Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2012 ✝ JakobTryggvason fæddist í Kaup- mannahöfn 10. mars 1925. Hann lést á Landakots- spítala 17. júní 2012. Foreldrar hans voru Valgerður Guðmundsdóttir, yfirhjúkrunarkona, f. 24. júní 1898, d. 12. október 1985 og Jakob Ant- on Jakobsson, skipstjóri, f. 10. júní 1892, d. 25. desember 1924. Seinni maður Valgerðar var Tryggvi Guðmundsson, f. 18. september 1899, d. 22. febrúar 1964. Eftirlifandi systir Jakobs er Bjarney V. Tryggvadóttir, f. 28. febrúar 1936, maki Árni Jónsson, f. 12 maí 1926, d. 29. júlí 2008. Látin er Jónína Þ. Tryggvadóttir, f. 24. mars 1938, d. 31. janúar 2001. Eftirlifandi maki hennar er Þórður Gunnar Alice og Eva. c) Arnþór. Synir hans eru Benjamín og Jósef Birgir. 3) Valgerður, áður gift Guðmundi Bjarnasyni. Börn þeirra eru: a) Hrafn. Sambýlis- kona hans er Elínborg Harð- ardóttir. Börn þeirra eru Hildur Arna og Orri Freyr. b) Ósk. Sambýlismaður hennar er Guð- mundur Valdimarsson. Börn Óskar eru Birgitta Ósk og Daní- el Bjarki. Núverandi maki Val- gerðar er Marinó Einarsson. Dóttir þeirra er Halla. Sam- býlismaður hennar er Sverrir Örn Hlöðversson. Eftirlifandi vinkona Jakobs er Áslaug Stephensen, f. 22. janúar 1932. Jakob lærði ungur til- skeraiðn í Bandaríkjunum og vann um árabil hjá Klæðaversl- un Andrésar Andréssonar á Laugavegi 3. Lungann úr starfsævinni var hann hjá Pósti og síma og starfaði þar sem fulltrúi og síðar skrifstofustjóri þar til hann fór á eftirlaun sjö- tugur. Útför Jakobs verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, 6. júlí 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Valdimarsson. Jakob kvæntist 19. mars 1945 Ragnheiði Jóns- dóttur, f. 25. des- ember 1924, d. 6. apríl 1998. For- eldrar hennar voru Hallfríður Brynj- ólfsdóttir, f. 29. febrúar 1892, d. 18. júní 1963, og Jón Grímsson, f. 2. september 1896, d. 2. október 1984. Börn Jakobs og Ragnheið- ar eru 1) Hallfríður, gift Her- bert Haraldssyni. Sonur þeirra er Jón Ingi, kvæntur Laufeyju Elísabetu Löve. Synir þeirra eru Þorri Jakob og Haraldur Karl. 2) Birgir, kvæntur Ástu Arnþórsdóttur. Börn þeirra eru: a) Inga María, gift Mattiasi Svantesson. Synir þeirra eru Daníel Júlíus og Emil Gústav. b) Ragnheiður, gift Jean-Manuel Roubineau. Dætur þeirra eru Elskulegi faðir minn, ég kveð þig með þessari ljóðmynd sem ég kalla Draumur á nýársnótt 2012. Við erum á þröskuldinum, klárinn og ég á baki hans. Ég skynja átakið, djúpt í sál mér, þegar við förum yfir og inn í autt, hvítmálað herbergið. Í hendi minni glerbikar með krist- alstæru vatni. Einhver minnir mig á alpahúfuna og ég ríð inn í óbyggða vistarveruna með brúnu leðurhúfuna þína á höfði. Hallfríður. Elskulegur faðir minn er lát- inn. Ekkert er eðlilegra en að fólk kveðji þegar háum aldri er náð, en söknuðurinn er engu síður mikill. Ég var svo lánsöm að geta setið hjá honum síðustu dagana sem hann lifði. Ég veit að hann var sáttur, stoltur af afkomend- um sínum og tilbúinn til farar. Síðustu orð hans sem hægt var að nema voru: „Mér líður svo vel, ég elska ykkur öll.“ Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir, höf. ókunnur) Hvíldu í friði, elsku pabbi. Þín Valgerður. Jakob tengdafaðir minn hefur kvatt okkar heim. Með nokkrum orðum vil ég kveðja dýrmætan vin minn til meira en 40 ára. Ég var ung sveitastúlka að norðan, þegar ég kom í fyrsta skipti í Sæviðarsund 6 í Reykja- vík til verðandi tengdaforeldra minna, Döddu og Jakobs. Hann tók á móti mér glaðbrosandi og lék á als oddi. Slík móttaka hjálp- aði mér að finna mig velkomna frá fyrstu stund. Ég hafði séð hann áður, því ég var búin að vera skot- in í syni hans um hríð. Ég var þá hjúkrunarnemi á Kleppsspítala nálægt heimili þeirra. Í hverju hádegi fór hann í göngutúr um Kleppsholtið með hundinn sinn, Bangsa. Þessi hávaxni og glæsi- legi maður gekk í lakkskóm og skóhlífum, í frakka og með hatt. Seinna lærði ég að þekkja hann og með okkur tókst vinátta, sem hefur verið mér ómetanleg. Í mín- um huga var hann alltaf glaður. Við bjuggum í byrjun skammt frá þeim og komum í mat á sunnu- dögum. Jakob grillaði og Dadda sá um allt hitt, en einmitt sjálfa athöfnin að grilla setti hann í heiðursæti í mínum huga, en ég hafði aldrei séð karlmann við matseld. Á vissum tímum í lífi mínu bjó ég á heimili þeirra. Morgnarnir eru mér minnisstæðastir. Það var glaðværðin í fasi hans frá því hann vaknaði, sem vakti hjá mér sömu tilhlökkun fyrir komandi degi og hann hafði. Jakob var einkar vel klæddur og átti fjölmörg jakkaföt af öllum gerðum. Ég hafði ekki áður þekkt karlmann, sem átti meira en ein jakkaföt til að vera í á jólum og við útfarir. Ég hef fáum kynnst, sem eru jafn fljótir að hugsa og tala sem hann og hann gat gert marga hluti samtímis. Hann las bók á meðan hann horfði á sjónvarp og með heyrnartól á höfðinu hlustaði hann á hljómplötu og hafði út- varpið á. Hann las stöðugt og náði að fara í gegnum fjöldann allan af bókum, sem menntaði hann í hví- vetna, enda var hann sem upp- sláttarbók fyrir heimilið. Hans mikli tónlistaráhugi var hans sterkasta einkenni. Hann hlustaði stöðugt á klassíska tón- list, en söngur var það tónlistar- form, sem hann naut best. Í minni sveit voru sífellt sungin ættjarð- arlög og sálmar, en tengdafaðir minn valdi heldur að hlýða á ein- söng stórsöngvara, kóra og óper- ur. Ég, sem var poppdýrkandi, hef lært mikið af Jakobi hvað klassíska tónlist varðar, þar sem hann var viljugur að miðla af kunnáttu sinni. Sín fyrstu æviár bjó Jakob í Kaupmannahöfn og flutti sem strákur til Íslands, mállaus á ís- lensku. Hann hefur oft rifjað upp það ferðalag og lifði lífinu í þeirri trú, að hann myndi flytja þangað seinna, til draumalandsins. Jakob gat notið augnabliksins. Eftir andlát Döddu hélt hann áfram að koma í heimsóknir til okkar. Ein af ánægjulegustu heimsóknum hans var með vin- konunni góðu Áslaugu, sem færði okkur aftur hvert nær öðru og þau vöktu skilning okkar á mik- ilvægi þess að vera tvö í lífsins ólgusjó. Ég vil þakka Jakobi fyrir sam- fylgdina, tryggðina við mig og ómetanlegar stundir af hlátra- sköllum og sögum, skemmtileg- um bridgekvöldum fyrir utan golf og golfferðir í seinni tíð. Hann mun ávallt fylgja mér sem einhver sú hlýjasta, viljug- asta og næmasta manneskja, sem ég hef kynnst, ávallt tilbúinn að hvetja, hrósa og gleðja mig á hverju sem gekk. Blessuð sé minning Jakobs Tryggvasonar. Ásta Arnþórsdóttir. Allt frá því við munum fyrst eftir okkur hefur Jakob frændi verið hluti af okkar tilveru. Í upp- vextinum var miðpunktur stór- fjölskyldunnar amma Valgerður og fjölskylduboðin í Bogahlíð 17. Þar komu allir saman á hátíða- og gleðistundum. Systkinin voru þrjú, Jakob, mamma og Unna. Jakob var elstur, ellefu árum eldri en mamma og þrettán árum eldri en Unna. Það verður ekki sagt að systkinin hafi verið mjög lík í sér, en sterkur þráður batt þau saman og þegar hópurinn kom saman, ásamt mökum og af- komendum, var alltaf glatt á hjalla. Samræðurnar voru hressi- legar og sjaldan voru allir sam- mála, en það var alltaf gaman. Minningarnar um þessar sam- verustundir stórfjölskyldunnar eru okkur mjög kærar og minna okkur á að góð og sterk fjöl- skyldutengsl eru ómetanleg. Jakob frændi var skemmtileg- ur, hreinskilinn og hláturmildur. Hann var glæsilegur á velli, alltaf smekklegur til fara og aðsóps- mikill. Hann hafði oft á orði hversu mikilvægt væri að vera forvitinn og sjálfur lét hann sitt ekki eftir liggja í þeim efnum, spurði margs og fátt fór framhjá honum sem máli skipti. Hann var stoltur af börnum sínum og barnabörnum og talaði alltaf svo fallega um þau. Hann og Ragn- heiður Jónsdóttir, eða Dadda eins og hún var alltaf kölluð, voru fal- leg hjón. Heimili fjölskyldunnar í Sæviðarsundi var einstaklega smekklegt og garðstofan með suðrænu yfirbragði. Óhætt er að segja að Dadda og Jakob hafi ræktað garðinn sinn í þess orðs- ins fyllstu merkingu. Þar sem börnin hafa öll búið erlendis um lengri eða skemmri tíma ferðuð- ust þau mikið, höfðu mikinn áhuga á menningu og listum og gerðu helst alla hluti saman. Frá- fall Döddu fyrir 14 árum varð skiljanlega Jakobi mjög erfitt, en hann tókst á við tilveruna án Döddu með miklum dugnaði, með aðstoð fjölskyldunnar og vina. Síðar eignaðist Jakob góða vin- konu, Áslaugu Stephensen, sem veitti honum mikinn stuðning og var honum einstaklega góð. Jakob og mamma hafa alla tíð verið mjög náin. Það var yndis- legt að heyra þau tala saman og augljóst hversu kært var á milli þeirra. Á kveðjustund færum við fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur og varðveitum með okkur minningu um yndis- legan frænda. Tryggvi, Jón, Valur og Ragnar Árnasynir. Jakob Tryggvasonstundirnar sem við áttum samanog ráðleggingar sem þú hefur gefið mér í gegnum sameiginlegt félagsstarf. Fjölskyldunni allri sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur, og enda þetta á stöku eftir ömmu þína sem þú hélst mikið uppá. Hvíl þú í friði. Sárt er við sorg að búa, og sjá ei yndi neitt, gott er á Guð að trúa, gleður það hjarta þreytt. (Herdís Andrésdóttir) Kristjana Sigurðardóttir. Sigurður Jónsson eða Búbbi eins og hann var ávallt kallaður lést 23. júní sl. Mikill ágætismað- ur hefur nú kvatt þetta líf eftir langa ævi. Búbbi fæddist 29.12. 1919 og var því á 93. aldursári. Skíða- ganga var eitt af áhugamálum Búbba sem hann stundaði af miklum áhuga. Um 15 manna hópur sem samfellt um 30 ára skeið fór í 3-4 daga skíðagöngu- ferðir norður á Hornstrandir og kallaði sig Norðurfara, hafði Búbba sem læriföður og fyrir- mynd í íþróttinni. Ferðirnar voru farnar síðla vetrar og um svæðið frá Ófeigsfirði í austri og norður úr. Óborganlegt var að hafa svo dagfarsprúðan og rétt- sýnan mann sem Búbba með í för en hann var aðalkjölfestan í hópnum. Ekki skipti minna máli hve glaðlyndur hann var, húm- orinn var aldrei langt undan. Norðurfarar stunduðu skíða- göngur reglulega og fóru saman í skíðaferðir um Tungudal og Seljalandsdal. Þegar kom að skíðagöngukeppnum var það Búbbi, ásamt félaga sínum Arnóri Stígssyni, sem sá um að leggja skíðagöngubrautirnar um langt árabil. Veturinn 1973-́74 starfaði ég í prentsmiðjunni Ísr- ún. Fyrsta morguninn kynnti Búbbi mig fyrir starfsmönnum sínum og störfum þeirra, en um sjálfan sig sagðist hann vera í þremur störfum, forstjóri, send- ill og sópari. Þessi starfslýsing hans lýsir vel viðhorfi hans til margra starfa sem hann tók að sér ólaunað. Ósérhlífni og óbil- andi áhugi einkenndu störf hans. Ómetanlegt starf hefur Búbbi unnið fyrir skíðahreyfinguna, hann kom að byggingu a.m.k. tveggja skíðaskála og tveggja skíðalyfta á Seljalandsdal. Þá var hann um árabil í lyftunefnd sem rak skíðasvæði Ísfirðinga áður en sveitarfélagið tók við því. Veturinn sem ég starfaði hjá Búbba kom hann ávallt við á laugardags- og sunnudags- morgnum kl: 10 og tók mig með er þeir félagarnir Arnór og Ás- geir Sigurðsson fóru á SAAB bílnum hans Búbba á skíði. Af Búbba lærði ég að renna mér og minnist ég skíðaferða er þeir fé- lagar æfðu rennsli á Seljalands- dal og renndu sér þá iðulega á öðrum fæti í ótroðnu. Vinirnir kölluðu þá Arnór, Búbba og Ás- geir postulana, því þeir sungu allir í kirkjukórnum enda sungu þeir stundum brot úr sálmi í skíðaferðunum. Í Norðurfara- hópnum var Búbbi elstur en ég yngstur, þar þekktist ekki kyn- slóðabil þó 35 ára munur væri. Eitt sinn unnum við saman að því að koma skíðagöngubraut upp og niður Kvennabrekkuna á Seljalandsdal, þá kom þessi óbil- andi áhugi fyrir íþróttinni enn og aftur í ljós. Að lokum varð okkur ljóst að brautirnar yrðu aldrei fyrir byrjendur. Fyrir rúmum mánuði síðan hitti ég þennan aldna vin í síðasta sinn, ég gekk framhjá Hlíf og sé þá Búbba sitja á göngugrind sem hann hafði til stuðnings. Er ég nálg- aðist breiddi hann út faðminn á móti mér. Við fórum að spjalla, að sjálfsögðu um nýafstaðna Fossavatnsgöngu. Enginn hefur gengið þá göngu jafn oft og Búbbi. Norðurfarar þakka ógleyman- leg kynni af góðum félaga og dáðadreng. Minning þín lifir í hugum okkar og hjörtum að ógleymdum ferðasögunum úr norðurferðum. Aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þröstur Jóhannesson – Norðurfarar. Hann Búbbi prentari er lát- inn, en hann hét fullu nafni Sig- urður Jónsson. Með honum er fallinn frá maður sem við Ísfirð- ingar stöndum í þakkarskuld við fyrir mikið og fjölbreytt félags- málastarf, m.a. á sviði söngs, leiklistar og íþróttamála. Ég vil sérstaklega minnast framlags hans til skíðaíþróttar- innar á Ísafirði. Hann vann að uppbyggingu skíðaíþróttarinnar hér frá fyrstu tíð. Hann var í skíðalyftunefndinni sem byggði fyrstu lyfturnar að mestu í sjálf- boðavinnu og með frjálsum framlögum fyrirtækja og kom að rekstri þeirra fyrstu árin. Einnig vann hann ötullega að byggingu tveggja skíðaskála á Seljalands- dal. Búbbi var í fremstu röð ís- firskra skíðaíþróttamanna í ára- raðir og kom að undirbúningi og framkvæmd fjölmargra skíða- móta. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt þess kost að vera með þér í leik og starfi sem samherji og keppinautur heima og að heim- an. Ég er þakklátur fyrir allt þitt starf við undirbúning skíðamóta, fyrir allar göngubrautirnar sem þú lagðir um áratugaskeið. Þú varst til fyrirmyndar hvað skíða- tækni varðaði með þinn létta göngustíl. Í rennsli stakkst þú alla af og oft fórst þú beint niður brattar brekkur sem aðrir lögðu ekki í að fara á eftir þér. Þegar að því vandasama verki kom að prófa skíðafærið fyrir keppni varst þú oft með besta rennslið. Ógleymanlegar eru skíðaferð- ir um Hornstrandir um 30 ára skeið þar sem þú varst ómiss- andi félagi. Síðast en ekki síst er Fossavatnsgangan þar sem við háðum marga skemmtilega keppnina um 60 ára skeið. Þín verður lengi minnst fyrir sérstaka prúðmennsku og drengskap í leik og starfi. Blessuð sé minning þín. Með innilegri samúðarkveðju til aðstandenda frá fjölskyldu minni. Oddur Pétursson frá Grænagarði. Þá hefur kvatt þennan heim mikið valmenni til orðs og æðis, Sigurður Jónsson eða „Búbbi prentari“ eins og hann var kall- aður, eftir farsæla göngu meðal okkar Ísfirðinga og langar mig að kveðja hann með nokkrum orðum. Ég vissi hver Búbbi var þegar ég var níu ára gamall því hann var ekki bara prentari, hann var líka skíðamaður sem bar orðstír okkar Ísfirðinga bæði innanlands og utan með sóma fram á síðustu ár. Hann var fyr- irmynd okkar sem yngri vorum og umgekkst okkur sem jafn- ingja þrátt fyrir nokkurn aldurs- mun. Ég minnist allra ferðanna sem við Norðurfararnir fórum á Hornstrandir. Þá var hann í hópi nokkurra Ísfirðinga sem fóru í Vasagönguna sem er 90 km löng árin 1983 og 1994 þá 73 ára gam- all. Við áttum samleið í Oddfellow frá árinu 1983, þar var hann mjög virkur félagi og var í for- svari til margra ára og var gott til hans að leita í því sambandi. Fyrir alla þessa samfylgd vil ég þakka af alhug og ég veit að Búbbi fær góða heimkomu. Við Valgerður sendum hugheilar samúðarkveðjur til barna Búbba og Mörtu og ég veit að sá sem öllu ræður mun vera með þeim nú um stundir. Gunnar Pétursson. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug, samúð og vináttu við andlát ástkærs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SNORRA JÓNSSONAR, kennara, Skógaskóla, síðast til heimilis að Herjólfsgötu 38, Hafnarfirði, sem andaðist á Sólvangi í Hafnarfirði miðvikudaginn 20. júní og jarðsunginn var föstudaginn 29. júní. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Sólvangi í Hafnarfirði fyrir einstakan hlýhug og frábæra umönnun. Olga Hafberg, Olga Guðrún Snorradóttir, Rúnar Ástvaldsson, Engilbert Ó. H. Snorrason, Sigrún Tómasdóttir, Jón Helgi B. Snorrason, Þóra Björnsdóttir, Hlynur H. Snorrason, Alma Björk Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 3. júlí var spilað á 14 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S: Jóhann Benediktsson – Erla Sigurjónsd. 395 Björn Pétursson – Ólafur B. Theodors 344 Örn Einarsson – Auðunn Guðmss. 343 Örn Isebarn – Örn Ingólfsson 332 A/V Sigurður Herlufsen – Stígur Herlufsen 390 Tómas Sigurjss. – Jóhannes Guðmannss. 355 Bergljót Gunnarsd. – Jón H. Jónsson 343 Ólafur Ólafsson – Anton Jónsson 342 Þriðjudaginn 26. júní var spilað á 14 borðum. Meðal- skor var 312. Úrslit urðu þessi í N/S: Örn Isebarn – Örn Ingólfsson 374 Erla Sigurjónsd. – Jóhann Benediktsson 371 Ásgr. Aðalsteinss. – Magnús Halldórss. 366 Björn Péturss. – Ólafur B. Theodors 339 A/V Jóhannes Guðmannss – Tómas Sigurjss. 383 Knútur Björnss. – Sæmundur Björnss. 363 Örn Einarsson – Jens Karlsson 362 Skarphéðinn Lýðss. – Stefán Ólafsson 344 Föstudaginn 29. júní var spilað á 14 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S: Jóhann Aðalsteinss. – Magnús Halldórss. 361 Sigtryggur Sigurðss. – Auðunn Guðmss. 357 Ásgeir Sölvason – Friðrik Hermannss. 354 A/V Óskar Ólafsson – Magnús Jónsson 378 Jón H. Jónsson – Bergljót Gunnarsd. 345 Kristján Þorlákss. – Haukur Guðmss. 341 Björgvin Kjartanss. – Jón Þór Karlss. 333 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.