Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 40
FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 188. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Hafnaði bónorðinu 2. Átök um borð í Baldri 3. „Hann hefur verið Tom Cruise …“ 4. Bjargaði mannslífi en var rekinn »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin Sixties hefur ákveðið að taka sér hlé en mun þó fyrst halda tvenna tónleika. Þeir fyrri verða í kvöld á Hressingarskálanum, Austur- stræti, kl. 22 og þeir seinni annað kvöld á Útlaganum, Flúðum, kl. 23. Ljósmynd/Spessi Hljómsveitin Sixties tekur sér hlé  Hljómsveitin Dúndurfréttir mun í kvöld kl. 22 halda tónleika á Græna hattinum og taka fyrir lög rokksveita á borð við Pink Floyd og Led Zeppelin. Annað kvöld er röðin svo komin að tónleikum KK og Magnúsar Eiríkssonar og hefjast þeir einnig kl. 22. Fyrst koma þeir þó fram í kvöld á Rauðku á Siglufirði kl. 22. Dúndurfréttir, KK og Magnús Eiríksson  Iðnaðarrokksveitin Legend, þeir Krummi Björgvinsson og Halldór A. Björnsson, heldur útgáfutónleika á skemmtistaðnum Faktorý í kvöld vegna breiðskífu sinn- ar Fearless. Hljóm- sveitin mun leika skífuna í heild sinni og lofar í tilkynn- ingu eggjandi sviðsframkomu. Staðurinn verð- ur opnaður kl. 22. Eggjandi Legend fagnar Fearless Á laugardag SV og V 3-8 m/s, en 5-10 á NV-landi. Dálítil súld með köflum V-til, en víða bjartviðri annars staðar. Hiti 11 til 20 stig. Á sunnudag SV 3-8 og úrkomulítið. Kólnar í veðri. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Skýjað að mestu á vestanverðu landinu og sums staðar smásúld, en yfirleitt bjartviðri annars staðar. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast í innsveitum. VEÐUR KR tyllti sér á topp úrvals- deildar karla í knattspyrnu þegar liðið sigraði Fylki á heimavelli en FH-ingar, helstu keppinautar KR, spiluðu ekki í deildinni í gær. Guðjón Þórðarson fagnaði 100. sigri sínum sem þjálfari í úrvalsdeild er Grindavík lagði Val. Fram komst úr fallsæti með því að leggja ÍA í Laugardal en hvorki hefur gengið né rekið hjá ÍA síðustu vikur. »2-6 KR á toppnum og Fram úr fallsæti Sundmaðurinn og Íslandsmethafinn Árni Már Árnason bættist í gær í hóp ólympíufara sem halda til London síðar í mánuðinum en hann mun keppa þar í 50 metra skriðsundi. Í gær kom einnig í ljós að Anton Sveinn McKee úr Ægi myndi keppa í 400 metra fjórsundi á leikunum en hann hafði áður fengið keppnisrétt í 1.500 metra skrið- sundi. »1 Árni bætist við og Ant- on kemst í aukagrein Þór Akureyri náði markalausu jafn- tefli við írska liðið Bohemians í fyrri viðureign liðanna í 1. umferð for- keppni Evrópudeildar UEFA í Dublin í gær en um var að ræða fyrsta Evr- ópuleik félagsins. ÍBV tapaði naum- lega á útivelli fyrir St. Patrick’s. FH- inga nýttu illa yfirburði sína gegn bikarmeisturunum frá Liechtenstein á heimavelli. »7-8 Þór hélt jöfnu, FH var í basli og naumt tap ÍBV ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Allt í einu byrjaði sjórinn að krauma og í kringum bátinn voru ægileg læti. Í fyrstu vissi ég ekkert hvað var að gerast. Svo sagði bróðir minn við mig að líklega væru þetta makríltorfur,“ segir hin 29 ára gamla Steinunn Einarsdóttir um upplifun sína þegar makríltorfur óðu við bát sem hún var á vestur af Pat- reksfirði við handfæraveiðar. Talað er um að sjórinn kraumi þegar makríllinn étur fæðu við yfirborð sjávar. ,,Það var renniblíða og við sáum þetta í kringum okkur allan daginn. Við bróðir minn höfum aldrei séð þetta áður. Þetta var í það minnsta ekki svona í fyrra. Helst minnir þetta mann á það sem maður hefur séð af myndum frá síldarævintýr- isárunum. Það er eins og sjórinn sjóði og það er ótrúlega magnað að sjá þetta. Að auki var tilkomumikið að sjá hversu hratt hann ferðast um. Við sáum stærðarinnar torfur fær- ast á fleygiferð frá einum stað til annars á nokkrum sekúndum,“ segir Steinunn. „Við fengum að vísu ekkert af honum á línuna hjá okkur en hann var allt í kringum okkur,“ segir Steinunn. Kortleggja stað- setningu makríls Nýlunda er að makríll sjáist í svo miklum mæli vestur af Íslandi. Hinn 12. júlí fer hópur á vegum Hafrann- sóknastofnunar til þess að kort- leggja staðsetningu makríls á Ís- landsmiðum. Guðmundur Óskarsson er fiskifræðingur hjá Hafrann- sóknastofnun og þekkir vel til hegð- unar makríls. ,,Við erum ekki búin að kortleggja útbreiðsluna á honum. Hegðun hans er frábrugðin fyrri árum og útbreiðslan er með öðrum hætti. Eins virðist makríllinn koma öðruvísi að landinu en áður. Hann kemur að landinu mun sunnar en hann gerði. Fyrri ár kom hann inn í lögsöguna fyrir austan og gekk suð- ur eftir landgrunninu. Nú er hann kominn lengra vestur og hefur svo farið norður eftir,“ segir Guðmundur. Leitar vestar í ætisleit Guðmundur segir að ekki hafi sést til makríls norðan við landið og að minna sé af makríl sunnan við landið en þar hefur veiði verið hvað best undanfarin ár. Því sé ekki endilega meira af makríl en áður heldur megi finna hann á öðrum stöðum. Guðmundar telur breytt göngu- mynstur makríls skýrast af því hve kalt hafi verið austur af landinu í vor. Ástæður þess að hann leiti norður eftir Vesturlandi telji menn að megi rekja til fæðuöflunar fisksins. ,,Við getum ekkert sagt til um þetta með vissu en teljum að nægt æti fyrir vestan geti verið ástæða þess að hann leitar þangað,“ segir Guðmundur. Vissi ekki hvað var að gerast  Sjórinn kraumaði þegar vaðandi makríltorfur voru rétt við bátinn Vaðandi makríll Dökki flöturinn á myndinni er kraumandi makríltorfa vestur af Patreksfirði. Ólíkt fyrri árum sést til makríls á þeim slóðum í ár. Steinunn Einarsdóttir Sá kraumandi makríltorfur úr bát sem hún var á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.