Morgunblaðið - 02.07.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.07.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2012 H a u ku r 0 9 b .1 1 Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Haukur Halldórsson hdl. haukur@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Heildverslun með þekkt vörumerki í fatnaði. Ársvelta 150 mkr. Góð afkoma. • Smásöluverslun með náttúrulegar vörur. Ársvelta 25 mkr. • Leitum að meðeiganda að fyrirtæki sem býður upp á fegrunarmeðferðir. Auðveld kaup. • Rótgróið hreingerningarfyrirtæki með 40 starfsmenn. Ársvelta 150 mkr. og hefur vaxið með hverju árinu. Góð EBIDTA. • Heildverslun með heimsþekktar hársnyrtivörur fyrir fagfólk. Ársvelta 60 mkr. Hentar mjög vel til sameiningar. • Glæsilegt íbúðahótel með 20 íbúðum. Góð afkoma. • Heildverslun með vinsælar snyrtivörur fyrir fagfólk. Ársvelta 60 mkr. Góð afkoma. • Rótgróið gólfefnafyrirtæki í mjög góðum rekstri. Ársvelta 200 mkr. EBITDA 20 mkr. • Heildverslun með prjónagarn. Selur einnig mikið í gegnum heimasíðu á netinu. Vandaðar og vinsælar vörur. Auðveld kaup. • Stórt þvottahús og efnalaug. EBITDA 12 mkr. Hentugt fyrir dugleg og samhent hjón. ilistækja hf. inn í fyrirtækið og ár- ið 2007 bætist heildverslun Björns Kristjánssonar við, og með henni ýmiskonar saumavörur. Nýta sterk sambönd á óvissutímum Nafn fyrirtækisins er dregið af al- gengu evrópsku heiti yfir papp- írsgerð, hina hvítu list, en eftir að hafa stækkað og þróast nær rekst- urinn yfir miklu meira en bara pappír. Í dag starfa á bilinu 10-11 manns hjá Hvítlist. „Sennilega er handverksdeildin okkar sú hlið á starfinu sem almenningur þekkir best. Þangað leitar fjöldi fólks sem vantar áhöld og efni fyrir leð- urvinnslu og bókband, eða pappír fyrir sérstök verkefni, list og fönd- ur. Verslunin okkar er mjög fjöl- sótt af hönnuðum, handverksfólki og listamönnum á meðan aðrar deildir Hvítlistar þjónusta einkum stór og smá fyrirtæki í prent- geira,“ segir Guðjón. Þó að góð sigling hafi verið á rekstrinum síðustu ár játar Guð- jón að prentgeirinn sé fjarri því laus við sveiflur, og eins að gott gengi síðustu ára hafi ekki komið til af sjálfu sér. „Það hjálpar okk- ur óneitanlega að hafa átt löng og góð viðskipti við okkar samstarfs- aðila erlendis. Með því hefur tekist að skapa það traust sem þarf nú þegar erlendir birgjar fá engar tryggingar þegar þeir eiga við- skipti við íslensk fyrirtæki í prent- iðnaði.“ Eins segir Guðjón að Hvítlist sæki styrk í traust og gott starfs- fólk sem fylgt hefur rekstrinum alla tíð, og eins að reksturinn njóti góðs af góðum viðskiptavinum. „Við höfum átt afar farsæla sam- leið með allmörgum tryggð- artröllum sem hafa reitt sig á vöru okkar og þjónustu, og fyrirgefið þá sjaldan sem keðjan hefur brost- ið.“ Gerir iPadinn út af við prent- ið? Eins hafa orðið örar tækni- framfarir sem þurft hefur að halda í við. Hvítlist hefur m.a. náð að vera framarlega í þjónustu við stafræna prentiðnaðinn, bæði hvað snýr að sölu tækjabúnaðar og hvers kyns rekstrarvöru. „Stafræn prentun hentar íslenska mark- aðinum sérlega vel enda mikil eft- irspurn eftir gæðaprentun í smáum upplögum og stuttum af- greiðslutíma.“ Sumir hafa jafnvel óttast að tækniframfarirnar kunni að ganga svo langt að þær geri út af við prentiðnaðinn. Eða hver þarf að prenta þegar allir eru komnir með iPad í hendurnar? Við bætist að reglulega koma fram gagnrýn- israddir í umræðunni sem útmála prentun af öllu tagi sem mikinn umhverfisskaðvald. „Ég held það þurfi samt ekki að óttast að prent- un verði fljótlega úr sögunni. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Íslenskur prentiðnaður hefur komist mjög vel í gegnum krepp- una. Þó ég tjái mig ekki um ein- staka fyrirtæki þá hefur á heildina litið gengið vel, og endurspeglast það í rekstri Hvítlistar sem gengið hefur prýðilega síðustu ár,“ segir Guðjón Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Hvítlistar. Hvítlist fagnaði 25 ára afmæli í júní, en elstu rætur rekstrarins ná þó mun lengra aftur. Guðjón stofn- aði fyrirtækið á sínum tíma í félagi við Danann Fritz Bethien sem seinna seldi hlut sinn. Árið 1990 keypti Hvítlist Leðurverslun Jóns Brynjólfssonar sem starfað hafði frá 1903. Árið 2000 er Fritz búinn að selja hlut sinn, Jóhann Ólafsson & Co hf. verður aðaleigandi Hvít- listar og bætist þá við tækja- og rekstrarvörudeild. Árið 2005 renn- ur prenttengd starfsemi Heim- Kannanir sýna ítrekað að fólk vill gjarnan halda í pappírinn, og lesa sínar bækur og fréttir af blaði. Við erum líka að sjá þróun eins og þá að fleiri eru nú farnir að vilja eiga ljósmyndirnar sínar á pappír frek- ar en á hörðum diski, og þykir ákveðið virði í að geta handleikið minningarnar,“ segir Guðjón. „En þó væri óskandi ef umræða um prentun og pappír færi fram af meiri sanngirni. Það virðist ekki hafa náð eyrum allra að miklar framfarir hafa orðið í pappírsgerð og prentverki svo að umhverfis- áhrif eru í algjöru lágmarki í dag. Þar sem rétt er að verki staðið eru umhverfisáhrif nánast engin, og pappírsiðnaðurinn er sú fram- leiðslugrein sem lengst er komin í að kolefnisjafna framleiðsluvör- una.“ „Fólk vill halda í pappírinn“ Morgunblaðið/Sigurgeir S. Grænt „Það væri óskandi ef umræða um prentun og pappír færi fram af meiri sanngirni. Það virðist ekki hafa náð eyrum allra að miklar framfarir hafa orðið í pappírsgerð og prentverki svo að umhverfisáhrif eru í algjöru lágmarki í dag,“ segir Guðjón Sigurðsson hjá Hvítlist.  Hvítlist fagnar 25 ára afmæli  Neytendur leita aftur í pappír, t.d. þegar kemur að ljósmyndum  Prentun oft höfð fyrir rangri sök í umhverfisumræðu Svíþjóð, Noregur, Finnland, Ísland og Danmörk, ásamt Grænlandi og Færeyjum, hafa undirritað upplýs- ingamiðlunarsamning við soldáns- dæmið Brúnei í Suðustur-Asíu. Miðar samningurinn að því að auðvelda aðgengi skattayfirvalda á Norðurlöndum að upplýsingum um fjármál ríkisborgara sem kunna að vera að leyna launatekjum og fjár- magnstekjum í Brúnei. Eins á sam- komulagið að auðvelda yfirvöldum að hafa uppi á eignum sem ekki hafa verið tilkynntar norrænum stjórn- völdum. Frá árinu 2007 hafa Norður- landaþjóðirnar í sameiginlegu átaki gert samskonar samninga við stjórnvöld á stöðum eins og An- dorra, Aruba, Bahamaeyjum, Caym- an-eyjum, Mónakó, San Marínó og Vanuatu, svo aðeins séu nokkur dæmi nefnd. ai@mbl.is Samkomulag við Brúnei til að hamla skattsvikum  Þefa uppi óuppgefnar tekjur og eignir á Borneó ● Ítalska samkeppniseftirlitið hefur hótað að leggja frekari sektir á tölvuris- ann Apple ef fyrirtækið býður ekki við- skiptavinum endurgjaldslausa tveggja ára neytendaábyrgð á seldum vörum. Myndi sektin nema allt að 300.000 evrum eða tæpum 50 milljónum króna, og bætist við fyrri sektir ítalskra stjórn- valda. Apple hefur áður verið gert að greiða 900.000 evrur vegna tækniþjón- ustudeildar Apple sem vanrækti að upplýsa viðskiptavini um rétt þeirra á ókeypis aðstoð. Reuters segir ítölsk lög fyrirskipa tveggja ára neytendaábyrgð á vörum en Apple hefur til þessa selt vörur sínar með eins árs ábyrgð og boðið við- skiptavinum sínum að greiða aukalega fyrir að lengja ábyrgðina upp í tvö ár. ai@mbl.is Ítalir vilja sekta Apple AFP Deilur Apple hefur þrjóskast við að fylgja ítalskri neytendalöggjöf til hins ýtrasta. Guðjón greinir ýmsa spennandi möguleika framundan. Stafræna prentæknin haldi áfram að taka framförum og prentumhverfið að breytast. „Prentsmiðjum fækkar, þær stækka og útrýma „smáprent- inu“. Við þetta breytast aðföng þeirra og magnkaup á lykilvörum verða ráðandi. Þetta kemur til með að kalla á breytta þjónustu fyr- irtækja eins og okkar og sennilegt að við verðum að leggja aukna áherslu á ýmsar sérlausnir sem krydda tilveruna,“ segir hann. Umbúðahönnun og -vinnsla er líka á uppleið og verður vaxt- arbroddur að mati Guðjóns. „Ná- kvæmar merkingar og innihalds- lýsingar kalla á faglega framleiðslu. Þetta er greinilega hluti markaðarins sem kemur til með að stækka.“ Umhverfið er að breytast MUNU ÞURFA AÐ LEGGJA AUKNA ÁHERSLU Á SÉRLAUSNIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.