Morgunblaðið - 07.08.2012, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2012
Tilboð
:
Fólksbíll – 6500,-
(fullt verð 9000,-)
Jepplingur – 8000,-
(fullt verð 12.000,-)
Pantaðu alþrif strax í dag
Handþvottur / Handbón
Er bíllinn þinn skítugur eftir helgina?
BÓNSTÖÐIN
DALVEGI 16C
Sími 571-9900 / 695-9909
Skúli Hansen
Björn Jóhann Björnsson
Tillaga að breyttu aðalskipulagi á
miðsvæði austan og vestan Vest-
urlandsvegar hefur verið samþykkt
af borgarráði. Tillagan hefur verið
send Skipulagsstofnun til staðfest-
ingar og er þar nú í umsagnarferli.
Er tillagan tilkomin vegna hug-
mynda um gagnaver á Korputorgi,
þar sem nú er rekin verslanamið-
stöð. Þá gerir hún einnig ráð fyrir
að í aðalskipulagi Reykjavíkur sé
reiknað með vörugeymslum auk
verslunarstarfsemi.
Skráður eigandi fasteignarinnar
á Korputorgi er félagið Stekkjar-
brekkur, sem er í 100% eigu SMI-
fjárfestinga. Það fasteignafélag er
m.a. í eigu Færeyingsins Jakubs
Jakobsens, eiganda Rúmfatalagers-
ins og fleiri fyrirtækja. Arnar
Hallsson hjá SMI segir málið
skammt á veg komið. Ákveðið hafi
verið að óska eftir breytingu á deili-
og aðalskipulagi til að hafa mögu-
leika opinn á gagnaveri í hluta af
húsnæðinu, sem er alls um 40 þús-
und fermetrar og hátt til lofts.
Breskir ráðgjafar
Breskt ráðgjafarfyrirtæki, GVA
Connect, hefur verið fengið til að
kynna verkefnið fyrir áhugasömum
erlendum fjárfestum. Nefnist verk-
efnið Titan Tech Park. „Þetta snýst
um að svara spurningunni hvort
þetta sé hægt og hvað þurfi að gera
til þess. Þess vegna var breska fyr-
irtækið fengið til að veita okkur
ráðgjöf. Engir samningar liggja fyr-
ir ennþá. Við bíðum bara eftir svari
frá borginni um hvort þetta sé hægt
á þessum stað. Ef heimild fæst er
hægt að setja aukinn þunga í verk-
efnið,“ segir Arnar.
Stutt er í spennuvirki við Korpu-
torg en Arnar segir það ekki skipta
mestu máli fyrir gagnaver eða net-
þjónabú. Gera þyrfti ráð fyrir frek-
ari mannvirkjum á lóðinni ef gagna-
ver yrði að veruleika.
Taka vel í hugmyndina
„Okkur líst prýðilega á þetta.
Þetta er að mörgu leyti áhugaverð
staðsetning fyrir gagnaver enda er
þetta stutt frá spennuvirki,“ segir
Dagur B. Eggertsson, formaður
borgarráðs, aðspurður hvernig hon-
um lítist á þá hugmynd að setja upp
gagnaver á Korputorgi og bætir
við: „Það er auðvitað eiganda húss-
ins að meta hvernig hann telur það
best nýtt en við sáum enga skipu-
lagslega vankanta á þessari hug-
mynd.“
Að sögn Júlíusar Vífils Ingvars-
sonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins, byggðust rekstraráætlan-
ir fyrir Korputorg á öðrum for-
sendum en eru í gildi núna.
„Reksturinn þar virðist ekki hafa
gengið með sama hætti og vonir
stóðu til og því er ekki óeðlilegt að
verið sé að finna þessu húsnæði
nýtt hlutverk,“ segir Júlíus Vífill
aðspurður hvaða skoðun hann hafi á
því að þarna verði sett upp gagna-
ver.
„Auðvitað verður að vera opið
fyrir því og sveigjanleiki varðandi
það að heimila rekstur sem getur
komið meiri starfsemi inn í húsið,
því að ennþá stendur það að hluta
til autt. Við t.d. opnuðum fyrir það
að þarna gæti verið bíósalur en það
var ekki gert ráð fyrir því í fyrsta
skipulaginu að húsinu,“ segir Júlíus
Vífill ennfremur. Þá hefur erindi
arkitektastofunnar Arkís um breyt-
ingu á deiliskipulagi á Blikastaða-
vegi 2-8, þ.e. Korputorgi, verið
kynnt í skipulagsráði, en það var
gert á fundi ráðsins hinn 13. júní
síðastliðinn. Í erindinu er fólgin sú
breyting á deiliskipulagi að lóðin
verði skilgreind sem verslunar-,
þjónustu- og athafnasvæði og jafn-
framt að þrír nýir byggingarreitir
verði afmarkaðir á henni.
Skoða rekstur gagnavers
Eigendur Korputorgs íhuga nú að koma þar fyrir gagnaveri Borgarráð hefur
nú þegar samþykkt breytingu á aðalskipulagi Borgarfulltrúar eru jákvæðir
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Korputorg Eigendur Korputorgs íhuga nú að setja þar upp gagnaver. Breyting á aðalskipulagi þess efnis hefur nú
þegar verið samþykkt í borgarráði en jafnframt hefur breyting á deiliskipulagi verið kynnt í skipulagsráði.
Heimild: Reykjavíkurborg/Arkís
Breyting á aðalskipulagi nú þegar samþykkt í borgarráði
Hugmynd að gagnaveri á Korputorgi
Korputorg
Spennuvirki
„Frídagur versl-
unarmanna er að
útvatnast í ekki
neitt,“ segir Stef-
án Einar Stef-
ánsson, formaður
VR.
Hann segir það
áhyggjuefni hvað
það eru margir
sem vinna á frí-
degi verslunar-
manna og vill að þeir geti tekið
aukafrídag á móti.
„Miklar breytingar eru að verða á
afgreiðslutíma sem við höfum ekki
séð áður, má þar nefna allar búðir
sem hafa opið á nóttunni. Okkur
taldist til að 40 verslanir á höf-
uðborgarsvæðinu væru opnar á
nóttunni.“
Verslunarmannahelgin er aðal-
ferðahelgi ársins og Stefán sagði að
vissulega þyrfti að halda uppi þjón-
ustu við alla þá sem væru að ferðast.
„Þessir dagar hafa mjög mikil efna-
hagsleg áhrif inn á svæðin sem halda
þessar hátíðir. Ég tel að það þurfi að
koma meira til móts við fólkið sem
stendur vaktina á þessum dögum,
ekki bara með álagsgreiðslum. Það
þarf að tryggja að fólk hvílist,
skemmti sér og njóti samvista við
fólkið sitt.“
Nokkrar verslanir voru með lokað
en ekki voru tiltæk gögn um hverjar
þær voru nákvæmlega. Stóru versl-
unarmiðstöðvarnar voru lokaðar auk
Bónuss, Byko, Ikea og Fjarðar-
kaupa. Breytilegt var hvaða Nettó-
og Krónuverslanir höfðu opið í gær.
thorunn@mbl.is
Útþynntur
frídagur
Stefán Einar
Stefánsson
Vill aukafrídag
fyrir verslunarmenn
Morgunblaðið/Eggert
Verslað Formaður VR segir marga
vinna á frídegi verslunarmanna.
Mörgum létti við milt loftslagið sem
víðast hvar var ríkjandi um land allt
nýafstaðna verslunarmannahelgi.
Að sögn Einars Sveinbjörnssonar,
veðurfræðings hjá Veðurvaktinni,
var óvenjulegt hvað bæði var hæg-
viðrasamt, þ.e. lítill vindur á landinu
öllu, auk þess sem úrkoma var með
minnsta móti og víðast hvar alveg
þurrt, með örfáum undantekn-
ingum.
Með hæglátari sumrum
í höfuðborginni
Fyrir helgi benti Einar á heima-
síðu sinni á að það sem af er sumri
virðist sem meðalvindur í Reykjavík
hafi verið lægri en nokkru sinni áður
eða 2,4 m/s. Þykir meðalvindur hæg-
ur þegar hann mælist undir eða við 3
m/s. Í júlí 2007 mældist meðalvindur
í höfuðborginni 2,5 m/s og sé farið til
aftur til ársins 2003 mældist hann
2,6 m/s.
„Sumarið í sumar hefur klárlega
verið með hæglátari sumrum í borg-
inni,“ segir Einar. Minni vindur í
lofti í bland við aukinn gróður og
þéttari byggð hefur stuðlað að meira
skjóli og hægari vindum í lægstu
lögum. Skýrt afsprengi þessarar
þróunar má m.a. sjá í auknu fram-
boði og vinsældum útikaffihúsa í
miðbænum.
Besta sumar í 150 ár?
„Við erum bara rétt rúmlega
hálfnuð á þeirri vegferð,“ svarar
Einar aðspurður hvort útlit sé fyrir
besta sumar í 150 ár, en velt hefur
verið vöngum yfir hvort sú verði
raunin á vefsíðu Einars. Að hans
sögn er sumarið reiknað frá júní-
byrjun til septemberloka og því enn
of snemmt að spá. Bestu sumur sem
mælst hafa hér á landi, árin 1939,
2003 og 2010, hafa öll einkennst af
einstaklega góðum septembermán-
uði. „Í upphafi skyldi því endinn
skoða,“ segir Einar.
Vindafar í höfuðborginni
óvenjuhagfellt í sumar
Hæglætisveður var í borginni og á landinu öllu um helgina
Morgunblaðið/Golli
Hægviðri Aukið framboð og vin-
sældir útikaffihúsa fylgja blíðunni.