Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2012 Fjórða myndin um kónguló-armanninn Peter Parkerhefur nú litið dagsins ljós.Að þessu sinni er það leikstjórinn Marc Webb sem leik- stýrir myndinni en hann hefur með- al annars leikstýrt myndinni (500) Days of Summer. Myndin byggist á sama grunni og fyrri myndir en söguþráðurinn er nýr auk þess sem nýir leikarar túlka hlutverkin. Handritið hefur sínar hæðir og lægðir. Fléttan er mjög fyrirsjáanleg og fylgir öllum þeim hefðbundnu formúlum sem Holly- wood-skólinn er þekktur fyrir og eru það ákveðin vonbrigði. Nokkur atriði eru einnig klisjukennd og þó svo undirritaður sé mikill aðdáandi rómantískra atriða þá var koss Pet- ers Parkers (Andrew Garfield) og Gwen Stacy (Emma Stone) fremur kjánalega útfærður. Parker festir hana þá bókstaflega í ástarvef sín- um og má eflaust hlæja að því. Sam- skipti þeirra tveggja eru þó ágæt- lega útfærð fyrir og eftir það og það fer Garfield vel að leika hinn klaufa- lega og vandræðalega Parker. Garfield hefur tekið við keflinu af Tobey Maguire og túlkar hlutverk Peters Parkers í fyrsta skipti. Hann sýnir góðan leik í myndinni og nördalegt táningshlutverkið fer honum einkar vel. Ég fagna því að Garfield sé kominn í stað Maguire sem hefur verið heldur litlaus í hlut- verki sínu í síðustu þremur mynd- um. Velski stórleikarinn Rhys Ifans eykur klárlega gæði myndarinnar og túlkar hlutverk andstæðings kóngulóarmannsins, Dr. Curt Con- nors, af stakri prýði. Svo virðist vera sem hann geti ekki klúðrað hlutverkum, hann hefur staðið sig vel í öllum þeim stóru hlutverkum sem hann hefur tekið að sér. Martin Sheen og Emma Stone eru að sama skapi góð og greinilegt að Stone er ein af björtustu vonum Hollywood um þessar mundir. Það hefur greinilega miklu fjár- magni verið eytt í að gera viðkom- andi mynd og tæknibrellurnar í henni eru ansi góðar. Sviðsmyndin er raunveruleg og einnig búningar og vel tekst að halda ákveðnum raunsæjum blæ yfir myndinni. Það er til dæmis reynt eftir fremsta megni að útskýra þær stökkbreyt- ingar sem verða í Parker og Dr. Connors og gerir það myndina áhugaverðari. Það er einnig skemmtilegt hvað persónur myndarinnar eru marg- ræðar. Þær eru ekki einungis góðar eða illar og skipting þessara afla svolítið á gráu svæði þó það sé reyndar alltaf ljóst hver sé aðal- hetjan og hver sé andstæðingurinn. Hetjan er þó mistæk og vondi karl- inn hefur að einhverju leyti góða sál; við fögnum því. Myndin er ná- kvæmlega það sem við mátti búast, hvorki meira né minna. Hún er því ágætis afþreying sem skilur þó ekk- ert eftir að áhorfi loknu. Ofurhetjuást Parker hefur hér náð athygli Stacy sem á erfitt með að kyssa hann á varirnar af augljósri ástæðu. Nýtt blóð og nýjar hefndir Smárabíó, Háskólabíó, Borgar- bíó, Laugarásbíó og Sambíóin Álfabakka, Egilshöll og Keflavík The Amazing Spider-Man bbbmn Leikstjóri: Mark Webb. Handrit: Alvin Sargent og Steve Kloves. Aðalhlutverk: Andrew Garfield, Emma Stone, Irrfan Khan, Martin Sheen, Rhys Ifans og Sally Field. Bandaríkin, 2012. 136 mín. DAVÍÐ MÁR STEFÁNSSON KVIKMYNDIR Skipuleggjendur tónlistarhátíð- arinnar Iceland Airwaves kynntu í gær fleiri listamenn og hljómsveitir sem fram munu koma á hátíðinni í ár en hún hefst 31. október og lýk- ur 4. nóvember. Meðal erlendra listamanna eru hljómsveitin Swans, hipphopp-sveitirnar Shabazz Pala- ces og THEESatisfaction, söngva- skáldið Mo Kenney, þjóðlagapopp- sveitin The Barr Brothers, Kwes, hin hollenska Moss, danska rokk- sveitin Thee Attacks og Ghostpoet. Af íslenskum hljómsveitum og tón- listarmönnum má nefna HAM, Hermigervil, Berndsen, My Bubba & Mi, Ojba Rasta, Sudden Weather, Cheek Mountain Thief, Þórunni Antoníu, Elínu Ey, Eldar og Ásgeir Trausta. Morgunblaðið/Jim Smart HAM-agangur Hljómsveitin HAM. Swans og HAM leika á Airwaves Sumartónleikar við Mývatn hefjast með tónleikum klarínettutríósins Chalumeaux og Margrétar Bóas- dóttur sópran annað kvöld kl. 21. Röðin er nú haldin í 26. skipti og sem fyrr er Margrét listrænn stjórnandi hennar. Á efnisskrá eru sönglög og tónverk eftir Pál Ísólfs- son, Atla Heimi Sveinsson, Jón Ás- geirsson, W. A. Mozart, C. Bononcini og Ch. Graupner. Chalumeaux trióið er skipað klarínettuleikurunum Sigurði Ingva Snorrasyni, Kjartani Ósk- arssyni og Ármanni Helgasyni. Tónleikarnir eru tileinkaðir 50 ára vígsluafmæli Reykjahlíðar- kirkju sem var vígð 1. júlí 1962. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Daginn eftir, eða sunnudaginn 8. júlí kl. 17, leikur hópurinn sömu efnisskrá á sumartónleikum Akur- eyrarkirkju. Aðgangur þar er líka ókeypis. Sæl Margrét Bóasdóttir sópransöngkona. Með tvenna tón- leika á Norðurlandi Fjallalamb á framandi máta Grillað fillet á spjóti, marinerað í hvítlauk, ólífuolíu, tímian & dijon sinnepi, borið fram á salatbeði með hægelduðum rauðlauk, ristuðum sveppum, bakaðri kartöflu & hvítlauks dressingu 2.690 kr. Hálendis spjótNÝTT Grillhúsið Tryggvagötu og Sprengisandi, sími: 5275000, grillhusid@grillhusid.is, www.grillhusid.is ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG! Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is HJÁ OKKUR F ÆRÐU HÁÞRÝSTIDÆ LUR Í MIKLU ÚRV ALI Dynjandi hefur mikið úrval af vatns-, borholu-, og háþrýsti- dælum af ýmsum stærðum og gerðum. Hafðu samband og við aðstoðum þig. Dynjandi örugglega fyrir þig!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.