Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2012 Bandaríski djasssaxófónkvartettinn Four leikur á sumardjasstónleikum veit- ingahússins Jómfrúrinnar á morgun milli kl. 15-17. Kvartettinn skipa þeir Mark Watkins á sópran- og altósaxófóna, Ray Smith á altósaxófon, Sandon Mayhew á tenórsaxófón og Jon Gudmundson á baritonsaxófón. Þess má geta að síðastnefndi saxófónleikarinn er af íslenskum ættum, en hann býr og starfar í Utah. Allir meðlimir kvartettsins eru kennarar við tónlistarháskóla. Aðgangur er ókeypis. Ljósmynd/Ray Smith Four á Jómfrúartorgi Félag um listasafn Samúels í Selár- dal stendur fyrir Sambahátíð að Brautarholti í Selárdal við Arnar- fjörð á morgun. Sambahátíð er sam- koma fyrir alla fjölskylduna, en boð- ið verður upp á tónlist, leiklist, sagnamenn og gönguferðir með leið- sögn. Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur kemur fram kl. 15, en klst. síðar verður Gerhard König með leiðsögn um svæðið og Ólafur Hannibalsson með leiðsögn í göngu- ferð að Selárdalskirkju. Sýning um Samúel verður opin í kirkjunni og í listaskála Samúels. Kómedíuleik- húsið sýnir leikþáttinn Listamaður- inn með barnshjartað kl. 17.30 og kl. 20.30. Um kvöldið verður dagskrá með tónlist og sagnamönnum, en stefnt er að því að tendra varðeld á ströndinni um kl. 23 og þar verður brekkusöngur fram undir miðnætti. Sambahátíð í Selárdal Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég hef alltaf gert töluvert af því að sýna erlendis, en þetta er sennilega stærsta einkasýning mín til þessa,“ segir Kolbrún Björgólfsdóttir betur þekkt sem Kogga sem um þessar mundir sýnir verk sín á einkasýningu í galleríinu Bredgade Kunsthandel í miðborg Kaupmannahafnar. Sýn- ingin stendur til 14. júlí nk. en verkin verða áfram kynnt í galleríinu fram á haust. Í dag tekur Kogga þátt í lista- mannsspjalli ásamt danska listfræð- ingnum Lars Olesen og af því tilefni sló blaðamaður á þráðinn til Koggu. Spurð hvernig sýningin sé til kom- in segir Kogga frumkvæðið hafa komið frá Lars Olesen. „Hann hefur um árabil fylgst með mér og alltaf komið reglulega til mín á vinnustof- una á Vesturgötunni og keypt verk. Ætli það séu ekki þrjú til fjögur ár síðan hann fór fyrst að ræða það að hann langaði til að sjá sýningu á verk- um mínum í Kaupmannahöfn,“ segir Kogga og tekur fram að sýningin hafi verið hálft annað ár í undirbúningi. Sendi verk út í 17 kössum „Ég vann ný verk fyrir sýninguna og sendi út í 17 kössum,“ segir Kogga og bætir hlæjandi við: „Ég er eigin- lega ofvirk og alveg hrikalega mikið vinnudýr. Mér finnst ég aldrei vera búin að gera nóg eða nógu vel. Þannig að ég var alveg sannfærð um þegar ég var að pakka í kassana að rýmið myndi gleypta verkin.“ Aðspurð um stærð verkanna segir Kogga þau spanna allt frá lofastórum verkum til veggverka í stærðinni 1,5x1,5 m. „Þema sýningarinnar er íslensk nátt- úra og veðrátta. Stór hluti verkanna eru raðverk sem mynda heild. Hver og ein sería er ólík í vinnubrögðum, nálgun og útfærslu.“ Að sögn Koggu hafa viðtökur við sýningunni farið fram úr björtustu vonum. „Aðsóknin hefur verið gríð- arlega góð og ekki spillir fyrir að gall- eríið er staðsett á mjög góðum stað í borginni, þ.e. við sömu götu og Amali- enborg Slot og er beint á móti De- signmuseum Danmark sem er stærsta og flottasta safn í listiðnaði og hönnun þar í landi,“ segir Kogga og tekur fram að áhugi danskra fjöl- miðla hafi komið sér þægilega á óvart. „Þannig er ég þegar búin að fara í viðtal hjá Dansk Kultur TV og framundan er viðtal við Berlingske Tidende hjá einum virtast list- gagnrýnanda blaðsins. Maður kemst ekki að í þessum miðlum nema þeir hafi áhuga á efninu,“ segir Kogga og tekur fram að hún vonist til þess að sýningin geti opnað sér frekari dyr í Danmörku. Þess má geta að Kogga mun jafnframt í dag funda með Lise Seisbøll safnastjóra Danmarks Ker- amikmuseum Grimmerhus. Eins og fyrr sagði tekur Kogga þátt í listamannsspjalli ásamt sýningarstjóranum í dag. Tökulið Tom Cruise heimsótti verkstæði listakonunar „Meðal þess sem við Lars munum ræða er staða hönnunar og listiðn- aðar á Norðurlöndunum, en við mun- um bera saman stöðuna í Danmörku og á Íslandi,“ segir Kogga sem lærði keramik í Danmörku á sínum tíma og þekkir því vel til í báðum löndum, en Kogga hefur unnið sem keramiker sl. fjörutíu ár og rekið eigin vinnustofu- gallerí sl. 27 ár. „Mér heyrist á skipuleggjendum listamannsspjallsins að þeim finnist spennandi að heyra sýn mína á það hvort og hvað hafi breyst á þessum fjörutíu árum og hvort staða hönnuða og listiðnaðar hafi breyst. Meðal þess sem við reynum að leita svara við er hvernig sé að vera keramiker á Ís- landi. Staðan mín er sú að það eru helst erlendir safnarar og söfn sem kaupa stærstu verkin mín. Á Íslandi lítur staðan öðruvísi út þar sem nær engir alvöru safnarar á keramiki eru til staðar. Það sem hefur komið mér til góða er að útlendingar koma mikið til mín og öðru hvoru fólk með þekkingu og skilning á því sem ég er að gera og sem áttar sig á þeirri sérhæfðu tækni sem ég hef þróað í gegnum árin. Oft eiga skemmtilegar uppákomur sér stað á verkstæðinu, m.a. var ítalska Vogue í vor sem leið að taka brúðarmyndir fyrir haustblaðið sitt. Verkstæðið og verkin mín voru þar í forgrunni. Svona uppákomur eru tals- vert tíðar og hafa ósjaldan haft í för með sér sölu verka. Síðast á miðviku- daginn var tökulið Tom Cruise að versla hjá mér,“ segir Kogga og bætir við: „En nú verð ég að kveðja þig því ég er að hlaupa í viðtalið við Berl- ingske.“ „Ég er hrikalega mikið vinnudýr“  Kogga með stærstu einkasýn- ingu sína til þessa í miðborg Kaup- mannahafnar Morgunblaðið/Styrmir Kári Góð „Aðsóknin hefur verið gríðarlega góð og ekki spillir fyrir að galleríið er staðsett á mjög góðum stað í borginni, þ.e. beint á móti Designmuseum Danmark sem er flottasta safn í listiðnaði og hönnun þar í landi,“ segir Kogga. Aðdáun Verkið Næturturn er meðal þess sem sjá má í Bredgade Kunsthandel. Lófastór Stór hluti verkanna á sýningunni eru raðverk sem mynda heild. Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 www.ispan.is - ispan@ispan.is -VOTTUN ER OKKAR GÆÐAMERKI • Sólvarnargler • Einangrunargler • Öryggisgler • Eldvarnargler • Speglar • Hert gler - Í sturtuklefa - Í handrið - Í skjólveggi - Í rennihurðir Sérfræðing ar í gleri … og okku r er nánast ekkert ómö gulegt Opið: 08:00 - 17:00alla virka daga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.