Morgunblaðið - 12.06.2012, Side 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2012
A
ðalsteinn Sigurgeirsson,
forstöðumaður Rann-
sóknastöðvar skóg-
ræktar að Mógilsá,
fæddist í Reykjavík,
ólst upp í Bandaríkjunum frá fjög-
urra til tíu ára aldurs en síðan
Kleppsholtinu. Hann var í Lang-
holtsskóla, lauk stúdentsprófi frá MS
1981, B.Sc.-prófi í skógfræði við Uni-
versity of Alberta í Edmonton í Kan-
ada, 1986, lauk doktorsprófi í skóg-
fræði með sérmenntun í erfðafræði
við Sveriges Lantbruksuniversitet í
Umeå í Svíþjóð 1992 og námskeiðum
í stjórnun og opinberri stjórnsýslu
við Endurmenntun HÍ 2002-2003.
Aðalsteinn sinnti skógrækt-
arstörfum á sumrum víða á Íslandi
1980-86, var aðstoðarmaður á til-
raunastofu með námi 1988-91, sér-
fræðingur í skógerfðafræði á Rann-
sóknastöð Skógræktar ríkisins
1991-98 og hefur verið for-
Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður að Mógilsá, 50 ára
Fjölskyldan Aðalsteinn með eiginkonu sinni, Steinunni, dætrunum Hugrúnu og Borghildi, og syninum Geir.
Nytjaskógrækt hér á
landi - vannýtt auðlind
Kátar skógræktarkempur Jón Loftsson skógræktastjóri, afmælisbarnið og
Sigurður Blöndal, fyrrv. skógræktarstjóri, kunna augljóslega vel við sig í
Þjóðhátíðarlundinum í Heiðmörk. Myndin var tekin árið 2009.
Það er oft þannig að ég fæ góðan morgunmat. Þá fer konanmín til dæmis í bakaríið og kaupir eitthvað. Svo er þettabara svolítið heilagur dagur, maður gerir ekkert nema það
sem er skemmtilegt,“ segir bassaleikarinn Jakob Smári Magnússon.
Kappinn, sem í dag fagnar 48. aldursárinu, segir ekkert sérstakt
á prjónunum fyrir daginn en vonast þó til þess að eiginkonan stjani
við afmælisbarnið.
„Konan átti afmæli í fyrradag svo þetta er spurning um hversu
mikið ég lagði inn þá,“ segir Jakob og hlær.
Bassaleikarinn svarar því aðspurður að eftirminnilegasta afmæl-
ið hafi verið haldið á Prikinu.
„Þegar ég varð 45 ára hélt ég veislu, sem ég geri yfirleitt ekki, á
skemmtistaðnum Prikinu. Þar var öllu tjaldað sem hægt var að
tjalda! Annars hef ég svona yfirleitt látið þetta fara fram í kyrr-
þey.“
Jakob er með nokkur járn í eldinum og er meðal annars að vinna
að plötu með Láru.
„Við erum að vinna að nýrri plötu sem kemur út í haust og ég er
mjög spenntur fyrir því verkefni. Ég spila einnig inn á nýjustu plötu
Johns Grants og verð með honum í Háskólabíói 19. júlí,“ segir Jak-
ob. davidmar@mbl.is
Jakob Smári Magnússon er 48 ára í dag
Afmælisbarn Bassaleikarinn Jakob Smári er með nokkur járn í eld-
inum og er meðal annars að vinna að plötu með Láru og John Grant.
Afmælin yfirleitt
haldin í kyrrþey
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Reykjavík Jack Odin fæddist 22. febr-
úar. Hann vó 3.495 g og var 49 cm
langur. Foreldrar hans eru Meredith
Rubin og Josh Rubin.
Reykjavík Rósey Hrund fæddist 16.
apríl. Hún vó 3.055 g og var 48 cm
löng. Foreldrar hennar eru Kristín
Clausen og Arnar B. Sigurðsson.
Nýir borgarar
Elísabet Sól Sig-
urðardóttir og
Alda Lind Skúla-
dóttir héldu tom-
bólu við verslun
Samkaupa í Hrísa-
lundi á Akureyri
og söfnuðu 5.539
kr. sem þær
styrktu Rauða
krossinn með.
Hlutavelta
Jarðvegsþjöppur - Vatnsdælur - Malbikunarvélar
Vinnustaðamerkingar - Vélsópar - Hellulagningatæki
A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is
Tæki til verklegra
framkvæmda
Stofnað 1957