Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2012 ✝ Auður Elías-dóttir fæddist á Þingeyri við Dýra- fjörð 28. ágúst 1930. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness aðfaranótt 28. júní 2012. Foreldrar henn- ar voru Jóhanna Þorbergsdóttir, f. 1. ágúst 1903, d. 26. desember 1987 og Elías Kristján Jónsson, f. 1. júní 1898, d. 23. desember 1975. Systir Auðar er Erna Elíasdótt- ir, f. 8. júlí 1939, gift Þorsteini Ragnarssyni og eru þau búsett á Akranesi. Eftirlifandi maki Auðar er Kjartan H. Guðmundsson blikk- smíðameistari, f. 18. júní 1923 á Búðum í Hlöðuvík á Horn- ströndum. Gengu þau í hjóna- band 4. febrúar 1950. Börn þeirra: 1. Kolbrún, f. 1950. Börn hennar a) Auður Súsann, maki Sigurður V. Að- 1961, maki Þórunn Elídóttir, börn þeirra Elí og Kjartan. Áð- ur átti Kjartan einn son, Guðna, maki Magnea Erla Otte- sen, börn þeirra, Harpa, Hauk- ur Ingi og Margrét Erla. Auður ólst upp á Þingeyri og yfirgaf æskustöðvarnar sínar 1946 og lá leiðin til Reykjavík- ur. Starfaði þar fyrst um sinn á saumastofu. Kjartan og Auður hófu sinn búskap í Reykjavík og fluttu síðan á Akranes 1958, fyrst á Vitateig 3 og síðustu ár- in áttu þau heima á Háholti 15 þar til þau fluttu á Dvalarheim- ilið Höfða. Hún rak verslunina Valfell Kirkjubraut 2, á Akra- nesi í nokkur ár ásamt dóttur sinni, Elínu. Vann hjá Járn- blendiverksmiðjunni á Grund- artanga. Síðustu ár áður en hún hætti á vinnumarkaðnum vann hún hjá Fjöliðjunni, Akra- nesi. Útför Auðar fer fram í Akra- neskirkju í dag, 6. júlí 2012, og hefst athöfnin kl. 14. alsteinsson, eiga þau einn son, Bjarna Þór. b) Erla Linda, maki Bjarki Sig- urbjörnsson, eiga þau tvær dætur, Sunnu og Ástrósu, c) Hafdís, maki Halldór Oddsson, eiga þau tvær dætur, Emmu Lilju og Söru Kol- brúnu. 2. Elín Hanna, f. 1954, maki Jón Vestmann, börn þeirra a) Auður, maki Thomas Fredrekson, eiga þau tvö börn , Ísabellu og Alexander. b) Eva Lind, maki Ágúst Auðunsson, eiga þau fimm börn, Aþenu, Ástu, Karen, Auðun og óskírðan. c) Thelma, maki Jó- hann Eiríksson, eiga þau þrjú börn, Birtu, Ásu og Elínu 3. Hafsteinn, f. 1961, maki Þur- íður S. Baldursdóttir, börn þeirra, Atli Þór, Guðlaug Sif og Jóhanna Gréta. 4. Hörður, f. Nú þegar við kveðjum okkar kæru mömmu, tengdamömmu, ömmu koma margar myndir upp í hugann. Myndir sem minna okkur á þessa góðu konu sem umvafði okkur með hjartahlýju. Þegar strákarnir voru litlir þótti þeim alltaf gaman að heim- sækja ömmu og afa á Akranesi. Auður var einstök amma. Hún var alltaf til í að leika við strák- ana og þegar þeir stækkuðu tók hún þeim eins og þeir voru. Hún gerði ekki kröfur heldur umvafði þá og bar hag þeirra ofar öðru. Á sinn einstaka hátt aðstoðaði hún oft þegar við vorum óörugg með drengina. Hún skipti sér ekki af en var tilbúin að aðstoða þegar við leituðum eftir því. Þannig var Auður, hún tranaði ekki sér aldrei fram en var alltaf til staðar ef á þurfti að halda. Allar myndir af Auði eru í björtum litum. Hún var alltaf fallega klædd og lífgaði upp á til- veruna með fallegum hlutum. Við sjáum fyrir okkur þessa fal- legu konu með gráhvítt hár, blik í auga og andlit með fínlegu munstri lífsins. Við kveðjum nú Auði með miklum söknuði. Það er erfitt að hugsa sér tilveruna án hennar en minningin um þessa einstöku mömmu, tengdamömmu og ömmu mun lifa með okkur og minna okkur á að hafa lífið í lit. Hörður og Þórunn. Elsku hjartans móðir mín er látin. Þótt þú hafir verið mikið veik síðustu daga hélt ég að þú myndir ná þér upp úr þessu, því kom kallið allt of fljótt og mjög á óvart, eftir situr maður hnípinn og ekki alveg farinn að meðtaka þetta. Aldrei aftur búðaráp með þér að kíkja á föt og glingur eða kaupa sykrað hlaup í Krónunni. Aldrei aftur með þér við eldhús- borðið að maula rúsínur og kon- fekt. Elsku mamma mín, ég sakna þín sárt. Guð varðveiti þig og takk fyrir allt. Við munum halda vel utan um pabba og hér er uppáhaldsljóðið þitt eftir hann. Hægt líður þoka af hafi hylur mjúklega tinda sólin er sest bakvið fjöllin er síðustu geislana binda. Húmið það sígur um sæinn sólskríkjan kveður nú daginn. Blómin sem dagana dýrka drúpa nú höfði í sárum áður í glampandi geislum gráta nú daggartárum. Enn þó að skríði yfir skuggar skín aftur sólin og huggar. (Kjartan H. Guðmundsson) Hvíl í friði. Þín dóttir, Kolbrún Kjartansdóttir. Elsku mamma. Það er ótrú- lega erfitt að hugsa til þess að þú verður ekki heima þegar ég droppa við upp á Höfða til ykkar pabba. Við að fara fram og púsla saman eins og við vorum farnar að gera síðustu vikurnar, pabbi inni að horfa á leik í sjónvarpinu. Minningarnar þjóta um hugann og tárin streyma. Gæti skrifað heila bók um þig og kannski geri ég það seinna. Hver veit? Þessa stundina ætla ég að eiga minn- ingarnar um þig, fallega móðir mín, og það eina sem ég get á þessari stundu er að tileinka þér stöku sem er í Glósubókinni þinni, sem skrifuð var 1955, en í þeirri bók eru margar stökur þar sem þið pabbi voruð að kveð- ast á, en þessi vísa er merkt þér og þú hefur eflaust sett hana saman einhverja stundina sem þú varst nýbúin að svæfa mig. Nú tileinka ég þér hana, elsku yndislega, fallega mamma mín. Mamma sofðu sætt og rótt í sæludrauma landi. Gefi þér nú góða nótt Guð og helgur andi. Takk fyrir allt. Þín dóttir, Elín. Hverjum hefði dottið það hug fyrir rúmlega fjörutíu árum að ég ætti eftir að skrifa minning- arorð um þig, Auður mín? Kynni okkar hófust þegar ég var að sniglast í kringum alltof unga dóttur þína, að þínu mati, sem var auðvitað rétt mat hjá móður unglingsstúlku, en við ungling- arnir vorum ekki á þeirri skoðun þá. En tengdasonur þinn varð ég og það uppáhaldstengdasonur- inn eins og fjölskyldan átti til að gantast með. Mér fannst mikið til þín koma. Þú varst glæsileg kona og einstaklega smart svo eftir var tekið. Vildir alltaf öllum vel og yfirmáta réttsýn, alltaf tilbúin að leggja þitt af mörkum ef á þurfti að halda. Oft hafðir þú gaman af að stríða öðrum vinstrisinnuðum fjölskyldumeð- limum ef eitthvað gekk þar illa í pólitíkinni en þú varst mikil sjálfstæðiskona í þér og varst stolt af. Stutt var í húmorinn hjá þér og oft varstu til í að vera með allskonar skemmtileg uppá- tæki og galsa. Margar ánægju- legar samverustundir höfum við átt saman í gegnum tíðina og minnist ég sérstaklega einnar veiðiferðar sem við fórum fyrir nokkrum árum í Hólmavatn þar sem ég hlustaði á kórsöng næt- urinnar eftir erfiðan veiðidag og þú fórst á kostum í nýjustu tískustraumum í veiðifatnaði. Minningarnar eru svo ótal marg- ar, jólin öll sem þú og Kjartan voruð hjá okkur, kvöldstundirn- ar og ef fiskibollurnar mínar voru á boðstólum máttir þú alls ekki missa af þeim. Elsku tengdamamma, þakka þér fyrir góð kynni í gegnum tíðina. Þín verður sárt saknað. Kjartan minn, megi góðar minningar styrkja þig í þinni sorg. Jón Vestmann. Elsku amma mín, hvað þetta er erfitt að sitja hér og reyna að skrifa minningagrein um þig með stóran kökk í hálsinum og tárin falla í stríðum straumi. Ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért farin og ég muni aldrei hitta þig aftur, alla vega ekki í þessu lífi. Andlát þitt kom svo skyndi- lega og átti ég alls ekki von á þessu. Þegar ég sat og kom til þín á sjúkrahúsið eftir að þú veiktist vonaði ég alltaf að þú kæmist yfir þessi veikindi eins og þú hefur gert áður. En ég fékk að kveðja þig um nóttina, sem var svo erfitt, en þú varst svo vær og falleg þarna sem þú lást og mikill friður yfir þér og falleg bænastund sem við áttum þarna öll saman. Ég á svo margar fallegar minningar um þig, þú varst svo glæsileg kona svo falleg, með blá augu alltaf svo flott til fara og vel til höfð. Allir litir klæddu þig vel, alltaf með fallega skartgripi og þér þótti gaman að punta þig upp. Ég man þegar ég var barn hvað mér þótti spennandi að fá að kíkja í öll skartgripaskrínin þín sem þú sýndir mér með gleði. Mín fyrsta minning með þér var þegar ég var lítil og bjó hjá ykkur afa í stutta stund og ég veiktist mikið og það þurfti að flytja mig upp á sjúkrahús með sjúkrabíl og ég harðneitaði að fara upp á sjúkrabörurnar. Vildi bara vera hjá þér og þú hélst á mér niður bröttu tröppurnar út í sjúkrabíl þar sem við fengum að sitja í framsætinu. Þar umvafðir þú mig í teppi í fanginu á þér alla leið á sjúkrahúsið. Ég gleymi heldur ekki þeim stundum sem ég átti heima hjá þér og afa á Höfðabrautinni og kom oft eftir skóla og fékk að dunda í herbergi tvíburanna þar sem ég átti tösku og safnaði plakötum og ýmsu öðru gulli. Tómatsúpunni þinni með eggj- unum í, sem mér fannst svo góð er mér vel í minni að ógleymdri ættarostasúpunni sem mamma hefur svo haldið við. Ég á líka margar góðar minningar úr Val- felli, búðinni sem þú og mamma ráku á Akranesi. Sat ég oft tím- um saman hjá þér þar og oft læddir þú að mér Thoms-skjald- bökusúkkulaði. Já, minningarn- ar eru endalausar og ég er svo þakklát fyrir að eiga þær og hef ég líka verið svo heppin að fá að eiga mörg jól og áramót með þér og afa heima hjá foreldrum mín- um og síðustu jól hafa verið svo yndisleg. Þú varst alltaf að bralla eitthvað í höndunum og man ég eftir því þegar þú fórst að búa til skartgripi og núna síð- ustu ár öll fallegu kortin sem þú gerðir og prjónaðir líka þér til skemmtunar sem þú varst svo að stinga í pakka svona með handa langömmubörnunum. Árið 2008 flutti ég heim til Íslands ásamt börnum mínum sem hafa fengið að kynnast þér og afa mjög vel og oft var komið við upp á Höfða til að kíkja á ykkur og alltaf tókst þú fram góðgæti og súkku- laðirúsínur og var spjallað um daginn og veginn. Mikið á ég eft- ir að sakna þessara stunda okk- ar, elsku amma, ég er svo döpur í hjarta mínu og á svo erfitt með að trúa þessu, elska þig af öllu hjarta. Elsku afi minn, þetta er bara svo sárt og megi guð hjálpa þér og okkur öllum í gegnum þennan missi. Ástar- og saknaðarkveðjur. Auður. Elsku amma, hvernig fer maður að því að kveðja svona dásamlega og frábæra ömmu? Við eigum endalaust af fallegum minningum um þig, þú varst svo frábær amma og alltaf gott að koma til ykkar afa. Við erum heppnar að hafa búið í sömu götu og þið afi, því það var stutt að skreppa í heimsókn til ykkar. Þú varst engin venjuleg amma. Þú varst lítið fyrir að prjóna, baka og elda en samt var alltaf nóg af bakkelsi þegar við komum í heimsókn. Þú varst alltaf glæsi- leg til fara og klæddir þig í glam- úrföt og ekki má gleyma frægu sokkunum þínum. Þú varst ein- staklega falleg og vel tilhöfð, hárið svo fallega hvítt og húðin dökk. Þú máttir ekki sjá sólar- glætu án þess að vera komin í sólbað. Alltaf varstu glöð og brosmild. Þú varst mjög handlagin, þú föndraðir mikið, ansi lunkin við að búa til skartgripi sem þú seld- ir og þekktust ertu fyrir fallegu kortin þín. Þú varst mikill húm- oristi, hugmyndaflugið frábært. Þegar þú bjóst á Háholti 15 sett- ir þú bangsa í gluggann til að hræða kettina sem komu inn til ykkar og það dugði. Þú gróð- ursettir gerviblóm úti í garði og þau blómstruðu allan ársins hring. Langömmuhlutverkið var þér mikilvægt og sinntir þú því af sannri snilld. Þú varst amma löng og amma rúsína. Lang- ömmubörnin fengu alltaf súkku- laðirúsínur og svala þegar þau komu í heimsókn. Það eru algjör forréttindi að hafa fengið að eiga þig sem ömmu. Elsku amma, það er erfitt að kveðja þig í hinsta sinn, fá ekki að knúsa þig og segja þér hversu mikið við elsk- um þig. Minningin um þig lifir ávallt í hjarta okkar. Við munum hugsa vel um afa. Þínar ömmustelpur, Eva Lind og Thelma. Elsku langamma, ég sakna þín rosalega mikið, það verður erfitt að lifa án þín. Ég á svo góðar minningar um þig og góð- ar stundir. Það var svo gott að koma í heimsókn til ykkar afa, þá tókstu alltaf fram kökuna okkar eins og við kölluðum hana, bestu köku í heimi, og fulla skál af súkkulaðirúsínum, svo sátum við og prjónuðum eða bjuggum til kort saman. Ég elskaði að koma til þín og afa og ég lofa þér að vera dugleg að heimsækja langafa. Amma, ég vildi óska þess að allir gætu lifað enda- laust, það er svo margt sem ég átti eftir að segja þér, ég elska þig svo mikið og er rosalega sorgmædd, en ég veit að þú átt eftir að passa mig og vernda. Ég mun aldrei gleyma þér og þú munt ávallt eiga stað í hjarta mínu. Þú ert langbesta langamma í öllum heiminum. Ég elska þig. Isabella María. Það er erfitt að setja orð á blað þegar ástvinur fellur frá. Auður systir á það skilið að ég minnist hennar að leiðarlokum. Fjölskyldur okkar hafa staðið saman í lífinu og gera enn í gegnum súrt og sætt. Það var þó ekki fyrr en ég var orðin 15 ára að ég náði að kynnast þessari einu systur minni að nokkru ráði, þegar ég flutti inn á heimili hennar í Reykjavík. Síðar stofnaði ég heimili með manni mínum í sömu íbúð og hennar fjölskylda að Vitateig 3, Akranesi. Síðan hefur vart liðið sá dagur að við höfum ekki haft samband okkar á milli. Börnum mínum og hennar hefur orðið vel til vina og fyrir það eitt að vera til staðar sem stóra systir mín verð ég ævinlega þakklát. Við Steini eigum eftir að sakna stríðni þinnar og uppátækja. Hafðu þökk fyrir allar ánægju- stundirnar sem við áttum saman í lífinu. Þín systir, Erna. Eina dimma vetrarnótt gekk Auja heitin yndislega frænka mín upp og niður tröppur á sjúkrahúsi Akraness. Við hlið hennar gekk mamma mín komin að því að fæða. Fæðingin gekk hægt. Systurnar voru samheldn- ar, þráðurinn var sterkur. Lítil stelpa kom í heiminn um hádegið. Upp frá þeirri stundu átti stelpan Auju frænku sína að, í gleði og sorg allt þar til hún kvaddi fallega bjarta sumarnótt. Þá var stelpan orðin stór og stödd í fjarlægu heitu landi og gekk þann dag um afar fallegt safn þar sem fiðrildi af öllum stærðum og gerðum flugu í kringum hana, rauð, blá gul, hver öðru fallegri og stelpan lét hugann reika um frænku sína og sá hana í fiðrildunum. Henni fannst fallega frænkan góða vera þarna og flögraði um, frjáls og heilbrigð, glöð og hláturinn hennar hljómaði. Minningar streymdu um hugann og tár læddust oft niður kinnar hennar þennan dag. Tár sprottin af sorg sem hún vissi að voru afleiðingar mikillar væntumþykju, aðdáunar og virðingar fyrir frænku sinni. Hönd stelpunnar var oft í lófa frænkunnar, fyrsti skóladagur- inn varð ljóslifandi, stelpan kvíð- in en frænkan passaði hana og hughreysti, hálskirtlataka á ókunnum spítala fjarri mömmu sinni. Þvottapokinn blauti sem hún lagði yfir munninn á stelp- unni eftir aðgerð, stelpan grét og bað um vatn, læknirinn neit- aði en frænkan fann undan- komuleið og stelpan saug vatnið sem svalaði þorstanum og linaði sársaukann. Tvisvar á dag í viku kom frænkan með gotterí í tösk- unni og stelpan harðneitaði að yfirgefa rúmið fyrr en frænkan kom og leiddi hana í leikstofuna. Allar heimsóknirnar til frænk- unnar þar sem stelpan gat setið, spjallað og skoðað fallegu senjorítudúkkurnar. Símtölin þegar stelpuna og seinna konuna vantaði ráð eða hughreystingu, alltaf var frænkan til staðar. Frænkan gaf stelpunni draum, þær skyldu fara saman í heitt land, leika sér á hvítum sandi, dansa í fallegum senjorí- tukjólum. Í huga stelpunnar var hún falleg eins og frænkan, með skart og góða lykt. Hún átti að safna aurum í baukinn sinn, það gekk hægt en draumurinn yljaði stelpunni alla æskuna og hún gat endalaust rætt við frænkuna um ferðina þeirra. Þær áttu draum- inn saman, bara tvær. Stelpan varð fullorðin og úr brúðkaupsveislunni sinni fór hún að heimsækja frænkuna á sjúkrahús þar sem hún dvaldi lasin. Daddi elsku frændi skutl- aði henni. Kjólnum var bögglað saman í litla bílnum og þau örk- uðu saman upp sömu tröppur og frænkan hafði gengið með systur sinni mörgum árum fyrr. Hún var glöð, fyrst hissa. Þarna var konan ekki í senjorítukjól heldur skínandi hvítum brúðarkjól, ósk konunnar um að hitta frænku sína rættist og henni leið vel eins og í draumnum. Lífið er hverfult, margt var óþakkað, kennir manni lexíu. Af öllu mínu hjarta þakka ég elsku frænku gæskuna í minn garð. Kæra Dadda frænda votta ég samúð mína, veit að hann saknar hennar sárt og elskar hana heitt. Fjölskyldu og ástvinum Auju samhryggist ég innilega. Finn svo mikið til með mömmu. Ég trúi að næst hitti ég Auju frænku mína á hvítu ströndinni okkar. Elín R. Þorsteinsdóttir. Elsku Auja frænka. Það er sem ég heyri ykkur mömmu vera að spjalla og hlægja saman. Þið voruð miklar vinkonur og ákaflega nánar syst- ur. Það var alltaf gaman að segja ykkur frá einhverju sem maður hafði verið að bralla, þið hlóguð og tókuð þátt í því eins og þið hefðuð verið sjálfar á staðnum. Mig langar að kveðja þig með þessum orðum: Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós. Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir) Kjartani, fjölskyldu og ástvin- um votta ég mína dýpstu samúð. Elsku mamma mín, ég vildi svo gjarnan geta létt þína þungu sorg. Hvíl í friði fallega frænka mín. Lilja Þorsteinsdóttir. Auður Elíasdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma þú ert farin burt en minning þín mun vera í mínu hjarta. Elsku langamma góða ferð til þíns heima þar sem guð og englar munu þig geyma. Ég elska þig og sakna þín. Alexander Ísak. Elsku langamma, ég mun sakna þín. Það er mjög erfitt að missa einhvern eins og þig. Ég skal passa langafa prakkara fyrir þig. Það var alltaf gaman að hitta þig og vera með þér. Bestu kveðjur frá langömmustelpunni, þín Ásta Glódís. HINSTA KVEÐJA Með ást og virðingu vil ég þakka Auju frænku fyrir samleiðina í lífinu. Hún gaf ómælda gleði á góðum stundum, styrk á erfiðum tímum og skjól ef á þurfti að halda. Hvíl í friði kæra móður- systir með þökk fyrir allt og allt. Guð er nærri allt er hljótt þjáning hverfur í armi Drottins líknar ljósið. Farðu frjáls áfram veginn til góðra verka í eilífðarfaðmi um aldir alda. Guð veri með þér í nýrri framtíð fjarri ástvinum en þó svo nærri í heimi andans. (Jóna Rúna Kvaran) Björk Þorsteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.