Morgunblaðið - 12.06.2012, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2012
Tilboð/útboð
* Nýtt í auglýsingu
Eftirfarandi útboð eru til sýnis og sölu á
skrifstofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7,
105 Reykjavík.
* Útboð nr. 15275 Stálþil og stálþils-
festingar:
Ríkiskaup f.h. Siglingastofnunar óskar
eftir tilboðum í stálþil og stálþilsfestingar
í lengingu áTogarabryggju í Neskaupstað
og endurbyggingu Binnabryggju í
Vestmannaeyjum. Áætlað heildarmagn
er: Stálþil 460 tonn - stálþilsfestingar 90
tonn. Nánari upplýsingar í útboðs-
gögnum sem verða aðgengileg á vef
Ríkiskaupa www.rikiskaup.is hinn
12. júní nk.
15266 - Leigubifreiðaakstur Rammasamn-
ingsútboð. Ríkiskaup, fyrir hönd
áskrifenda að rammasamningakerfis
ríkisins á hverjum tíma, standa fyrir
útboði vegna leigubifreiðaaksturs.
Sú þjónusta sem leitað er tilboða í er alh-
liða leigubifreiðaakstur á
höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Ein-
nig er leitað eftir þjónustu í akstur á milli
höfuðborgarsvæðisins og Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar. Höfuðborgarsvæðið er í
þessu útboði skilgreint sem Álftanes,
Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur,
Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes.
Nánari upplýsingar er að finna í
útboðsgögnum sem eru rafræn og verða
aðgengileg á vef Ríkiskaupa, www.rikis-
kaup.is, í siðasta lagi miðvikudaginn 13.
júní n.k. Opnun tilboða er 21.08.2012, kl.
11.00.
ÚTBOÐ
NR. 0463-2
Vestmannaeyjabær óskar eftir tilboðum
í verkið:
Eldheimar, gosminjasafn í Vestmannaeyjum -
1. áfangi.
Verkið felst í að grafa fyrir og steypa undir-
stöður, botnplötu og kjallara Eldheima, gos-
minjasafns í Vestmannaeyjum.
Byggingin, sem verður um 1.200 m2 að grunn-
fleti, stálgrindarhús að hluta til á tveimur
hæðum.
Helstu magntölur sem felast í útboðinu
eru:
Jarðvinna 17.000 m3
Mótafletir 2.900 m2
Steinsteypa 590 m3
Verkinu skal lokið að fullu eigi síðar en
15. nóvember 2012.
Útboðsgögn skal panta hjáTeiknistofu Páls
Zóphóníassonar ehf, Kirkjuvegi 23, 900 Vest-
mannaeyjum, sími 481 2711, - netfang:
tpz@teiknistofa.is, og verða afhent á
tölvutæku formi.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu umhverfis- og
framkvæmdasviðs Vestmanneyjabæjar að
Tangagötu 1, 900 Vestmannaeyjum (2. hæð),
hinn 28. júní 2012, kl. 14.00. að viðstöddum
þeim bjóðendum sem þess óska.
Umhverfis- og framkvæmdasvið
Vestmannaeyjabæjar.
Vestmannaeyjabær
V1201 Sorpförgun í Vestmannaeyjabæ
2012-2015
Vestmannaeyjabær augýsir útboð á
sorpförgun og rekstri móttöku- og söfnunar-
stöðvar í Vestmannaeyjum 2012-2015.
Um er að ræða m.a. rekstur söfnunar - og
móttökustöðvar, jarðgerð, flutning og förgun
úrgangs og rekstur landmótunar.
Viðkomandi skal útvega tæki, gáma, flutning
og annað sem þarf til verksins sem og
standa skil á starfsleyfum sem og öðrum
leyfum sem þarf til að stunda slíka starfsemi.
V1202 Sorphirða í Vestmannaeyjabæ
2012-2015
Vestmannaeyjabær auglýsir útboð á sorp-
hirðu frá heimilum í Vestmannaeyjum.
Um er að ræða 1650 heimili og er magn sem
þarf að hirða um 900 tonn á ári.
Í Vestmannaeyjum fer fram frekari flokkun á
sorpi frá heimilum og eru 3 tunnur við hvert
heimili auk þess sem gler er sett í poka.
Lagt er upp með að sorphirða fari fram í 50
skipti á ári frá hverju heimili.
Reiknað er með að verktími hefjist
1. september 2012 í báðum tilfellum.
Heimilt er að bjóða í verkin saman ef áhugi
er fyrir hendi.
Bæði verkin eru auglýst á Evrópska efna-
hagssvæðinu
Útboðsgögn skal panta hjá umhverfis- og
framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar,
Tangagötu 1, 900 Vestmannaeyjum, sími 488
2530, netfang olisnorra@vestmannaeyjar.is,
og verða þau afhent á tölvutæku formi.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu umhverfis-
og framkvæmdasviðs Vestmanneyjabæjar að
Tangagötu 1, 900 Vestmannaeyjum (2. hæð),
hinn 6. júlí 2012, kl. 11.00, að viðstöddum
þeim bjóðendum sem þess óska.
Umhverfis- og framkvæmdasvið
Vestmannaeyjabæjar.
Kauptilboð óskast í húseignina
Aðalgötu 13, Stykkishólmi.
Sala. 15060. Einbýlishús á 2 hæðum ásamt
innbyggðum bílskúr.
Um er að ræða 2 íbúðir, samtals 268,2m², ásamt
34,6m² innbyggðum bílskúr sem tilheyrir íbúð á
efri hæð, stærð húsnæðisins er samtals 302,8m².
Stærð íbúðar á efri hæð er 159,3m² sem skiptist í
forstofu, stórt hol, eldhús, stofu, fjögur svefn-
herbergi, baðherbergi og gestasnyrtingu.
Góðar innréttingar og gólfefni eru í íbúðinni.
Svalir eru út af stofu.
Stærð íbúðar á neðri hæð er 108,9m² og skiptist í
forstofu, gang baðherbergi, eldhús, stofu,
geymslu og tvö svefnherbergi. Gólfefni og
innréttingar þarfnast endurnýjunar. Húsið stendur
á 400m² leigulóð, samkv. Fasteignaskrá Íslands.
Húsið hefur verið klætt að utan með steniklæðn-
ingu. Brunabótamat húsnæðisins er kr.
62.050.000,- og fasteignamat er kr. 32.200.000,-
Húseignin er til sýnis í samráði við Þorberg
Bæringsson í síma 894 1951 og Ríkiskaup, Borg-
artúni 7, 105 Reykjavík, í síma 530 1400.Til-
boðseyðublöð liggja frammi á sama stað ásamt
reglum um frágang og útfyllingu á tilboðs-
eyðublaði.
(Gögnin eru einnig aðgengileg á heimasíðu
Ríkiskaupa, http://www.rikiskaup.is/ ).
Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 10.00
hinn 19. júní 2012 þar sem þau verða opnuð í
viðurvist viðstaddra bjóðenda er þess óska.
Raðauglýsingar 569 1100
Félagsstarf eldri borgara
!"
#$ % & "
'"( ("
" )
% !
*
!
+ , -
( !+ (
*
!
( ( % -
" #$
+ , -
-. !+ (
/ )
" -
**$
+ (
-
( ( ( 0
( (
+( 1 (
% -
!
22
!
!
/ 3
'" !
4 5 !
) 6
7 ( + (
+
( $#$##/
% &'
"
)
/$
% 8-( ( 9 & !
! *$
1
(
**
%(
')"'* :0 (
, ;-. (
* 0 <
'"! + (
( "
( !+ =
+$
9
$ %" (" ,
$ > $$*-##* ( + ???(
, @(
*$ A, (
!"
$
"
!"
- .
B,
-
5 $$ + ( 9 !"
( &
% *
-
/
0
0 (
*
Tilkynningar
Auglýsing
um kjörskrár vegna kjörs
forseta Íslands.
Kjörskrár vegna kjörs forseta Íslands sem fram
á að fara laugardaginn 30. júní 2012 skulu
lagðar fram eigi síðar en miðvikudaginn 20.
júní 2012.
Kjörskrá skal leggja fram á skrifstofu sveitar-
stjórnar eða á öðrum hentugum stað sem sveit-
arstjórn auglýsir sérstaklega. Kjörskrá skal
liggja frammi á almennum skrifstofutíma til
kjördags.
Þeim sem vilja koma að athugasemdum við
kjörskrá er bent á að senda þær hlutaðeigandi
sveitarstjórn. Athygli er vakin á því að sveitar-
stjórn getur allt fram á kjördag gert
leiðréttingar á kjörskrá, ef við á.
Í innanríkisráðuneytinu,
12. júní 2012.