu
til að kenna manni námsefni fyrir
stúdentspróf á þremur dögum,
hvernig átti að yrkja ljóð eða sanna
hjartahlýju og skilning, þá bjó
hann yfir þeim eiginleikum sem
þurfti í hvert sinn.
Hann hafði alltaf tíma fyrir
mann og alltaf til í að leika við
mann enda upplifði ég það aldrei
að hann stoppaði eða hætti í leikn-
um sem við vorum í.
Í afa mínum voru sameinaðir
allir þeir bestu kostir sem mann-
eskja getur búið yfir. Ég og allir
aðrir sem fengum að upplifa það að
kynnast honum verðum ævinlega
þakklát fyrir það að hann sýndi
manni með framkomu sinni hversu
einstaklega góð mannveran getur
verið.
Kannski var hann bara engill í
mannsmynd.
Vertu sæll elsku afi.
Þinn nafni,
Magnús Jónsson.
Látinn er í hárri elli Magnús
Jónsson, fyrrverandi skólastjóri.
Magnús var ættaður frá Ármúla
við Ísafjarðardjúp en ólst upp í
Æðey. Magnús var bróðir móður
minnar Ragnhildar en þau systk-
inin ólust ekki upp saman og
kynntust ekki fyrr en þau voru
komin af barnsaldri. Þegar þau
kynntust urðu þau strax mjög náin
og tel ég að öllum öðrum ólöstuð-
um að enginn hafi reynst móður
minni og mér eins vel.
Magnús var skólamaður af lífi
og sál og hann setti þroska og vel-
ferð ungmenna í öndvegi. Hann
var skólastjóri Gagnfræðaskólans
á Akranesi og síðan Iðnskólans
þar. Jafnframt þessu var hann
námsstjóri í verknámi. Fór hann til
námsdvalar á Norðurlöndunum og
í Bandaríkjunum til að kynna sér
fyrirkomulag og framkvæmd verk-
náms. Hugsjón Magnúsar var að
auka veg verknámsins svo að hæfi-
leikar fólks á hinum ýmsu sviðum,
ekki aðeins á bóknámssviðunum,
fengju að blómstra. Má því segja
að Magnús hafi aðhyllst fjölgreind-
arkenninguna í verki löngu áður en
hún kom fram.
Magnús varð svo skólastjóri
Gagnfræðaskóla verknáms frá
stofnun, en hann varð síðar Fjöl-
brautaskólinn við Ármúla. Þar
lauk hann störfum
Magnús var einstakur kennari
og hafði lag á að kenna á þann hátt
að öllum þætti gaman og engum
fyndist hann vera að læra. Það var
eins og hann fyndi af einhverri eðl-
isávísun þann „stað“ í nemandan-
um þar sem persónuleikinn og
áhugasviðið mættust, og Magnús
náði að virkja þann „stað“.
Ég þekkti þennan hæfileika
Magnúsar vel því þeir voru ófáir
stærðfræðitímarnir sem Magnús
tók mig í rétt fyrir próf alla mína
skólagöngu. Var Magnús besti
stærðfræðikennari sem ég hef
nokkurn tímann haft. Og sama
hversu önnum kafinn Magnús var,
ef eitthvað bjátaði á, hvort sem var
í námi eða einkalífi, þá kom Magn-
ús og var til staðar og veitti stuðn-
ing.
Magnús var einstakur mannvin-
ur og hafði mikinn skilning á að-
stæðum fólks. Hann var mjög
mildur og ljúfur maður og algjör-
lega laus við dómhörku. Hann
reyndi alltaf að gera gott úr öllu.
Fjöldi nemenda leitaði til hans með
ýmiss konar vandamál og hann
reyndi alltaf að greiða úr þeim og
hjálpaði þeim að finna leiðir. En
Magnús var líka fastur fyrir á sinn
rólega hátt.
Magnús var mjög fríður maður
og glæsilegur á velli. Hann hafði
mikla kímnigáfu og var orðheppinn
en notaði þennan hæfileika ein-
göngu á jákvæðan og uppbyggileg-
an hátt. Hann sagði líka skemmti-
lega frá og án efa hafa þessir
hæfileikar átt þátt í því að hann
varð svo góður kennari.
Ég man alltaf eftir því þegar ég
sagði Magnúsi frá því að ég væri
sjálf farin að kenna. Hann varð af-
ar ánægður og sagði með gleði-
hljómi í röddinni: „Já þetta er
skemmtilegasta starf sem til er.“
Magnús var nefnilega ekki bara
kennari frá kl. 8-4. Hann var kenn-
ari allan sólarhringinn og studdi
fólkið í umhverfi sínu. Sjálf get ég
ekki nógsamlega þakkað að hafa
átt slíkan móðurbróður.
Við Vilhjálmur sendum fjöl-
skyldu Magnúsar okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Drottinn láti
hið eilífa ljós lýsa honum.
Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir.
Magnús Jónsson
✝
Okkar ástkæri
PÉTUR BRYNJÓLFSSON,
fyrrverandi framkvæmdastjóri Hólalax,
Bakkahlíð 11,
Akureyri,
lést fimmtudaginn 7. júní.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 15. júní kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Minningarsjóð Heimahlynningar á
Akureyri, MND-félagið og Styrktar- og líknarsjóð Oddfellow-
reglunnar.
Sigfríður L. Angantýsdóttir,
Fríða Pétursdóttir, Bragi Hlíðar Kristinsson,
Pétur Pétursson, Vilborg Einarsdóttir,
Hjörvar Pétursson, Árný Guðmundsdóttir
og barnabörn.