Morgunblaðið - 02.07.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.07.2012, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2012 G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 og fáðu Intiga til prufu í vikutíma Intiga eru ofurnett heyrnartæki og hönnuð með það fyrir augum að gera aðlögun að notkun heyrnartækja eins auðvelda og hægt er. Hljóðvinnslan er einstaklega mjúk og talmál verður skýrara en þú hefur áður upplifað. Með Intiga verður minna mál að heyra betur í öllum aðstæðum! *Í flokki bak við eyra heyrnartækja sem búa yfir þráðlausri tækni og hljóðstreymingu Heyrnartækni kynnir ... Minnstu heyrnartæki í heimi* Það er óhætt að segja að úrslitin í A-flokki gæðinga hafi verið spennandi og munaði litlu á efstu hestum. Eftir töltið leiddi Fláki frá Blesastöðum 1A og Fróði frá Staðartungu var annar. Hann veitti hins vegar Fláka harða keppni og svo fór að lokum að hann sigraði. Segja má að hástökkvarinn í A-flokki hafi þó verið eina hryssan í úrslitunum, Lotta frá Hellu, sem kom upp úr B-úrslitum í tólfta sæti og endaði í því fjórða í A-úrslitunum. Úrslitin í A-flokki gæðinga á LM2012: 1. Fróði frá Staðartungu. Knapi Sigurður Sigurðarson - 8,94. 2. Fláki frá Blesastöðum 1A. Knapi Þórður Þorgeirsson - 8,88. 3. Stakkur frá Halldórsstöðum. Knapi Sigurbjörn Bárðarson - 8,86. 4. Lotta frá Hellu. Knapi Hans Þór Hilmarsson - 8,78. 5. Grunnur frá Grund II. Knapi Sigursteinn Sumarliðason - 8,73. 6. Hringur frá Fossi. Knapi Sigurður Vignir Matthíasson - 8,71. 7. Hnokki frá Þúfu. Knapi Mette Mannseth - 8,57. 8. Sálmur frá Halakoti. Knapi Atli Guðmundsson - 8,47. A-flokkur Fróði frá Staðartungu og Sigurður Sigurðarson á fljúgandi skeiði í úrslitunum. Hart barist í úr- slitum A-flokks A-úrslitin í B-flokki gæðinga voru sannkölluð veisla. Að lokum munaði einungis 0,03 á efstu tveimur hestum en það var Glóðafeykir frá Halakoti sem vann B-flokkinn ásamt knapa sínum Einari Öder Magnússyni. Hart var bar- ist og var Hrímnir frá Ósi efstur eftir hægt tölt og brokk. Glóðafeykir frá Halakoti var þó ekki langt undan og hafði sigur að lokum eftir yfirferðartöltið. Eldjárn frá Tjaldhólum kom inn úr B-úrslitum og endaði fjórði. Úrslitin í B-flokki gæðinga á LM 2012: 1. Glóðafeykir frá Halakoti. Knapi Einar Öder Magnússon - 9,0. 2. Hrímnir frá Ósi. Knapi Guðmundur Björgvinsson - 8,97. 3. Loki frá Selfossi. Knapi Sigurður Sigurðarson - 8,95 4. Eldjárn frá Tjaldhólum. Halldór Guðjónsson - 8,77. 5. Sveigur frá Varmadal. Knapi Hulda Gústafsdóttir - 8,72. 6. Freyðir frá Leysingjastöðum. Knapi Ísólfur Líndal Þórisson - 8,70. 7. Álfur frá Selfossi. Knapi Christina Lund - 8,67. 8. Stefnir frá Þjóðólfshaga 1. Knapi Viðar Ingólfsson - 8,48. B-flokkur Glóðafeykir frá Halakoti og Einar Öder Magnússon á tölti í úrslitunum í gær. Munaði mjög litlu í B-flokki Það ríkti mikil stemning í brekkunni þegar úrslitin í tölti fóru fram á laugardagskvöld. Óhætt er að segja að keppnin hafi verið hörð og menn hafi skipst á að verma toppinn. Sig- urbjörn Bárðarson var efstur eftir hæga tölt- ið, en eftir tölt með hraðabreytingum tók Hinrik Bragason forystuna. Það fór þó svo að lokum að Sigursteinn Sumarliðason á Ölfu frá Blesastöðum 1A bar sigur úr býtum og með því vörðu þau titilinn frá því á LM 2011 og hlutu 8,56 í aðaleinkunn. Þegar kom að yf- irferðartölti lögðu keppendur allt í sölurnar og hlaut Sara Ástþórsdóttir á Dívu frá Álfhól- um hæstu einkunn fyrir þann þátt eða 9,33. Úrslitin í tölti á LM 2012: 1. Sigursteinn Sumarliðason. Alfa frá Blesastöðum 1A - 8,56. 2. Hinrik Bragason. Smyrill frá Hrísum - 8,44. 3. Jakob Svavar Sigurðsson Árborg frá Miðey - 8,28. 4. Sigurbjörn Bárðason. Jarl frá Mið-Fossum - 8,22. 5. Sara Ástþórsdóttir. Díva frá Álfhólum- 8,22. 6. Artemisia Bertus. Óskar frá Blesastöðum 1A - 8,11. Tölt Sigursteinn Sumarliðason og Alfa frá Blesastöðum 1A sigruðu í tölti á LM 2012 Varði tölttitilinn í hörkubaráttu Keppni í 100 metra fljúgandi skeiði var æsi- spennandi á laugardagskvöldið. Sigurbjörn Bárðarson á Andra frá Lynghaga náði tím- anum 7,57 og flestir töldu að Sigurbjörn myndi sigra. Davíð Jónsson á Irpu frá Borg- arnesi kom þó öllum að óvörum og jafnaði tíma Sigurbjörns. Sökum þess að Davíð og Irpa náðu tveimur gildum tímum en ekki Sig- urbjörn fór Davíð því með sigur af hólmi, en eins og sjá má voru bestu tímar mjög jafnir. Úrslitin í 100 metra fljúgandi skeiði: 1. Davíð Jónsson. Irpu frá Borgarnesi - 7,57. 2. Sigurbjörn Bárðarson. Andri frá Lynghaga - 7,57. 3. Eyjólfur Þorsteinsson. Spyrna frá Vindási - 7,60. 4. Teitur Árnason. Korði frá Kanastöðum - 7,62. 5. Bjarni Bjarnason. Hera frá Þóroddsstöðum - 7,68. 6. Þórður Þorgeirsson. Ábóti frá Síðu - 7,70. 7. Sigríður Pjetursdóttir. Þytur frá Kálfhóli 2 - 7,72. 8. Artemisia Bertus. Dynfari frá Steinnesi - 7,75. Fljúgandi Davíð Jónsson á Irpu frá Borg- arnesi sigraði í 100 metra fljúgandi skeiði. Davíð sigraði í 100 metra skeiði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ingvar P. Guðbjörnsson Ljósmyndari: Styrmir Kári Í gær lauk glæsilegu Landsmóti hestamanna sem haldið var í Víðidal í Reykjavík. Mótið kláraðist með A-úr- slitum í gæðingakeppninni í úrhell- isrigningu. Fram að því hafði veðrið verið gott og bæði keppendur og landsmótsgestir notið veðurblíðunn- ar. Það voru um 9.500 manns sem sóttu landsmótið og tóku hátt í 600 knapar þátt í mótinu og um 1.000 hestar. Keppendurnir voru á öllum aldri og var sá yngsti aðeins átta ára gamall og sá elsti 70 ára. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til og var hestakosturinn á mótinu framúrskarandi góður. Mótið gekk þá einnig að mestu stóráfallalaust fyrir sig og skemmtu gestir og knap- ar sér vel. Þá voru hestamenn virkilega ánægðir með mótssvæðið og var haft á orði að það yrði erfitt að gera önnur svæði jafn góð. Í Víðidalnum var allt við höndina, næg hesthúsapláss og aðstaðan öll til fyrirmyndar bæði fyr- ir hesta og menn. Var það mál manna að Víðidalur í Reykjavík væri upp- lagður staður til að halda oftar lands- mót á og að þar væri nú ein besta að- staðan til að halda stórmót líkt og þetta. Keppnin á mótinu var spennandi og var gaman að fylgjast með gæð- ingum og kynbótahrossum keppa og koma fyrir dóm. Ræktunarbússýn- ingarnar vöktu mikla lukku meðal áhorfenda enda voru það góðar sýn- ingar með frábærum gæðingum. Þá voru landsmótsgestir ánægðir með A-úrslit í tölti þar sem bestu töltarar landsins kepptu um Töltbikarinn en úrslitin voru á laugardagskvöldið og myndaðist góð stemning í brekkunni. Landsmótsgestir fylgdust þó ekki einungis með glæsilegum sýningum á hestum heldur var einnig þétt skemmtidagskrá frá fimmtudags- kvöldi. Það voru Reiðmenn vindanna, Helgi Björns, Páll Óskar og fleiri sem skemmtu þúsundum gesta í brekk- unni og í reiðhöllinni. Mbl.is fylgdist náið með Lands- móti hestamanna alla síðustu viku og á hestavefnum er hægt að finna viðtöl við alla landsmótssigurvegara móts- ins ásamt ítarlegri umfjöllun um ein- staka þætti mótsins. Landsmóti lokið Landsmót 2012 Hátíðarbragur ríkti á mótsstað. Brekkan var þéttsetin og myndaðist oft góð stemning þegar gæðingarnir voru teknir til kostanna. Landsmót hestamanna í Víðidal 201212

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.