Morgunblaðið - 07.08.2012, Síða 32

Morgunblaðið - 07.08.2012, Síða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér kann að finnast þú umsetinn svo þú eigir erfitt með að gera nokkurn skapaðan hlut. Reyndu að komast hjá að ræða hluti sem eru mikilvægir því líklegt er að misskilningur komi upp. 20. apríl - 20. maí  Naut Vinir þínir eru jafnuppteknir og þú, en þegar þú finnur upp á einhverju skemmtilegu að gera taka allir sér pásu. Hugsaðu um vináttuna. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Tilhugalífið gæti valdið þér von- brigðum í dag. Ráðstefnur, fundir og alls kyns mannamót verða lífleg og ánægjuleg. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Til að skilja það mál sem vefst fyr- ir þér nú þarftu að kafa til botns og velta upp öllum tiltækum staðreyndum. Leggðu þig fram um að sjá málin í víðara sam- hengi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er hætt við að foreldrar þínir eða yfirmenn gagnrýni þig í dag. Gefðu þig all- an í allt sem þú gerir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Veistu ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga? Reyndu að hugsa eins og vatns- dropi. Nú er að bretta upp ermarnar og drífa sig í að klára hlutina. 23. sept. - 22. okt.  Vog Rétt byrjun er besta leiðin til þess að stilla sig saman við umhverfið. Gleymdu þó ekki að líta inn á við og biðja um hand- leiðslu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er svo margt sem þig langar til að eignast að þú veist ekki hvar þú átt að byrja. Að klæða sig, elda eða deila einhverju með ástvinum er tækifæri til að skína. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er margur leyndardóm- urinn sem manninn langar til að finna. Hvernig væri að gefa ótta þínum nafn og kynna þig fyrir honum? Jafnvel faðma hann að þér? 22. des. - 19. janúar Steingeit Ekki gera lítið úr heimspeki- legum viðhorfum eða trúarskoðunum ein- hvers í dag. Spennan sem þú kemur með í sambandið heldur samræðunum gangandi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Eyddu ekki óþarfa orku í að hugsa um það sem liðið er og miður fór. Mundu að aðgát skal höfð í nærveru sálar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Viðgerðir og endurbætur verða í brennidepli á næstunni. Brettu upp erm- arnar og taktu sjálfur til óspilltra málanna. Notaðu tækifærið á meðan það varir. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkireftir verslunarmannahelgina: Ágústbyrjun sól og sæla syngur þjóðin full af ást. Margir drukknu öli æla, aðrir vilja bara slást. Ólafur Stefánsson bætir við: Unga fólkið úti í tjaldi, er að prófa’ að sofa hjá. Bósar nokkrir beita valdi, best að löggan hirði þá Bragaþing, landsmót hagyrð- inga, verður haldið á Fosshóteli Húsavík laugardaginn 25. ágúst. Frá því segir í tilkynningu Stefáns Vilhjálmssonar, sem lætur fylgja al- kunna vísu: Hátíð fer að höndum ein, hagyrðingalandsmótið. Að Húsavík er brautin bein, þar brátt má heyra vísnaklið. Landsmótið er öllum opið og allir velkomnir. Ljúffengur matur verð- ur fram reiddur margrétta og heið- ursgestur Björn Ingólfsson á Greni- vík, sem er lesendum Vísnahornsins að góðu kunnur. Í hlutverki veislu- stjóra verður einhver góður Þing- eyingur, eins og Stefán orðar það, og Kveðandi, vísnafélag Þing- eyinga, kveður sér hljóðs. Móts- gestum gefst gott færi á að flytja vísur sínar, kvæðamenn kveða, það verður sungið og loks slegið upp balli að loknu borðhaldi. Skráning fer fram hjá Stefáni á netfanginu stefan.vilhjalmsson@mast.is og Ósk Þorkelsdóttur sem hefur net- fangið: guinness@vortex.is. Að lok- um vísa sem ég rakst á á nafn- spjaldi leigubílstjórans Sigurbjargar, Galtalæk 2: Tilbúinn með Taxann sinn tillitssamur bílstjórinn. Flottur bíll með flottan rann ferðir góðar býður hann. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Bragaþingi og útihátíðum um verslunarmannahelgina G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð il e g i Fe rd in a n d G æ sa m a m m a o g G rí m u r NIRVANA ROKKAR! BÚDDISTA-ÚTVARPSSTÖÐ ÉG ÞOLI EKKI ÞESSA HITABYLGJU LENGUR! GRETTIR! ÞAÐ ER BANNAÐ AÐ SETJAST Í RJÓMAÍSINN! ENGAR ÁHYGGJUR, ÞETTA ER BARA VANILLUÍS! ... OG VIÐ SUNGUM SÖNGVA OG MÁLUÐUM MYNDIR ... OG HLUSTUÐUM Á SÖGUR OG LITUÐUM MEÐ VAXLITUM OG HVÍLDUM OKKUR OG FENGUM SNARL OG LÉKUM LEIKI ... Ó, ÞAÐ VAR SVO GAMAN! MÉR FINNST AÐ ÖLL BÖRN EIGI AÐ FARA Í LEIKSKÓLA! AÐ VEL SKOÐUÐU MÁLI ... HEF ÉG KOMIST AÐ ÞEIRRI NIÐURSTÖÐU ... AÐ YKKUR LÍKAR EKKERT SÉRLEGA VEL VIÐ MIG, ER ÞAÐ NOKKUÐ? Víkverji var á ferðinni um versl-unarmannahelgina, sem gjarnan er sögð mesta ferðahelgi ársins. Sú var tíðin á árum áður, þegar bæjar- hátíðir voru ekki á hverju strái, bens- ínlítrinn kostaði svipað og mjólkin og „skuldahalar“ voru aðeins í eigu rík- ustu manna. Núna er nánast hver einasta helgi seinni hluta júní og í júlímánuði mikil ferðahelgi. x x x Víkverji var skynsamur þessahelgi, fór úr bænum á laugardegi og kom aftur heim á sunnudags- kvöld. Umferðin var engin á laugar- deginum en það kom á óvart hvað hún var mikil á sunnudeginum. Vík- verja til undrunar virðast vera fleiri skynsamir en hann. Enn meiri var þó undrunin að sjá hvergi lögreglubíl á ferð í umferðareftirliti, hvað þá bíl frá FÍB. Hver man ekki eftir tilkynn- ingunum um verslunarmannahelgi forðum daga: FÍB 5 verður í Vagla- skógi, FÍB 3 á Þingvöllum, FÍB 2 á Hallormsstað. En tekið skal fram að FÍB-aðstoðin er enn til staðar í dag, þó að minna fari fyrir henni opin- berlega. Tryggingafélögin eru einnig komin með bílaaðstoð ef druslan klikkar. x x x Ferðalag helgarinnar hófst hinsvegar með sérstökum hætti. Vík- verji var að pakka í bílinn að morgni laugardags þegar betri helming- urinn fékk símtal. Hinum megin á línunni var kona í miklu uppnámi eft- ir að hafa lesið morgunblöðin. Í ljós kom að hún hafði verið að lesa í Fréttablaðinu að hægt væri að kynna sér Sturlungaslóð á Hauga- nesi við Eyjafjörð, þar sem stærsti bardagi Sturlungaaldar hefði farið fram milli Sturlunga og Ásbirninga. Víkverji skilur ósköp vel að konan hafi komist í uppnám því það er með miklum ólíkindum að hægt sé að færa Haugsnesbardaga í Blönduhlíð í Skagafirði yfir í Eyjafjörð og ástæða til að hafa áhyggjur af sögu- og landafræðikennslu í skólum landsins. Tekið skal fram að Morgunblaðið er ekkert undan skilið þegar villur af þessu tagi rata í fjölmiðla. En að eigna Eyfirðingum Sturlungaslóðina er ófyrirgefanlegt! víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Ég er Drottinn, Guð yð- ar, lifið eftir boðorðum mínum og haldið lög mín og breytið eftir þeim. (Esk. 20, 20.) 12-36 mánaða binditími Engin útborgun Ábyrgðar- og kaskótrygging Bifreiðagjöld 20.000 km á ári Sumar- og vetrardekk Þjónustuskoðanir og smáviðhald Leigð´ann Eigð´ann Nýlegir bílar Allir í toppástandi Fara í gegnum gæðaskoðun AVIS Þriggja daga reynsluakstur www.avisbilar.is S. 5914000 ... og krækja sér í bíl á frábæru verði! til þess að fara inn á avisbilar.is 11ástæður - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.