Morgunblaðið - 02.07.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.07.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2012 Háþrýstidælur Teg: K 3.500 120 bör max 460 ltr/klst Teg: K 7.400 160 bör max 600 ltr/klst Þegar gerðar eru hámarkskröfur F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is makes a difference landsbankinn.is 410 4800Landsbankinn J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Betri kjör á fjármögnun á nýjum bílum Skilmála og nánari upplýsingar má finna á landsbankinn.is eða hjá Bíla- og tækjafjármögnun Landsbankans í Sigtúni 42. Landsbankinn býður 8,95% óverðtryggða vexti, lægra lántökugjald og 15.000 Aukakrónur til Aukakrónukorthafa við fjármögnun á nýjum bíl fram til 6. júlí 2012. Láns- tíminn er allt að 7 ár og lánshlutfallið allt að 75%. Sautján manns létu lífið og tugir slös- uðust í blóðugri árás vígamanna í Kenía í gær. Árásin átti sér stað í kirkju í austurhluta landsins en atvik- ið hefur vakið mikinn óhug meðal þjóðarinnar. Kenía hefur orðið fyrir fjölda hefndarárása frá því að landið ákvað að ráðast inn í suðurhluta Sóm- alíu í október á síðasta ári. Fimm manns grunaðir „Tíu manns voru skotnir til bana í kirkjunni og sex létu lífið á spítala. Við fordæmum þessar árásir og sam- hryggjumst innilega aðstandendum fórnarlambanna,“ sagði Philip Ndolo, aðstoðarlögreglustjóri í austurhluta landsins í gærmorgun en síðdegis hafði tala látinna hækkað í 17, skv. fréttavef Reuters. Lögregluyfirvöld telja að a.m.k. sjö hafi tekið þátt í árásinni, en aðeins þrír dagar eru liðnir frá því að maður var myrtur í svipaðri árás í landinu. „Enginn hefur verið handtekinn, en við höfum fimm menn grunaða um árásina,“ sagði Ndolo. „Það var ömurlegt að verða vitni að þessu. Líkin lágu út um allt og blóð- slettur voru út um alla veggi,“ sagði Leo Nyongesa, lögreglustjóri í aust- urhluta Kenía, en hann segir tvo lög- reglumenn hafa látið lífið í árásinni. Lögreglumennirnir voru fengnir til að sinna öryggisgæslu í kirkjunni í kjölfar árásanna síðustu daga. Fordæma árásirnar Ekki er ljóst hverjir standa á bak við árásina, en yfirvöld í Kenía hafa kennt sómölsku hryðjuverka- samtökunum Shebab um hana. Leiðtogar múslíma í Kenía hafa fordæmt árásina og segja mikilvægt að fólk beri virðingu fyrir trúarbrögð- um annarra. „Við samhryggjumst að- standendum fórnarlambanna og von- um að þeir sem stóðu fyrir árásinni verði handteknir,“ segir í tilkynningu frá Abdulghafur El-Busaidy, en hann er einn helsti leiðtogi múslíma í Kenía. Shebab hefur misst stjórn yfir stórum hluta Sómalíu undanfarnar vikur, en stjórnvöld í Sómalíu, með stuðningi Afríkusambandsins, tóku yfir stjórn stórra svæða fyrir norðan höfuðborg landsins fyrir viku. pfe@mbl.is Shebab Félagar í hryðjuverka- samtökunum í Sómalíu. 17 manns létu lífið í blóðugri árás í Kenía  Leiðtogar múslíma þar í landi fordæma árásina  Sómölsk hryðjuverkasamtök talin standa að baki henni Leung Chun-ying, æðsti yfirmaður stjórnvalda í Hong Kong, þurrkar svit- ann af andliti sínu í miðri ræðu sem hann hélt í tilefni af því að hann var svarinn í embætti. 15 ár eru liðin frá því að Kínverjar tóku við stjórn Hong Kong af Bretum. AFP Svarinn í embætti Hæstiréttur Bandaríkjanna mun ákveða síð- ar á árinu hvort afstaða gagnvart skilgreiningu á hjónabandi verði tekin fyrir aftur eftir að hópur löggjafa lagði fram kröfu þess efnis að rétt- urinn úrskurðaði um að það bryti gegn stjórnarskrá. Umræða um málið náði hámarki í maí þegar Barack Obama lýsti op- inberlega yfir að hann væri fylgj- andi hjónabandi aðila af sama kyni, og varð þar með fyrsti forseti landsins til að lýsa yfir stuðningi við hjónaband samkynhneigðra. Lagalegur ráðgjafahópur repú- blikana lagði í gær fram formlega beiðni til hæstaréttarins um að op- inberlega yrði viðurkennt að laga- leg skilgreining á hjónabandi sem eining karls og konu væri í sam- ræmi við fimmtu grein stjórnar- skrár Bandaríkjanna og þannig sérstaklega varin í lagalegu tilliti. Hjónaband skil- greint að nýju? Hjónabönd samkyn- hneigðra eru umdeild í Bandaríkjunum. Stytting í fjögurra daga vinnuviku var ein þeirra tillagna sem lagðar voru fyrir þingskapanefnd breska þingsins á dögunum, en nefndin ákvarðar starfstíma þingmanna. Verði styttingin samþykkt, yrðu frumvörp stakra þingmanna tekin til meðferðar fyrr í vikunni, sem yrði til þess að fleiri þingmenn tækju þátt í umræðunum um þau. Á föstudögum hefðu þingmennirnir þá m.a. tækifæri til að ræða við íbúa kjördæma sinna og umgangast fjölskyldur sínar. pfe@mbl.is Vilja stytta vinnuvikuna í fjóra daga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.