Morgunblaðið - 02.07.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.07.2012, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 184. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Nýbökuð móðir viðurkennir ósigur 2. „Tilraunin mistókst - skiljanlega“ 3. Katie var komin með leyniíbúð 4. Ólafur hlaut 52,78% atkvæða »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ljósmyndir Júlíusar Sigurjóns- sonar, ljósmyndara Morgunblaðsins, af Tom Cruise og Katie Holmes á gangi í Þingholtunum 16. júní sl., hafa verið keyptar af vefnum Splash en myndirnar eru þær síðustu sem tekn- ar voru af þeim áður en fréttir bárust af skilnaði þeirra, að því er Morgun- blaðið kemst næst. Tvær ljósmynd- anna voru birtar á hinum vinsæla slúðurvef TMZ 29. júní sl., merktar splashnewsonline.com. Morgunblaðið/Júlíus Ljósmyndir Júlíusar keyptar af Splash  Hljómsveitin Kex Collective leikur á KEX Hos- tel á morgun. Sveitina skipa trompetleikarinn Ari Bragi Kárason, píanóleikarinn Kjartan Valde- marsson, bassa- leikarinn Róbert Þórhallsson og trommuleikarinn Einar Scheving. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Kex Collective á jazz- tónleikaröð KEX  Endurhljóðblöndun Brynjólfs Gauta á lagi Nýdanskrar, Alelda, bar sigur úr býtum í keppni sem haldin var í til- efni af 25 ára afmæli hljómsveitarinnar. Mun útgáfan rata inn á nýja afmælissafn- plötu sveit- arinnar sem kemur út í haust. Duke Nukem remix á Alelda hlutskarpast Á þriðjudag Austlæg átt, 3-8 m/s. Skúrir um landið vestan- og norðvestanvert, annars yfirleitt skýjað með köflum en þurrt. Hiti 9 til 16 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Léttskýjað á N- og A-landi, en annars skýjað að mestu og skúrir, einkum SV-lands. Hiti 6 til 16 stig, svalast við austurströndina. VEÐUR FH-ingar og KR-ingar halda sínu striki í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi- deildinni. Bæði lið unnu stóra sigra um helgina. FH- ingar tóku Skagamenn í kennslustund á Akranesvelli, 7:2, þar sem Atli Guðnason skoraði þrennu. Leikmenn kjöldrógu síðan baráttu- litla Grindvíkinga í Frosta- skjóli í gær, 4:1. Grindavík er áfram neðst í deildinni og án sigurs. »2 FH og KR áfram á undan öðrum Spánverjar eru Evrópumeistarar í knattspyrnu eftir 4:0 sigur á Ítölum í úrslitaleik og urðu þar með fyrstir til að sigra á þremur stórmótum í röð. Spænska liðið fór á kostum og skor- aði tvö mörk í hvorum hálfleik í úr- slitaleiknum í Kænu- garði í gær. Ekki bætti úr skák fyrir Ítali að þeir urðu að spila einum manni færri síðasta hálftímann. En hafi einhver efast um getu Spánverja eftir undan- úrslitaleik- inn við Portúgal þá var þeim efa eytt í gær- kvöldi. »4 Spánverjar eru öðrum fremri í Evrópu Þjóðverjar unnu flest gullverðlaun á Evrópumeistaramótinu í frjáls- íþróttum sem lauk í Helsinki síðdegis í gær. Sex gullverðlaun komu í þeirra hlut, auk sex silfurverðlauna og þrennra bronsverðlauna. Rússar unnu jafnmarga verðlaunapeninga en fimm þeirra voru úr gulli, fjórir úr silfri og sex úr bronsi. Frakkar komu næstir með 13 verðlaunapeninga. »8 Þjóðverjar sigursælir á EM í Helsinki ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Ég var með 24 hesta á mótinu og það fór nánast allur sólarhringurinn í þetta fyrir mót. Í hvern hest fer um klukkutími á dag,“ segir Guðmundur Friðrik Björgvinsson knapi. Hann fékk í sinn hlut Gregesen-styttuna sem veitt er þeim knapa sem þykir sýna mesta prúðmennsku á Lands- móti hestamanna sem lauk í gær. Nennti ekki að vera fúll Guðmundur varð í öðru sæti í B-flokki gæðinga og var hann ein- ungis 0,03 í einkunn frá sigri. „Ég var fúll næstu fimm mínúturnar eftir niðurstöðuna en svo nennti ég því ekki lengur. Eftir stendur að heilt yfir er ég afskaplega ánægður. Ég reið á sjö vetra hesti og það þykir óskaplega gott að hafa náð þessum árangri á svo ungum hesti. Hest- urinn sem vann er til dæmis 10-11 vetra,“ segir Guðmundur sem reið á hestinum Himni frá Ósi í keppninni. Að sögn Guðmundar er reið- mennska toppurinn á tilverunni. ,,Maður er hálftómur núna. Ég veit ekkert hvað ég á að gera af mér eftir landsmótið. Til að byrja með taka við nokkrir rólegir dagar þar sem ég ætla að kynnast nýfæddum syni mínum. Svo heldur maður áfram að æfa fyrir Íslandsmótið,“ segir Guð- mundur. Draumur allra hestamanna á Íslandi er að standa uppi sem sig- urvegari á landsmóti og segir Guð- mundur mikla samkeppni ríkja á hestamannamótum. ,,Það er mjög mikil vinna sem liggur á bak við þetta. Öll smáatriði þurfa að vera í lagi. Ekki síst andlegi og líkamlegi þátturinn. Við erum íþróttamenn og ef ég ætti að gefa ungum tamninga- mönnum einhver ráð þá legg ég til að þeir hugsi vel um líkama sinn,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar er kjör- aldur hestamanna 30-45 ár en það sé ekki einhlítt. ,,Sigurbjörn Bárðarson gefur slíkum orðum langt nef, enda er hann orðinn sextugur,“ segir Guð- mundur. MLandsmót hestamanna »12-13 Morgunblaðið/Styrmir Kári Blautur og kátur Guðmundur tekur við Gregesen-styttunni fyrir prúð- mannlega framkomu á landsmótinu. Hann situr hryssuna Furu frá Hellu. Guðmundur Friðrik Björgvinsson fékk Gregesen-styttuna fyrir prúðmannlega framkomu á landsmóti Reiðmennska er toppurinn á tilverunni Styttan var upphaflega veitt til minningar um Ragnar Gregesen, en hann var fyrirmynd hestamanna hvað varðar umhirðu hrossa og snyrtilegan klæðaburð. Styttan veitist þeim knapa sem skarar fram úr í A- eða B-flokki gæðinga og sýnir prúðmannlega reiðmennsku á afburðavel hirtum hesti. Það eru dómarar ásamt mótsstjóra sem velja knapann. Guðmundur var að vonum ánægður með heiðurinn. ,,Þetta er mikill heiður og risastórt klapp á bakið sem hjálpar til við að halda áfram á þessari braut,“ segir Guðmundur. Hann leggur mikið upp úr prúð- mennsku. „Þú verður að sýna hest- unum virðingu og gera þá eins fína og hægt er,“ segir Guðmundur. „Risastórt klapp á bakið“ GREGESEN-STYTTAN VEITT FYRIR UMHIRÐU OG KLÆÐABURÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.