Morgunblaðið - 02.07.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.07.2012, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er gerðkrafa um aðkeppendur kunni að taka ósigri. Hvort sem það er í kappleik eða kosn- ingum. Þeir beri sig vel og karlmannlega (ef það orð er enn þá brúklegt). En það þýðir ekki að ætlast sé til að höfð séu endaskipti á staðreyndum og lík- amstjáningin og bros út að eyr- um gefi til kynna að viðkomandi hafi ekki síður keppt að tapi en vinningi. Frambjóðendur til forseta- embættis reyndust flestir vera langt undir eigin væntingum þegar krossarnir voru taldir upp úr kössunum. En þeir báru sig vel og fjölluðu að leikslokum einkum um samhengi kannana og kosninga. Ríkisútvarpið var eitt um kosninganæturhituna, eftir að gamla baugsstöðin sprakk á því limmi. Og stofnunin reyndist eini þátttakandinn sem réði ekki við úrslitin, reis ekki undir ósigrinum. Það kom á óvart því ekki hafði verið til- kynnt formlega um framboð stofnunarinnar. Alls konur furður fylgdu þessu tapsára andrúmslofti. Langt við- tal fréttamanns við formann kjörstjórnar um hvaða ósköp hefðu gerst ef „fréttir“ um fals- aða kjörseðla, sem ekki var fótur fyrir, hefðu reynst réttar! Kynn- ar fréttastofunnar sífellt að sneiða að Hæstarétti vegna fíaskókosninga til stjórnlaga- ráðs. Það eitt og sér var til skammar fyrir fréttastofuna. Fréttamaðurinn og innmúr- aður fræðimaður úr heimi Sam- fylkingar sláandi sér á lær vegna þess að súla úr niðurbrotinni Gallup-könnun sýndi að 60 pró- sent þeirra sem segðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum höfðu sagst mundu kjósa Ólaf Ragnar. Fréttamað- urinn og fræðimaðurinn flissuðu og skríktu og sögðu þetta undur mikil sem lengi yrði í minnum haft og kennsluefni framtíð- arinnar í stjórnmálafræðinni. „Verða ekki skrifaðar doktors- ritgerðir um þetta,“ spurði fréttamaðurinn og fræðimað- urinn hélt helst það. Svona hefðu þessir kumpánar mátt klóra sér á kaffistofunni í auglýsingahléi. En hvað var svona merkilegt við þessa súlu? Var einhver sjálf- stæðismaður eða maður sem stendur fyrir slík gildi í kjöri í þessum kosningum? Hvað átti þetta fólk að kjósa í forsetakosn- ingunum svo þessir tveir kappar hefðu fengið haldið ró sinni? Fyrrum formann Einingar- sambands Kommúnista? Eða frambjóðandann sem þeim tveimur hugnaðist best og eyddi að sögn mestum tíma til að þvo af sér samfylkingar- og fullveldis- afsalstimpilinn í kosningabarátt- unni? Ef komið hefði í ljós að all- ur þessi skari hugsanlega verðandi kjósenda Sjálfstæðis- flokksins hefðu kosið Þóru hefðu þá engar doktorsritgerðir verið skrifaðar? Var það jafnsjálfsagt og að þetta fólk kysi ekki Ólaf? Hvers konar rugludallaröfl er hægt að bjóða áhorfendum upp á af ríkisrekinni fréttastofu? En það var önnur súla birt en hún varla nefnd. Sú súla sýndi að nærri 80 prósent kjósenda Þóru Arnórsdóttur komu úr röðum stuðningsmanna Samfylking- arinnar og viðbót frá VG. Af hverju var það ekkert undrunar- efni? Atli Rúnar Halldórsson, fyrrverandi fréttamaður, upp- lýsti um kosningafundi í Vest- mannaeyjum þar sem Þóra hefði eytt ótrúlega miklum tíma í að reyna að „þvo af sér samfylking- arstimpilinn“. Það gekk ekki bet- ur en svo að rétt tæp 80 prósent af fylgi hennar komu frá þeim stað sem sá stimpill er runninn. En af hverju þessi mikli þvottur. Atli Rúnar benti á að ríkis- stjórnin væri ekki bara óvinsæl hún væri beinlínis illa þokkuð. Þóra Arnórsdóttir er geðfelld- ur einstaklingur og hún leitaðist við að bera höfuðið hátt að kosn- ingum loknum. Gott hjá henni. En það var stórfurðulegt að frétta- og fræðimenn reyndu ekki að brjóta til mergjar hvað gerst hafði í kosningabaráttunni. Þóra fór ekki í framboð fyrr en sást að hún mældist til vinnings í könnunum. Fyrstu kannanir sýndu hana með meiri eða jafnan styrk og sitjandi forseti. Hún missti 40 prósent af því fylgi í kosningabaráttunni! Það verður ekki komist hjá að segja að það var algjört afhroð. Hvað gerðist eiginlega? Um það hafði þessi einkennilega fréttastofa ekkert fram að færa. Þóra sagði sjálf að erfitt hafi verið að kljást við sitj- andi forseta „til 16 ára“. Látið var eins og það hafi verið forset- anum til framdráttar að hafa set- ið í 16 ár og vilja sitja í 4 ár í við- bót. Það var þó einn hans veikasti punktur. Þess vegna treystu andstæðingar hans sér til að setja fram alvöru frambjóð- anda gegn sitjandi forseta. Það hefur aldrei gerst áður. Það var hið sögulegasta í kosningunum, þótt það færi framhjá frétta- manninum og fræðimanninum. Það er sjálfsagt eitt af mörgu sem er undirrót eftirfarandi orða Páls Vilhjálmssonar blaðamanns: „Kosningaútsending RÚV í gær var hörmung frá a til ö. Stuðningsmenn Þóru vissu fyr- irfram að slagurinn var tapaður og það skein fýlan af öllu settinu. Þóruistinn sem valdi Þorstein Pálsson og Þórhildi Þorleifs- dóttur til að ræða kosninga- úrslitin fær sérstaka útnefningu fyrir smekkleysi og hlutdrægni. Bogi Ágústsson flissaði eins og unglingur í starfsþjálfun þegar sýnd var mynd af afgerandi stuðningi kjósenda Sjálfstæðis- flokks við Ólaf Ragnar Grímsson. Eftir forsetakosningarnar 2012 er RÚV fagleg ruslahrúga.“ Fimm frambjóð- endur og ein frétta- stofa urðu undir í kosningum} Ekkert upplit M æðgurnar Jerry Hall og Lizzy Jagger sátu fyrir naktar í for- síðuúttekt Sunday Times fyr- ir skemmstu. Það eina sem skýldi heimsfrægu hörundinu fyrir þyrstum sjáöldrum lesenda var fiskur af karfaætt. Inni í blaðinu var svo misfrægt fólk án klæða með hinar ýmsu skepnur sjávarins til að leyna því allra heilagasta. Skríbentinn Elean- or Mills var með íslenskar ýsur fyrir klofi og brjóstum, krossfiskar leyndu geirvörtum fyr- irsætunnar Jade Parfitt og kolkrabbi lá klesst- ur ofan á leikkonunni Lily Loveless. Eiginlega var þetta allt heldur ósmekklegt, enda ýsa ekkert sérlega klæðileg skepna þó ís- lensk sé, hvað þá kolkrabbi. Og nei, þetta var ekki auglýsing frá LÍÚ, heldur samtökunum Fishlove. Eflaust muna ýmsir eftir auglýsingum PETA þar sem frægt fólk klæddi sig úr hverri spjör undir slagorðinu: „Ég vil frekar vera nakin en að klæðast loðfeldi“. Þær auglýsingar þóttu bara þó nokk- uð sniðugar, að fólk segðist ekki klæðast loðfeldi og væri því nakið – að minnsta kosti er orsakasamband þar á milli. Ég sé hinsvegar ekkert samhengi í því að berjast gegn of- veiði á ýsu og ganga um nakinn – jafnvel þó að maður sé frægur. En hvað um það. Ástæðan fyrir því að heimsfrægt fólk kýs fremur að leggja að beru holdi sínu hreistrið á ís- lenskri ýsu en ýsu af öðru þjóðerni er sú að hér eru veiðar sjálfbærar. Og þetta er ekki nýtt viðhorf ytra. Leikkonan Greta Scacchi reið á vaðið allsnakin með ís- lenskum þorski fyrir nokkrum árum. „Karl- menn eru enn að spyrja mig, hvort ég ég lykti af þorski,“ segir hún í Sunday Times og virðist alsæl með uppátækið. Það sem vakir fyrir þessu blygðunarlausa þotuliði er að hvetja stjórnvöld um allan heim til að fylgja fordæmi Íslendinga – og stýra fisk- veiðum með ábyrgum og sjálfbærum hætti. Og það hefur nokkuð til síns máls. Munurinn á því hvernig staðið er að fiskveiðum hér og víðast hvar annars staðar, þar á meðal í Evrópusam- bandinu, er að hér er sjávarútvegur undirstaða atvinnulífsins, en þar er yfirleitt litið á útgerð- ina sem niðurgreidda byggðastefnu. Og enn er brottkast innbyggt í fiskveiðistjórnunarkerfi Evrópusambandsins. En á meðan fræga fólkið berst fyrir því að ríki um allan heim taki upp íslenska sjávarútvegsstefnu, þá finna íslensk stjórnvöld fiskveiðistjórnunarkerfinu flest til foráttu. Það verður að teljast sérkennilegt í ljósi þess, að hingað til hefur umsókn um aðild að Evrópusamband- inu einmitt verið rökstudd með því að það horfi hingað um breytingar á fiskveiðistefnu sinni, sem margir telja mein- gallaða, og að það myndi flýta þeirri þróun ef Ísland yrði aðildarríki. Þess vegna þurfi ekkert að óttast um íslenskan sjávarútveg á fundum í Brussel. Hvernig sem fer, þá eru íslenska ýsan og þorskurinn búin að meika það í útlöndum. Og Jerry Hall fækkar ekki fötum fyrir Mick Jagger – annað gildir um karfann. pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Fiskar í þotuliðinu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Setur tileinkuð íslensku dýra-lífi hafa risið skart upp umlandið undanfarin ár. Ný-lega var opnað Laxasetur á Blönduósi og Fálkasetur í Ábyrgi og þar á undan var komið Selasetur á Hvammstanga, Melrakkasetur á Súðavík og Sauðfjársetur á Strönd- um svo eitthvað sé nefnt. Slík sér- stöðusetur fyrir eina dýrategund eru ný af nálinni og oft tilkomin vegna aukins ferðamannastraums til Ís- lands. Allir vilja sinn skerf af kök- unni en til þess þarf að vera eitthvað sem lokkar. Aðilar í ferðaþjónust- unni sem rætt var við voru sammála um að með slíkum setrum væru íbú- ar að svara aukinni eftirspurn eftir afþreyingu með því að gera út á sérstöðu síns heimasvæðis. „Ferðamenn fara um Ísland út af náttúrunni og þarna sjá heima- menn tækifæri til að tengja saman náttúru og menningartengda af- þreyingu. Það er alltaf ánægjulegt þegar fjölbreytni í afþreyingu eykst og með þessu er áhugi í héraði virkj- aður. Oft er þetta gert af áhuga- mennsku og það styrkir líka innviði samfélagsins á hverjum stað,“ segir Halldór Arinbjarnarson hjá Ferða- málastofu. Sævar Skaptason fram- kvæmdastjóri, Ferðaþjónustu bænda, tekur í sama streng og segir dýrasetrin vera mjög góða þróun í ferðaþjónustu í héraði. „Þetta snýst allt um afþreyingu og að hafa að- dráttarafl á þeim stöðum sem eru ekki alveg í alfaraleið,“ segir Sævar. Náttúrutengd ferðaþjónusta Tíu ár eru síðan Sauðfjársetrið á Ströndum var opnað. Ferða- mannastraumurinn á Strandirnar hefur aukist mikið á þeim tíma. Er það líka að þakka Galdrasetrinu segir Ester Sigfúsdóttir, umsjón- armaður Sauðfjársetursins. Hún segir allt sem er í boði á svæðinu haldast í hendur og styðja hvert ann- að. Um fimm þúsund gestir heim- sóttu setrið síðasta sumar og segir Ester Íslendinga og útlendinga koma til jafns. Selasetrið á Hvammstanga var opnað fyrir sjö árum. Það hefur mik- ið aðdráttarafl fyrir ferðamenn inn í bæinn og kemur það sér vel fyrir þjónustuaðila í bænum. „Fólk kemur í þeim tilgangi að heimsækja Sela- setrið og verslar í leiðinni í kaup- félaginu, fer í sund og út að borða,“ segir Vignir Skúlason, fram- kvæmdastjóri Selasetursins. „Eitt leiðir af öðru. Héðan er fyrirtæki farið að bjóða upp á báts- ferðir í selaskoðun frá sjó. Selasetrið hefur líka átt þátt í uppbyggingu á selaskoðunarstöðum eins og á Ill- ugastöðum. Þar fara t.d. 12.000 manns niður á sjó að skoða seli á hverju sumri.“ Aukning í sjálfbærri náttúru- tengdri ferðaþjónustu er ein aðal- ástæðan fyrir fjölda dýrasafna sem hafa risið hér á landi að mati Vignis. „Áhugi ferðamanna á dýrum í sínu náttúrulega umhverfi hefur aukist mikið og verður aðalmálið í ferða- mennsku eftir nokkur ár.“ Setur en ekki safn Ástæða er fyrir því að dýrasetr- in bera flest seinnipartinn setur í heiti sínu frekar en safn. Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri Safnaráðs, segir að þau hafi markað sig sem setur sem sinni rannsóknum fyrst og fremst en ekki söfnun. „Í safni þarf bæði að safna hlutum og rannsaka þá en í setri getur þú bara sinnt rannsóknum. Það er ekki litið á náttúrugripina sem þar eru til sýnis sem eiginlega safngripi. Þeir eru sýningagripir notaðir til að miðla upplýsingum og rannsóknum, en ekki varðveittir sem safngripir að sinni að minnsta kosti,“ segir Ágústa. Blaðamaður fékk upplýsingar um ellefu dýrasetur sem eru á land- inu núna og má sjá í rammanum hér til hliðar. Fleiri setur gætu verið í deiglunni. Rætt hefur verið um að setja á laggirnar silungasetur á Þingvöllum, þá var það eitt sinn í umræðunni hjá bæjarstjórninni í Garði að reisa fuglasetur á Garð- skaga og nýlega var ákveðið að markaðssetja Selfoss sem mjólk- urbæ Íslands og þar verður íslensku kúnni líklega gert hátt undir höfði. Er þá fátt eftir nema svín og minkur. Dýratengd ferða- þjónusta hefur aukist Setur til heiðurs íslenska dýraríkinu Laxasetrið á Blönduósi Selasetrið á Hvammstanga Melrakkasetrið á Súðavík Sauðfjársetrið á Ströndum Arnarsetur Íslands í Reykhólahreppi Hvalamiðstöðin á Húsavík Fálkasetur Íslands í Ásbyrgi Ísbjarnarsetrið á Blönduósi Sögusetur Íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal Hreindýrasetur Skjöldólfsstöðum í Jökuldal Fuglasafn Sigurgeirs við Mývatn Loftmyndir ehf.  Laxasetrið, Blönduósi.  Selasetrið, Hvammstanga.  Ísbjarnarsetrið, Blönduósi.  Melrakkasetrið, Súðavík.  Sögusetur íslenska hestsins, Hólum í Hjaltadal.  Sauðfjársetrið, Ströndum.  Hvalamiðstöðin, Húsavík.  Hreindýrasetur á Skjöldólfs- stöðum á Jökuldal.  Fuglasafn Sigurgeirs, Mý- vatni.  Arnarsetur Íslands, Reyk- hólahreppi.  Fálkasetur Íslands, Ásbyrgi. Ellefu setur teljast að sinni DÝRASETRIN Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.