Morgunblaðið - 06.07.2012, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 06.07.2012, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2012 BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég hallast helst að því að þetta sé tilviljun,“ sagði dr. Karl Skírnisson, dýrafræðingur, þegar hann var spurður hvernig á því stæði að a.m.k. fjórir hvítabirnir hefðu komið hingað til lands á árunum 2008-2011. Karl og samstarfsfólk hans á Til- raunastöð Háskóla Íslands að Keld- um hefur rannsakað hvítabirni sem felldir hafa verið hér undanfarin ár. Leit stóð yfir að hvítabirni við Húnaflóa þegar rætt var við Karl í gær. Hann sagði komur hvítabjarna hafa verið tíðar í gegnum aldirnar. Vissulega hafi orðið breytingar á hafísnum hér fyrir norðan og hann verið í minna lagi sum árin sem hafi áhrif á útbreiðslusvæðið. En ekki megi draga of miklar ályktanir af því þótt fjögur dýr hafi sannanlega komið á þremur árum. Karl sagði hvítabirni sem leggja leið sína til Íslands tilheyra Austur- Grænlandsstofninum. En telur hann koma til greina að flytja þá lifandi úr landi? „Ef menn eru að velta því fyrir sér þá kemur ekkert annað til greina en að flytja þessi dýr aftur heim,“ sagði Karl. Hann sagði A- Grænlandsstofninn vera um 2.000 dýr og eru veidd úr honum 60 dýr árlega. „Ég þykist vita að Græn- lendingar séu ekki spenntir fyrir því að fá einhver undirmálsdýr héðan frá Íslandi inn í stofn sem þau voru sannarlega að flýja úr.“ Karl sagði það ekki vera einfalt mál að flytja dýr á milli landa, það sé milliríkjamál sem krefjist tals- verðrar fyrirhafnar og vinnu. Hann taldi þó koma til greina að leggja í þá fyrirhöfn sé um að ræða húna sem nýlega hafa orðið sjálfstæðir og lúta ekki lengur forsjá móður. Hvítabirnir verða sjálfstæðir á út- mánuðum á þriðja aldursári. Miklu síður sé ástæða til að reyna að flytja eldri hvítabirni á milli landa. „Það hefur mikið verið fjallað um þessi mál á Íslandi og ákvörðun ver- ið tekin um að fella birnina hingað til,“ sagði Karl. Hann bendir á að viðbragðshópur taki í hverju tilviki ákvörðun um hvað gera skuli í sam- ráði við lögregluna á staðnum. Með staðsetninguna á hreinu Karl sagði að hvítabirnir séu með innbyggð staðsetningartæki, ef svo megi segja. „Dýrin ganga marga kílómetra í tiltekna átt til þess að færast ekki úr Svalbarðastofninum yfir í Grænlandsstofninn. Þau vita alveg hvar þau eru stödd. Ég vil kalla það afbrigðilega hegðun þegar hvítabirnir taka ákvörðun um að synda út af útbreiðslusvæði tegund- arinnar. Það getur átt sér fé- lagslegar ástæður, að dýrið hafi orð- ið undir í samkeppni og þurft að láta í minni pokann. Birnirnir slást t.d. miskunnarlaust um mökunarréttinn og það eru mikil átök í félagskerfi hvítabjarna. Mér finnst atferlið benda til þess að dýrin sem koma hingað séu dýr sem orðið hafi undir í samkeppninni,“ sagði Karl. Hann sagði þetta eiga við um allavega þrjú af fjórum dýrum sem komu á árunum 2008-2011. Síðasta dýrið sem kom á land í Þistilfirði í janúar 2010 var magurt og ræfilslegt, en það kann að skýrast af því að það kom nokkru áður en selirnir kæpa í ísnum norður af landinu og dýrið því orðið langsoltið. Hin þrjú komu í maí og júní og á þeim tíma hefðu þau átt að hafa safnað fituforða upp á tugi eða jafn- vel hundruð kílóa, allt eftir stærð dýranna. Þau moða svo úr þessum forða það sem eftir lifir ársins, ekki síst birnurnar sem makast seinni- part vetrar. Þær eru mjög háðar því að hafa fitað sig áður en meðgangan hefst seinnipart hausts. Húnarnir fæðast í híði um áramótin. Þá þarf birnan að hafa nóg spik til að mjólka af sér næstu mánuðina þar til hún getur farið með húnana á veiðar seinni part vetrar. Karl sagði hvítabirni lifa fyrst og fremst á selspiki. Það sé ekki rétt að hvítabirnir geti lifað á grasi og þangi. „Þeir fá ekki næringu úr neinu öðru en því sem meltingar- vegur þeirra er lagaður að, það er spik og aftur spik ef það er í boði. Ef ekki er nóg af spiki þá taka þeir kjötið líka af selnum. En ef nóg er af spiki þá skilja þeir kjötið eftir fyrir rebba,“ sagði Karl. Hann sagði hvítabirni yfirleitt ekki veiða bráð sína á sundi og það sé lykilatriði, þegar rætt sé um afkomulíkur þeirra hér. Vissulega eru þess dæmi að hvítabirnir hafi setið fyrir blöðru- selum í sjónum við ísröndina, en þær aðstæður eru ekki hér. Þótt mikið sé af sel við Vatnsnes er því ólíklegt að hvítabirni yrði vel ágengt við veiðar þar. Selirnir eru snarir í snúningum í sjónum og hvítabirn- irnir ekki á heima- velli þar sem haf- ísinn vantar. Afbrigðileg hegðun bjarna  Hvítabirnir sem hingað hafa komið undanfarið hafa flestir átt undir högg að sækja vegna aldurs og bágs líkamlegs ástands  Dýrafræðingur telur tilviljun ráða tíðari komum bjarna hin síðari ár Ljósmynd/Lögreglan á Blönduósi Spor Fólk taldi sig hafa séð hvítabjörn á sundi við Vatnsnes. Einnig sáust spor eins og þetta í sandi við Geitafell. Í framhaldi af því hófst leit að birni. Hvítabirnir sem felldir voru hér á árunum 2008 til 2011 hafa all- ir verið krufnir og rannsakaðir í þaula, eins og fram kemur í skýrslum og greinum dr. Karls Skírnissonar o.fl. sem hér er vitnað til. 3. júní 2008 Hvítabjörn var felldur á Þverárfjalli í Skaga- firði. Hann var á 23. aldursári og næstelsta bjarndýr sem hef- ur verið fellt úr Austur- Grænlandsstofninum. Björninn mun hafa vegið um 220 kg á fæti og var 209 cm langur. Dýr- ið var smitað af tríkínutegund- inni Trichinella nativa. Það var í fyrsta sinn sem þetta sníkjudýr var staðfest hér á landi. Sníkju- dýr þetta gæti borist í íslensk dýr og menn ef lirfusmitaðs kjöts væri neytt. 17. júní 2008 Hvítabjörn sást við Hraun á Skaga þann 16. júní. Dýrið var fellt daginn eftir. Það reyndist vera birna á 15. aldurs- ári. Hún vó um 142 kg og var 194 cm löng. Birnan var mjög horuð og með sár í bógkrikum sem þótti benda til þess að hún hefði synt um langan veg. 27. janúar 2010 Hvítabjörn var felldur við eyðibýlið Ósland í Þistilfirði. Um var að ræða birnu og þótti líklegast að hún hefði verið fjögurra ára og eins mán- aðar gömul. Ekki er hægt að útiloka að hún hafi verið yngri eða eldri. Birnan var 173 cm löng og vó hún 138 kg. Hún reyndist vera smituð af trík- ínum en sýkingarmagnið mun minna en í Þverárfjallsbirn- inum, enda dýrið miklu yngra. 2. maí 2011 Ung birna, sem var talin hafa verið þriggja ára og fjögurra mánaða gömul, var felld í Rekavík á Horn- ströndum. Dýrið var smávax- ið, birnan vó 95 kg og var 173 cm löng. Fituforði henn- ar var óeðlilega lítill miðað við árstíma þegar dýrið var fellt. Birnirnir voru ekki vel á sig komnir FJÓRIR HVÍTABIRNIR FELLDIR FRÁ 2008-2011Á slóðum hvítabjarna 4. júlí 2012 Spor finnast Þórshöfn Raufarhöfn 4. maí 2011 Ísbjörn í Rekavík á Hornströndum Ísafjörður Bolungarvík 27. janúar 2010 Ísbjörn við Sævarland í Þistilfirði Grunnkort/Loftmyndir ehf. 16. júní 2008 Ísbjörn við Hraun á Skaga 4. júlí 2012 Ítalskir ferðamenn telja sig sjá ísbjörn á sundi 2. júní 2008 Ísbjörn við Þverárfjall Blönduós Sauðárkrókur Húnaflói Húnafjörður Skagafjörður Karl Skírnisson Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Byrjað verður að innheimta bíla- stæðagjöld við afgreiðslu Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli síðla sumars. Þetta gerist í framhaldi af framkvæmdum við malarstæði neð- an við flugstöðina sem nú standa yf- ir. Þar er verið að koma fyrir lögnum og fleiru og í framhaldinu verða stæðin malbikuð. „Við teljum þessar framkvæmdir afar brýnar. Með þessu móti viljum við koma til móts við þarfir og óskir farþega okkar um góð bílastæði. Getur fólk þá valið um stæði næst inngangi eða þau sem fjær liggja þar sem stæðigjald verður aðeins lægra. Þar gæti klukkustundargjald orðið 50 til 100 kr. en hærra á stæð- um næst flug- stöðinni. Þá peninga sem með þessu móti aflast munum við nota til við- halds á svæð- inu og einnig verður gæsla á svæðinu,“ segir Ingi Þór Guðmundsson, forstöðu- maður sölu- og markaðssviðs Flug- félags Íslands. Í fyrirætlunum þessum hefur Flugfélagsfólk verið í góðu samstarfi við fulltrúa Reykjavíkurborgar sem eru málinu hlynntir. Kemur þar til sú stefna borgaryfirvalda að draga úr vægi og notkun einkabíla en efla þess í stað almenningssamgöngur, segir Ingi Þór. Hann kveðst og vænt- ir þess að bílastæðamálið sé aðeins upphafið að endurbótum og upp- byggingu – svo sem byggingu nýrrar flugstöðvar – sem sé brýnt verkefni. Að reisa nýja flugstöð hefur lengi verið í deiglunni, en núverandi bygg- ing, sem reist var á stríðárunum, þykir á engan hátt svara kröfum tím- ans. Eftir að hugmyndir um bygg- ingu samgöngumiðstöðvar voru slegnar af seint á árinu 2010 sendi Flugfélag Íslands inn drög og hug- myndir að flugstöðvarbyggingu, sem félagið hefur áhuga á að reisa. Skipu- lagsráð Reykjavíkur fjallaði um mál- ið fyrir rúmu ári en þá var afgreiðslu málsins frestað. Miðað er við að reisa límtrésbyggingu sem væri 2.500 fer- metrar að grunnfleti. Afstaða veldur óvissu Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra hefur látið þess getið að heppilegra gæti verið að að opinbert félag reisti flugstöðina en ekki einka- fyrirtæki á borð við Flugfélag Ís- lands. Þetta hefur skapað óvissu og áframhald og þróun málsins veltur, að mati forsvarsmanna FÍ, talsvert á afstöðu ráðherrans. Borga fyrir bílastæðin við flugvöllinn  Gjald 50 til 100 kr. á klukkutímann  Dýrari bílastæðin verða næst dyrum Morgunblaðið/Ernir Farþegar Gengið frá borði út á bílastæðin við flugstöðina. Byrjað verður að innheimta stæðisgjöld þegar framkvæmdum þar lýkur síðla sumars. Ingi Þór Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.