Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ríkisútvarp-ið setti þaðupp sem sína fyrstu frétt að María Dam- anaki, sjávar- útvegsstjóri ESB, hefði sagt aðspurð að engar líkur væru á því að ESB myndi beita viðskipta- þvingunum gegn Íslendingum vegna veiða þeirra á makríl. Þetta hafði allt þann brag að fréttastofa RÚV teldi sig vera að flytja góða frétt. Ekki var þessi fréttaflutningur björgu- legur og í besta falli mjög barnalegur. ESB hefur haft mikið fyrir því að tryggja sér heimildir til að beita viðskiptaþvingunum í þessari deilu sinni við Ísland og Færeyjar. Og þótt þær þjóðir sem á að beita þving- unum gegn séu ekki nefndar í heimildarákvæðunum er það ekki innlegg í umræðuna. Slík heimildarákvæði eru jafnan almennt orðuð, rétt eins og refsiheimildir í íslenskum lög- um. En það sem vantaði í hina barnalegu frétt fréttastofu Ríkisútvarpsins var það sem þó má augljóst vera. Sem sagt það að sjávarútvegsstjórinn er bersýnilega sannfærður um að forystumenn íslensku þjóðarinnar muni gefa hags- muni sína eftir í deilunni áður en til þess þurfi að koma að viðskiptaþvingunum verði beitt. Hótanirnar einar muni duga. Og því miður er nokkuð víst að þessi tilgáta sjávar- útvegsstjórans er býsna sennileg. Utanríkisráðherrann hefur, bæði í eigin persónu og þriðju persónu, þegar rekið formann íslensku samninganefnd- arinnar í makríldeilunni. Ráð- herrann gaf það svar að það væri svo rík þörf fyrir for- manninn, sem hann sagði einn hinn hæfasta í ráðuneytinu, í önnur verkefni. Mörgum mán- uðum síðar hefur enn ekki fengist uppgefið hvaða verk- efni þetta eru sem urðu til þess að skipta varð um hest í þessari á miðri. Formaður utanríkismála- nefndar Alþingis sagði á hinn bóginn, í margra vitna við- urvist, að það yrði að láta embættismanninn víkja, því að hann væri ekki tilbúinn til að semja. Í annan stað er búið að bola Jóni Bjarnasyni burt úr sjáv- arútvegsráðuneytinu. Jón var sekur um hið sama og emb- ættismaðurinn sem víkja þurfti úr sínu sæti. Hann var haldinn þeim misskilningi að hann ætti að gæta hagsmuna ís- lensku þjóð- arinnar í viðræð- unum. Og rétt væri og brýnt að standa í lappirnar. Í þriðja lagi gaf sjávarútvegsstjórinn til kynna að „kaflar um sjáv- arútvegsmál“ í aðlög- unarviðræðunum yrðu ekki „opnaðir“ nema Íslendingar væru áður búnir að leggja nið- ur sín varnarvopn í makríl- deilunni. Allir vita hvaða áhrif slíkar hótanir ESB hafa á full- trúa einsmálsflokksins í rík- isstjórninni. Steingrímur J. Sigfússon þóttist í viðtölum ekki endi- lega ætla að gefast upp í mál- inu baráttulaust. Einhvern tíma hefðu einhverjir trúað orðum hans um slíkt. En jafn- vel hinir trúgjörnustu eru ekki líklegir til slíks lengur. Steingrímur er harðasti ESB-andstæðingurinn úr síð- ustu kosningum eins og menn muna. Atli Gíslason alþing- ismaður hefur bent á að Stein- grímur J. var búinn að sam- þykkja fyrir þær kosningar að láta Ísland í aðlögunarvið- ræður við ESB gegn ráð- herrastól eftir kosningar. Samt ítrekaði hann og undir- strikaði andstöðu sína við að- ild að ESB allt þar til síðasta kjörstað var lokað. Og Stein- grímur stýrði samningum um Icesave. Það þarf í rauninni ekki að segja meir. Enginn maður hefur fengið aðrar eins rassskellingar fyrir frammistöðu sína í slíkum efn- um og Steingrímur. En það má þó minna á að Steingrímur samdi sem fjármálaráðherra við aðila vinnumarkaðarins um öll þau atriði sem rík- isstjórnin skuldbatt sig til að láta framkvæma svo tryggja mætti frið á vinnumarkaði. Aðilarnir hafa upplýst að allt það sem lofað var þá hafi verið svikið, bæði stórt og smátt. Og þessi svikasaga öll er miklu lengri og æði dapurleg, svo látið verður vera að rekja hana lengra að sinni. En upp úr stendur að Stein- grímur J. Sigfússon hefur sýnt svo ekki verður um villst að hann er miklu líklegri til að standa með þeim sem sækja að Íslandi en landinu sjálfu. Það eru því yfirgnæfandi líkur á að það sé rétt mat hjá Maríu Damanaki að gagnvart slíkum manni sé fullnægjandi að veifa óundirrituðu uppkasti að ófrágengnum drögum að hót- unarbréfi. Rétt mat sjávar- útvegsstjóra ESB á staðfestu íslenskra ráðamanna er hryggilegt} Með slíkum markverði stendur markið opið G aflarinn sem ég er. Ég kann illa við að heyra um nágranna mína, að þeir hafi farið út af sporinu. Nú hefur það gerst og ég vil fara að- eins yfir málið. Fyrst af öllu verður að taka fram, að þó svo maður elski náungann er það svo að þeir gleymast þegar maður sér þá sjaldnar. Að því sögðu þá rakst ég á einn gleymdan ný- verið. Ég var mættur í dómsal Héraðsdóms Reykjaness. Þarna átti að fá fram afstöðu nokkurra stráklinga til ákæru á hendur þeim. Svo var þarna Annþór Kristján Karlsson. Ég þekki hann nú ekki persónulega en hef séð hann öðru hverju dæmdan. Að lokum var það berserkurinn Börkur Birgisson. Það voru kannski ekki fagnaðarfundir eða gleðiefni að hittast, þó svo löngum hefðum við báðir búið í Firðinum fagra sem svo erfitt er að yfirgefa og stundum þarf til þess laganna verði. Engu að síður birtist mér minning frá yngri árum, saklausari tíma. Við Börkur að skála á hinum fornfræga stað A. Hansen. Börkur benti löngum vísifingri sínum í átt að mér og ég var í fyrstu upp með mér að hann skyldi muna eftir góðu stundunum. Þá spurði hann félaga sína hvort „þetta“ væri blaðamaður. Með tíu lögreglumenn, merkta og ómerkta, fyrir framan mig fannst mér ég varnarlaus. Voru stundir okkar á A. Hansen einskis virði? Vinir hans svöruðu því til að þetta væri líklega „einhvers konar skrifari“ og reyndu með því væntanlega að gera lítið úr starfstitli mínum. Frekar auðvelt verk kannski, enda getur hver maður kallað sig blaðamann. Alla vega. Þar sem ég velti mér upp úr málefnum Bark- ar í vinnunni má nefna, að ég varð hugsi yfir nýföllnum dómi fyrir brot gegn valdstjórninni og ærumeiðingar. Brotið gegn valdstjórninni var játað og sannað, hann spýtti út sér munn- vatni og á héraðsdómara. Ærumeiðingarnar fólust svo í því að kalla dómarann „tussu“. Fallast má á það með þeim héraðsdómara sem dæmdi í málinu að háttsemin hafi verið ósæmileg og niðrandi. Um hafi verið að ræða móðgun og orðalagið án nokkurs vafa til þess fallið að meiða æru dómarans. Í þessu ljósi er forvitnilegt að taka tvö dæmi. Annars vegar kæru þáverandi yfirmanns efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra gegn fyrrverandi yfir- manni sömu deildar vegna ærumeiðinga. Sá fyrrverandi átti að hafa kallað hana „kerlingartussu“ í viðurvist vitna. Þrátt fyrir vitnin var málinu snögglega vísað frá og æra þáverandi yfirmanns efnahagsbrotadeildar virðist ekki hafa beðið hnekki. Hins vegar var það aðstoðarmaður menntamálaráð- herra sem lauk tölvupóstssamskiptum sínum á þann hátt að ráðagerðir ríkisstjórnarinnar væru „tussufínar“. Ekki skal lítið gert úr ærumeiðingum Barkar en miðað við afsakanir aðstoðarmannsins, sem sagði að um hrós hefði verið að ræða, hefði hann kannski átt að verja Börk. andrikarl@mbl.is Andri Karl Pistill Tussufínn pistill um glæpamenn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is T ímamót urðu í sögu vís- indanna í fyrradag þegar vísindamenn við rann- sóknarstofu Samtaka Evrópu að kjarnorku- rannsóknum (CERN) í Genf töldu sig hafa fundið afgerandi sönnun fyr- ir tilvist Higgs-bóseindar, eindar sem talin er gefa öðrum eindum massa. Undanfarna hálfa öld eða svo hafa eðlisfræðingar reist hugmyndir sínar um efnisheiminn á svonefndu staðal- líkani. Líkanið felur í sér að eindum er skipt í tvo flokka, annars vegar bóseindir og hins vegar fermíeindir. Bóseindir eru burðareindir og flytja krafta milli einda en fermíeindir eru hið eiginlega efni. Higgs-bóseindin er talin gefa eind- um í staðallíkaninu massa en hún er nefnd eftir breska eðlisfræðingnum Peter Higgs sem gat sér til um tilvist hennar árið 1964. Við tilraunina í CERN voru rót- eindir látnar rekast saman á hraða sem liggur mjög nærri ljóshraða, hinum endanlega hraða, í hringlaga 27 km braut. Róteindirnar eru drifn- ar áfram af 8 billjón volta sveiflu- hólfum og útheimtir það mikla ná- kvæmni að halda þeim á réttri braut. Unnið úr milljónum árekstra Sveinn Ólafsson, vísindamaður í eðlisfræði við HÍ, segir vísindamenn við CERN hafa þurft að greina millj- ónir árekstra öreinda á sekúndu við leitina að Higgs-bóseindinni. „Það þarf dirfsku til að notast við róteindir í slíkri tilraun enda mynd- ast gífurlegur fjöldi agna við árekst- ur þeirra. Það er mikið mæli- tæknilegt afrek að finna Higgs-- bóseindina.“ Má hér rifja upp að samkvæmt frægri jöfnu Einsteins, E=mc2, get- ur efni orðið til úr orku. Gífurleg orka myndast við slíka háhraðaárekstra sem getur myndað eindir. Fram kom í tilkynningu frá CERN að frekari uppgötvanir sem gerðar verða í sama hraðli kynnu að bregða birtu á hulduefni, efnið sem hulið er sjónum og talið er að myndi 85% efnis í alheiminum, og önnur dularfull fyrirbæri í alheimi. Þórður Jónsson, prófessor í eðlis- fræði við HÍ, segir þetta vera vanga- veltur. „Higgs-eindin rennir styrkari stoðum undir staðallíkanið og gerir það að verkum að beiting þess í heimsfræðinni, að því marki sem hún skiptir máli, er á traustari grunni reist. En ég held að þetta hafi ekkert með hulduefni að gera. Staðallíkanið hefur verið notað í rúma fjóra áratugi til þess að útskýra allar tilraunir í öreindafræði og allar niðurstöður um öreindir, ef frá eru taldar tilraunir sem sýna að fiseindir virðast hafa smávegis massa. Á það hefur hins vegar skort að færa sönn- ur á tilvist Higgs-agnarinnar sem tal- in er útskýra hvers vegna massar sumra öreinda eru þeir sem þeir eru. Ef Higgs-eindin væri ekki til myndi líkanið ekki standast. Ef Higgs- eindin kemur fyrir í stærðfræðilegri framsetningu á líkaninu ætti hún að vera sjáanleg í tilraunum, eins og hún virðist vera.“ Kom ekki á óvart Þórður segir uppgötvunina ekki koma á óvart enda hefði ekki verið ráðist í þessar flóknu tilraunir nema búist væri við því að Higgs-eindin kæmi í leitirnar. „Það væri meira spennandi fyrir eðlisfræðina ef hún hefði ekki fundist eða þá að eitthvað annað óvænt hefði komið ljós.“ Nokkur fámenn rannsóknarteymi kepptu um að verða fyrst til að kljúfa atómið. Til samanburðar segir Þórð- ur að um 2.000 eðlisfræðingar hafi komið að tilrauninni í CERN. Langþráð takmark vísinda virðist í höfn AFP Tröllaukinn Hér má sjá hluta af stóra sterkeindahraðlinum (LHC) í miðstöð CERN í Genf sem var notaður við leitina að Higgs-bóseindinni. Svonefnd mætti lýsa víxlverkun öreinda og eru mælikvarði á kraftinn sem verkar á milli agna. Higgs-eindin kemur fram sem eins konar stiki í þessu mætti og stýrir því hvers vegna mættið er eins og það er. „Í sem einföldustu formi er eins og eindir vilji ekki hafa massa. Til þess að þær fái massa þarf eitthvað að koma til. Tilgátan gekk út á að Higgs- eindin skýrði það og það virðist vera rétt tilgáta. Þetta breytir í sjálfu sér engu um hvernig litið er á massa,“ segir Þórður. Tilgáta reynist rétt ÖGNIN SEM GEFUR MASSA Teikning Árekstur róteinda í LHC. Stefnan er sýnd með rauðum línum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.