Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2012 VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Fyrst og fremst teljum við að það sé frumforsenda að losunarkerfið sé fært yfir í tveggja stoða kerfið. Það er ekki gert ráð fyrir því í þeim drög- um sem voru lögð fyrir okkur. Þar er þvert á móti gert ráð fyrir því að framkvæmdastjórn ESB, stofnanir sambandsins og dómstóll ESB hafi heimildir sem við teljum fara fram úr því sem stjórnarskráin heimilar,“ segir Stefán Már Stefánsson, pró- fessor í lögfræði við Háskóla Ís- lands, um álitsgerð sem hann og Björg Thorarensen, lagaprófessor við HÍ, unnu fyrir þrjú ráðuneyti vegna innleiðingar losunarkerfis ESB. Óskað var eftir álitsgerðinni 22. maí sl. af forsætis-, umhverfis- og utanríkisráðuneytinu og var henni skilað viku áður en ný lög um lofts- lagsmál voru samþykkt á síðasta starfsdegi Alþingis 19. júní sl. Eins og rakið er í álitsgerðinni er forsaga málsins sú að árið 2005 var sett á fót viðskiptakerfi innan ESB með losunarheimildir, þ.e. heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda. Geta fyrirtæki sem fá úthlutaðar heimildir selt það sem út af stendur dragi þau úr mengun en hin sem menga meira en heimildin segir til um þurfa hins vegar að kaupa meiri heimildir. Er kerfið hér innleitt í gegnum EES-samninginn. 100.000 krónur í dagsektir Svonefndur landsstjórnandi er til- nefndur af hverju aðildarríki ESB eða EES-ríki og fer Umhverfis- stofnun með það hlutverk hér á landi. Verður stofnuninni heimilt að ákveða sektir allt að 100.000 krónur á dag ef atvinnurekstur eða flugrek- andi sinna ekki skyldu um skil á los- unarskýrslu. Er stofnuninni sem landsstjórn- anda skylt að upplýsa aðra lands- stjórnendur og miðlæga stjórnand- ann, þ.e. framkvæmdastjórn ESB, um nöfn og auðkenni þeirra ein- staklinga sem eiga reikning sem landsstjórnendur taka ákvörðun um að loka. Þá hefur Evrópulögreglan, Europol, ótímabundinn lesaðgang að sameiginlegu skráningarkerfi los- unarheimilda og viðskiptaskrá ESB þar um. Eru ákvarðanir fram- kvæmdastjórnar ESB um úthlutun skráðra losunarheimilda bindandi fyrir aðildarríkin og getur hún hafn- að úthlutun landsstjórnanda, þ.e. Umhverfisstofnunar í tilviki Íslands, samrýmist hún ekki Evrópureglum. Lýsa Stefán Már og Björg þátt- töku Íslands í ákvarðanatöku og gagnkvæmni í eftirlitskerfinu svo: „Í óbreyttri mynd tryggir reglu- gerð … um sameiginlegt skráning- arkerfi fyrir losunarheimildir enga aðkomu íslenska ríkisins að ákvörð- un framkvæmdastjórnarinnar eða miðlæga stjórnandans. Það sama á við um úrlausnarvald dómstóls Evr- ópusambandsins. Af þessu sést að valdframsalið yrði einhliða, þ.e. Ís- land fengi engar samsvarandi vald- heimildir sér til handa gagnvart stjórnvöldum eða fyrirtækjum ann- arra ríkja eins og þær sem það fram- selur til alþjóðastofnunar.“ Rúmast ekki innan reglunnar Er niðurstaða Bjargar og Stefáns Más sú að innleiðing reglugerð- arinnar í óbreyttri mynd feli í sér „framsal sem rúmast ekki innan venjuhelgaðrar reglu um að almenna löggjafanum sé heimilt að framselja ríkisvald í takmörkuðum mæli og á tilteknum forsendum til alþjóða- stofnana.“ Stefán Már segir að bregðast þurfi við þessum annmörkum. „Augljóst er að það er ekki um annað að ræða í stöðunni en að semja við ESB þannig að reglugerð- in samrýmist okkar stjórnarskrá. Einn möguleikinn er að ákvarðanir væru í formi óbindandi fyrirmæla. Annar möguleiki væri að við breytt- um stjórnarskránni. Nú er það svo að þessar gerðir falla undir EES-samninginn. Það eru fyrirvarar í EES-samningnum um að allt verði þetta að fullnægja stjórnskipunarlegum skilyrðum EFTA-ríkjanna. Þá eru möguleik- arnir helst þessir; að taka ekki upp gerðina eða taka hana upp og gera það í formi óbindandi ákvarðana.“ Tryggi aðkomu Íslands Fram kemur í álitsgerðinni að með því að fela Eftirlitsstofnun EFTA heimildir þær sem fram- kvæmdastjórnin hefur vegna los- unarkerfisins yrði aðkoma Íslands að umræddum ákvörðunum gagn- vart íslenskum stofnunum og fyr- irtækjum tryggð. Það yrði sam- kvæmt tveggja stoða kerfi EES-- samningsins að tryggja EES/EFTA-ríkjum slíka aðkomu. „Ef það á að fella kerfið undir stjórnarskrána eins og hún er í dag þá er frumforsenda að það sé fært yfir í tveggja stoða kerfið, kerfið sem EES-samningurinn byggist á. Jafn- vel þó það heyri undir tveggja stoða kerfið gerum við fyrirvara. Skoða verður að þarna eru tekin bindandi fyrirmæli sem munu hafa áhrif á ís- lenska einstaklinga og fyrirtæki, þótt ákvarðanir yrðu teknar af Eft- irlitsstofnun EFTA. Það er ekki hlaupið að því að finna lausn á því. Það felst í þessu framsal til er- lends valds gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum hér á landi sem hef- ur verið talið að sé mjög erfitt að samræma orðum stjórnarskrár- innar. Þetta er ekki nýtt. Það var bent á þetta atriði við sjálfan EES- samninginn og að það að beita íþyngjandi fyrirmælum gegn ein- staklingum og fyrirtækjum gæti orðið sérstaklega erfitt þegar teknar eru svona íþyngjandi ákvarðanir gagnvart þeim erlendis,“ segir hann. Björg og Stefán Már segja í loka- orðum að með síðari gerðum sem tengjast EES-samningnum kunni að lokum að fara þannig að mun meira vald sé framselt til erlendra stofn- ana, þegar heildarmyndin er skoðuð, en heimilt hefði verið ef heild- armyndin hefði verið ljós í upphafi. „Við bendum á að það þýðir ekki að koma fram með afmörkuð atriði, t.d. fleiri en eitt á hverju ári, og meta þau afmarkað af því að þau falli und- ir EES-samninginn. Það verður að líta á þau í heild,“ segir Stefán Már. Samræmist ekki stjórnarskrá  Lagaprófessor telur að fella þurfi losunarkerfi ESB undir tveggja stoða kerfið  Ella hafi ESB beinar heimildir til að refsa íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum  Stjórnarskránni breytt? Morgunblaðið/Ómar Álverið í Straumsvík Með innleiðingu nýs losunarkerfis ESB er framkvæmdastjórn sambandsins falið tiltekið vald á Íslandi. Stefán Már Stefánsson Björg Thorarensen Losunarkerfi ESB er lyk- ilþáttur í loftslagsstefnu sambandsins. Til að kerfið virki sem skyldi þurfa fyr- irtæki að fylgjast með losun sinni og gefa upp hvort hún er meiri eða minni en sem nemur losunarheimild þeirra. Þuríður Backman, þingmað- ur VG, ræddi kosti kerfisins þegar hún greiddi atkvæði með nýju loftslagslögunum sem samþykkt voru á síðasta starfsdegi Alþingis 19. júní sl. „Hæstvirtur forseti. Við göngum nú til atkvæða- greiðslu um afar umfangs- mikið frumvarp þar sem mikl- ir hagsmunir eru í húfi. Í fyrsta lagi er um heild- arlöggjöf á sviði loftslags- mála að ræða, fyrstu heildar- löggjöf á sviði umhverfismála. Í öðru lagi er- um við að innleiða reglur um viðskiptakerfi ESB um los- unarheimildir.“ Fylgist með losuninni HLUTI LOFTSLAGSSTEFNU www.kemi.is • Sími: 544 5466 • Tunguhálsi 10 , 110 Reykjavík UMHVERFISVÆNT BÆTIEFNI FYRIR ELDSNEYTI ALLT AÐ 20% ELDSNEYTISSPARNAÐUR YFIR 50% MINNI MENGUN BYLTING! Olís og ÓB bjóða í dag og fram á sunnudag 7 króna afslátt af elds- neytislítranum. Á sama tíma fá vild- arpunktasafnarar fjórfalda vildar- punkta Icelandair. Gildir þetta tilboð á Olís- og ÓB-stöðvum um allt land. Svo virðist sem baráttan sé að harðna um eldsneytiskaupendur því N1 tilkynnti í fyrradag lækkun um 15 krónur af lítranum í tilefni af N1- mótinu á Akureyri. Í kjölfarið lækkuðu Olís, ÓB, Ork- an, Atlantsolía og Shell öll verð sitt um sömu krónutölu. Algengt verð á lítranum í gær var í kringum 228 kr. Auk þess giltu hefð- bundnir afslættir víðast hvar. Ekki liggur fyrir hvort önnur olíu- félög fylgja eftir verðlækkun Olís og ÓB og gefi afslátt upp á 7 krónur yfir helgina. Sveiflur hafa verið á heims- markaðsverði á olíu að undanförnu en í heildina tekið hefur verðið þó heldur verið niður á við. Hér á landi er sömu sögu að segja. Algengt verð á 95 okt. bensíni í byrjun maí var um 263 krónur en nú er verðið í kringum 240 kr. lítrinn. ipg@mbl.is Barátta í bensíni  Olís og ÓB gefa 7 króna afslátt og fjórfalda vildarpunkta alla helgina Morgunblaðið/Ásdís Olíuverð Verð á eldsneyti lækkar. Tólf ára gömul stúlka hlaut alvar- lega áverka seinnipartinn í gær þegar hún varð undir dráttarvél með sláttuvél í eftirdragi á bæ skammt frá Sauðárkróki. Flutt með þyrlu á slysadeild Kallað var eftir þyrlu Landhelg- isgæslunnar laust fyrir klukkan fjögur í gær og var flogið með stúlkuna á slysadeild í Reykjavík þar sem TF-GNA, þyrla Gæsl- unnar, lenti kl. korter yfir sex í gærkvöldi. Að sögn lögreglu hlaut barnið áverka á handleggjum og á fótum. Haft var samband við lækni á Landspítalanum á ellefta tímanum í gærkvöldi þar sem þær fregnir fengust að stúlkan væri í aðgerð og að hún væri ekki í lífshættu. ipg@mbl.is Barnið ekki í lífshættu Varð undir dráttarvél

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.