Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2012 Günther Oettinger, sem fermeð orkumál í fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins, ræddi fyrr í vikunni við blað- ið Die Welt um stöðu og horfur sambandsins. Oett- inger var spurður að því hvort hann væri sammála nær helmingi Þjóð- verja, sem væru samkvæmt könnun Welt am Sonntag fylgjandi Banda- ríkjum Evrópu.    Ekki stóð á svari Oettingers:„Já, tvímælalaust. Við verð- um að þróa ESB áfram yfir í stjórnmálalegt samband, í Banda- ríki Evrópu. Það að svo stór hluti þýsku þjóðarinnar líti þetta einn- ig þessum augum á tímum sögu- legrar krísu er uppörvandi.“    Þjóðverjinn Günther Oettingerer ekki léttavigtarmaður í þýskri eða evrópskri pólitík. Hann var forsætisráðherra þýska sambandsríkisins Baden- Württemberg áður en hann sett- ist í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins. Orð hans hafa því mikið vægi í þessu samhengi.    Ekki hefur síður mikið vægiað svo stór hluti Þjóðverja vilji breyta ESB í BE.    Afstaða þeirra helgast vita-skuld af því að þeir vita hverjir myndu leiða þetta nýja stórríki.    Þeir gera sér grein fyrir aðþað yrðu til dæmis ekki Ís- lendingar. Smáríkjafræðingarnir innan og utan stjórnarráðsins eru hins vegar sannfærðir um að Bandaríkjum Evrópu yrði að verulegu leyti stýrt frá Reykja- vík. Günther Oettinger Bandaríki Evrópu STAKSTEINAR Veður víða um heim 5.7., kl. 18.00 Reykjavík 14 skýjað Bolungarvík 11 skýjað Akureyri 16 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 15 léttskýjað Vestmannaeyjar 14 léttskýjað Nuuk 10 skúrir Þórshöfn 12 heiðskírt Ósló 23 heiðskírt Kaupmannahöfn 21 skýjað Stokkhólmur 20 léttskýjað Helsinki 23 heiðskírt Lúxemborg 23 léttskýjað Brussel 23 léttskýjað Dublin 16 skýjað Glasgow 21 léttskýjað London 22 léttskýjað París 17 skúrir Amsterdam 26 léttskýjað Hamborg 22 skýjað Berlín 26 skýjað Vín 30 skúrir Moskva 25 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Madríd 28 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 28 léttskýjað Aþena 32 heiðskírt Winnipeg 21 heiðskírt Montreal 22 alskýjað New York 30 léttskýjað Chicago 32 heiðskírt Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 6. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:19 23:48 ÍSAFJÖRÐUR 2:26 24:50 SIGLUFJÖRÐUR 2:05 24:37 DJÚPIVOGUR 2:36 23:29 Íslendingurinn sem er grunaður um aðild að inn- flutningi á um 46.000 e-töflum til Brasilíu heitir Sverrir Þór Gunnarsson. Hann var einn af höfuð- paurunum í stóra fíkniefnamálinu árið 2000 og fékk sjö og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að því. Málið var einsdæmi á sínum tíma og snerist um stórfelldan innflutning á fíkniefnum og skipulagt peningaþvætti. Sakborningar í málinu voru 19 talsins og var dómur Sverris með þeim þyngri. Töflurnar í Brasilíu fundust í farangri 26 ára gamallar brasilískrar konu, sem kom til landsins frá Lissabon í Portúgal. Hún var stöðvuð á Tom Jobim-flugvellinum í borginni síðastliðinn mánu- dag. Þetta er mesta magn e-taflna sem yfirvöld hafa lagt hald á á umræddum flugvelli. Við yfir- heyrslur á konunni komst lögreglan á slóðir Sverris Þórs og handtók hann ásamt öðrum manni á kaffihúsi í Ipanema á mánudaginn. Við handtökuna reyndi Sverrir Þór að villa á sér heimildir með því að þykjast vera annar íslenskur maður. Sverrir Þór Gunnarsson fæddist árið 1972 og á langan afbrotaferil að baki. Hann var ekki nema 16 ára gamall þegar hann var fyrst færður fyrir dómara. Eftir að hafa afplánað dóminn í stóra fíkniefnamálinu flutti Sverrir Þór af landi brott og er sagður hafa haldið sig bæði á Spáni og í Brasilíu þar sem hann var lengi búsettur. Einnig hefur spurst til hans í Amsterdam í Hollandi og lögreglan hér á landi hefur grunað hann um aðild að ýmsum fíkniefnamálum í seinni tíð. Á langan afbrotaferil að baki  Íslendingur sem handtekinn var í Brasilíu í vikunni á 24 ára afbrotaferil að baki Undirbúningur fyrir þjóðar- atkvæðagreiðslu um tillögur stjórn- lagaráðs um breytingar á stjórn- arskránni er að hefjast. Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi í inn- anríkisráðuneytinu, segir gengið út frá því að atkvæðagreiðslan fari fram 20. október. Í þingsályktunartillögu Alþingis segir að atkvæðagreiðslan skuli fara fram eigi síðar en 20. október. Samkvæmt þingsályktunar- tillögunni um þjóðaratkvæða- greiðsluna er það hlutverk Alþingis að útbúa kynningargögn um til- lögur stjórnlagaráðs og þær spurn- ingar sem leggja á fyrir þjóðina. Ákveðið hefur verið að atkvæða- greiðsla um sameiningu Garða- bæjar og Álftaness verði samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni. pfe@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Atkvæði Kosning er líkleg í október. Líklega kos- ið 20. okt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.