Morgunblaðið - 06.07.2012, Síða 28

Morgunblaðið - 06.07.2012, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2012 ✝ Jón Elías Lund-berg fæddist í Neskaupstað 10. febrúar 1937. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 29. júní 2012. Jón var sonur hjónanna Antons Lundberg verk- stjóra í Neskaup- stað, f. 19. júní 1905 í Ólafsvík, d. 28. nóvember 1982 í Neskaupstað og Sigurborgar Eyjólfsdóttur húsmóður f. 19. október 1900 í Sandvík í Norð- fjarðarhreppi, d. 17. ágúst 1973 í Neskaupstað. Systkini Jóns: Kristján Lundberg, f. 19. apríl 1926, d. 18. maí 1989 og Kristín Lundberg, f. 31. janúar 1930. Árið 1959 kvæntist Jón eft- irlifandi eiginkonu sinni, Mar- gréti Sigurjónsdóttur, versl- unarkonu frá Ekru í Neskaupstað, f. 7. mars 1937, dóttir hjónanna Sigurjóns Ingv- arssonar, skipstjóra, f. 30. nóv- ember 1909, d. 13. febrúar 1996 og Jóhönnu Sigfinnsdóttur hús- móður, f. 16. febrúar 1916, d. 19. mars 1993. Börn Jóns og Mar- grétar: 1) Anton Lundberg, f. 8. janúar 1958, rafverktaki í Nor- egi, kvæntur Þóreyju Þorkels- dóttur skrifstofukonu, f. 30. ágúst 1964. Þeirra börn: a) Ey- ingur. Þeirra dóttir Ragnhildur Jóhanna. c) Gunnar Sveinn nemi í verkfræði. Jón nam við Iðnskólann í Nes- kaupstað og tók sveinspróf í raf- virkjun árið 1957. Hann starfaði sem rafvirki hjá bróður sínum, Kristjáni, og í Danmörku, þar til hann stofnaði eigið fyrirtæki, Raföldu hf., 1966 og starfaði við það óslitið þar til hann lét af störfum sjötugur, árið 2007. Hjá Jóni lærðu margir rafvirkjanem- ar í gegnum tíðina. Meðfram fyr- irtækisrekstrinum starfaði Jón í fjölda ára sem tónlistarkennari við Tónskólann í Neskaupstað og stjórnaði Skólahljómsveit Neskaupstaðar. Jón sat í stjórn Norræna félagsins í Neskaup- stað, Iðnaðarmannafélags Norð- fjarðar og Félags rafverktaka á Austurlandi. Hann var í Menn- ingarnefnd Neskaupstaðar um árabil, einnig var hann Rotary- félagi og var ræðismaður Dana í nær fjóra áratugi. Tónlistar- áhugi einkenndi ævi Jóns og lék hann bæði á harmonikku og blásturshljóðfæri, var einn af stofnendum Lúðrasveitar Nes- kaupstaðar 1954 og lék með henni í áratugi, eða svo lengi sem hún starfaði og í ýmsum danshljómsveitum á yngri árum. Útför Jóns fer fram frá Norð- fjarðarkirkju, í dag, 6. júlí 2012, og hefst athöfnin kl. 14. veig, nemi í lýsing- arhönnun, maki Piero Gangemi, matreiðslumeistari, þeirra dóttir: Anna Pierosdóttir Gang- emi. b) Unnur Sig- urborg, nemi í bókasafnsfræði- og upplýsingatækni, maki Johan Wallace kantor. Þeirra son- ur Halldór Jóh- ansson Wallace. 2) Ingvar, f. 17. mars 1966, hljóðhönnuður, maki Santia Sigurjónsdóttir, f. 9. sept- ember 1966. 3) Ragnar, f. 12. maí 1970, fiskeldisfræðingur og sölu- maður. Barnsmóðir: Arndís Eiðsdóttir, f. 19. apríl 1970. Þeirra sonur: Jón Aron Lund- berg, f. 7. apríl 1994. Eiginkona Ragnars: Marina Suturina við- skiptafræðingur, f. 20. sept- ember 1974. Þeirra börn Tam- ara Lind og Eldar Leó. Fyrir átti Margrét dótturina Jóhönnu Gísladóttur, aðstoðarskóla- stjóra, f. 15. febrúar 1956, sem Jón gekk í föðurstað. Hennar maki Rúnar Laxdal Gunnarsson stýrimaður: Þeirra börn: a) Kol- brún Jóhanna, verkfræðingur, maki Andri Pálsson verkfræð- ingur. Þeirra synir: Jakob Tumi og Alexander Ari. b) Margrét El- ísa, nemi í viðskiptafræði, maki Arnljótur Ástvaldsson lögfræð- Elsku Nonni minn er látinn. Við erum þakklát Guði og for- sjóninni fyrir að hann fékk að lifa lífinu frá vordögum lífsins til haustdaganna og gat fundið frið og ró í hjartanu þrátt fyrir óvæg- inn sjúkdóm síðustu árin. Jafnvel í stríði og stormum hafði hann ávallt lífsgleðina og bjartsýnina að leiðarljósi. Hann var minn besti vinur og sálufélagi og ég þakka honum af öllu hjarta samfylgdina í 55 ár og veit og fann alla tíð að tilfinningar hans til mín voru þær sömu. Ég ætla að reyna að tileinka mér lífs- viðhorf hans og veit að það mun hjálpa mér best til að sigrast á sorginni þar til við hittumst á ný. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín, líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Nei, nei það varla óhætt er englum að trúa fyrir þér, engill ert þú og englum þá of vel kann þig að lítast á. (Steingrímur Thorsteinsson) Margrét Sigurjónsdóttir. Nonni Lúmbergs er allur, ótrú- legt en satt. Það er mikil gæfa ungs drengs að alast upp umvafinn tónlist og ást og að eiga athvarf á rafmagns- verkstæði. Þetta þrennt mótaði mig meir en ég hef sjálfur gert mér grein fyrir, fyrr en ég fór óhjákvæmi- lega að hugsa til baka. Núna, að honum gengnum, get ég játað margar syndir sem voru flestar á hans kostnað. Til dæmis get ég nefnt, að taka í sundur píanó í öreindir sínar og koma því svo ekki saman aftur hjálparlaust. Ég fékk litlar sem engar skammir, heldur frekar það sem kallað er í dag „constructive criticism“. Sennilega langaði hann alltaf til að gera það sama, því að ég man að hann hjálpaði mér við að púsla því saman aftur og að við lærðum mikið af því báðir. Ég man líka, þegar að ég og Steini vinur minn fengum þá frábæru hugmynd að smíða ljósasjóv fyrir hljómsveitina okkar 10 og 11 ára gamlir. Við fór- um niður á verkstæði eina kvöld- stund og tókum allt sem hönd á festi þar til úr varð ljósasjóv. Ein- hverjar hafa afskriftir Raföldu ehf. þurft að vera vegna þessa. Það fauk smá í pabba, en eina at- hugasemd hans var, að dimmerar voru það dýrasta sem til var á lag- ernum. Við notuðum eina fimm eða sex og ég man að við skömm- uðumst okkar mikið og föttuðum að fönnið er ekki alltaf ókeypis. Verkstæðið var líka sportvöru- verslun sem Mamma rak og þarna var einnig til húsa danska konsú- latið í Neskaupstað. Seinna í lífi mínu kom þetta allt saman mér skemmtilega vel. Ég spilaði í hljómsveit, þó að ég hafi aldrei náð þeim hæðum sem pabbi og hans félagar náðu á sínum sokkabands- og síldarárum. Skiptandi sinni hljómsveit í tvennt í brælum, og seljandi sama mið- ann tvisvar til þrisvar, því að það var hleypt inn að framan og hent út að aftan. Einnig grúskið í græj- um og að lóða snúrur og að skrá- setja söguna með hljóðupptökum. Þetta hef ég allt frá honum. Með stóran hnút í maganum (þann sama og eftir að ég fokkaði upp píanóinu góða), vegna kom- andi jarðarfarar hans sjálfs, gleymi ég aldrei þegar við sátum tveir saman eftir erfiða jarðarför og hann sagði við mig: „Veistu Ingvar að þegar að ég er í jarð- arförum hugsa ég bara um góðu stundirnar, og á jafnvel erfitt með að skella ekki uppúr“. Þrjóska og þolinmæði voru næst bestu kostir pabba. Þeir nýttust honum jafn vel í bilanaleit og í tónlistarkennslu, og sennilega flest öllu öðru líka. En glaðværðin og bjartsýnin voru og eru alltaf hans bestu kostir. Það deila engir um sem hann þekkja. Á sínum efri árum glímdi hann við hinn illvíga sjúkdóm alzheim- er, og tæklaði hann eins og honum var einum lagið: „Ingvar! Á ég þennan jakka? Best að bera það undir yfirvaldið.“ Sem að sjálf- sögðu var hún móðir mín, Margrét Sigurjónsdóttir, sem var hans stoð og stytta í gegnum lífið. Mamma! Ég veit að þú saknar hans tíu sinnum meira en ég. Einu lokaorðin sem koma upp í hugann núna eru stolin frá Bjössa heitnum á Bakka: Eftir að hafa haldið hátt í klukkutíma lofræðu um Ragga, mág hans pabba, þá sagði hann um Stínu frænku: „Já Stína alveg rétt! Hún Stína! Hún er bara frábær! „You had to be there!“. Ég segi svo sannarlega það sama: Elsku pabbi! Þú ert bara frábær! Ingvar Lundberg. Margs er að minnast nú þegar elsku pabbi minn er horfinn frá okkur, en ljúfmennska, glaðværð, hjálpsemi og dugnaður var honum allt í blóð borið og einkenndi ævi hans. Pabbi var í raun stjúppabbi minn en ól mig upp sem sína eigin dóttur frá því ég var á fyrsta ári og var mér ósegjanlega góður og ég á honum svo ótal, ótal margt að þakka. Fátt gladdi hann jafn mik- ið og lítil börn og dýravinur var hann líka. Í eitt af fáum skiptum sem pabbi reiddist við mig hafði ég tekið egg úr þrastarhreiðri í garðinum og ætlað að skoða, en það brotnaði í lófa mínum, pabba til mikils angurs. Enda voru fugl- arnir jafnan öruggir í garðinum hans og fuglahúsinu því neðst á trjábolnum kom hann fyrir hug- vitssamlegri kattahindrun þrátt fyrir vináttuna við kisu. Það var árvisst gleðiefni hans að fylgjast með hreiðurgerð þrastanna og umönnun unganna. Pabbi hafði gaman af að segja skemmtilegar sögur af samferða- mönnum, bæði látnum og lifandi og í gegnum þær tengdist maður fólki í fortíð og samtíð. Stundum voru þetta nokkurs konar dæmi- sögur og stundum sögur af hnyttnum tilsvörum fólks, alltaf sagðar í góðri meiningu, til að létta lund og skapa góða stemmn- ingu. Hin seinustu ár, þegar heila- bilun var farin að hrjá pabba minn, hélt hann áfram að segja okkur sögurnar sínar af sömu kímni og fyrr og með því létti hann nokkuð af okkur sorginni yfir þessum leiða sjúkdómi. Það er sárt að missa þennan góða mann sem var að mörgu leyti svo ólíkur þeim tíðaranda sem nú er á Íslandi. Það var svo fjarri honum að svíkjast um eða svindla eða vaða yfir annað fólk á nokkurn hátt. Þvert á móti vildi hann öllum vel og tók sjálfur á sig áföllin sem yfir dundu. Pabbi var mikill verkmaður og þó ég hafi eðlilega ekki erft þá eig- inleika hans sagði hann mér að það sæist ekki á verkunum hve fljótir menn væru að vinna þau, heldur hvernig þau væru unnin og vildi að við systkinin ynnum verk- in okkar af vandvirkni og sam- viskusemi. Því miður var ver- klægnin eitt það fyrsta sem gaf sig þegar sjúkdómurinn gerði vart við sig og það var honum erfitt: Þrátt fyrir það var góða skapið og glað- værðin, sögurnar og tónlistin enn til staðar, allt fram á síðasta dag. Það finnst mér eitt það aðdáunarverðasta í fari hans, að gera sér grein fyrir sjúkdómum en hafa samt vit á að vera glaður og kátur er mikil viska. Það sem var honum mikilvægast í veikind- unum var að hafa mömmu, sem var honum allt, alla tíð. Hann var skotinn í henni frá því þau voru bekkjarsystkin í barnaskóla og hún gerði allt sem hún gat til að honum liði vel í veikindunum. Megi gleðin sem fylgdi honum vera henni styrkur í sorginni. Jóhanna Gísladóttir. Elsku afi minn. Ég er svo heppin að vera skírð í höfuðið á ykkur ömmu. Ég er stolt af því að vera nefnd eftir jafn góðu og duglegu fólki. Á svona stundu óskar maður þess heitt að það sé eitthvað betra, eða að minnsta kosti jafn gott, sem að bíður hin- um megin, þar sem allir eru heil- brigðir og líður vel. Ég ímynda mér að þar sitjir þú með bros á vör og spilir á harmonikkuna og haldir uppi fjörinu á meðan allir syngja með. Þess á milli segirðu hlæjandi skemmtilegar sögur af fólkinu þínu og splæsir kannski í einn fimm aura brandara. Elsku besti af minn, þú varst skemmtilegur, duglegur, heiðar- legur og hjartahlýr húmoristi. Virkilega góður maður og þannig mun ég alltaf muna eftir þér. Margrét Elísa Rúnarsdóttir. Elsku afi. Ég á margar skemmtilegar minningar af þér. Að spila á nikk- una, að segja sögur eða að kjá framan í minnstu börnin. Mér eru líka minnisstæð öll skiptin sem við hittumst á lúðrasveitamótum og hittingum og hversu montin ég var af afa mínum sem stjórnaði stórri og flottri lúðrasveit. Mér þykir ofsalega vænt um að þið amma hafið komið og heimsótt okkur í tvígang til Svíþjóðar. Þó það væri erfitt að sjá hvernig sjúk- dómurinn ágerðist var samt svo gott að fá ykkur og finna að húm- orinn og gleðin voru enn til staðar. Þú varst góður maður og afi. Kolbrún Jóhanna Rúnarsdóttir. Fallinn er frá besti vinur, Jón Elías Lundberg. Vinátta okkar Nonna, eins og hann var ávallt kallaður, hófst snemma eða þegar við vorum ungir drengir austur á Norðfirði. Nonni átti heima á Gilsbakka sem stóð við Neðri götu (Stand- götu) og ég í húsinu fyrir ofan Franskamel sem stóð við Efri götu (Hlíðargötu). Ég man eftir afmælisboði hjá Nonna og var af- mælisgjöfin kramarhús af kónga- brjóstsykri sem keyptur var í Sæ- mundarbúð fyrir 20 aura. Seinna man ég eftir róðri út á Hallsbót þar sem lögð var lína, en þegar fara átti að draga leit illa út með veður svo afi minn, Kalli gamli, sem kom með okkur Nonna, heimtaði að hafa fjórar árar um borð en aðeins höfðu verið tvær þegar línan var lögð. Þegar línan hafði verið dregin var komið vonskuveður og stóð vindurinn út fjörðinn. Það tók okkur þrjá klukkutíma að berjast á móti vind- inum inn fyrir Eyrina og hefði get- að farið illa ef árarnar hefðu ekki verið fjórar. Þessa sögu rifjaði Nonni oft upp með mér. Seinna unnum við saman í beitningar- skúrnum hjá Stebba Höskuldar, þar sem pabbi Nonna var meðeig- andi að M/b Björgvin. Þar var stokkað upp og beitt í bala, farið út á fjörðinn á skektu sem þar var bundin við bryggjuna og síðast en ekki síst hlustað á landformann- inn, Höskuld Stefánsson, leika af- bragðsvel á harmonikku. Þar vaknaði áhugi á músík sem fylgdi Nonna æ síðan. Fyrst á nikkuna, síðan í Lúðrasveit Neskaupstaðar, fyrst sem óbreyttur liðsmaður og síðan stjórnandi sveitarinnar í mörg ár og svo með HG-sextett- inum, en þar spilaði Nonni bæði á harmonikku og básúnu. Ég spilaði með Nonna bæði í Lúðrasveit Neskaupstaðar og HG-sextett. Þessi ár eru sérstak- lega ánægjuleg í minningunni. Haldnir voru hljómleikar víða um Austurland, á vegum lúðrasveitar- innar og á eftir spilaði HG-sextett fyrir dansi. HG-sextett var fast- ráðinn til að spila á dansleikjum fyrst í Félagslundi á Reyðarfirði í tvö sumur, svo Valhöll á Eskifirði og síðast í Egilsbúð í Neskaup- stað. Oftast komu milli þrjú og fjögur hundruð manns á þessar dansskemmtanir og var mikið fjör. Ég minnist þess þegar Nonni og Gréta byggðu hús sitt að Mela- götu 1. Þá var kallað í vini og vandamenn til að hjálpa við að steypa upp húsið. Nonni og Gréta ráku Raföldu hf. rafmagnsverkstæði og raf- tækjasölu í Texas í um fjörutíu ár. Nonni var hvers manns hugljúfi, greiðvikinn og glaður og alltaf með skemmtilegar sögur eða brandara á takteinum. Gott var að koma á Melagötuna og heimsækja Nonna og Grétu, móttökurnar eins og á dönskum herragarði. Nonni átti bát sem hét Leikur. Margar sjóferðir voru farnar á Leik, út á flóann eða yfir í Hellis- fjörð. Gréta sá um að taka með kakó og kökur. Ég minnist ánægjulegra stunda með þeim hjónum á Kanarí nú í vetur og ferðar til Neskaup- staðar í maí sl. Nonni minn, þín verður sárt saknað en minningin um góðan dreng lifir. Við Eileen og fjölskylda vottum Grétu, börnum, barnabörnum, mökum og öðrum ættingjum, okk- ar dýpstu samúð. Megi góður guð styrkja ykkur og styðja. Jón Ísfeld Karlsson. Jón Elías Lundberg Atvinnuauglýsingar Tokyo Sushi Tokyo Sushi í Glæsibæ vantar duglega og ákveðna vaktstjóra. Þurfa að hafa ríka þjónustulund og gaman af fólki. Sendu upplýsingar og mynd á tokyo@tokyo.is Raðauglýsingar 569 1100 Tilkynningar BORGARTÚNI 12-14 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 1111 - MYNDSENDIR 411 3071 Óveruleg breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 Miðsvæði (M9) við Vesturlandsveg - Korputorg BorgarráðReykjavíkurhefursamþykkttillöguaðbreytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 varðandi starfsemi á miðsvæði M9.2 við Blikastaðaveg. Breytingin felur í sér að heimil verði fjölbreyttari atvinnustarfsemi á svæðinu, s.s. vörugeymslur og netþjónabúa (gagnaver), auk verslunar og þjónustu. Breytingartillagan nær til kafla um miðsvæði í Greinargerð I. Sjá nánar um tillögu á vef skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar, skipbygg.is. Aðalskipulagstillagan hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar, skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um óverulegar breytingar á aðalskipulagi. Skipulagsstjórinn í Reykjavík. Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Félagsstarf eldri borgara                             !"   # $# %!  "  &!'  & !"  $ $# ()*  &!' +""    , +"'    '*"" -& *" . )  $ $# /  " +" + 0*"  "   1 "          2   $ ) 3+"  & '  + ,*  4  5"  + "+       ,+""* + 6 1 7 +  8* + 9  '  : "  ;+  < 7  + "" == .       0>    .#   ""     *   $      !"  : " '+  = # ,    +   <  " +" <+    "  1  ""  +   ) " +"  =  )  #    "  6+ "    ;*" !  #  9! ""!  $  %  0>  *" +  = )" "  "  "" .$ )     !  + $    & '  0>  *" + " "" +" +" 9" !  $ $#

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.