Morgunblaðið - 07.08.2012, Page 28

Morgunblaðið - 07.08.2012, Page 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2012 Elsku Lárus, takk fyrir allt. Ég kveð þig með fallega ljóðinu frá Eyjum, „Góða nótt“. Dagurinn kveður, mánans bjarta brá blikar í skýja sundi. Lokkar í blænum, leiftur augum frá, loforð um endurfundi. Góða nótt, góða nótt, gamanið líður fljótt, brosin þín bíða mín, er birtan úr austri skín. Dreymi þig sólskin og sumarfrið, syngjandi fugla og lækjarnið. Allt er hljótt, allt er hljótt ástin mín, góða nótt. (Ási í Bæ) Lárus Kristjánsson ✝ Lárus Krist-jánsson fæddist á Heiðarbrún, Vest- mannabraut 59, Vestmannaeyjum, 28. ágúst 1929. Hann lést 19. júlí 2012. Úför Lárusar fór fram frá Landa- kirkju í Vest- mannaeyjum 28. júlí 2012. Hvíl í friði, elska þig. Knúsaðu Gunnu þína frá mér. Þín spariten- gadadóttir, Emma Vídó. Elsku Lárus tengdafaðir minn, takk fyrir allt. Ég kveð þig með fallega ljóðinu frá Eyjum, „Góða nótt“. Dagurinn kveður, mánans bjarta brá blikar í skýja sundi. Lokkar í blænum, leiftur augum frá, loforð um endurfundi. Góða nótt, góða nótt, gamanið líður fljótt, brosin þín bíða mín, er birtan úr austri skín. Dreymi þig sólskin og sumarfrið, syngjandi fugla og lækjarnið. Allt er hljótt, allt er hljótt ástin mín, góða nótt. (Ási í Bæ) Knúsaðu Gunnu þína frá mér. Hvíl þú í friði, elska þig. Þín sparitengdadóttir, Emma Hinrika. Ég var á tólfta ári þegar ég kom á kosningaskrifstofu Alþýðu- bandalagsins í Kópavogi og bauð fram liðsinni. Það var upp- haf á pólitískri vegferð sem ekki sér enn fyrir endann á. Það sem heillaði mig allt frá byrjun var óeigingjarnt og fórn- fúst starf þess hugsjónafólks sem þarna kom saman og sá mikli einhugur sem var um verkefnin í hinni pólitísku bar- áttu. Alþýðubandalagsmenn í Kópavogi spönnuðu rétt eins og annars staðar allt litróf ólíkra skoðana, en þeir voru ekki kreddukommar. Þeir höfðu um langt árabil haft lykiláhrif á stjórn og rekstur bæjarfélags- ins og höfðu næman skilning á því hvernig ætti að tengja hug- sjónir um jöfnuð og félagslegt Hallvarður Sigurð- ur Guðlaugsson ✝ HallvarðurSigurður Guð- laugsson fæddist 16. október 1919. Hann lést 18. júlí 2012. Útför Hallvarðar fór fram frá Digraneskirkju 31. júlí 2012. réttlæti eðlilegum löngunum venju- legs fólks um betri kjör og aðstæður fyrir sig og sína. Hallvarður Guð- laugsson var einn tryggasti liðsmað- urinn í þessum hópi. Hann var ein- dreginn sósíalisti frá unga aldri. Ófá- ar eru sögurnar af fórnfýsi hans í þágu hreyfing- arinnar – ef eitthvað þurfti að smíða eða gera var hann fyrstur á vettvang. Þáttur hans í bygg- ingarsögu húss yfir Þjóðviljann er margfrægur. Hann varð liðs- maður Samfylkingarinnar þegar við stofnun hennar og tók virk- an þátt í starfi okkar allt til loka. Hann var almennt talinn til vinstri í Alþýðubandalaginu og því voru margir hissa á að hann skyldi taka þátt í Samfylk- ingunni. Afstaða hans var hins vegar skýr: Flokkurinn hafði tekið ákvörðun um að taka þátt í þessari tilraun og hann var hluti af þeirri ákvörðun. Það er þetta jákvæða flokksholla við- horf fólks eins og Hallvarðar sem skýrir stærð og fjölbreyti- leika Samfylkingarinnar. Við njótum þess að eiga rætur víða, hjá ólíku fólki með fjölbreyttar skoðanir, sem á það sameigin- legt að hafa ákveðið að leggja meiri áherslu á það sem sam- einar það, en hitt sem skilur að. Ég fékk byggingarvinnu hjá Hallvarði í einu jólafríi á menntaskólaárum og endurnýj- aði þá við hann kynnin úr æsku. Þegar í pólitík var komið varð hann einn minn dyggasti stuðn- ingsmaður og veitti mér liðsinni í hvert sinn sem óskað var. Sá stuðningur var jafnt í blíðu sem stríðu, enda Hallvarður hvorki huglaus maður né maður mála- lenginga. Þegar ég varð ráð- herra kom í minn hlut það óvin- sæla og erfiða verkefni að draga saman í útgjöldum til við- kvæmra málaflokka velferðar- mála. Þá var Hallvarður fullur stuðnings, sýndi skilning á nauðsyn þessa erfiða verkefnis og hrósaði mér í bak og fyrir. Fyrir allt starf Hallvarðar í þágu hreyfingar jafnaðarmanna í kjördæminu um áratugi er vert að þakka. Sjálfur þakka ég að leiðarlokum stuðning, upp- örvun og skemmtilega sam- fylgd. Fjölskyldu Hallvarðar sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Árni Páll Árnason. „Sæll, frændi. Gakktu í bæ- inn.“ Ég er kominn heim til Hall- varðar frænda míns í Kópavog- inum. Hann hafði beðið mig að aðstoða sig við frágang bækl- ings sem innihélt fróðleik um örnefni í Hælavík og Hælavík- urbjargi, auk nokkurra mola um fólk og mannlíf norður í Víkum á Hornströndum. Fram til þessa hef ég vel vitað af Hallavarði frænda mínum, það hafa allir í ættinni, hitt hann á mannamótum og við ýmsa við- burði í fjölskyldunni, við höfum spjallað saman en ég hef ekki kynnst honum að neinu ráði. Um nokkurt skeið hittumst við oft og ég er auðugri eftir. Hallvarður Guðlaugsson var maður stórfróður og sagði skemmtilega frá. Hann var upp- alinn í Hlöðuvík á Hornströnd- um og þar norður frá dvaldist hugur hans löngum. Hann var fastur fyrir og einarður í skoð- unum og lá ekkert á áliti sínu á mönnum og málefnum – en þeg- ar kom að tengslunum við björgin og mannlífið á gömlum heimaslóðum varð tónninn mild- ur, augun fjarræn og úr þeim streymdi blíða og væntum- þykja. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Hallvarði bet- ur núna síðustu árin og votta Guðmundi syni hans og fjöl- skyldu, og öðrum aðstandend- um, samúð mína vegna fráfalls þessa síunga öldungs. Guðni Kolbeinsson. ✝ Antonía JúlíaKristjánsdóttir (Júlla í Brautarhóli), fæddist 7. ágúst 1926 í Ási, Gler- árþorpi, Akureyri. Júlía lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri, 22. júlí 2012. Foreldrar Júlíu voru hjónin Kristján Jóhann Jónsson, f. 3. október 1897, d. 4. mars 1960 og Anna Jónsdóttir, f. 16. júlí 1897, d. 9. september 1974. Systkini Þorsteinn Jónsson, f. 25 mars 1898, d. 6. janúar 1968 og Sigrún Ingibjörg Björnsdóttir, f. 13. des- ember 1902, d. 26. maí 1984. Júlía og Jón eignuðust saman fjögur börn. 1) Þorsteinn Heiðar, f. 30. nóvember 1946. Börn a) Jón Heiðar, f. 30. október 1972, sam- býliskona Hallveig Rúnarsdóttir, f. 8. júlí 1974, b) Birgitta Lára, f. 18. desember 1983, c) Ragna Steina, f. 16, júní 1986, maki Er- lingur Guðbjörnsson, f. 27. nóv- ember 1972. 2) Sigrún Fanney, f. 26. júní 1948. Sambýlismaður Sig- urður Stefánsson. Börn þeirra eru a) Jónheiður Kristín, f. 1. október 1970, b) Júlía, f. 28. júní 1975, c) Stefán Ingi, f. 4. júlí 1976, sambýliskona Hilma Eiðsdóttir, f. 12. janúar 1982, d) Jón Pétur, f. 17. mars 1978, sambýliskona Bel- inda Ýr Hilmarsdóttir, f. 13. apríl Júlíu voru Jón Ingi- mar, f. 8. nóvember 1919, d. 21. mars 1992, Alda, f. 22. nóvember 1920, d. 14. janúar 2006, Laufey, f. 26. nóv- ember 1921, d. 6. maí 1990 og Þor- gerður, f. 17. febr- úar 1924, d. 1. mars 2004. Júlía giftist 20. apríl 1945 Jóni Heiðari Þorsteins- syni, f. 4. mars 1926, d. 15. maí 1999. Foreldrar Jóns voru hjónin Elsku amma, nú ert þú farin. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért ekki hér með okkur lengur, tilbúin til að taka á móti okkur þegar við komum í heim- sókn, eins og þú gerðir alltaf með bros á vör. Þú sem varst svo góð við allt og alla og sýndir okkur alltaf stuðning í öllu sem við gerðum. Já, það er skrýtið að hugsa til þess að þú sért ekki lengur að gæða Brautarhól ilmi með pönnukökunum þínum. Skrýtið að geta ekki talað við þig um allt milli himins og jarð- ar. Um gömlu tímana og þá nýju. Já amma, ég naut allra þeirra stunda sem ég var með þér og nýt þeirra enn í minning- unni. Ég minnst þín með sökn- uði elsku amma en ég veit að þú ert komin á góðan stað. Takk fyrir allt. Sigmar Arnarsson. Antonía Júlía Kristjánsdóttir 1978. 3) Kristján Heiðar Jóhann Jónsson, f. 13. apríl 1950, d. 24. janúar 1992. 4) Arnar Heiðar, f. 26. júní 1958. Börn a) Brynjar, f. 13. maí 1977, sambýliskona Harpa Reynisdóttir, f. 2. október 1971, b) Sigmar, f. 29. ágúst 1981, sambýliskona Eva Beekman, f. 24. febrúar 1984. Barnabörn Júl- íu og Jóns eru tólf talsins. Fyrstu tvö árin bjó Júlía í Ási, Glerárþorpi og fluttist í Braut- arhól tveggja ára gömul og bjó þar um aldur og ævi. Hún var í sveit ung að árum ásamt því að starfa við síldarsöltun í nokkur sumur. Júlía vann við ræstingar í Glerárskóla í hartnær 30 ár ásamt því að vera heimavinnandi húsmóðir, þar sem heimilið og fjölskyldan átti hug hennar allan. Útför Júlíu var gerð frá Glerárkirkju 31. júlí Mig langar að skrifa nokkur minningarorð um elsku afa minn sem mér þótti svo mikið vænt um. Ég man þegar afi og amma bjuggu í Engihjallanum og við sát- um inni á skrifstofunni hans afa þar sem við vorum að tala saman, afi sagði mér sögur og ég reyndi að segja honum nokkra brandara. Mér fannst mjög gaman að spila og afi kenndi mér mörg spil og einnig kenndi hann mér á klukku. Afi fór oft með mér út að ganga og mér fannst það alltaf jafn- skemmtilegt. Ég man þegar afi spurði mig hvort ég mundi ekki örugglega rata í heimsókn í Engi- hjallann þegar ég yrði stór, ég var alveg ákveðinn í að læra leiðina og ✝ Guðjón Andr-ésson fæddist í Kálfshamarsvík í Skagahreppi í Austur-Húnavatns- sýslu 24. október 1920. Hann lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafn- arfirði 20. júní 2012. Útför Guðjóns fór fram í kyrrþey 27. júní 2012. keyra þangað þegar ég yrði stór. Hann hafði gaman af ljóð- um og hann kenndi mér mörg ljóð og vís- ur og sumt af þeim samdi hann sjálfur. Ég hlakkaði alltaf til að heimsækja ömmu og afa, við afi vorum miklir vinir og mér leið alltaf svo vel í ná- vist hans, það var svo gott að eiga svona góðan afa. Þegar afi og amma fluttu á Hraunvang í Hafnafirði fórum við oft og heimsóttum þau og afi var alltaf jafnglaður að sjá okkur. Ég er mjög þakklátur fyrir það að við fengum að eyða síðustu jólunum hans afa með honum og ömmu. Elsku afi minn, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína, þið amma hafið alltaf verið til staðar fyrir okkur. Ég elska þig og ég hlakka til að hitta þig aftur. Um undra-geim, í himinveldi háu, nú hverfur sól og kveður jarðarglaum; á fegra landi gróa blómin bláu í bjartri dögg við lífsins helgan straum. (Benedikt Gröndal) Victor Blær Jensen. Guðjón Andrésson Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, BORGHILDUR KJARTANSDÓTTIR, Langagerði 94, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 2. ágúst sl. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 10. ágúst kl. 13:00. Ólafur Jóhannesson, Unnur Ólafsdóttir, Pálmi Matthíasson, Kjartan Jóhannes Ólafsson, Bára Björgvinsdóttir, Þór Ólafsson, Linda Björg Þorgilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir okkar, KRISTÍN HALLVARÐSDÓTTIR ENGEL, lést á heimili sínu í Kaliforníu 23. maí sl. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 9. ágúst kl. 15:00. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna fráfalls okkar ástkæra HALLDÓRS JÓNSSONAR ASPARS, Hafnarstræti 16, Akureyri. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför VIGDÍSAR JÚLÍÖNU BJÖRNSDÓTTUR, Strandgötu 89, Eskifirði. Edda Björnsdóttir, Hlynur Halldórsson, Helga Björnsdóttir, Hilmar Hilmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls SIGURÐAR GUNNARSSONAR, fyrrverandi sýslumanns. Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.