Morgunblaðið - 07.08.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2012
Háþrýstidælur
Teg: K 3.500
120 bör max
460 ltr/klst
Teg: K 7.400
160 bör max
600 ltr/klst
Þegar gerðar eru hámarkskröfur
F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð
Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is
makes a difference
Bíla- og vélavörur
...sem þola álagið!
Það borgar sig
að nota það besta!
Viftur
HjólalegusettKúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir
Stýrisendar
og spindilkúlurViftu- og tímareimar
Kúplingar- og höggdeyfar
th
or
ri@
12
og
3.
is
/3
1.
31
3
www.falkinn.is
Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is
Það eru alltaf
þjálfarar þér
til aðstoðar
… Heilsurækt fyrir konur
Æfingin hjá okkur
tekur aðeins 30 mínútur
Sumarið er tíminn!
Ég heiti Ásta Björt Thoroddsen, tannlæknir. Ég verð 70 ára
17. maí næstkomandi. Ég greindist með parkinsonveiki
2003 og var þá orðin stíf þrátt fyrir ýmiskonar leikfimi.
Ég kynntist Curves 2 mánuðum eftir að að það hóf
starfsemi árið 2005 og hef æft hér síðan 6x í viku. Þessar
æfingar koma vöðvunum í gang og virka þannig að lyfin
virka betur. Svona gat ég unnið áfram með því að byrja í
Curves kl. 07:00 á morgnana.
Curves heldur mér gangandi, mín blessun. Takk fyrir.
Ásta Björt
Ásta Björt
Thoroddsen
Samstarfshópur friðarhreyfinga
stendur fyrir árlegri kertafleytingu
á Reykjavíkurtjörn nk. fimmtu-
dagskvöld til að minnast fórn-
arlamba kjarnorkuárásanna á Hi-
roshima og Nagasaki í Japan í
ágúst árið 1946. Friðarsinnar hafa
komið saman á þessum stað frá
árinu 1985 og er þetta því í 28. sinn
sem kertafleytingin fer fram. Um
er að ræða hefð sem upprunnin er í
Japan en athafnir af þessu tagi fara
fram víða um heim.
Athöfnin hefst kl. 22:30 við suð-
vesturbakka Tjarnarinnar. Fund-
arstjóri verður Silja Bára Ómars-
dóttir, aðjúnkt við HÍ.
Morgunblaðið/Ómar
Kertafleyting Frá athöfninni árið 2010.
Kertafleyting að
kvöldi fimmtudags
„Tjónið hleypur að minnsta kosti á
nokkrum milljónum,“ sagði Ár-
mann Einarsson, útgerðarstjóri
Auðbjargar ehf.
Eldur kom upp í skipinu Arnari
ÁR 55 sem var við bryggju í Þor-
lákshöfn í gær. Skipið er 250 tonn
og hefur verið á makrílveiðum.
Nokkuð greiðlega gekk að
slökkva eldinn. Búið var að slökkva
hann um tíuleytið í gærmorgun,
tveimur tímum eftir að tilkynnt var
um eldinn.
Ljóst er að stopp verður í útgerð-
inni að minnsta kosti nokkrar vik-
ur. Ekkert skip mun leysa Arnar af
í makrílveiðunum.
Lögreglan á Selfossi rannsakar
eldsupptökin en millidekkið var
nokkuð illa útleikið.
Milljónatjón vegna
elds í Arnari ÁR
Umferðarstofa vill brýna fyrir öku-
mönnum að bregðist ekki við
óvæntum og jafnvel fleygum veg-
farendum þannig að hætta skapist
á að þeir fari yfir á öfugan veg-
arhelming, missi stjórn á bílnum
eða velti honum.
Slíkt óhapp átti sér stað að
morgni laugardags á Ólafsfjarð-
arvegi. Ökumaður reyndi að
sveigja framhjá fuglum sem voru á
veginum. Þessi viðbrögð höfðu þær
afleiðingar í för með sér að hann
missti stjórn á bílnum og velti hon-
um. Engin slys urðu á fólki.
Ekki er þó ætlunin að gera lítið
úr þeirri viðleitni ökumanna að
vernda og verja líf fugla sem á vegi
þeirra verða, segir Umferðarstofa.
Ökumenn verða að
bregðast rétt við
Rúmlega 9%
meiri áfengissala
var í vikunni fyr-
ir verslunar-
mannahelgi í ár
en sama tímabil í
fyrra. Verslunar-
mynstrið ein-
kenndist af meiri
fyrirhyggjusemi
en í fyrra, því fleiri lögðu leið sína í
Vínbúðir fyrri hluta vikunnar og
sala föstudagsins var 10% minni en
2011, að sögn Sigrúnar Óskar Sig-
urðardóttur, aðstoðarforstjóra
ÁTVR.
Alls lögðu 105.643 viðskiptavinir
leið sína í Vínbúðirnar í vikunni og
keyptu 620 þúsund lítra af áfengi.
105 þúsund manns
fóru í vínbúðirnar
STUTT
Frystitogarinn Höfrungur III
AK-250 lagðist í gær að bryggju í
Reykjavíkurhöfn með mikinn afla,
einn þann mesta sem skipið hefur
komið með að landi.
„Ég held að þetta geti nú verið ein
stærsta löndunin. Þetta er ágætt í
tonnum, svona í einni löndun. Ætli
við séum ekki með um 900 tonn upp
úr sjó á 30 dögum. 500 tonn af ufsa.
Hitt er karfi, þorskur, ýsa og
makríll,“ sagði Ævar Smári Jó-
hannsson skipstjóri, en skipið siglir
aftur út á föstudaginn á makrílveið-
ar. Höfrungur III AK-250 er um
1.500 brúttótonna skip, smíðað í
Kristjánssundi í Noregi árið 1988.
Skipið hefur rúmlega þúsund tonna
aflamark í þorski, um 935 tonn af
karfa og tæp ellefu hundruð tonn af
ufsa auk fleiri tegunda . ipg@mbl.is
Ljósmynd/HB Grandi
Fengsæll Höfrungur III AK-250 er
1.000 tonna skip smíðað í Noregi.
Kom með
900 tonna
afla í land