Morgunblaðið - 02.07.2012, Blaðsíða 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2012
VIÐTAL
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Enn fleiri dægurlög er þriðja bókin í
bókaflokki Hugleiks Dagssonar þar
sem hann gerir teikningar við ís-
lensk dægurlög. Í tengslum við út-
gáfu bókarinnar eru myndir Hug-
leiks úr bókinni á sölusýningu í nýju
galleríi Bókabúðar Máls og menn-
ingar á Laugavegi.
„Þetta er þriðja bókin mín um ís-
lensk dægurlög,“ segir Hugleikur.
„Fyrst kom Íslensk dægurlög, svo
kom Fleiri íslensk dægurlög og loks
þessi, Enn fleiri íslensk dægurlög.
Ég er undir áhrifum frá Skólaskops-
bókunum sem komu út fyrir um það
bil tveimur áratugum, en þar voru
skondnar sögur úr skólum, þær hétu
Skólaskop, Meira skólaskop og Enn
meira skólaskop.“
Hvað heillar þig við íslensk dæg-
urlög?
„Þetta byrjaði með lagi Eltons
Johns, Don’t Let the Sun Go Down
on Me, sem ég gat ekki annað en séð
fyndna teikningu út úr. Þá byrjaði
ég að velta því fyrir mér hvort ekki
væri hægt að teikna lagatexta og
mér datt ýmislegt í hug. Þetta
reyndist vera hugmynd sem virkar
og nú eru bækurnar orðnar þrjár.
Mér finnst gaman að vinna innan
marka, setja mér ákveðnar reglur og
þarna er reglan: Finndu lag og
snúðu út úr því. Það má ekki vera
heilt vers, helst bara textabrot eða
bara titill á dægurlagi eins og er í
flestum tilvikum. Samhliða þessari
seríu hef ég verið með seríu á ensku
þar sem ég tek fyrir erlend dæg-
urlög og þriðja bókin í þeirri seríu
kemur út eftir ár. Þar er ég búinn að
vinna einn texta eftir Whitney Hou-
ston-lagi.“
Virðing fyrir dægurlögum
Þetta er þriðja dægurlagabókin
þín, eru íslensk dægurlög óþrjótandi
brunnur?
„Ég held að nú sé brunnurinn
þrotinn. Ég hef alltaf fundið ný lög
og það eru allavega tvö lög í þesari
bók sem voru í síðustu Evr-
óvisjónkeppni og svo er þarna skrýt-
inn brandari um póstinn Pál og kött-
inn Njál og líka um Ólaf sem reið
með björgum fram þar sem ég sný
út úr textanum á bjánalegri hátt en
ég hef vanalega gert. En núna held
ég að ég sé í þessum þremur bókum
kominn með helstu slagara sem
hægt er að vinna úr.“
Berðu virðingu fyrir dægurlögum
eða ertu bara að hæðast að þeim í
þessum bókum?
„Ég ber mikla virðingu fyrir
dægurlögum. Það eina sem ég er að
gera grín að í þessum bókum er að
mér skuli hafa dottið þetta í hug.
Þeir tónlistarmenn sem hafa séð lög-
in sín bókunum eru yfirleitt frekar
ánægðir. Þegar ég var að vinna að
Fleiri íslenskum dægurlögum þá
sagði ég í fjölmiðli að það væri gam-
an að fá Bubba eða Bó til að skrifa
formála í þá bók en Valgeir Guð-
jónsson hafði skrifað formálann að
fyrstu bókinni. Sama dag og ég sagði
þetta fékk ég póst frá Bubba: Hvað
segirðu, á ég að skrifa formála fyrir
þig? Bubbi skrifaði svo þann formála
og dr. Gunni skrifar formálann í
þessa þriðju bók.“
Er ekkert erfitt að þurfa alltaf að
vera frumlegur og fyndinn í verkum
sínum?
„Ég er persónulega ánægðastur
með þær bækur mínar þar sem ég
hef verið að gera hlutina fyrir mig.
Ég stend mig stundum að því að
gera það sem fólki finnst fyndið.
Festir sem vinna með grín lenda
stundum í að þóknast ímynduðum
markaði. Þetta verður maður alltaf
að hrista af sér og fara út í flippið og
steypuna.“
Hvernig gengur þér að lifa á því
að vera listamaður?
„Ég skrimti en margir halda að ég
sé ríkari en ég er. Það eru óreglu-
legar tekjur sem fylgja því að vera
starfandi listamaður en oftast tekst
mér að borga leiguna á réttum tíma.
Ég get ekki kvartað því ég lifi á því
að gera það sem mér finnst
skemmtilegast. Áhugamál mitt er að
horfa á vídeó og lesa myndaasögur,
en vinnan mín er að skapa mynda-
sögur. Ég get ekkert að þessu gert,
ég verð bara að gera þetta. Einhver
SUS-ari sagði í grein að það lenti
enginn í því að vera listamaður. Ég
er algjörlega ósammála því. Maður
velur það ekki, lendir bara í því.
Þetta er köllun.“
Bækur um heimsendi
Hvað er framundan?
„Ég er að skrifa sjónvarpsþætti
sem ég ætla ekki að segja neitt frá –
og nú er ég reyndar búinn að segja
of mikið! Það mál kemur í ljós á
næstu vikum. Á næstu mánuðum lýk
Finndu lag og snúðu út úr
Hugleikur
Dagsson sendir
frá sér nýja bók
Dalvegi 10-14 ▪ 201 Kópavogur ▪ Sími: 595 0570 ▪ parki.is
Hjá Parka færðu
flísar í hæsta
gæðaflokki frá
þekktum Ítölskum
framleiðendum
Flísar eru stórglæsilegt og endingargott
gólfefni, sem auðvelt er að þrífa.
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig.