Morgunblaðið - 02.07.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.07.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2012 Meirapróf Sumarnámskeið 11. júlí 2012 ef næg þátttaka verður Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737 Hann er kunnur frasinn um aðsjálfstæðismenn hafi aldrei náð því að fá forseta í samræmi við sinn vilja og krossinn sem þeir krot- uðu á atkvæðaseðilinn. Þessi alhæf- ing hefur galla allra alhæfinga en þó er dálítið til í henni.    En sjálfstæðis-menn skiptust í afstöðunni til Ásgeirs og Bjarna.    Þannig að margur sjálfstæðis-maður sá sitt atkvæði skila sigri.    Meðal annars vegna þess klofn-ings voru margir sjálfstæðis- menn í forystusveit kosningabar- áttu Kristjáns Eldjárns, þótt hann væri talinn liggja pólitískt vinstra- megin við miðju. Þess gætti þó aldr- ei í hans störfum, sem hann vann óaðfinnanlega.    Svona mætti áfram telja.    En fyrst fréttamenn voru í frös-unum hefði mátt nefna til sög- unnar fræga stjórnmálamenn sem aldrei fengu sinn mann kjörinn í forsetakosningum.    T.d. Jóhönnu Sigurðardóttir í 44ár.    Áríð 1968 lýsti hún yfir stuðningivið Gunnar Thoroddsen gegn Kristjáni Eldjárn. Árið 1980 studdi Jóhanna Albert Guðmundsson gegn Vigdísi. Árið 1996 studdi hún Guð- rúnu Agnarsdóttur gegn Ólafi Ragnari og nú Þóru Arnórsdóttur gegn sama. Allt fór það illa.    Það hafa fáir sjálfstæðismennafrekað annað eins. Jóhanna Sigurðardóttir Krossinn í körfuna STAKSTEINAR Veður víða um heim 1.7., kl. 18.00 Reykjavík 12 skúrir Bolungarvík 14 skýjað Akureyri 15 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 12 skýjað Vestmannaeyjar 11 heiðskírt Nuuk 7 upplýsingar bárust ek Þórshöfn 9 alskýjað Ósló 16 skýjað Kaupmannahöfn 20 skýjað Stokkhólmur 20 léttskýjað Helsinki 22 heiðskírt Lúxemborg 18 léttskýjað Brussel 17 heiðskírt Dublin 15 skúrir Glasgow 16 léttskýjað London 17 léttskýjað París 21 heiðskírt Amsterdam 18 léttskýjað Hamborg 20 skýjað Berlín 23 skýjað Vín 34 léttskýjað Moskva 22 heiðskírt Algarve 23 heiðskírt Madríd 27 léttskýjað Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 22 skúrir Róm 33 léttskýjað Aþena 27 heiðskírt Winnipeg 27 heiðskírt Montreal 25 léttskýjað New York 30 heiðskírt Chicago 31 skýjað Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:09 23:56 ÍSAFJÖRÐUR 1:59 25:16 SIGLUFJÖRÐUR 1:32 25:09 DJÚPIVOGUR 2:26 23:38 Einar Jónsson, fyrrver- andi vélstjóri og út- gerðarmaður á Pat- reksfirði, andaðist 30. júní sl. á 59. aldursári. Einar fæddist á Vaðli, Barðaströnd, 14. mars 1953, sonur Sig- ríðar Þorgrímsdóttur húsfreyju og Jóns Elí- assonar bónda að Vaðli. Hann stundaði nám við Gagnfræðaskólann í Stykkishólmi og lauk síðan námi við Vélskól- ann á Ísafirði, 1975. Eftir nám starfaði hann sem vélstjóri á skipum og í hraðfrystihúsi á Patreksfirði. Einar hóf útgerð árið 1980 með konu sinni Dröfn Árnadóttur og áttu þau saman fyrirtækið Fiskvon til ársins 2010. Frá árinu 2006 sinntu þau hjónin veitingarekstri í Kirkju- hvammi á Rauðasandi ásamt ráðs- mannsstöðu á Saurbæ á Rauðasandi. Einar sinnti gjaldkerastöðu hjá hinum ýmsu félögum og var hann m.a. í Sjó- mannadagsráði Pat- reksfjarðar, Lions- klúbbi Patreksfjarðar, Kirkjukór Patreks- fjarðar og Björg- unarbátasjóði Barða- strandar. Hann var einnig í stjórn Fisk- markaðar Patreks- fjarðar og söng með Karlakór og Kirkjukór Patreksfjarðar um árabil. Einar var mjög þekktur fyrir að hafa mikla ástríðu fyrir söng, hann kom fram á ýmsum samkomum og var ávallt hrókur alls fagnaðar, hvert sem hann fór. Eftirlifandi kona Einars er Dröfn Árnadóttir, f. 1954. Þau giftu sig 9. júní 1974 í Hagakirkju á Barða- stönd. Börn þeirra eru Árni Freyr, Elín Kristín og Atli Már. Barna- börnin eru sex talsins. Andlát Einar Jónsson Lögreglan á höfuðborgarsvæðinufékk í gærmorgun tilkynningu um rásandi aksturslag bifreiðar í aust- urbæ Reykjavíkur og fannst hún skömmu síðar. Var rætt við öku- manninn sem ekki var kominn með bílpróf og var greinilega mjög ölv- aður og af þeim sökum óviðræðu- hæfur. Var maðurinn færður á lög- reglustöðina við Hverfisgötu en hann var einnig grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Að lokinni sýnatöku var maðurinn færður í fangaklefa þar sem hann fékk að sofa úr sér áfengisvímuna. Þá var tilkynnt um innbrot í bif- reið í Mosfellsbæ um klukkan níu í gærmorgun en hægri framrúða hafði verið brotin og GPS-tæki ásamt fylgihlutum verið tekið ófrjálsri hendi. Ekki er vitað hver eða hverjir voru þarna að verki. Ók próflaus og ölvaður um Reykjavík Lögreglubíll Ökumaður var stöðvaður undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Nýliðinn júní- mánuður sem var að líða er sá næstsólríkasti sem mælst hefur í Reykjavík og þriðji sólríkasti mánuður yfirleitt sem þar hefur mælst. Þetta kemur fram á vefsvæði Sigurðar Þórs Guðjóns- sonar veðuráhugamanns. Júní 2012 er sólríkasti mánuður sem komið hefur í borginni eftir maí 1958. Sigurður Þór segir júní hafa verið þurrviðrasaman og sól- ríkan. „Hann er meira að segja þurrasti júní sem mælst hefur í Stykkishólmi alveg frá 1857.“ Þá hafi þurrkamet verið sett á fjölmörgum veðurstöðvum vestanlands. Júnímánuður sá sólríkasti í Reykja- vík á eftir maí 1958 Júní Sullaði í Naut- hólsvík í sólinni. Lögregla höfuðborgarsvæðisins hafði tekið átján einstaklinga í miðborg Reykjavíkur í gærmorgun fyrir að brjóta gegn lögreglusamþykkt Reykja- víkur, þ.e. með því að hafa þvaglát utandyra, vera með áfengi eða vera ölv- aðir utandyra. Öll málin voru afgreidd með sektargerð. Lögreglan hefur einnig kvartað mikið undan hávaðaútköllum. Aug- ljóslega má rekja þau til forsetakosninga og því sem fylgir að vaka eftir úr- slitum þeirra. Þá hafa komið upp önnur ölvunarmál en ekki fékkst upp- gefið hvort þau tengdust kosningunum og gengi frambjóðenda eða öðrum óskyldum málum. Þá var akstur níu ökumanna stöðvaður vegna gruns um ölvun undir stýri. Átján brutu gegn lögreglusamþykkt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.