Morgunblaðið - 06.07.2012, Side 1

Morgunblaðið - 06.07.2012, Side 1
F Ö S T U D A G U R 6. J Ú L Í 2 0 1 2  Stofnað 1913  156. tölublað  100. árgangur  SKRÍTNAR STELPUR Á KÍNAMÚRNUM FJALLAHJÓL, HESTALEIGUR OG GÖNGUSKÓR FINNST LÍFSSTÍLL KATTA FYNDINN OG ÁHUGAVERÐUR AUKABLAÐ UM ÚTIVIST TEIKNAR KATTAMYNDIR 10KITTY OG CONVERSE 36 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það felst í þessu framsal til erlends valds gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum hér á landi sem hefur verið talið að sé mjög erfitt að sam- ræma orðum stjórnarskrárinnar,“ segir Stefán Már Stefánsson, prófess- or í lögfræði við Háskóla Íslands, um innleiðingu reglugerðar um losunar- kerfi Evrópusambandsins. Stefán Már vann ásamt Björgu Thorarensen, lagaprófessor við HÍ, álitsgerð vegna reglugerðarinnar sem skilað var 12. júní sl. eða viku áð- ur en ný lög um loftslagsmál voru samþykkt. Stefán Már telur að bregð- ast þurfi við ýmsum annmörkum. Gera fyrirvara „Ef fella á kerfið undir stjórnar- skrána eins og hún er í dag þá er frumforsenda að það sé fært yfir í tveggja stoða kerfið, kerfið sem EES- samningurinn byggist á. Jafnvel þótt það heyri undir tveggja stoða kerfið gerum við fyr- irvara. Skoða verður að þarna eru tekin bindandi fyrirmæli sem munu hafa áhrif á íslenska einstaklinga og fyrirtæki, þótt ákvarðanir yrðu tekn- ar af Eftirlitsstofnun EFTA,“ segir Stefán Már sem telur einsýnt að semja þurfi við ESB þannig að reglu- gerðin samræmist stjórnarskránni. Annar möguleiki sé að breyta henni. MSamræmist ekki »4 Lögmætið dregið í efa  Losunarkerfi ESB felur í sér valdframsal  Evrópulögreglan fær valdheimildir hér  Lagaprófessor efast um að framsalið samræmist íslensku stjórnarskránni 100.000 krónur á dag » Með losunarkerfinu fær Um- hverfisstofnun heimild til að sekta atvinnurekstur eða flug- rekanda um 100.000 kr. á dag sé losunarskýrslu ekki skilað. » Þá fær Evrópulögreglan að- gang að skráningarkerfinu. Óbyggðanefnd hefur kynnt kröfur fjármálaráðherra fyrir hönd rík- isins um þjóðlendur á Norðvest- urlandi og í Húnavatnssýslu vestan Blöndu ásamt Skaga. Um er að ræða skilgreiningu á mörkum þjóð- lendna ríkisins og eignarlanda. Svæðið er stórt og telja allnokkrir bændur sig eiga tilkall til eignar- réttar á landi sem fellur innan skil- greindra marka landsins. Landið liggur gegnum hluta Skagafjarð- arsýslu og Austur- og Vestur- Húnavatnssýslu. „Mér finnst gagnrýnivert að þeir hafi farið þessa leið en á móti kem- ur að maður getur leitað réttar síns fyrir dómstólum,“ segir Sigurður Erlendsson, bóndi á Stóru-Giljá á Blönduósi, en að hans sögn gætir töluverðrar andstöðu gagnvart kröfum ráðherra. Ekkert er hægt að fullyrða um hvaða kröfum verður mætt, en dómsúrskurðir hafa bæði fallið á þann veg að svæði sem óbyggðanefnd hefur úrskurðað þjóðlendur eru endurskilgreind sem eignarlönd og öfugt. Þeim sem telja sig eiga kröfu til eignarrétt- inda á svæðinu er gert að skila inn kröfum sínum í síðasta lagi 7. jan- úar 2013. » 12 Krafa um stórt svæði Landsvæðið Bændur telja sig eiga kröfu til eignarréttar á svæðinu.  Kröfur ráðherra mæta andstöðu  Byrjað verður að innheimta gjöld fyrir bílastæði við afgreiðslu Flugfélags Íslands á Reykjavíkur- flugvelli í haust. Þessa dagana er unnið að endurbótum á malar- stæðum sem verða malbikuð og gerð fyrsta flokks. Stæðisgjöldin verða á bilinu 50 til 100 kr. en nokkru hærri á stæðum næst flug- stöðinni. Hjá Flugfélaginu stendur vilji til þess að reisa nýja flugstöð og í bílastæðamálinu hangir á spýt- unni að fara í frekari uppbyggingu á vallarsvæðinu. Málið er hins veg- ar í pattstöðu vegna margra óvissuþátta og afstöðu stjórnvalda í flugvallarmálinu. »6 Flugfélagið rukkar fyrir bílastæðin Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Ítölsku ferðamennirnir sem náðu myndum af meintum hvítabirni á Vatnsnesi á Húnaflóa fylgdust með dýrinu í sjónauka og fullyrða að um hvítabjörn hafi verið að ræða, en ekki sel. Þau segja að selir hafi verið í ná- grenninu. Þetta hefur Morgunblaðið eftir heimildum í gærkvöldi. Árang- urslaus leit stóð yfir að birninum við allan Húnaflóa í gær og komu bæði lögregla og þyrla á vegum Landhelg- isgæslunnar að leitinni. Þá var við- bragðsteymi vegna landgöngu hvíta- bjarna kallað saman í gærmorgun til að fara yfir stöðu mála og leggja á ráðin. Einnig voru byssumenn við Húnaflóa beðnir um að vera í við- bragðsstöðu. Lögreglan hafði uppi á ítalska ferðafólkinu í gær. »6 Sáu björninn skýrt í sjónauka Hvítabjörn? Ein myndin sem ítalska ferðafólkið tók við Geitafell af meint- um hvítabirni í fyrradag. Fólkið skoðaði dýrið í sjónauka innan um seli. Það var sannkölluð sumarstemning á sumartorgi Mosfellsbæjar í gær enda veðrið eins og það gerist best. Á torgið býðst ungum sem öldnum að koma á fimmtudagseftirmiðdögum fram að verslunarmannahelgi og njóta árstíð- arinnar. Systkinin Aron Darri og Kolbrún spreyttu sig á smíðavöllum torgsins og munduðu hamrana af mikilli fagmennsku – þó undir vökulu auga föður þeirra, Hilmars Stefánssonar. Smíðað og leikið í blíðviðri á sumartorgi Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.