Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2012 Öryrkjabandalag Íslands undirbýr nú kæru til Hæstaréttar vegna fram- kvæmdar for- setakjörs sem fram fór 30. júní síðastliðinn. Ör- yrkjabandalagið telur núverandi kosningalög brjóta gegn mannréttindum fatl- aðra og segir þau stangast á við stjórnarskrána, Mannréttindasátt- mála Evrópu og samning Samein- uðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, en fatlaðir krefjast þess að fá að velja eigin aðstoðarmenn þegar þeir greiða atkvæði í leyni- legum kosningum. Sigurður Líndal, fv. prófessor í lögfræði, telur túlkun Öryrkja- bandalagsins vera býsna langsótta. „Ég tel að núverandi kosningalög brjóti ekki gegn stjórnarskránni né Mannréttindasáttmála Evrópu. Samningur Sameinuðu þjóðanna er ekki lögfestur og breytir því ekki lögum,“ segir Sigurður, en hann telur núverandi aðstæður fatlaðra í kjörklefum landsins ekki brjóta gegn réttindum þeirra þeg- ar þeir kjósa í leynilegum kosn- ingum. Kjósa þyrfti aftur „Það yrði bara að kjósa aftur. Það er ekki um neitt annað að ræða,“ segir Sigurður, aðspurður hvort kjósa þyrfti aftur ef Hæsti- réttur staðfestir kæru Öryrkja- bandalagsins. „Handhafar forseta- valds myndu svo gegna embætti forseta þar til nýr forseti tæki við embætti,“ segir Sigurður, en aug- lýsa þyrfti framboð að nýju og frambjóðendur safna meðmælend- um. Handhafar forsetavalds eru forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar. Ef Hæstiréttur staðfestir kæru Öryrkjabandalagsins, þá segir Sigurður að kosningalögum þyrfti að breyta. „Ef lögum yrði svo breytt á þann veg að persónulegur aðstoðarmaður fái að aðstoða fatl- aða í kjörklefum við kosningar, þá yrði að setja nánari reglur um þagnarheit þeirra aðstoðarmanna, líkt og er í núverandi lögum um fulltrúa kjörstjórnar,“ segir Sig- urður. pfe@mbl.is Endurtaka þyrfti forsetakosningar  Telur lögin ekki brjóta gegn fötluðum Sigurður Líndal BAKSVIÐ Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is Óbyggðanefnd kynnti nýlega kröfur fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins um þjóðlendur á Norðvesturlandi – Húnavatnssýslu vestan Blöndu ásamt Skaga. Eru kröfurnar aðgerðir til eftirfylgni laga um mörk eignarlanda og þjóðlendna sem sett voru til að „leysa úr þeirri óvissu sem lengi hef- ur verið uppi um eignarhald á ýms- um hálendissvæðum landsins,“ eins og segir á vef óbyggðanefndar, sem er sjálfstæður úrskurðaraðili. Skilgreint hlutverk nefndarinnar er meðal annars að kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eign- arlanda. Geta misst réttindin sé kröfum ekki lýst Að þessu sinni er um að ræða tals- vert landsvæði sem liggur að hluta í Skagafjarðarsýslu og Austur- og Vestur-Húnavatnssýslu. Ferli málsins er á þann veg að eft- ir að þjóðlendukröfum er lýst er gagnaðilum gefið færi á að lýsa kröf- um. Nefndin kallar eftir kröfum gagnaðila og er þeim sem telja til eignarréttinda á svæðinu gert að skila inn kröfum sínum í síðasta lagi 7. janúar 2013. Lýsi menn ekki kröf- um sínum geta þeir misst réttindi sín á umræddum landsvæðum. Óbyggða- nefnd úrskurðar svo um mörk eign- arlanda og þjóðlendna. Uni aðilar ekki úrskurðum óbyggðanefndar er hægt að fara með þá fyrir dómstóla. Hæstiréttur hefur snúið nið- urstöðu óbyggðanefndar við Svæðið sem nú er til umfjöllunar er það áttunda í röðinni sem er tekið er fyrir hjá óbyggðanefnd, en landinu hefur verið skipt í ellefu svæði til ákvörðunar marka eignar- og þjóð- lendna. Í lögum nr. 58/1998 er kveðið á um að stefnt skuli að því að nefnd- in ljúki verkinu á árinu 2014. Nefnd- in úrskurðar bæði út frá kröfum og fyrirliggjandi gögnum, en nú fer fram heilmikil gagnaöflun um landið vegna málsins. Uni aðilar ekki úrskurðum óbyggðanefndar hefur Hæstiréttur svo lokaúrskurðarvald í málinu, ákveði gagnaðilar að láta reyna á kröfur sínar fyrir dómstólum. Í fyrri þjóðlendumálum hefur Hæstiréttur snúið niðurstöðu óbyggðanefndar um skilgreiningu á þjóðlendu í eignarland og öfugt. Eins og fram kemur að ofan lýkur verkinu eftir tvö ár og verður þá ljóst hverjar af óbyggðum landsins verða í ríkiseigu. Þjóðlendur markaðar á NV-landi  Mörk þjóðlendna og eignarlanda áfram skilgreind  Norðvesturland næst undir stikuna  Óbyggðanefnd lýkur verki sínu 2014  Heilmikil gagnaöflun fer nú fram vegna málsins Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Útiflísar á frábæru verði Gæði og glæsileiki á góðu verði Eigum á lager yfir 1.000m2 á sérverði (4 litir) 3. flokkur. ATH fleiri litir væntanlegir Af hverju lenda flísar í 3. flokki? Flísarnar hugsanlega hornskakkar. – Eitthvað að yfirborði flísanna. –Litatónar etv. ekki alveg réttir. – Kannski aðeins kvarnað úr hornum. – Afgangar af framleiðslu frá 1. og 2. flokk. ATH! 3. flokkur er aðeins seldur í heilum pakkningum og ekki er hægt að skila afgöngum. 1.790 kr. fm 2 „Þetta kemur manni verulega á óvart,“ segir Sigurður Erlendsson, bóndi á Stóru-Giljá á Blönduósi, en hann telur sig eiga eignarrétt á landi sem liggur innan marka kröfu fjármálaráðherra. „Ég hef enn engan úrskurð fengið í hend- ur né formlega kröfu og frétti fyrst um þetta fyrr í dag,“ segir Sigurður. „Mér finnst gagn- rýnivert að þeir hafi farið þessa leið, en á móti kemur að maður getur leitað réttar síns fyrir dóm- stólum,“ segir hann. Sigurður segist heyra það á fólki á svæð- inu að talsverð óánægja sé með kröfurnar og að eins hafi óánægju gætt með fyrri þjóðlendumál sem hafa verið á könnu óbyggðanefnd- ar. „Almennt séð er töluverð and- staða gagnvart þessu,“ segir Sig- urður. Hann segist eiga von á því að flestir bændanna sem eiga land sem vafi leikur á um hvort teljist til þjóðlendna eða eign- arlanda muni setja fram kröfur á móti. „Farið verður í gegnum þessi mál og þau skoðuð vand- lega.“ „Kemur manni verulega á óvart“ ÓÁNÆGJU GÆTIR MEÐAL BÆNDA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.