Morgunblaðið - 07.08.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.08.2012, Blaðsíða 11
um að borða heilmikið af góðum mat. Inn í ferðina er fléttað þess- ari hugmyndafræði, að njóta frek- ar en þjóta. Að njóta augnabliks- ins og dvelja í núinu. Þetta er ákaflega fagurt svæði og í kring- um jógahótelið hefur byggðarlagið sameinast um að leyfa ekki bygg- ingar sumarhúsa erlendra ferða- mann né hótelkeðja, til að halda svæðinu sem ósnortnustu. Við verðum í fjöllunum í sjö nætur en færum okkur svo síðustu þrjá dag- ana niður í lítið þorp við strönd- ina, þaðan sem við getum gengið niður á strönd og heimsótt meðal annars skjaldbökuverndarsvæði, en ströndin er þekkt fyrir að þar verpir ákveðin skjaldbökutegund eggjum og kemur upp ungum sín- um. Af þessum sökum má ekki byggja hús eða hótel á þessari strönd. Á torgum litlu þorpanna sem við göngum í gegnum, úir og grúir af handverksmörkuðum og við látum það ekki framhjá okkur fara frekar en annað áhugavert.“ Í Yndisferðum fá allir sína persónulegu nálgun Anna Dóra hefur verið með svokallaðar Yndisferðir á eigin vegum í þónokkuð mörg ár hér heima á Íslandi. „Ég þróaði Ynd- isferðir alveg sjálf, en eftir að ég hafði verið leiðsögumaður og land- vörður í áraraðir, þá fannst mér tími til komin að ég gerði eitthvað sjálf. Ég hætti að starfa sem land- vörður í kjölfarið af því að ég flutti aftur í sveitina hér á Klængshóli sem er fremsti bær í Skíðadal. Ég byrjaði með stuttar dagsferðir sem snerust aðallega um fræðslu um íslenskar plöntur, hverjar þeirra við getum notað okkur úr náttúrunni til góðs, hvort sem það er til að krydda mat, nota í te eða eitthvað annað. Ég flétta inn í fróðleik um lækningajurtir og hvernig þær hafa verið nýttar í gegnum aldirnar. Ég spinn þetta út frá hugmyndafræði sem er not- uð mikið í þjóðgörðum og kallast náttúrutúlkun, en þá er fólk leitt áfram á aðeins annan hátt en venjulegur leiðsögumaður gerir. En vissulega spilar jógað og hug- leiðslan stóran þátt sem og ást mín á landinu. Ég takmarka fjöldann í Yndisferðum við tólf manns, því mér finnst ákveðin gæði felast í því að vera með litla hópa. Þá fá allir sína persónulegu nálgun, hægt er að sinna öllum og allir hafa sitt rými. Þá næ ég líka að læra nöfn allra í ferðinni,“ seg- ir Anna Dóra og bætir við að hún hafi ekki aðeins verið með Ynd- isferðir á Tröllaskaga heldur líka við Jökulsárgljúfur, í Kerling- arfjöllum, í Ódáðahrauni og víða annars staðar. Siglt Í ferðinni verður siglt í fögru umhverfi á hafi og vötnum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2012 Tilvalið fyrir heimilið og sumarbústaðinn PLÍ-SÓL GARDÍNUR Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Ef þú staðg reiðir sendum vi ð frítt hvert á lan d sem er H jólastólahandbolta- deild HK var stofn- uð haustið 2010 af tveimur áhugamönn- um um handbolta sem vildu að fatlaðir gætu stundað hópíþrótt. Það voru þeir Friðrik Þór Ólason, formaður félagsins, og Gunnar Guðmundsson sem áttu hugmyndina en með þeim í stjórn situr einnig Alexander Harðarson. Hann hefur skráð sig til leiks í Reykjavíkur maraþoninu þann 18. ágúst næst- komandi þar sem hann ætlar að fara tíu kílómetrana á hjólastóln- um sínum en áheit munu renna til deildarinnar. Jákvætt skref fram á við „Ákveðið var að skella í hjóla- stólahandboltahóp sem var stofn- aður árið 2010 en áður höfðum við nokkrir verið að leika okkur sjálfir í þessu. Við vildum fara í samstarf við íþróttafélag og þá steig HK óvænt fram og við slógum til með að æfa hjá þeim. HK tók stórt skref með þessu og er í raun fyrsta almenna íþróttafélagið þar sem fötluðum íþróttamönnum býðst að æfa einir og sér. Hjá mörgum félögum t.d. í sundi fá fatlaðir íþróttamenn að æfa með ófötluðum og eins eru til íþróttafélög fatlaðra. En nú höfum við í fyrsta sinn val um að fatlaðir íþróttamenn geti æft í sér liði inn- an almenns íþróttafélags. sem er mjög jákvætt skref. Síðasta tíma- bil fengum við þjálfara til liðs við okkur, þá Darra McMahon og Magnús Magnússon, svo þetta er orðið að alvöru hjá okkur. Nú væri frábært að hafa lið til að keppa við en þessi markaður hér er svo lít- ill,“ segir Alexander. Hamagangur á vellinum Alexander segir nauðsynlegt að vera svolítið hraustur í þessari íþrótt þar sem reynir mikið á hendurnar en þeir félagarnir komi þó úr ólíkum bakgrunni. Sumir hafi æft íþróttir frá unga aldri en aðrir séu rétt að byrja. „Þetta er gróf íþrótt enda snertiíþrótt og því ekkert fyrir alla. Maður þarf að hafa svolitlar taugar í þetta enda er oft mikill hamagangur á vellinum,“ segir Al- exander. Í hópnum eru um 20 manns og var æft tvisvar sinnum í viku síð- astliðinn vetur en Alexander segir líka nokkurn samgang vera utan vallar hjá hópnum. Enda hafi þeir sumir hverjir þekkst lengi. Nú stendur fyrir dyrum keppnisferð hjá hópnum í desember til Svíþjóð- ar. Ákvað Alexander því að láta verða af því að skrá sig í Reykja- víkur maraþonið og nýta það sem fjáröflun fyrir ferðina. „Ég hef velt því fyrir mér í nokkur ár að taka þátt í maraþon- inu og ákvað nú að slá tvær flugur í einu höggi. Ég vona bara að minn náttúrulegi styrkur dugi í þetta,“ segir Alexander sem fór Hellisheiðina á hjólastól fyrir nokkrum árum, upp Kambana og niður hinu megin. Ágóðinn af þeim áheitum rann til Barnaspítala hringsins en fyrir þá sem vilja heita á Alexander í þetta sinn er bent á vefsíðuna www.hlaupastyrk- ur.is, áheitanúmer hans er 2267. Hjólastólahandboltadeild HK Hópur Mikill hamagangur vill verða á vellinum þegar menn takast á. Fer tíu kílómetra maraþon í hjólastól Hraustur Alexander Harðarson. Jóga og ganga í Vestur-Lýkíu: 4. – 14. september 2012. Dvalið verður 7 nætur á Hótel Faralya sem er rétt hjá hinu rómaða Bláa lóni Oludeniz. Lýkíuleiðin liggur eftir endi- langri Lýkíuströndinni, land- svæði þar sem Lýkíar bjuggu á öldunum fyrir Krist. Lagt er af stað í ca 800 metra hæð á öxl ‘Baba Dag’ fjallsins sem er 1.960 m hátt. Bátsferð m.a frá Oludeniz ströndinni, sem er með snjóhvítum sandi við túrkisblátt haf. Jóga í Vestur-Lýkíu TÚRKISBLÁTT HAF www.gonguhrolfur.is www.skidadalur.is Ganga Gönguleiðirnar eru stórbrotnar og hér sér yfir Öludenizströnd. Vatnsmýrarhlaupið verður haldið í 18. sinn fimmtudaginn 9. ágúst næst- komandi. Hlaupið er frá Ráðhúsi Reykjavíkur og út að Reykjavík- urflugvelli og þaðan aftur að Ráðhús- inu. Er vegalengdin 5 km með tíma- töku og hefst hlaupið kl. 20. Flokkaskipting fyrir bæði kyn er: 14 ára og yngri 15-49 ára 50 ára og eldri. Hægt er að forskrá sig á hlaup.is til kl. 15 á keppnisdag og í Ráðhúsinu eftir kl. 17 á keppn- isdag. Skráningargjöld eru 1.000 kr . Vatnsmýrarhlaupið Hlaup 5 km langt með tímatöku. Hlaupið frá Ráðhúsinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.