Morgunblaðið - 07.08.2012, Side 19

Morgunblaðið - 07.08.2012, Side 19
Herskáir síkar í Indlandi mótmæltu í gær fjöldamorði á síkum í Banda- ríkjunum á laugardag, hér skera þeir í sundur bandarískan fána við bandaríska sendiráðið í Nýju Delí. Wade Michael Page, sem grunaður er um að hafa myrt sex manns í skotárás á síkamusteri í Wisconsin, var fertugur og fyrrverandi liðs- maður bandaríska hersins, hann var þar titlaður „sérfræðingur í sál- fræðiaðgerðum“. Lögreglan skaut Page til bana. Hann er sagður hafa verið liðsmaður nýnasistasamtaka og stýrt rokksveit rasista er nefndist End Apathy. Síkatrú er um 500 ára gömul ein- gyðistrú með eigið tímatal og tungu, um 27 milljón síkar eru í heiminum, flestir í Indlandi en hálf milljón í Bandaríkjunum. Síkum hefur stund- um verið ruglað saman við múslíma en karlar sem aðhyllast síkatrú skerða ekki skegg sitt og ganga að jafnaði með túrban. AFP Síkamorð- ingi var nýnasisti FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2012 T A K T IK _ ju n 1 2 - _ 3 8 2 3 Pöntunarsími: 535 1300 Isa kælir Telion veggkælir sem er með góðu söluplássi, botn 4 hillur og til í fimm breiddum Litur: Ljósgrár - Ljós í hillum Hæð á söluplássi 1357mm - Bogadregið hliðargler Stæðir: Stærð (b/d/h) mm: 706x725x2049 Stærð (b/d/h) mm: 1006x725x2049 Stærð (b/d/h) mm: 1306x725x2049 Stærð (b/d/h) mm: 1906x725x2049 Stærð (b/d/h) mm: 2506x725x2049 Til í 5 stærðum Isa Econesos kista sem er bæði frystir og kælir í sama tæki 3 lengdir - 150 cm - 200 cm og 250 cm Kælir og frystir í sama tæki Isa Slim veggkælir Fáanlegur í 3 stærðum: 70 cm - 100 cm - 130 cm Til í 3 stærðum Isa Fos Inox er allur úr stáli að utan sem innan. Flottur og sölulegur kælir sem einnig er hægt að fá sem blómakælir með 6 fötum. Isa Frystiskápur Mistral Isa glerhurða frystiskápur bogadregin að framan með ljóasaskilti að ofan. Líka góður blómakælir með 6 fötum Isa Fos ISA kælar og frystar Draghálsi 4 - 110 Reykajvík Sími: 535 1300 - Fax: 535 1305 - verslun@verslun.is Frystiskápur Ákveðið hefur verið að Condoleezza Rice, fyrrverandi utanríkisráðherra, verði meðal aðalræðumanna á flokksþingi bandarískra repúblikana þar sem forsetaefnið verður útnefnt. Mitt Romney, sem verður forseta- efni flokksins, hefur ekki enn valið sér varaforsetaefni, Rice hefur að undanförnu verið nefnd til sögunnar. Yfirlýsingin um ræðumennina er túlkuð misjafnlega. Sumir frétta- skýrendur segja að með henni sé Rice að segja skýrt að hún gefi ekki kost á sér sem varaforsetaefni. Aðrir komast að þveröfugri niðurstöðu. Bent er á að Rice hafi mikla reynslu og muni því ekki valda Romney álíka vanda og Sarah Palin olli John McCain 2008. Hún yrði fyrsta vara- forsetaefni repúblikana úr röðum blökkumanna. Rice var þjóðaröryggisráðgjafi George W. Bush, fyrrverandi for- seta, og síðar utanríkisráðherra hans. Kannanir hafa sýnt að um tveir af hverjum þremur Banda- ríkjamönnum hafa mikið álit á henni. kjon@mbl.is Verður Rice vara- forsetaefni Romneys?  Í hópi aðalræðumanna á flokksþingi Komið hefur á ný til blóðugra átaka milli búdda- trúarmanna og múslíma af þjóðerni Rohingya í Rakhine-héraði í vestanverðu Búrma, þrír voru sagðir fallnir í gær. Alls hafa um 80 manns fallið síðan í júní. Frakkar skoruðu í gær á stjórnvöld í Búrma að tryggja öryggi allra íbúa á svæðinu, án tillits til þjóðernis. Mannréttindasamtök segja að búrmískir her- menn hafi skotið á múslímana og yfirvöld ekki reynt að grípa inn þegar múslímakonum hafi ver- ið nauðgað. Múslímar í Rakhine eru ættaðir frá Bangladess, grannlandi Búrma, en hefur verið meinað að fá ríkisborg- ararétt. Þorri landsmanna lítur á þá sem útlendinga; langflestir Búrma- menn eru búddistar. Bangladess reynir að hindra fólkið í að flýja yfir landamærin og vill ekki taka ábyrgð á því. En múslímar víða um heim mót- mæla nú meintum ofsóknum gegn Rohingya. kjon@mbl.is Mannskæð átök milli búddista og múslíma Mótmælt í Indónesíu. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Bandarískir vísindamenn hjá geim- ferðastofnuninni, NASA, unnu mikið afrek um hálfsexleytið í gærmorgun að íslenskum tíma þegar þeim tókst að lenda nýjasta Marsjeppanum, Cur- iosity, heilu og höldnu á reikistjörn- unni. Allt benti til þess að verkefnið, sem kallað hefur verið ein flóknasta tilraun í sögu geimvísindanna, hefði heppnast fullkomlega. Hefur jeppinn þegar sent frá sér tvær myndir. Curiosity er sex hjóla ómönnuð rannsóknarstöð, hlaðin tækjabúnaði, og mun innan nokkurra vikna hefja ferðalag um nágrennið, taka sýni og greina þau. Fyrst þarf að kanna vand- lega hvort allur búnaður sé í lagi. Far- artækið lenti í Gale-gígnum svo- nefnda sem er geysilega djúpur, þar eru jarðlög sem eru allt að þúsund milljón ára gömul. Með rannsóknum jeppans vonast menn til þess að hægt verði að varpa ljósi á aðstæður á Mars fyrir nokkrum milljörðum ára, hvort þar hafi eitt sinn verið mögulegt að líf gæti þróast. Jeppanum var skotið á loft 26. nóv- ember í fyrra en vegalengdin til Mars var um 563 milljón kílómetrar. Síð- ustu sjö mínúturnar í ferðinni var spennan mest hjá vísindamönnum NASA, „sjö ógnarmínútur“. Ef eitt- hvað færi úrskeiðis gæti það haft slæm áhrif á stöðu NASA en margir vilja skera niður framlög til geimvís- inda á krepputímum. Beitt var nýrri aðferð við að lenda farinu, ekki var gerlegt að kanna fyrst með tilraunum hvort hún gengi eftir. Eins konar krani með rakettum lét jeppann síga niður á yfirborðið þegar það nálgaðist, ekki var hægt að nota loftpúða til að minnka höggið eins og á eldri jepp- unum 2004. Raketturnar voru notaðar til að draga úr lendingarhraðanum sem var undir lokin innan við einn metri á sekúndu. Nýtt stórafrek í geimvísindum  Bandaríkjamenn lentu afar öflugri rannsóknastöð á hjólum á Mars AFP Léttir Fjarskiptafræðingurinn Peter Ilott (fyrir miðju) faðmar kollega í stjórnstöð NASA þegar ljóst var að lending Curiosity hafði heppnast. Dýrt ferðalag » Ferð Curiosity hefur kostað um 300 milljarða ísl. kr. og þegar er búið að tryggja fé til rannsókna næstu tvö árin. Lík- legt er þó talið að farartækið muni endast mun lengur. » Curiosity er eitt tonn að þyngd og á stærð við lítinn bíl. Jeppinn er því mun stærri en fyrirrennararnir Spirit og Opp- ortunity sem lentu á Mars 2004.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.