Morgunblaðið - 12.06.2012, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.06.2012, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2012 AF TÓNLIST Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Hver er aftur Elvis Costello?hugsaði ég með mér þegarég frétti af tónleikunum. Lét þó ekki fáfræði mína fara hátt þar sem flestir í kringum mig lof- uðu manninn og þeir sem áttu miða á tónleikana gátu ekki beðið eftir að fá tónlist goðsins beint í æð. Ég kannaðist vissulega við nafnið og áttaði mig fljótlega á því að hann var maðurinn á bak við „She“, lag- ið úr Notting Hill. Jú, mér fannst það fínt lag svo ég gat alveg hugs- að mér að fara og sjá einhvern hugljúfan tónlistarmann flytja rómantíska tóna á sviði. Perlum var kastað fyrir svín og ég náði í miða og skellti mér í Hörpu.    Áhorfendur þekktu aug-ljóslega meira til en svínið ég sem japlaði á hverri perlunni á fæt- ur annarri. Í fyrstu gúffaði ég lög- in í mig og beið eftir því næsta en tónlistarmaðurinn býr yfir áratuga reynslu og gat á sama tíma satt siðprúða aðdáendur og fávisku svín eins og mig. Á milli laga risti hann alltaf örlítið meira gat á brjóst sitt og sýndi áhorfendum hjarta sitt. Forsaga listamannsins og hvernig tónlistin hafði fylgt honum frá blautu barnsbeini flétt- aðist inn í lögin. Elvis Costello missti föður sinn fyrir stuttu síðan. Á tónleikunum var augljóst upp- gjör við tilfinningaflóðið sem fylgir slíkri reynslu og það verður að segjast að með því að gefa svona mikið af sér náði hann einstökum tengslum við áhorfendur. Áhrifa- mestu lögin voru líka þau sem hann tileinkaði afa sínum, föður og ömmu og lagið sem hann eignaði sonum sínum var dásamlegt í ein- faldleika sínum.    Þegar leið á tónleikana komstég að því að „She“ var ekki eina lagið sem ég þekkti með lista- manninum. Hann spilaði t.d. lögin „I Want You“, „Veronica“ og „Watching the Detectives“ sem ég hafði að sjálfsögðu oft heyrt áður en aldrei tengt við nafnið. Það sem kom mér kannski mest á óvart var hvað hann er fjölhæfur tónlist- armaður sem hefur tök á ótrúlega breiðum tónlistarstefnum. Það fór minnst fyrir rómantíska tónlistar- manninum sem ég ætlaði að sjá en mikið var ég fegin því að í kraft- miklu lögunum var hann bestur. Þegar ég hélt að tónleikunum væri að ljúka var mikið klappað og ég bara nokkuð sátt við þessa upp- lifun. Klappið hélt síðan áfram og Elvis Costello var klappaður upp í fyrsta sinn.    Hann tók upp kassagítarinnog gaf í, átti síðan stund sem eflaust mun vera ein af mínum eftirminnilegustu á tónleikum. Hann steig nokkur skref til hliðar frá hljóðnemanum og spilaði og söng rafmagnslaust á stóra Eldborgarsviðinu. Það mátti heyra saumnál detta. Hann náði mér. Ég hætti skyndilega að japla á perl- unum sem hann færði mér og fór að virða þær betur fyrir mér. Í næsta lagi náði hann öllum salnum sem reis á fætur í þakklætisskyni fyrir perlugjafirnar og klappaði óspart fyrir Costello. Það var ekki laust við að listamaðurinn kæmist við enda var flutningur hans næst á eftir við píanóið ákaflega hógvær og viðkvæmur. Hann undirstrikaði síðan fjölhæfni sína með því að stíga frá viðkæmum flutningi við píanóið í pólitískan áróður með rafmagnsgítarinn. Svínið ég var al- veg hætt að japla á perlunum, dáð- ist að þeim, hverri einni og einustu sem á eftir komu. Tók þátt í há- væru klappi aðdáenda og beið með fiðrildi í maganum eftir að hann myndi aftur stíga á svið í næsta uppklappi, sem hann og gerði. Cos- tello spilaði klukkutíma lengur en hann hafði áætlað og flestir í saln- um hefðu getað setið þar enn ann- an klukkutíma. Svínið gekk þakk- látt út, aðdáandi á byrjunarstigi. Áhorfendur fengu allt fyrir peninginn Morgunblaðið/Sigurgeir S. Fjölhæfur Í hverju skyldi Elvis Costello vera bestur; söng, gítarleik eða lagasmíðum? Hann er í það minnsta afburðagóður í því öllu. » Á milli laga ristihann alltaf örlítið meira gat á brjóst sitt og sýndi áhorfendum hjarta sitt. Söngleikurinn Once, sem byggður er á samnefndri kvikmynd frá árinu 2006 og sýndur á Broadway í New York, hlaut átta verðlaun á bandarísku Tony-leiklistarverð- launahátíðinni í fyrradag og þá m.a. sem besti söngleikurinn og að- alleikarinn, Steve Kazee, hlaut verðlaun fyrir bestan leik karla í söngleik. Í kvikmyndinni léku og sungu Íslandsvinirnir Glen Hans- ard og Markéta Irglová en þau sömdu jafnframt tónlist mynd- arinnar sem flutt er í söngleiknum. Reuters Kátur Aðalleikari Once, Steve Kazee, hlaut Tony-verðlaun fyrir túlkun sína. Once hlaut átta Tony-verðlaun EGILSHÖLL 12 12 10 12 12 L 10 AKUREYRI 16 16 16 16 16 16 YFIR 50 ÞÚS. BÍÓGESTIR ! MÖGNUÐ SPENNUMYND FRÁ LEIKSTJÓRA V FOR VENDETTA JOHN CUSACK ER EDGAR ALLAN POE EMPIRE JOHNNY DEPP FRÁ MEISTARA TIM BURTON LOL KL. 8 2D THEAVENGERS KL. 5:10 3D THE LUCKYONE KL. 8 2D RAVEN KL. 10 2D UNDRALANDIBBA ÍSLTAL KL. 6 2D SAFE KL. 10 2D PROMETHEUS KL. 5:20 - 8 - 10:30 3D PROMETHEUS KL. 10 2D THEDICTATOR KL. 8 2D SNOWWHITE KL. 5:20 - 8 - 10:40 2D THEAVENGERS KL. 5:20 3D THERAVEN KL. 8 - 10:20 2D „Scott ... tekst að skapa rafmagnaða stemningu í Prometheus“ -V.J.V., Svarthofdi.is - Roger Ebert KEFLAVÍK 16 16 12 PROMETHEUS KL. 8 - 10:40 3D LOL KL. 8 2D SAFE KL. 10 2D 12 L SELFOSS LOL KL. 6 - 8 - 10 2D SAFE KL. 8 - 10 2D UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 6 2D 16 16 VIP 12 12 12 L 10 ÁLFABAKKA SNOWWHITE KL. 5:20 - 8 - 10:40 2D SNOWWHITE VIP KL. 5:20 - 8 - 10:40 2D LOL KL. 5:50 - 8 - 10:10 2D THERAVEN KL. 8 - 10:20 2D THEDICTATOR KL. 6 - 8 - 10:40 2D SAFE KL. 10:40 2D THEAVENGERS KL. 8 2D UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 6 2D KRINGLUNNI 12 12 12 10 LOL KL. 5:50 - 8 - 10:10 2D THE LUCKYONE KL. 5:50 - 8 - 10:20 2D DARKSHADOWS KL. 5:40 - 8 2D THEAVENGERS KL. 10:10 3D FRÁBÆR RÓMANTÍSK GAMANMYND MILEY CYRUS DEMI MOORE Á Krúsku færðu: heilsusamlegan mat, kjúklingarétti, grænmetisrétti, fersk salöt, heilsudrykki, súkkulaðiköku, gæðakaffi frá Kaffitár og fallega stemningu. Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-20 SENDUM Í FYRIRTÆKI Næring fyrir líkama og sál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.