Morgunblaðið - 07.08.2012, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 07.08.2012, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2012 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is V ið göngum fjóra til fimm tíma á dag, allt í miklum rólegheitum og við tökum líka tillit til þess að þarna er frekar heitt. Ef fólk vill ekki að koma með í labbið einhvern dag- inn, þá má það alveg dvelja í garð- inum eða gera hvað annað sem það vill. Þetta verður allt mjög frjálst. Við göngum alltaf frá hót- elinu og þurfum ekki að láta skutla okkur og ekki burðast með neitt. Við tökum bara með okkur fallegan dúk, brjótum brauð og borðum. Við ætlum að horfa að- eins fram fyrir tærnar á okkur, á það sem er nálægt okkur, en ekki horfa einvörðungu langt út í busk- ann,“ segir Anna Dóra Her- mannsdóttir sem ætlar að fara fyrir hópi Íslendinga í göngu- og jógaferð til Tyrklands í haust, á vegum Göngu Hrólfs og Vida- ferða. Námskeið í tyrkneskri matargerð Anna Dóra hefur starfað sem jógakennari í tæp tuttugu ár og því fléttaði hún inn í ferðirnar jóga og hugleiðslu. „Við dveljum á jógahóteli uppi í fjöllunum og byrjum hvern dag með jóga úti í garði undir laufskrúði trjánna. Í allri mat- argerð á hótelinu er lögð áhersla á lífrænt hráefni og hráefni úr hér- aði, en tyrkneskur matur er þekktur fyrir gæði og hvergi er eins mikið af lífrænt vottuðum bú- um en á Tyrklandi. Við verðum með tyrkneskan leiðsögumann með okkur en ég fæ líka að stjórna,“ segir Anna Dóra og hlær. „Leiðsögumaðurinn og hans kona eru miklir matgæðingar og þau ætla að bjóða okkur heim einn morguninn á mini-námskeið í tyrkneskri matargerð. Svo borð- um við að sjálfsögðu afrakst- urinn.“ Heimsækjum m.a skjaldbökuverndarsvæði „Við þræðum okkur um fjöllin og þetta dásamlega svæði í dag- legum gönguferðum og siglum bæði á vötnum og sjó. Og við ætl- Að njóta frekar en að þjóta Hún ætlar að leiða fólk í gönguferð þar sem dvalið verður á jógahóteli í tyrk- neskum fjöllum. Hver dagur byrjar með jóga úti í garði og göngugarpar þræða sig um fjöllin í daglegum göngum, sigla bæði á vötnum og sjó og borða góðan mat. Lótus Anna Dóra í jógastellingu að hugleiða úti í náttúrunni. Á vefsíðunni motleyhealth.com undir fitness má finna leiðarvísi að 20 mínútna löngu æfingapró- grammi til að fylgja eftir heima fyrir. Hitað er upp með léttu skokki og síðan taka við átta æfingar sem ætlaðar eru til brennslu og að styrkja líkamann. Er um að ræða klassískar æfingar sem útskýrðar eru skref fyrir skref. Þeim er ætlað að styrkja sem flesta staði lík- amans enda ómögulegt annað en að æfa flest nokkurn veginn jafnt. Ef þú ert orðinn leið/ur á æf- ingaprógramminu þínu eða vilt rifja upp hvaða æfingar sé sniðugt að gera er sniðugt að kíkja á þessa vefsíðu. Ef veður er gott geturðu líka breytt til og gert æfingarnar utandyra. Það er jú enn betra að æfa í frísku lofti og þá hægt að bæta jafnvel aðeins við prógramm- ið skokki eða röskri göngu. Vefsíðan www.motleyhealth.com Morgunblaðið/Frikki Heimaleikfimi Ýmsar æfingar fyrir líkamann er auðvelt að gera heima fyrir. Hressandi heimaleikfimi Jökulsárhlaupið fer fram í stórkost- legu umhverfi Jökulsárgljúfra í Vatnajökuls-þjóðgarði. Hlaupið hent- ar hvort sem er reynslumiklum lang- hlaupurum sem og þeim sem vilja takast á við utanvegahlaup í fyrsta sinn, þar sem í boði er að hlaupa þrjár mismunandi vegalengdir: 32,7 km, 21,2 km og 13 km. Lagt er af stað frá mismunandi stöðum fyrir hverja vegalengd en öll hlaupin enda í Ásbyrgi. Jökulsár- hlaupið hefur verið haldið árlega síð- an 2004 og hefur fjöldi þátttakenda vaxið jafnt og þétt. Nú hafa verið settar fjöldatakmarkanir við 350 þátttakendur. Þetta er talið nauðsyn- legt til að vernda viðkvæma náttúru, stuðla að betra öryggi þátttakenda og viðhalda góðu þjónustustigi við hlaupara. Skráning fer fram á vefsíð- unni www.jokulsarhlaup.is og þar má nálgast allar frekari upplýsingar um hlaupið. Endilega… …skráðu þig í Jökulsárhlaupið Ljósmynd/Þór Gíslason Jökulsárhlaup Hlaupið er í stórkostlegu umhverfi Jökulsárgljúfra. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Yndisferð Hér er Anna Dóra með ferðahóp í Jökulsárgljúfrum. Strönd Tyrkneskar strendur eru fallegar og liturinn túrkísblár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.