Morgunblaðið - 06.07.2012, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 06.07.2012, Qupperneq 11
Hæfileikar Issie uppgötvaði einn daginn að hægt væri að starfa við teikningar. kemur kötturinn minn mér til að hlæja daglega,“ útskýrir hún. „Þú þarft að vinna ketti á þitt band og þeir reyna aldrei að sleikja þig upp. Ég held að kettir séu svona týpur sem viðurkenna aldrei mistök sín, eru með stórt egó og nota aðra til að fá sínu framgengt,“ segir Issie sem hef- ur greinilega pælt mikið í köttum og persónuleikum þeirra. „Hver einasti köttur hefur sinn persónuleika, ég hef aldrei séð tvo ketti sem eru alveg eins í skapinu.“ Ásamt því að vera virkilega hrif- in af köttum hefur Issie nýlega tekið upp á því að stúdera franska bolabíta. „Ég veit ekki hvernig þessi hrifning byrjaði en mér finnst þeir bara svo heillandi og yndislegir,“ útskýrir Is- sie. „Þegar ég sé franskan bolabít úti á götu kemst ég ekki hjá því að stara þar til eigendurnir eru farnir að verða órólegir,“ segir hún í gríni. „Ég hefði rosalega gott af því að fá mér hund, sérstaklega til að fara meira út og vinna minna.“ Ótrúleg tilviljun Framundan eru spennandi tímar hjá Issie en hún segist sér- staklega spennt fyrir verkefninu hjá Nikita. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég teikna fyrir fatahönnun og ég er alveg rosalega upp með mér að fá þetta einstaka tækifæri,“ segir Issie sem komst í samband við Nikita fyrir algjöra tilviljun. „Þetta byrjaði allt eftir að ég setti nokkrar teikningar eftir mig á Instagram,“ útskýrir hún en Instagram er samskiptavefur þar sem notendur setja inn ljósmyndir eða teikningar og aðrir notendur geta séð þær og gert athugasemdir. „Einn daginn fékk ég hrós fyrir myndirnar mínar frá íslenskum strák sem grínaðist með að fá mig til að mála vegg heima hjá sér einn dag- inn,“ segir Issie en stuttu seinna hafði kærasta stráksins samband við Issie og fékk hana til að teikna jólagjöf fyr- ir aðdáandann. „Eitt leiddi af öðru og svo kemur í ljós að bróðir stráksins vinnur sem grafískur hönnuður hjá Nikita, sá myndirnar mínar og vildi fá mig í samstarf. Ég trúði varla mínum eigin augum þegar ég las tölvupóst- inn,“ segir Issie sem heldur enn sam- bandi við íslenska parið, George og Úlfhildi. Aðspurð vill Issie ekki gefa of mikið upp um störf sín fyrir Nikita en von er á línunni einhvern tímann á næsta ári. „Ég get reyndar lofað því að ég mun ekki bara teikna ketti í þetta skiptið,“ segir Issie og hlær. Flott Issie notar skemmtilega litasamsetningu í myndum sínum. Kettir Issie segir hvern einasta kött hafa einstakan persónuleika. www.issie.se DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2012 Ábyrgðar- og þjónustuaðilar: Optical Studio Smáralind - Sími 528 8500 Optical Studio Keflavík - Sími 421 3811 PRADA, MOD OPS 06CV RAY BAN, MOD 3479 FOLDING BULGARI, MOD OBV 4064B OAKLEY, MOD RADARLOCK, LENS G30 / IRIDIUM GREY OAKLEY, MOD SPLIT JACKET. LENS RED IRIDIUM POL HD CHROME HEARTS, MOD PETCOCK RAY BAN, MOD ORB 3466 PRADA, MOD OPR 220V OPTICAL STUDIO FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ Verslaðu á hagstæðara verði í okkar fullbúnu gleraugnaverslun á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.