Morgunblaðið - 02.07.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.07.2012, Blaðsíða 27
MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2012 ég síðan við bók sem er fyrsta bókin í seríu sem heitir Endir. Hún átti að heita Heimsendir en þá kom sam- nefndur sjónvarpsþáttur til sög- unnar þannig að nafnið var stytt. Þetta verður sería og ég segi mis- munandi sögur í hverri bók um það hvernig heimurinn endar. Þannig að það er mismunandi heimsendir í hverri bók. Ég mun skrifa og teikna fyrstu bókina sem heitir Opinberun og er byggð á Opinberunarbók Bibl- íunnar. Í hinum bókunum skrifa ég textann en þar verða mismunandi teiknarar sem ég vinn með. Ég er ekki hættur að teikna en mér finnst gaman að vinna með öðrum teikn- urum og í langflestum hefðbundnum myndasögum er það reyndar þannig að það er höfundur og einn teiknari.“ Lastu Opinberunarbók Biblíunn- ar í tengslum við þína bók? „Já, ég hef lesið hana mjög oft. Ég hef líka haft uppi á mörgum ritum um Opinberunarbókina en þar er verið að skýra myndmál og tákn sem er ekki það sem ég er leita að því ég túlka þá bók bókstaflega. Þannig að fyrir mér eru sporðdrekaskepn- urnar sem pynta mannkynið í fimm- tíu daga og fimmtíu nætur ekki myndlíking yfir sjúkdóma heldur einfaldlega sporðdrekaskepnur sem koma og pynta mannkynið. Að mínu mati er Opinberunarbókin besti hluti Biblíunnar og ég er nokkuð viss um að Jóhannes hafi skrifað þá kafla undir áhrifum sveppa, því allt er þetta skrýtið og endar í fáránlegri vitleysu. Þetta er skrýtnasti heims- endir sem til er og sá allra hrottaleg- asti. Mannkynið á ekki möguleika.“ því Morgunblaðið/Eggert Myndlistarsýning Hugleikur Dagsson festir upp myndir í nýju galleríi Bókabúðar Máls og menningar. Til hliðar má sjá þrjár teikningar úr nýju bókinni, Enn fleiri dægurlög. Fjórðu tónleikarnir í tónleikaröð- inni Þriðjudagskvöld í Þingvalla- kirkju verða haldnir annað kvöld kl. 20. Á þeim leikur Tríó Vei, skip- að Ingibjörgu Guðjónsdóttur sópr- an, Valgerði Andrésdóttur sem leikur á harmóníum og Einari Jó- hannessyni klarínettuleikara. Tríó- ið mun flytja fjölbreytta efnisskrá af trúar- og veraldlegum toga, eins og því er lýst í tilkynningu. Tríó Vei leikur fyrst klassísk verk Vínarmeistaranna Schuberts og Mozarts og mun svo ávarpa heil- aga Guðsmóður, Maríu, í kirkjunni með verkum eftir Cherubini og Atla Heimi Sveinsson. Þá verða fluttar tónperlur Jóns Ágeirssonar, Tryggva Baldvinssonar og Atla Heimis við ljóð þjóðskáldanna. Stjórnandi hátíðarinnar, Einar Jó- hannesson, lofaði við upphaf tón- leikaraðarinnar að fossbúinn í Öx- arárfossi yrði ákallaður og segist ætla að efna það með flutningi tríósins á sænska laginu „Vor- vindar glaðir“ en í því ágæta lagi kætir fossbúinn og gleður og lofar frelsi í fjallasal. Tónleikaröðin er haldin í sjötta sinn þetta árið og hefur Einar stýrt henni frá upphafi. Ljósmynd/Nökkvi Elíasson Perlur Tríó Vei mun m.a. flytja ýmsar tónperlur í Þingvallakirkju. Tríó Vei leikur í Þing- vallakirkju á morgun Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is Það eru alltaf þjálfarar þér til aðstoðar … Heilsurækt fyrir konur Vertu m eð í sumargl eðinni Sumarko rtin á 11.900 kr. Gilda til 31. ágús t Ég vinn á hjúkrunarheimili sem félagsliði. Ég byrjaði að æfa í Curves fyrir ári síðan, af því ég vildi léttast og styrkja mig. Ég hef æft ca. 3x í viku og líkar rosalega vel. Á þessum tíma hef ég losnað við 10 kg og er miklu hressari núna. Curves er frábær staður með frábæru starfsfólki. Ég þarf ekki að panta tíma, kem að æfa þegar það passar mér best. Paula HolmPaula Holm, 40 ára Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur Sumarið er tíminn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.