Morgunblaðið - 12.06.2012, Qupperneq 35
stöðumaður stöðvarinnar frá 1998.
Aðalsteinn sat í ritstjórn Scand-
inavian Journal of Forest Research
1994-2001, Búvísinda 1998-2004 og
„Rits Mógilsár“ frá 1999, var í stjórn
Héraðsskóga og Skjólskóga á Vest-
fjörðum, í stjórn Skógræktarfélags
Reykjavíkur frá 2000 og varafor-
maður frá 2002, í stjórn Skógrækt-
arfélags Íslands frá 2007, er formað-
ur Skógfræðingafélags Íslands frá
2010, situr í framkvæmdaráði Skóg-
ræktar ríkisins frá 2003, í embættis-
mannanefnd Norrænu ráðherra-
nefndarinnar um málefni skóga á
Norðurlöndum frá 2005, er fulltrúi
Íslands í ýmiskonar norrænni og evr-
ópskri samvinnu um skógrækt-
arrannsóknir og situr í opinberum
nefndum um skógrækt.
Aðalsteinn hefur kennt á fjölda
námskeiða við Landbúnaðarháskól-
ann á Hvanneyri, Garðyrkjuskólann
á Reykjum og við HÍ. Hann hefur
haldið fjölda fyrirlestra á ráðstefnum
og fræðslufundum.
Landflæmi og markaðsmögu-
leikar til nytjaskógræktar
Aðalsteinn er spurður um stöðu ís-
lenskrar skógræktar.
„Fyrir hrun jókst skógrækt á Ís-
landi hraðar en á hinum Norðurlönd-
unum. Þá gróðursettum við sex millj-
ónir tjáplantna á ári en nú eru þær
þrjár milljónir. Grunnauðlind grein-
arinnar er tvenns konar: Víð-
áttumikið flæmi af ódýru, vannýttu
landi sem myndi nýtast til arðbærrar
skógræktar, og nánast ótakmarkaðir
markaðsmöguleikar.
Nú er hver einasta spýta nýtt sem
fellur til við grisjun íslenskra skóga.
Við gætum selt þúsundfalt meira efni,
þó ekki væri nema til innlends járn-
blendiðnaðar og markaðsmöguleikar
liggja mun víðar.
Á endanum snýst þetta um skyn-
semi, þolinmæði og langtíma landnýt-
ingarstefnu. En við Íslendingar erum
óþolinmóð. Þess vegna gætum við
aldrei framleitt tólf ára viskí.
Nú eru 1,1% þurrlendis vaxin
kjarri hér á landi en skógar trjáa sem
fara í fimm metra hæð taka yfir 0,4%.
Ef einungis 3-4% landsins yrðu nýtt
til slíkra skóga nægði það til að binda
alla okkar kolefnislosun og yrði í leið-
inni arðbær atvinnugrein.“
Fjölskylda
Aðalsteinn kvæntist 1991 Stein-
unni Geirsdóttur, f. 28.9. 1963, þýsku-
kennara við HR og Fjölbrauta-
skólann í Ármúla. Hún er dóttir Geirs
Geirssonar, f. 4.5. 1939, endurkoð-
anda, og Hugrúnar Einarsdóttur, f.
10.4. 1941, fyrrv. umsjónarmanns
bóksölu Tækniskólans.
Börn Aðalsteins og Steinunnar eru
Hugrún, f. 16.7. 1990, þýskunemi við
HÍ; Borghildur, f. 7.1. 1993, nemi við
MH; Geir, f. 17.1. 2000, grunn-
skólanemi.
Systir Aðalsteins er Elín, f. 9.2.
1967, tannlæknir, búsett í Kópavogi,
gift Kristjáni Hallvarðssyni, verk-
fræðingi og framkvæmdastjóra hjá
Marel og eiga þau þrjár dætur.
Foreldrar Aðalsteins: Sigurgeir
Kjartansson, f. 7.3. 1938, skurðlæknir
við Landakotsspítala og síðan við
LHS, og Halla Sigurjóns, f. 15.11.
1937, d. 31.3. 2002, tannlæknir.
Úr frændgarði Aðalsteins Sigurgeirssonar
Þorlákur Jónsson
b. á Hrauni í Ölfusi
Vigdís Sæmundsdóttir
húsfr. á Hrauni
Siguveig Siguðard.
húsfr. á Þykkvabæjarkl.
Jón Brynjólfsson
b. í Þykkvabæjarkl.
Sigríður Brynjólfsdóttir
húsfr. á Reyni
Einar Finnbogason
hreppstj. í Þórisholti
Vilborg Andrésdóttir
húsfr. í Þórisholti
Aðalsteinn
Sigurgeirsson
Sigurgeir Kjartansson
skurðlæknir í Rvík.
Halla Sigurjóns
tannlæknir í Rvík.
Sigurður Jónsson
rafv. og bæjarfulltr. í Rvík.
Elín Þorláksdóttir
ljósm.
Kjartan Einarsson
b. í Þórisholti
Þorgerður Einarsdóttir
húsfr. í Þórisholti
Einar Brandsson
b. á Reyni í Mýrdal
Brynjólfur Einarsson
b. í Dyrhólum í Mýrdal
Þóranna Brynjólfsd.
húsfr. í Rvík.
Sigurður R
Gíslason
prófessor í
jarðefnafr. við HÍ
Guðrún Gíslad.
prófessor í
landafr. við HÍ
Einar Kjartansson
b. í Þórisholti í Mýrdal
Vilborg
Einarsdóttir,
framkvæmdastj.
Mentor
Gísli Þ Sigurðsson
rafvirkjam. í Rvík
Jón Gíslason
forstj. Mast á
Selfossi
SigurbjörgGíslad.
efnafr. hjá
Hollustuvernd
ríkisins
Sigurður Gíslas.
arkitekt
Rannveig
Jónsdóttir
húsfr. í Rvík.
Karl Eiríksson
forstjóri Bræðurnir
Ormsson
Sigurveig Eiríkd.
húsfr. í Rvík.
Rannveig H. Kristinsd.
móðir Hilmars Arnar
Hilmarssonar
allsherjargoða
Á vinnustaðnum Á Mógilsá á 40
ára afmæli stofnunarinnar.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2012
95 ára
Þóra Bjarnadóttir
85 ára
Kristín Stefánsdóttir
Ólöf Sigríður Björnsdóttir
80 ára
Ingibjörg Kristjánsdóttir
Sigrún Elísabet
Sigurðardóttir
75 ára
Guðný Skaftadóttir
Sheena Gunnarsson
70 ára
Geir Hilmar Oddgeirsson
Guðbjörg Guðmundsdóttir
Guðmundur Bachmann
Rúnar Geirsson
Sólveig Jónsdóttir
Steindór Hermannsson
60 ára
Björn Björnsson
Elínborg Helga Helgadóttir
Gunnhildur J. Lýðsdóttir
Haraldur Hinriksson
Þórdís Helgadóttir
50 ára
Aðalsteinn Sigurgeirsson
Björg Bryndís Jónsdóttir
Björn Garðarsson
Brynhildur Jónsdóttir
Kristín Magnúsdóttir
Ólöf María Ingólfsdóttir
Pétur Sigurðsson
Þorbjörg Björk Tómasdóttir
Þórdís Úlfarsdóttir
40 ára
Agla Huld Þórarinsdóttir
Andris Bulins
Bjarni Þór Grétarsson
Brynjar Helgi Brynjólfsson
Dragana Milanovic
Erla Júlía Viðarsdóttir
Helga Kristín Gilsdóttir
Helgi Hinriksson
Ingibjörg Úlfarsdóttir
Júlíus Helgi Schopka
Sigurfinnur Garðarsson
Sólrún Snæþórsdóttir
Tómas Halldór Pétursson
Þröstur Gunnar
Sigvaldason
30 ára
Andri Karl Elínars.
Ásgeirsson
Árni Rúnar Karlsson
Egill Lynn Thomas
Helga Ósk Hreinsdóttir
Jóhann Levi Jóhannsson
Kristján Karlsson
Svavar Kári Svavarsson
Tine Ditte Burmeister
Þorbjörn Þorgeirsson
Til hamingju með daginn
50 ára Tómas fæddist í
Reykjavík og ólst upp í
smáíbúðahverfinu en er
búsettur í Kópavoginu.
Tómas lauk prófi í graf-
ískri hönnun frá Mynd-
lista- og handíðaskól-
anum og er sjálfstætt
starfandi.
Maki Laufey Benedikts-
dóttir, f. 1964, kennari.
Börn Tvíburarnir Tómas
Aron og Erla Mjöll, f. 1994
og Haukur Már, f. 1995.
Foreldrar Tómas Sig-
urjónsson, f. 1922, d.
1999, og Jóhanna Laufey
Óskarsdóttir, f. 1924.
Tómas Sigurjón
Tómasson
60 ára Sólrún ólst upp í
Kópavogi og býr í dag í
Mosfellsbæ. Sólrún vinn-
ur á elliheimili við um-
mönnun.
Maki Ólafur H. Einarsson,
f. 1948, húsasmíðameist-
ari og starfar hjá MR.
Börn Hugrún Ósk, f.
1975, viðskipta- og sam-
skiptafræðingur hjá Penn-
anum, Einar Hreinn, f.
1978, sjúkraliði Hlein hjá
Reykjalundi og Daníel Óli,
f. 1991, mennta-
skólanemi.
Foreldrar Jón Magússon,
f. 1927, d. 1998, og Unnur
Lárusdóttir, f. 1928.
Sólrún Maggý
Jónsdóttir
Ásta Kristín Erlingsdóttir,grasalæknir, fæddist 12. júní1920, að Haukalandi í Öskju-
hlíð í Reykjavík. Foreldrar hennar
voru Erlingur Filippusson grasa-
læknir, f. 1873 og Kristín Jónsdóttir,
f. 1881. Ásta er komin af grasalækn-
um langt aftur í ættir. Hún nam
listina af föður sínum sem var sonur
Grasa-Þórunnar er bjó í Kálfafells-
koti í Fljótshverfi, sú lærði af móður
sinni sem líka hét Þórunn.
Ásta Kristín giftist Einari Jóns-
syni og eignuðust þau sex börn, þó
nokkrir afkomendur hennar fást
einnig við grasalækningar.
Segja má að grasalækningar hafa
verið eins konar heimilisiðnaður. Í
uppvextinum var gestkvæmt á heim-
ilinu því faðir hennar fékk iðulega
sjúklinga heim sem fengu bót meina
sinna á öllu mögulegu. Ásta kynntist
einnig ömmu sinni Grasa-Þórunni
sem var hafsjór af fróðleik, ákveðin
og skýr en hún kom mörgum til
hjálpar í starfi sínum sem ljósmóðir.
Í frjálsræðinu í Öskjuhlíðinni
lagði jafnan steka lykt af jurtum því
Erlingur sauð í eldhúsi sín grasame-
ðul. Æska Ástu endaði um fermingu
þegar móðir hennar lést frá stórum
barnahóp og gekk Ásta þeim yngri í
móður stað.
Ásta ferðaðist mikið um landið og
safnaði jurtum og leitaði að heppi-
legum uppeldisstöðum þeirra jurta
sem áhugi hennar beindist að. Hún
átti margar uppáhalds jurtir því hún
vissi hversu góðar þær væru en
sagði jafnframt, „ég er eins og sauð-
kindin. Tíni það sem mér finnst best
og líklegast til að skila góðum ár-
angri.“
Jurtirnar notaði hún ekki einungis
í að brugga seiði og búa til smyrsl
heldur bjó hún einnig til jurtaliti og
málaði myndir með þeim.
Náttúrulækningafélag Íslands
veitti henni viðurkenningu fyrir ára-
tuga starf við meðhöndlun íslenskra
jurta til heilsubótar.
Atli Magnússon setti saman end-
urminningar Ástu, Ásta grasalækn-
ir, líf hennar og lækningar og dul-
ræn reynsla, sem kom út 1987.
Ásta Kristín lést 8. júlí árið 2005.
Merkir Íslendingar
Ásta Kristín
Erlingsdóttir
40 ára Óskar Pétur ólst
meðal annars upp í Ísrael
og Hornafirði, en hefur
búið í Reykjavík síðustu
20 ár. Hann lauk MS-prófi
í verkfræði frá HÍ árið
2000 og starfar sem
vélaverkfræðingur hjá
Verkís.
Kona Guðrún Eva Jó-
hannsdóttir, f. 1978, jarð-
fræðingur og starfar hjá
Mannvit.
Dóttir Jóhanna Eldey, f.
2008.
Foreldrar Einar Ósk-
arsson, f. 1952, og Guð-
rún Ingimundadóttir, f.
1952.
Óskar Pétur
Einarsson
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er
meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæð-
ingum eða öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift
að Morgunblaðinu í einnmánuð.
Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Hádegisverðartilboð
Tvíréttað í hádegi frá 1.890,-
Fljót og góð þjónusta
Veitingastaður / verslun
Nethylur 2 • 110 Reykjavík • Sími: 587 2882 • galleryfiskur.is