Morgunblaðið - 12.06.2012, Side 40

Morgunblaðið - 12.06.2012, Side 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2012 AF TÓNLIST Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Spænska söngkonan ConchaBuika reyndist svo sannar-lega biðarinnar virði. Hún átti að halda tónleika í Eldborg á vegum Listahátíðar í Reykjavík þann 3. júní sl. en veiktist og því þurfti að fresta tónleikunum. Sex dögum síðar steig Buika á svið Eld- borgar, búin að ná sér. Buika var í ógnarstuði á tónleikunum og með- reiðarsveinar hennar, þeir René Toledo sem lék á gítar og Ramón „Porrina“ Suárez Escobar sem lék á ásláttarhljóðfærið cajón fla- menco, stóðu sig eins og hetjur. Tónlistarlegar rætur Buiku liggja í flamenkótónlist og sú tón- list var mest áberandi á tónleik- unum. Söngur Buiku var ástríðu- fullur og ákafur, tjáningin leikræn og í dramatískustu lögunum var ekki annað að sjá en söngkonunni væri mikið niðri fyrir, slík var túlk- unin og treginn, röddin fallega rám og brothætt. En þrátt fyrir mikla dramatík var alltaf stutt í gleðina, Buika sló á létta strengi milli laga og jafnvel inni í miðjum lögum. Gestir hlógu innilega að athuga- semdum hennar og fallegri en dá- lítið einfaldri lífsspeki, m.a. vanga- veltum um eðli ástarinnar og hvort fuglar veltu því fyrir sér hvort rödd þeirra væri falleg. Buika greindi gestum frá því að hún hefði slitið sambandi við unnusta sinn fyrir skömmu og grátið í heila viku. Það væri auðvitað bölvaður kjána- skapur, nóg væri nú til af mynd- arlegum karlmönnum í heiminum! Bað hún Guð um að senda sér ein- hvern myndarlegan næst og þá yngri en þann síðasta. Og eftir há- dramatískan inngangskafla í ónefndu lagi hætti hún skyndilega að syngja og fór að tala um kjólinn sinn, að hætta væri á því að tón- leikagestir sæju á henni brjóstin, hún ætti fullt í fangi með að halda þeim innan klæða. Buika hóf leikinn með trompi, hinu ægifagra „No habrá nadie en el mundo“ og fann blaðamaður hvernig gæsahúðin hríslaðist um líkamann undir sjóðandi heitum flutningi þessarar frábæru söng- konu. Eftir það ávarpaði hún gest- ina og sagðist telja Ísland „heitt“ og þjóðina sömuleiðis. Sama hafði hún sagt við blaðamann nokkrum vikum fyrr sem og að gestirnir væru ættbálkurinn hennar, ein stór fjölskylda. Eftir að hafa skjallað Ís- lendinga stutta stund renndi hún með félögum sínum í næsta lag og ekki síður fallegt, ballöðuna „Mi niña Lola“ af samnefndri breið- skífu hennar. Tónleikarnir voru þó ekki allir á rólegu nótunum, Buika steig villtan flamenkódans, svipti upp um sig kjólnum og gleymdi sér svo í ákafanum að hún söng fjarri hljóðnemanum þannig að lítið sem ekkert heyrðist til hennar. Það gerði ekkert til, tónleikagestir hrif- ust með og var ekki annað að sjá en að margir ættu erfitt með að sitja kyrrir í sætum sínum. Inn í flutn- inginn fléttaðist svo djasskotinn söngur á köflum og Buika teygði raddböndin sundur og saman. Þegar Buika og félagar höfðu leikið í um eina og hálfa klukku- stund var tónleikunum lokið, tím- inn flaug svo sannarlega hratt þetta kvöld. Gestir voru þó ekki á því að sleppa þríeykinu, vildu meira og fengu eitt lokalag. Buika ljómaði eins og sólin, líkt og hún hefði aldrei verið klöppuð upp áður og bað um að ljósinu yrði varpað á tónleikagesti svo hún fengi að sjá „fjölskylduna sína“. Og hún endaði með trompi, líkt og hún byrjaði, með „Mentirosa“, eða „Lygak- vendi“. Takk fyrir Buiku, Listahá- tíð. Ólgandi ástríða og notaleg gæsahúð » Bað hún Guð umað senda sér ein- hvern myndarlegan næst og þá yngri en þann síðasta. Ljósmynd/Kristinn Svanur Jónsson Frábær Buika í Eldborg með René Toledo og Ramón „Porrina“ Suárez Escobar. Tónleikarnir voru gríðarvel heppnaðir og söngkonan heillaði gesti með söng sínum, tilfinningaríkri túlkun og skemmtilegri sýn á lífið. Hljómsveitirnar Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar, Prins Pól og Ojba Rasta koma fram á tón- leikum í Höfn í Hornafirði sem bera yfirskriftina Humarþruman og verða haldnir föstudaginn 22. júní. Mun þá standa yfir Humarhátíð Hafnar í Hornafirði. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30. Degi síðar munu sömu hljóm- sveitir koma fram á Partíþokunni, Jónsmessuhátíð á Seyðisfirði. Hins vegar eru það Snorri Helgason, Mr. Silla og Hugleikur Dagsson sem skemmta á Partíþokunni degi fyrr, 22. júní. Á fésbókarsíðu Partí- þokunnar segir að um sé að ræða „sannkallaða nautnahátíð sem inni- heldur tónleika, uppistand, jóns- messubrennu, tjaldútilegu, og allan þann góða mat sem fjörðurinn er annálaður fyrir“. Humar Mr. Silla kemur fram á Humarþrumunni og Partíþokunni. Partíþokan og Humarþruman LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar PROMOTHEUS 3D Sýnd kl. 4 - 7 - 10 (Power) SNOWWHITEANDTHEHUNTSMAN Sýnd kl. 4 - 7 - 10 MEN IN BLACK 3D Sýnd kl. 5 - 8 THE FIVE YEAR ENGAGEMENT Sýnd kl. 10:15 -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is HHHH “SCOTT TEKST AÐ SKAPA RAFMAGNAÐA STEMNINGU Í PROMETHEUS” -V.J.V., SVARTHOFDI.IS Þriðjudagstilboð POWE RSÝN ING KL. 10 HHHH -ROGER EBERT ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is Moonrise Kingdom ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐÞRIÐJUDAGSTILBO Ð ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ GILDA EKKI Í BORGARBÍÓI MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS PROMETHEUS KL. 5.50 - 8 - 10.15 16 SNOW WHITE AND THE... KL. 8 - 10.15 12 MIB 3 3D KL. 6 10 PROMETHEUS 3D KL. 6 - 9 16 MOONRISE KINGDOM KL. 5.50 - 8 - 10.10 L SNOW WHITE AND THE HUNTSMAN KL. 9 12 MIB 3 3D KL. 6 - 9 10 GRIMMD:SÖGUR AF EINELTI KL. 5.45 10 MORGUNBLAÐIÐ PROMETHEUS 3D KL. 5.20 - 8 - 10.30 16 PROMETHEUS 3D LÚXUS KL. 5.20 - 8 - 10.30 16 PROMETHEUS 2D KL. 5.20 - 8 - 10.30 16 SNOW WHITEAND THE HUNTSMAN KL. 8 - 10.40 12 MIB 3 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 10 MIB 3 2D KL. 5.30 10 LORAX – ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.30 L LORAX – ÍSLENSKT TAL 3D KL. 3.30 L LEITIN AÐ UPPRUNA OKKAR GÆTI LEITT TIL ENDALOKANNA „SCOTT ... TEKST AÐ SKAPA RAFMAGNAÐA STEMNINGU Í PROMETHEUS“ -V.J.V., SVARTHOFDI.IS - ROGER EBERT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.