Kjarninn - 10.07.2014, Page 61

Kjarninn - 10.07.2014, Page 61
52/52 KjaftÆði „Já, ókei, það er kannski slæmt að vera á móti múslimum. En hvað með fólk sem hatar samkynhneigða / konur / kristið fólk / Evrópubúa / lágvaxna? Hefurðu engar áhyggjur af þeim?“ Raunin: „Það er ekkert stigveldi þegar kemur að kúgun,“ sagði Audre Lorde einhverju sinni. Það er ekki hægt að sneiða hjá því að kljást við útjaskaðar hugmyndir um yfir- burði ákveðinnar trúar, kynþáttar, kyns, þjóðar eða hvers sem er, með því að vísa til þess að annar hópur sé að þjást á sama tíma. Það er enda svo miklu auðveldara að hugsa um allt það ok sem við búum við en þann sársauka sem við völdum með hegðun okkar. Útgangspunkturinn er þessi: Það er vissulega aðdá- unarvert að lýsa yfir víðsýni, fagna fjölbreytileika og að fordæma fordóma en kné þarf að fylgja kviði. „Ég hef ekkert á móti múslimum, en ...“ er ömurleg staðhæfing sem kveik- ir á blikkandi neonljósum um að viðkomandi sé haldinn ranghugmyndum um eigin fordóma, og þar með um eigið ágæti. Það er nauðsynlegt að bera kennsl á fordómafullar skoðanir okkar og afleiðingar þeirra svo að við getum farið að komast að rótum ranglætisins sem fylgir því að mismuna fólki eftir ömurlegum og óréttlátum aðferðum. Og getum farið að dunda okkur við eitthvað uppbyggilegra. Eins og skipulagsmál.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.