Morgunblaðið - 02.07.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.07.2012, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2012 Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Sérsmíðum eldhúsborð eftir ósk hvers og eins val um stærð, lögun og efni. Verð 97.700 kr Stærð 100cm þvermál S HELGASON steinsmíði síðan 1953 SKEMMUVEGI 48 ▪ 200 KÓPAVOGUR ▪ SÍMI: 557 6677 ▪ WWW.SHELGASON.IS SAGAN SEGIR SITT Fimm þekktar hlið- stæður höfum við Ís- lendingar úr sögu okk- ar, sem við ættum að geta skoðað nánar, til þess að skilja betur hvernig okkur liði ef við gengjum alveg inn í Evrópusambandið: Fyrst er reynslan sem Íslendingar nú- tímans fá af útlandinu, þegar þeir eru langdvölum erlendis við nám eða störf. En þá eru þeir komnir í umhverfi sem hvort tveggja hefur flóknara þjóðfélags- mynstur, og er líka ópersónulegra, að því leyti að hverjum einstaklingi finnst að hann hafi minni áhrif al- mennt í þjóðfélaginu; með sinni al- mennu viðleitni sem persóna. Ég þekki þetta af eigin reynslu frá því ég var í háskólanámi í sex ár í Kanada á áttunda áratugnum: Ég gat leitt þetta hjá mér fyrstu árin, en á fimmta ári fór ég að finna glöggt, að ég var farinn að sakna hinnar íslensku fótfestu sem maður hafði fundið heima, við stjórnmálin, tunguna og bókmennt- irnar. Það er líkt og með sundmann sem fer að lokum að sakna fótfest- unnar. Önnur hliðstæða er frá því er Ís- lendingar voru undir Dönum á nítjándu öld, og freistuðust til þess að ílengjast í Danmörku. Þar fór þeim með tímanum að finnast að þeir hefðu skilið stóran hluta af sjálfum sér eftir á Íslandi; svosem margir kannast við, eftir að hafa kynnt sér frásagnir af Íslendingum í Danmörku frá þess- um tíma; svosem Fjölnismanna. Þriðja hliðstæðan er saga Vesturfaranna ís- lensku frá okkar ís- lenska afkima Dana- veldis, til Ameríku, fyrir öld síðan: Flestir vildu ekki yfirgefa Ís- land, en voru tilbúnir að reyna nýja sam- félagsháttu til að afla sér meiri tekna. Þeir gátu vonast til að dvöl- in þar yrði bara tímabundin, ellegar að þeir reyndust vera litlu að tapa. En líkt og gæti reynst með Evr- ópusambandið, þá gat verið erfitt að snúa til baka; þegar menn voru búnir að yfirgefa fótfestuna, og allir nýir straumar hvöttu menn sem til sunds (eða jafnvel sem til að ganga á höndum?). Þetta leiddi til mikillar sjálfsmyndarkreppu þjóðernisins, sem lauk oftast með því að þeim mistókst að standa vörðinn um tungu sína og bókmenntir, og fundu til vaxandi samkenndar með indíán- unum í stórborgunum; svosem margir þekkja úr bókmenntum Vestur-Íslendinga, á bæði íslensku og ensku. Fjórða hliðstæðan er reynsla okkar af að búa á Íslandi fyrir öld síðan, en að hafa landinu stjórnað að miklu leyti frá Danmörku. Því lauk með því að við rifum okkur upp og sögðum okkur úr samband- inu; jafnvel þótt það væri þá ekki fjárhagslega fýsilegt, heldur þvert á móti; og hefur kannski aldrei ver- ið síðan. Fimmta dæmið er frá hernáminu í síðari heimsstyrjöldinni, og svo kalda stríðinu á áratugunum á eftir: Þá neyddumst við að hluta til að umbera stórfellda skerðingu á ut- anríkisstefnu okkar, (sem og er- lendan her), vegna stríðsógnar. Margir þoldu þetta illa, en þó var aðlögunarþörf kaldastríðsáranna lítil í samanburði við fyrri dæmin hér að ofan; sem og í samanburði við það sem ESB-aðild myndi út- heimta hér á Íslandi. Ég vil enda þessa hugleiðingu mína á nýlegu ljóði mínu, um óham- ingju Grikkja í Evrópusambandinu, en það heitir: „Þeir kunna að reið- ast!“: „Alltaf neyða þeir Grikkirnir mann til virðingar á sér: Nú, þegar 78 ára lyfjafræðingur neitar að eyða síðustu árunum í að éta úr öskutunnum og styttir sér því aldur fyrir framan þinghúsið. Almenningur reiðist þá við óeirðalögreglu með hjálma og skildi, sem eins og fornkappar ógnar þeim; og ræðst því gegn þeim með grjótkasti. Lyfjafræðingurinn á eftirlaunum er þó þegar dáinn með reisn; og gríska þjóðin áréttar sjálfsvirðingu sína mitt í kreppunni og niðurskurðinum með því að reiðast snöfurlegar en við hermikrákur þeirra í norðri!“ Söguleg víti til varnaðar um ESB Eftir Tryggva V. Líndal » Það er líkt og með sundmann sem fer að lokum að sakna fótfestunnar. Tryggvi V. Líndal Höfundur er skáld og mannfræðingur. Hagur okkar Íslend- inga er að vænkast. Hvers vegna skyldi það vera? Það er fyrst og fremst dugmiklum sjómönnum og útgerð- armönnum að þakka. Aukin loðnuveiði, góð veiði á kolmunna og makríl ræður þar mestu, auk hagstæðs markaðsverðs. Þó sumir átti sig ekki á því, þá eru sjó- menn og útgerðarmenn sami hóp- urinn. Í þessi störf ræðst aðeins af- burðafólk, hinir gefast upp. Í þessum bata sem við erum að sjá eiga stjórn- völd engan þátt. Síður en svo. Þau hafa því miður sýnt það með fram- komu sinni að hafa horn í síðu á sjó- mönnum og útgerðarmönnum, og hafa gert þeim erfitt fyrir. En eflaust munu þau reyna að þakka sér batann. Þá má nefna að við erum svo gæfusöm að eiga fallvötn, sem áður runnu óbeisluð til sjávar, engum til gagns. Á framfaratímum þjóðarinnar bárum við gæfu til að virkja þau, okkur til framfærslu. Beisluð fallvötnin skapa tugþúsundum Íslendinga góð störf, og arðurinn heldur ásamt sjávar- útvegnum uppi þeirri velferð, sem við enn búum að, þrátt fyrir óstjórn hinn- ar norrænu velferðarstjórnar Jó- hönnu og Steingríms J. En það er ekki bara þetta, sem fallvötnin hafa fært okkur í gegnum áratugina. Hvergi í heiminum búa heimilin við lægri raforku en á Ís- landi. Við borgum til dæmis aðeins 30% af því sem frændur okkar Danir greiða fyrir raf- orkuna. Hvergi í heim- inum búa iðnfyrirtækin við lægri raforku en á Íslandi, þau greiða að- eins 40% af því sem hinar Norðurlanda- þjóðirnar greiða og hvergi í heiminum er ódýrara að kynda hús- næði en á hitaveitusvæðunum. Við greiðum aðeins 15% af því sem Dan- ir greiða. Ég hefði ekki þorað að setja þetta fram, nema af því Stein- grímur J. og Jóhanna eru að hætta, því þau væru örugglega búin að skattleggja þessi gæði, ef þau hefðu áttað sig á þeim. En hver er ástæðan fyrir þessu lága orkuverði? Ástæðan fyrir því að heimilin fá svona ódýra orku er stóriðjan. Með henni er hægt að virkja stærra og hagkvæm- ara, og við njótum þess öll margfalt, hvar sem litið er í þjóðfélaginu. Svo gera menn mál úr því, að laxarnir þurfi að hoppa hærra í neðri Þjórsá ef hún verði virkjuð. Fórna velferð- arsjónarmiðum fyrir einhverja stangveiðigaura. Þvílíkt bull. Það er engin spurning, að í þessu sem ég hef hér nefnt felst velferð þjóð- arinnar, auk landbúnaðarins, sem færir okkur vinnu og gæðamat á diskinn. Þetta hefur Samfylkingin aldrei skilið, og vill leggja landbún- aðinn niður með inngöngu í ESB. Er það ekki með ólíkindum þegar þetta er skoðað, að vinstriflokkarnir, VG og Samfylkingin, standi í hat- ursáróðri við sjómenn og púi á þá á Austurvelli. Og að þessir sömu flokkar hafa alltaf barist á móti virkjun fallvatnanna og stóriðjunni, kallað hana stóriðjustefnu, og notað heimskuleg rök eins og „Viljið þið ekki virkja Gullfoss næst“? Við þurf- um nýja framfarasinnaða hugsun við stjórn landsins sem fyrst. Sjómenn draga björg í bú Eftir Ómar Sigurðsson » Það er með ólík- indum að VG og Samfylkingin standi í hatursáróðri við sjó- menn og púi á þá á Austurvelli. Höfundur er skipstjóri. Ómar Sigurðsson - nýr auglýsingamiðill 569-1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.