Morgunblaðið - 02.07.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.07.2012, Blaðsíða 23
74, fyrsti formaður Náttúruvernd- arsamtaka Suðurlands 1973-77, sat í stjórn Landverndar 1977-83, var í samstarfsnefnd Náttúruverndar- ráðs og iðnaðarráðuneytisins um umhverfismál orkumannvirkja 1972- 76, var formaður náttúruverndar- nefndar Keflavíkurbæjar 1970-74 og fulltrúi KHÍ í umhverfisfræðsluráði, var formaður Kennarafélags KHÍ 1986-90 og Bæjarmálafélags Sel- tjarnarness 1990-99, varamaður í bæjarstjórn Keflavíkur 1970 og bæj- arstjórnar Seltjarnarness 2002- 2010. Hann á sæti í skipulags- og mannvirkjanefnd Seltjarnarness. Stefán hefur samið kennsluefni í náttúrufræði, birt greinar og skýrslur um náttúrufræðimenntun, umhverfismennt, menntun til sjálf- bærni og um umhverfis- og sveitar- stjórnarmál. Meiri tími með barnabörnunum Nú styttist í opinberu starfslokin, Stefán. Verða það ekki viðbrigði? „Jú, en ég hef fengið tækifæri til að líta yfir farinn veg og skoða af- köstin, fyrir tilstilli samstarfsmanna, sem efndu til málþinga um áhuga- málin í menntun. Ég vil gjarnan vera áfram í tengslum við fólk sem vinnur að menntun og umhverfismálum og nærumhverfið á Seltjarnarnesi og reyndar Reykjanesinu öllu geymir ótal tækifæri til að lesa í náttúruna og söguna. Auk þess á ég líklega eft- ir að vinna áfram að félagsmálum og reyna að hafa farsæl áhrif á ákvarð- anir um hið náttúrulega og menning- arlega umhverfi sem mótar líf okkar. Svo hlakka ég til skemmtilegra samræðna við barnabörnin sem mik- ið þurfa að tjá sig og skoða hlutina.“ Fjölskylda Stefán kvæntist 30.12. 1977 Helgu Hrönn Þórhallsdóttur, f. í Grindavík 17.5 1946, húðsjúkdómalækni. For- eldrar hennar: Þórhallur Einarsson, f. 23.10. 1911, d. 10.04. 1995, bifreið- arstjóri, og k.h., Ásrún Guðmunda Magnúsdóttir, f. 16.12. 1919, d. 26.10. 1969, húsfreyja. Börn Stefáns og Helgu Hrannar: Þórhallur, f. 12.7. 1977, píanóeinleik- ari og lögfræðingur í Reykjavík en sambýliskona hans er Védís Hervör Árnadóttir, f. 1982, söngkona og lagahöfundur, og eru synir þeirra Árni Stefán og Jóhann Vikar; Sonja, f. 2.6. 1981, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður World Class á Sel- tjarnarnesi, í sambúð með Kasper Ø. Hansen, f. í Danmörku 1980, þrí- víddarhönnuði hjá CCP, og eru synir þeirra Gabríel og Oliver. Bræður Stefáns: Hörður, f. 24.4. 1933, kennari og fyrrv. námsstjóri í menntamálaráðuneytinu og ritstjóri hjá Vinnueftirliti ríkisins Reykjavík; Árni, f. 22.8. 1935, fyrrv. ritstjóri og háskólakennari í Reykjavík; Jóhann f. 16.10.1946, verkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík. Foreldrar Stefáns: Jóhann S. Bergmann, f. 18.11. 1906, d. 4.2. 1996, bifreiðarstjóri, og k.h., Hall- dóra Árnadóttir, f. 13.10. 1914, d. 13.3 2006, húsmóðir. Þau voru bæði fædd í Keflavík. Afmælisdagurinn verður fyrst og fremst með fjölskyldunni á Nesinu. Svo kann sitthvað að bætast við síð- ar í sumar af þessu góða tilefni. Úr frændgarði Stefáns Bergmann Pálína Pálsdóttir húsfr. í Merkinesi Halldór Sigurðsson smiður í Merkinesi í Höfnum Þorbjörg Vigfúsdóttir húsfr. á Bolafæti Magnús Árnason b. á Bolafæti í Ytri-Njarðvík Jóhanna Sigurðardóttir húsfr. í Fuglavík Bergsteinn Jónsson b. á Þinghóli í Keflavík Guðrún Gunnarsdóttir húsfr. í Keflavík Stefán Bergmann Jóhann S Bergmann bifreiðastj. í Keflav. Halldóra Árnadóttir húsfr. í Keflavík Árni Vigfús Magnússon bátasm. í Veghúsum í Ytri-Njarðvík Bjarnhildur Helga Halldórsdóttir húsfr. í Veghúsum Guðlaug Bergmann húsfr. í Keflavík Stefán Bergmann ljósmyndari í Keflavík Magnús Bergmann hreppstjóri í Fuglavík Guðrún Bergmann húsfr. í Keflavík Rúnar Júlíusson hljómlistarm. Jónína Bergmann húsfr. í Keflavík Daníel Bergmann bakaram. í Rvík Guðlaugur Bergmann í Karnabæ Haldið undir skírn Stefán með yngsta barnabarnið, Jóhann Vikar. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2012 Símon Dalaskáld fæddist 2. júlí 1844 á Höskuldsstöðum í Blönduhlíð í Skagafirði. Foreldrar hans voru Bjarni Magnússon og kona hans, Elísabet Jónasdóttir. Símon ólst upp í föðurgarði fram á unglingsár en réðst þá smalamaður að Ábæ í Austurdal og átti heimili þar og í Goðdölum í Vesturdal í nokkur ár. Hann tók aldrei jörð til ábúðar en var í húsmennsku á nokkrum stöðum í innsveitum Skagafjarðar, ferðaðist þó jafnframt um landið og seldi rit sín. Af dvöl hans í Skagafjarðardölum er dregið kenningarnafnið Dala- skáld enda var hann hraðkvæður og skemmti gjarnan með vísnagerð þar sem hann kom. Eftir hann liggja fjölmörg rit og eru rímur fyrirferðarmestar: Smá- munir, ljóðasafn, 1872-73, Freyja, 1874, Bragi, 1876, Starkaður Símon Dalaskáld, 1877, Sneglu-Halli, 1883, Kormákur, 1886, Stúfur, 1892, Sig- hvatur, 1905, Hallfreður,1909, Rím- ur af Kjartani Ólafssyni, 1871 og 1890, af Búa Andriðarsyni, 1872, af Gunnlaugi Ormstungu og Helgu fögru 1878 og 1906, af Herði Hólm- verjakappa, 1879, af Geirarði og El- inborgu, 1884, af Ármanni og Helgu, 1891, af Hávarði Ísfirðingi 1891, af Hrafni Hrútfirðingi, 1911 og Ingólfi Arnarsyni, 1912. Hann safnaði efni til Bólu-Hjálmarssögu 1911 sem Brynjúlfur frá Minna-Núpi gaf út. Eftir hann er og Saga (Mera)-Eiríks Magnússonar, 1912. Símon talaði jafnan í hendingum, orti hratt og mikið. Fáir stóðu hon- um að sporði í fjölda vísna. Þótt Sím- on væri farinn að gefa út kver með rímum og öðrum kveðskap fyrir þrí- tugt lærði hann ekki að skrifa fyrr en á fimmtugsaldri og varð aldrei vel skrifandi. Símon kvæntist Margréti Sigurð- ardóttur, þau eignuðust átta börn og öll dóu ung utan eitt sem lifði fram á fullorðinsár. Símon og Margrét skildu og upp úr því var hann mikið á flakki og kallaður förumaður. Símon lést 9.3. 1916 í Bjarna- staðahlíð í Vesturdal. Merkir Íslendingar Símon Dalaskáld 85 ára Halldór J. Einarsson Kristján Guðmundsson 80 ára Arndís Erlingsdóttir Stefanía R. Stefánsdóttir Þuríður R. H. Halldórs 75 ára Haraldur Sumarliðason Hrafnhildur Stefánsdóttir Valborg Sigurðardóttir 70 ára Aurora Cody Axel Rafn Vatnsdal Birgir Hólm Þórhallsson Dagný Heiða Vilhjálms- dóttir Hafþór Jóhannsson Hlöðver Hallgrímsson Ingibjörg Kristín Jóns- dóttir Stefán Bergmann 60 ára Auður Harðardóttir Einar Skúli Hjartarson Hjördís Heiðrún Hjartardóttir Karl Óli Lárusson Lena Remeskeviciene Róslaug Gunnlaugsdóttir Sveinbjörn Þórarinsson Valgerður Þ. Jónsdóttir Þorsteinn Jóhannsson 50 ára Birgir S. Bjarnason Jóhanna S. Ásgeirsdóttir Linda Hannesd. Jóhanns- son Rúna Hauksdóttir Hvannberg Soffía Guðrún Ómarsdóttir 40 ára Jaroslaw Dabrowski Kristján Ingi Þórðarson Narmada J. Jayasinghe H. Gedara Olga Björt Þórðardóttir Sverrir Guðfinnsson Viktoriya Serdyuk Xiaoli Wang Þorvaldur Hermannsson 30 ára Berglind Ósk Guðmundsdóttir Danka Podovac Eva Ósk Sv Engelhartsdóttir Freyr Þórðarson Guðmundur Ingi Guðmundsson Guðný Fanney Friðriks- dóttir Gunnar Friðrik Friðriksson Helga Hansdóttir Hjördís Erna Sigurð- ardóttir Hólmar Hákon Óðinsson Ingvar Erlingsson Íris Hlín Vöggsdóttir Jóhannes Hrannar Guðmundsson Katrín Valdís Hjartardóttir Monika Maria Matwiejczyk Ragnhildur Einarsdóttir Steinþór Þorsteinsson Svala Hilmarsdóttir Magnús Sævar Örn Sigurjónsson Til hamingju með daginn 30 ára Steinþór er frá Ólafsfirði og býr í Reykja- vík. Steinþór starfar sem lögfræðingur hjá Toll- stjóra. Hann lauk námi við Háskólann á Akureyri, 2010. Maki Eyrún Björk Péturs- dóttir, f. 1984, iðjuþjálfi. Foreldrar Þorsteinn Björnsson, sviðsstjóri um- hverfis- og tæknisviðs Dalvíkurbyggðar, f. 1952 og Ásdís Arnardóttir, f. 1951, leikskólakennari. Steinþór Þorsteinsson 30 ára Eva er Mosfell- ingur, vinnur á sambýlinu Hulduhlíð. Deginum ver hún í Kaupmannahöfn á Madonnu tónleikum. Maki Grétar Hauksson, f. 1981, kerfisstjóri hjá Betw- are. Börn Helga Katrín, f. 2005 og Rúnar Óli, f. 2008. Foreldrar Engilhart Björnsson, bifvélavirki, f. 1947 og Helga Haralds- dóttir, stuðningsfulltrúi, f. 1951. Eva Ósk Svendsen 40 ára Sverrir býr í Reykjavík og starfar sem lögreglumaður á bifhjóli. Maki Kristín Auður Harð- ardóttir, f. 1971, leikskóla- kennari. Systikini Ólöf, f. 1955, Guðrún B., f. 1956, Magn- ús, f. 1957, Bárður, f. 1965, Rut, f. 1971, Rakel, f. 1976. Foreldrar Guðfinnur Magnússon, f. 1929, d. 1983 og Jóna Bárð- ardóttir, f. 1939, d. 2004. Sverrir Guðfinnsson mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón 12-36 mánaða binditími Engin útborgun Ábyrgðar- og kaskótrygging Bifreiðagjöld 20.000 km á ári Sumar- og vetrardekk Þjónustuskoðanir og smáviðhald Leigð´ann Eigð´ann Nýlegir bílar Allir í toppástandi Fara í gegnum gæðaskoðun AVIS Þriggja daga reynsluakstur www.avisbilar.is S. 5914000 ... og krækja sér í bíl á frábæru verði! til þess að fara inn á avisbilar.is 11ástæður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.