Morgunblaðið - 07.08.2012, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2012
Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is
Íslensk hönnun og framleiðsla
A81
Hönnuðir: Atli Jensen og
Kristinn Guðmundsson
Verð frá: 27.800,-
www.facebook.com/solohusgogn
Bíldshöfði 14 » 110 Reykjavík » Sími 567 6744 » gsvarahlutir.is
Triscan gormar, bremsu- og stýrishlutir
Pöntum á fimmtudögum, varan komin á mánudegi
Harðar deilur standa nú yfir í Bandaríkjunum um skyndi-
bitastaðakeðjuna Chick-fil-A. Keðjan, eða öllu heldur eig-
andi hennar og stjórnandi, hefur tekið eindregna afstöðu
gegn hjúskaparréttindum samkynhneigðra og m.a. stutt
fjárhagslega kristin samtök sem beita sér í málaflokknum.
Fyrir vikið hafa samkynhneigðir og stuðningsmenn
þeirra reynt að fá sem flesta til að sneiða hjá kjúklinga-
keðjunni. Sem mótvægi við þeim aðgerðum hafa þeir sem
aðhyllast íhaldssamari fjölskyldu- og trúargildi þjappað
sér á bak við Chick-fil-A og lagt sig fram við að versla við
fyrirtækið.
Nú hefur framtakssamur lögfræðingur í Washington,
Ted Frank, tekið upp á að bjóða það sem kalla mætti
syndaaflátsbréf kjúklingaunnandans (e. Chicken Offsets).
Wall Street Journal greinir frá að þar geti þeir sem ekki
geta staðist kjúklingasamlokurnar skapað mótvægi við
stefnu veitingastaðarins og keypt peningagjöf sem send er
til samtaka sem berjast fyrir réttindum samkynhneigðra.
Á kerfið að verka með svipuðum hætti og kolefnis-
jöfnun sem sum flugfélög bjóða farþegum sínum að
kaupa.
Fyrir einn bandaríkjadal má siðferðis-jafna kjúklinga-
máltíð fyrir einn, en hagkvæmara er að siðferðisjafna tíu
máltíðir fyrir sex dali. ai@mbl.is
Unnendur kjúklingasamloka
geta friðað samviskuna
Uppátæki lögfræðings
mótvægi við stefnu banda-
rískrar skyndibitakeðju
AFP
Deilur Frá mótmælum við Chick-fil-A.
Bandaríska fjármálafyrirtækið
Knight Capital Group fékk hjálp
frá fjárfestum á mánudag og inn-
spýtingu sem jafngildir 400 millj-
ónum dala.
Bloomberg-fréttaveitan greinir
frá að Knight Capital hafði fengið
á sig nær banvænt högg á miðviku-
daginn þegar tæknibilun í fjárfest-
ingartölvum fyrirtækisins fram-
kallaði söluagerðir sem kostuðu
fyrirtækið á örstuttum tíma um
440 milljónir dala, jafngildi 53
milljarða króna.
Tilraunaforriti sleppt lausu?
Markaðssérfræðingur Yahoo!
Finance segir ekki enn að fullu
ljóst i hverju tæknibilunin fólst. Þó
er óstaðfestur orðrómur á kreiki
um að Knight hafi fyrir mistök
sleppt tilraunaforriti lausu á mark-
aðinum.
Meðal þeirra sem fjárfest hafa í
flaki Knight Capital eru Getco,
Blackstone Group, Stifel Nicolaus
& Co. og Jeffries Group. Þótt fyr-
irtækið muni halda áfram starf-
semi sitja hluthafar Knight eftir
með sárt ennið en hlutir féllu um
61% í síðustu viku og fjórðung til
viðbótar í viðskiptum á mánudag.
Þótt tæknibilunin og björgunar-
aðgerðin virðist ekki hafa skekið
markaðinn gæti atburðarásin
dregið dilk á eftir sér. Atvikið hef-
ur orðið til þess að líklegt þykir að
bandaríska þingið vilji fara nánar í
saumana á sjálfvirkum viðskiptum
í kauphöllum. ai@mbl.is
AFP
Spenna Sölumaður á hlutabréfamarkaði NYSE nagar neglurnar. Markaðir
virðast hafa tekið fréttum af Knight Capital af yfirvegun.
Fjárfestar koma Knight
Capital til bjargar
Hluthafar sitja uppi með tapið
Sænski bílaframleiðandinn Saab fór
á hausinn í desember en lætur samt
enn að sér kveða. Núverandi eig-
endur Saab, hollenski bílaframleið-
andinn Spyker Cars, hafa höfðað
mál á hendur bandaríska risanum
General Motors og krefjast bóta að
upphæð þrír milljarðar evra, um 448
milljarðar króna.
Hefðu komist í tæknileyfi
Að sögn fréttastofu BBC hefur
Spyker sakað GM um að hafa þving-
að Saab í þrot með afskiptum af
mögulegri sölu á fyrirtækinu til kín-
verska framleiðandans Zhejiang Yo-
ungman Lotus Automobile. Saab var
lýst gjaldþrota í desember eftir að
samningaviðræður við Zhejiang Yo-
ungman sigldu í strand.
General Motors átti hlut í Saab og
á að hafa beitt sér gegn sölunni, m.a.
vegna þess að hún hefði veitt kín-
verska fyrirtækinu aðgang að tækni-
leyfum sem Saab hefur fengið hjá
GM.
Eigur hins gjaldþrota Saab voru
seldar til kínversk-sænsks fjárfest-
ingafyrirtækis í júní en „lögaðilinn“
Saab er enn í eigu Spyker.
ai@mbl.is
Eigandi Saab í
milljarðamál við GM
Stryker segir af-
skipti GM hafa
þvingað Saab í þrot
AFP
Milljarðar Victor Muller, stjórnandi
Spyker Cars. Fyrirtækið segir að-
gerðir GM hafa neytt Saab í þrot.