Morgunblaðið - 02.07.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.07.2012, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Sigurgeir S. Gítarpartí Einn starfsmanna Guitarparty.com kann ekkert á gítar en hinir þrír eru allir partífærir og vel það. til ferska og góða söngbók sem auð- velt væri að grípa til,“ segir Kjartan en árið 2008 var vefurinn Gítargrip.is settur upp til að leysa þetta algenga vandamál. Færa út kvíarnar Starfsmenn fyrirtækisins eru fjórir en auk þeirra Arnars Tuma, Sævars og Kjartans er gítarleikarinn Þorgils Björgvinsson. Sá er í aðal- hlutverki í nýjum kennslumynd- böndum sem vefurinn setti inn í síð- ustu viku en myndböndin hafa fengið góðar viðtökur nú þegar. „Kennslan er afskaplega metnaðarfullt verkefni hjá okkur,“ segir Kjartan og bætir við að þó að nóg sé til af efni í gítarkennslu á Netinu sé lítið um metnaðarfulla fram- leiðslu. „Fólk sem vill læra á gítar fer á You- Tube að leita sér að kennsluefni og það er alveg ofboðslega mikið til en þetta eru aðallega myndbönd sem eru tekin á lélega myndavél og illa klippt þannig að það verður erfitt fyrir nemandann að fylgjast með,“ bendir Kjartan á. „Við tökum hvert kennslu- myndband upp frá þremur sjón- arhornum í einu og sýnum alltaf öll sjónarhornin,“ segir Kjartan en það er Þorgils sem sér alfarið um gít- arkennsluna á vefnum sem fer þann- ig fram að notandinn horfir á mynd- bönd og lærir að spila eitt lag í senn. „Kennslan snýst aðallega um að læra hljóma. Þeir sem eru að byrja að læra á gítar þurfa að byrja á hljóm- unum,“ útskýrir Þorgils. „Myndböndin eru þannig að við byrjum á að útskýra hljómana í lag- inu og hvernig þeir eru spilaðir. Svo er farið yfir hvern kafla í laginu og að lokum púslar notandinn þessu saman og æfir sig á laginu,“ segir Þorgils en hann og Sævar eru að sögn Arnars Tuma færustu gítarleikarar hópsins. „Kjartan kann reyndar líka smá en ég kann ekkert,“ segir Arnar Tumi og hlær. „Ég á samt gítar,“ bætir Arnar Tumi við og bendir á að kannski geti hann lært á gítar nú þegar kennslumyndböndin eru kom- in inn á vefinn. Súrmjólk í hádeginu Til þess að nýta sér kennslu- myndböndin þarf nemandinn að skrá sig sem notanda á vefinn Guitarp- arty.com og þá getur fjörið hafist. „Það gefur augaleið að best er að byrja á að læra lag sem er með fáum gripum,“ segir Þorgils. „Draumur um Nínu er til dæmis alveg úr sög- unni fyrir byrjendur,“ segir Kjartan hlæjandi. „Einfalt lag sem allir geta byrjað á er til dæmis Súrmjólk í há- deginu sem eru bara tveir hljómar,“ segir Þorgils sem hefur góða reynslu af því að kenna byrjendum hið góð- kunna lag. „Þetta lag kunna allir, sama hvort þeir viðurkenna það eða ekki,“ bendir hann réttilega á og þeir Sæv- ar, Kjartan og Arnar Tumi glotta yfir hrifningu hans á laginu. „Þetta er ekki uppáhaldslagið mitt eða neitt svoleiðis samt,“ tekur Þorgils bros- andi fram. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2012 Brúðubíllinn fer af stað með nýja sýningu fyrir yngstu kynslóðina í júlí. Verður fyrsta sýningin í Hallargarð- inum miðvikudaginn 4. júlí kl. 14 og síðan fimmtudaginn 5. júlí kl. 14 í Ár- bæjarsafni. Sýningin heitir Blárefur barnapía og ráða í henni ríkjum refir og úlfar. Blárefur þessi er frekar lé- leg barnapía og finnst starfið leið- inlegt en sem betur fer hjálpar Lilli honum. Í sýningunni segir úlf- urinn sína útgáfu af sögunni af Grís- unum þrem. Sú útgáfa er eins og hann vill hafa hana en er mjög frábrugðin þeirri sem við eigum að venjast. Númi kemur líka í heimsókn og svo syngur Refa- og úlfakórinn nokkur lög með krökkunum í lokin. Það er líf og fjör í þessari sýningu og ýmislegt má læra af þeim úlfum og refum sem eiga heima í Brúðubíln- um. Brúðubíllinn í júlí Refir og úlfar Sýningin Blárefur barnapía er fjörug og skemmtileg. Blárefur léleg barnapía Á dögunum kom út hin metnaðarfulla litapalletta Iceland: Colours + pat- terns eftir hönnuðinn Jón Ásgeir Hreinsson. Litapallettan saman- stendur af ljósmyndum úr íslenskri náttúru, litum úr myndunum og dæmigerðum mynstrum sem finna má í náttúru Íslands. „Hugmyndin kviknaði þegar við vorum að hanna Gestastofuna í Ás- byrgi. Þá vorum við að vinna með liti náttúrunnar, íslenska liti,“ útskýrir Jón Ásgeir. „Við fórum að velta fyrir okkur hverjir hinir íslensku litir væru. Ég hugsaði með mér að það gæti ver- ið skemmtilegt að safna saman ljós- myndum, taka úr þeim litina, raða þeim upp og sjá hvers konar litapall- etta kæmi út,“ segir hann en Jón Ás- geir tók sjálfur allar ljósmyndirnar í pallettunni. Hnyttileg litaheiti „Sem hönnuður er maður alltaf að leita uppi liti og ég byrjaði að setja þetta saman fyrir okkur sem innan- húsgagn í Studio- bility,“ segir Jón Ásgeir. „Þetta eru annars vegar litir og hins vegar mynstur svo þegar Litapalletta úr náttúru Íslands Íslenskir litir og náttúrunnar mynstur í litapallettu einhver vill prjóna sér lopapeysu eða mála mótorhjólið sitt getur hann pikkað út íslenska liti til að hafa,“ bendir hann á. Við hvern lit er heiti sem Jón Ásgeir smíðaði sjálfur og verður að viðurkennast að mörg hver eru verulega hnyttin og skemmtileg. „Eitthvað verða litirnir að heita og ég reyndi að hafa þetta á léttu nót- unum.“ Litapallettan kemur út á ensku en Jón Ásgeir útilokar ekki að í framtíð- inni verði hugmyndin færð á fleiri tungumál og jafnvel útfærð á annan hátt. sigyn@mbl.is Þegar kemur að eldamennskunni sjálfri er mikilvægt að ofhlaða ekki pönnuna ef þú ert að steikja kjöt. Þannig brúnast kjötið betur og verður ekki vatnsósa. Eftir að búið er að elda eða grilla steik er líka mjög mikilvægt að láta kjötið hvílast í nokkurn tíma áður en það er skorið. Þannig lekur ekki allur safinn úr kjötinu og fer til spillis. Morgunblaðið/Golli Félagarnir hjá Guitarparty.com munu frumsýna nýjung sína, far- símaútgáfu síðunnar, á Þjóðhá- tíð í Vestmannaeyjum um versl- unarmannahelgina. Á farsímavefnum má meðal annars finna svokallað party Mode, söngbók í símann þar sem hægt er að skrá sig inn í bókina og fá textann við það lag sem er í gangi beint í símann. Í farsímaútgáfunni er einn stjórnandi, í þessu tilfelli sá sem stjórnar brekku- söngnum, sem velur hvaða lag er næst á dagskrá og um leið opnast textinn við það lag í símum þeirra sem hafa skráð sig inn á söngbókina. „Þetta er al- gjörlega ný hugmynd og stórt forskot á er- lenda samkeppnisaðila okkar,“ segir Kjartan ánægður með par- tíútgáfuna. „Núna geta allir sungið með,“ bætir hann við. Enginn þarf því að hafa áhyggjur af að kunna ekki textann og verða sér til skammar í brekku- söngnum þetta árið. Bylting í brekkusöng SÖNGBÓKIN Í SÍMANN Frá Þjóðhátíð í Eyjum 2011. einstakt eitthvað alveg Skipholt 50A • sími: 581 4020 www.gallerilist.is Sýning Bjarna Þórs HESTAR 23. júní til 5. júlí Afmælisár 25 1987-2012

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.