Morgunblaðið - 06.07.2012, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.07.2012, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2012 Hópur fornleifafræðinga fann nýverið tening gerðan úr rostungstönn við uppgröft á Gufuskálum við Snæfells- jökul. Hópurinn fékk styrk frá Nat- ional Science Foundation í Bandaríkj- unum til að halda rannsóknum áfram í sumar, en hópurinn hefur stundað rannsóknir á svæðinu frá því í fyrra. Teningurinn er talinn vera frá 14.-17 öld. „Teningurinn er ekki fullklár- aður. Engin tákn eða númer voru grafin í hann,“ segir Lilja Björk Páls- dóttir, en hún er fornleifafræðingur að mennt og stjórnar uppgreftrinum á Gufuskálum. Minnir á spilatening Lilja segir fundinn velta þeirri spurningu upp hvort menn hafi verið að framleiða spilateninga á þessum slóðum, sem jafnvel hafi verið fluttir út. „Teningurinn minnir mjög á venjulegan spilatening,“ segir Lilja aðspurð, en hún segir svipaða teninga hafa fundist á landinu í sumar. Um- ræddur teningur skeri sig hins vegar úr að því leyti að hann er algjörlega ónotaður og ekki fullkláraður. „Við fundum í fyrra rostungs- tennur sem búið var að skera í og tálga. Það sýnir að hér hafi menn ver- ið að fullvinna gripi úr hráefninu,“ segir Lilja og hún segir nýfundinn tening renna stoðum undir þá kenn- ingu. 500 ára taflmaður fannst í fyrra Meira en 500 ára gamall taflmaður fannst m.a. við fornleifauppgröft á Gufuskálum í fyrra, en Lilja telur mikilvægt að þau nái að rannsaka sem mest. „Þetta er björgunarrannsókn. Við gröfum á þeim stöðum þar sem mest mæðir á og þar sem rofið og landbrotið er hraðast,“ segir Lilja. Hópurinn verður með opið hús laugardaginn 14. júlí. „Fólk getur komið og spurt okkur út í verkefnið, skoðað gripina og fengið leiðsögn á ís- lensku og ensku,“ segir Lilja, en hún segir alla velkomna og hvetur alla til að mæta. pfe@mbl.is Fundu fornan spilatening Teningurinn Gripir virðast hafa verið unnir úr rostungstönnum.  Hópur fornleifafræðinga við rannsóknir á Gufuskálum  Teningurinn úr rostungstönn talinn vera frá 14. til 17. öld Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótar- stöðum í Skaftártungu, hefur lokið við að heyja um 20 hektara það sem af er sumri. Um var að ræða þau tún sem voru friðuð í vor fyrir beit. Hún lauk við að binda í rúllur það sem lá flatt í gær og sagði uppskeruna mjög góða, en brak- andi þurrkur var í Skaftártungunni í gær. Þau tún sem voru beitt í vor reiknar Heiða Guðný með að byrja að slá um næstu mánaðamót. Ljósmynd/Heiða Guðný Ásgeirsdóttir Heyskapur og góð uppskera í Skaftártungu Bændur eru á fullu í heyskap víða um land og sumir hafa þegar lokið fyrri slætti og borið á fyrir seinni slátt Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. einfaldlega betri kostur ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is mán. - fös. 11-18:30 lau. 10-18, sun. 12-18 TILVALIÐ Í ÚTILEGUNA CHAIR. Fellikollur. H46 cm. Verð áður 1.495,- NÚ 995,- Guðni Einarsson gudni@mbl.is Samningar um sölu á um 60% hlut Stoða hf., áður FL Group, í Trygg- ingamiðstöðinni (TM) eru langt komnir samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Ákveðið mun hafa verið að semja við hóp fjárfesta sem í eru Íslandsbanki og sjóðir á hans vegum, Virðing verðbréfafyrirtæki, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, Líf- eyrissjóður verslunarmanna, Sam- einaði lífeyrissjóðurinn, Lífeyris- sjóður verkfræðinga, Stafir lífeyrissjóður auk fleiri, samkvæmt heimildum. Fjárfestarnir í hópnum koma að þessari fjárfestingu hver með sínum hætti. Þá mun vera stefnt að því að Stoð- ir hf. setji þann 40% hlut sem félagið heldur eftir nú á hlutabréfamarkað í haust. TM mun vera metið á rúmlega 12 milljarða króna og salan nú á 60% hlut gæti því numið eitthvað á átt- unda milljarð króna. Heildareignir TM í árslok 2011 námu 29,3 millj- örðum króna og eigið fé var 12,2 milljarðar króna eftir því sem upp- lýst var þegar söluferli félagsins hófst. Söluferli TM hófst í lok mars sl. og annaðist Fyrirtækjaráðgjöf Lands- bankans söluna fyrir hönd Stoða hf. Fimm munu hafa skilað óskuldbind- andi tilboðum í félagið en þeim þurfti að skila í síðasta lagi á hádegi 4. maí sl. Þrír hópar fjárfesta voru síðan valdir til þess að keppa um hnossið. Sala á 60% í TM langt komin  Stoðir hf. eru sagðar stefna að því að setja um 40% hlut sinn í TM á markað í haust  Hópur fjárfesta sem samanstendur m.a. af banka, nokkrum lífeyrissjóðum og verðbréfafyrirtæki að kaupa meirihluta Eigendaskipti Sala á um 60% meirihlutaeign í TM mun vera langt komin. TM til sölu » Tryggingamiðstöðin (TM) var stofnuð árið 1956 og sinnir almennri tryggingastarfsemi. Félagið er eitt stærsta trygg- ingafélag landsins. » Stærstu eigendur Stoða eru Glitnir, Landsbankinn og Arion banki. Stoðir eiga 99% hlut í TM og 40% í evrópska drykkjarvörufélaginu Refresco. » Fari 40% í TM á markað þá bætist félagið í hóp Regins og Haga sem nýlega hafa farið á markað. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 18 ára pilt í sex mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir manndráp af gá- leysi, en hann ók bíl sem endaði á húsvegg við Geirsgötu í ágúst 2011, með þeim afleiðingum að 17 ára gam- all piltur lét lífið. Fullnustu refsingar er frestað haldi hann skilorð í tvö ár. Pilturinn var einnig sviptur ökurétt- indum í þrjú ár. Þá var hann dæmdur til að greiða foreldrum Eyþórs Darra Róbertssonar, sem lést í slysinu, sex milljónir í miskabætur. Pilturinn ját- aði brot sitt fyrir dómnum, en ágrein- ingur var um hraða bílsins. Sérfræð- ingar áætluðu að bílnum hefði verið ekið á 119 km hraða en pilturinn taldi sig hafa ekið á 70 km hraða. Sekur um manndráp af gáleysi  6 mánuðir á skilorði Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.