Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2012 Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Kínverski ísbrjóturinn Snædrekinn lagði af stað þann 2. júlí síðastliðinn frá Qingdao í Kína í fimmta vísinda- og rannsóknarleiðangur Kínverja á norðurslóðir. Í leiðangrinum mun Snædrekinn fara svokallaða norð- austurleið meðfram Rússlandi og Noregi og hafa viðkomu á Íslandi í ágúst í boði íslenskra stjórnvalda. Þetta kom fram í tilkynningu frá Rannís í gær. Þar segir einnig að al- menningi í Reykjavík og á Akureyri muni gefast kostur á að skoða þenn- an stærsta ísbrjót heims sem ekki er knúinn af kjarnorku. Í siglingunni, sem er fyrsti rann- sóknarleiðangur Kínverja á norð- austurleiðinni, verða framkvæmdar margskonar rannsóknir. 120 manna áhöfn er um borð og eru áhrif lofts- lagsbreytinga meðal þess sem kann- að verður. 60 vísindamenn frá hin- um ýmsu stofnunum og háskólum eru um borð og koma fimm þeirra frá svæðum utan meginlands Kína. Endurspeglar aukna samvinnu „Leiðangur Snædrekans til Ís- lands endurspeglar m.a. aukna sam- vinnu landanna í málefnum norður- slóða hin síðari ár sem nú síðast má sjá í undirritun samkomulags um samstarf í vísindum og tækni á sviði haffræði og heimskautsfræða milli ríkjanna tveggja,“ segir í tilkynn- ingu Rannís. Í leiðangri Snædrekans munu tveir Íslendingar taka þátt. Egill Þór Níelsson, gestafræðimaður hjá Heimaskautastofnun Kína, verður með í för á siglingunni frá Kína til Íslands þar sem hann mun vinna að verkefni í tengslum við norður- slóðasiglingar. Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, mun taka þátt í síðari hluta leiðangursins og rannsaka hörfun og ástand hafíss á norðurslóðum. Stórt og vel búið vísindaskip Snædrekinn er 167 metra langt skip og 23 metrar að breidd. Ísþol hans er gríðarlegt og mun hann geta farið í gegnum ís sem er yfir 1,1 metri á þykkt. Um borð eru þrír rannsóknabátar og þyrla. Um borð eru einnig sjö rannsóknarstofur og gagnamiðstöð fyrir vísindamenn. Stofnun kínverska ríkisins um mál- efni hafsvæða í Peking hefur yfir- umsjón með málefnum er varða heimskautasvæðin. Innan hennar er starfandi ráðgjafanefnd aðila frá 13 ríkisstofnunum og ráðuneytum. Stofnunin hefur áður staðið fyrir fjórum leiðöngrum á norðurslóðir og starfrækir einnig rannsóknastöð á Svalbarða. Farnir hafa verið 28 rannsóknaleiðangrar til suður- skautsins en þar rekur stofnunin þrjár rannsóknastöðvar. Ljósmynd/Rannís Norðurslóðir Snædrekinn getur brotist gegnum ís sem er vel yfir metri á þykkt. Um borð er íslenskur vísindamaður. Skipið hefur viðkomu á Íslandi. Íslendingur um borð í ísbrjóti frá Kína á norðurslóð  Fyrsti leiðangur Kínverja á norð- urslóð  Afrakstur aukins samstarfs Áætluð siglingaleið Snædrekans 2. júlí Brottför frá Quingdao 16. ágúst Áætluð koma til Reykjavíkur KínaRússland Kanada Alaska Grænland NORÐUR- PÓLLINN Kórea Japan Snædrekinn » Lagði úr höfn í Kína 2. júlí. » Fyrsti leiðangur Kínverja á norðausturleið. » Um borð eru 120 manna áhöfn, þar af 60 vísindamenn. » Tveir Íslendingar koma að rannsóknum og er annar þeirra um borð á leið til Íslands. » Skipið mun hafa viðkomu hér á landi í ágúst. Vörubílastöðin Þróttur býður fjölbreytta þjónustu og ræður yfir stórum flota atvinnutækja til margvíslegra verka ÞRÓTTUR TIL ALLRA VERKA · Fellum tré og fjarlægum garðarúrgang · Grjóthleðsla með sérhæfðum kranabílum · Seljum hellusand og útvegum mold VIÐ ERUM ÖFLUGIR Í SAMSTARFI VIÐ LÓÐAFRAMKVÆMDIR SÆVARHÖFÐA 12 · SÍMI 577 5400 · THROTTUR.IS Nánari dagskrá má finna inn á www.hvolsvöllur.is Fjölskylduhátíð laugardaginn 7. júlí 2012 10.00 Sveitamarkaðurinn opnar 10.00 – 12.00 Leikir fyrir börnin 10.00 – 15.00 Dr. Bæk skoðar hjól 11.00 Hjólaþrautir – Hringfarahjólakeppnin 2012 – allur aldur 12.00 Verðlaunaafhending fyrir Tour de Hvolsvöllur áskorunina 13.00 Hópakstur Fornvélafélags Íslands, oldtractors.is og Fornbílafélags Suðurlands 13.30-18.00 Sýning Fornvélafélags Íslands á uppgerðum vélum félagsmanna á miðbæjartúninu 14.00 Vélaleikni Fornvélafélags Íslands 15.30 Hjólatúr fjölskyldunnar – stuttur hjólahringur fyrir alla fjölskylduna, byrjar við Hvolinn Hvolsvelli - munið hjálmaskylda 18.00 Kveikt upp í kolunum fyrir götugrillið á miðbæjartúninu. Orkubolirnir gefins, 2. fl. Flúðasveppir gefins á grillið, Elli í Vatnsdal spilar á nikkuna við borðhaldið, Meistaraflokkur KFR verður með happadrættismiðasölu, Stjörnusnakki verður dreift um svæðið, Krúttsprengjurnar hennar mömmu og heimalningurinn taka nokkur lög og Orkubandið spilar fram eftir kvöldi. 23.30 Formlegri dagskrá lýkur Miðbærinn allan daginn Ljósmyndasýning 860+, Hjólafærni, Dr. Bæk, sýning á vélum Fornvélafélag Íslands, kerrurúntur með gesti, Sveitamarkaðurinn verður með uppákomur, hestar teymdir undir börnum, hoppukastali, leikir fyrir börnin, brjóstsykursgerð og markaður. Velkomin á Hvolsvöll Skráning TDH er hafin inn á www.hvolsvollur.is – skráningarfrestur rennur út 5. júlí. 7.00 Ræsing Reykjavík – Olís Norðlingaholti 8.30 Ræsing Selfoss - BYKO 9.30 Ræsing Hella – Reykjagarður Hlökkum til að sjá ykkur! Tour de Hvolsvöllur áskorunin – uppskeruhátíð Fornvélafélags Íslands – Hvolsvöllur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.